Morgunblaðið - 06.01.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 06.01.1998, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ ’.W. 6 PRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 FRÉTTIR FREYR Jónsson og Jón Svanþórsson við Wasa-bækistöðina Jeppamenn á Suðurskautslandi Sigruðust á saltsnjó og rifsköflum JEPPAMENNIRNIR íslensku eru nú komnir upp á hásléttu Suðurskautslandsins. Á nýárs- dag komu þeir í Svea-bækistöð- ina, en hún er um 400 km inni í landi. Þeir voru 6 klukkustund- ir að aka frá Wasa, en leiðin er 192 km löng. Oft var stoppað á leiðinni og þurfti m.a. að taka íssjárloftnet af öðrum bflnum vegna þess að festing brotnaði. Færið var misjafnt, að sögn tví- menninganna. Stundum brotn- aði efsta snjólagið, en undir því var saltsnjór og ekkert grip. Síðustu 100 km voru miklar snjóöldur og er þeim kennt um brotna loftnetsfestingu og einn brotinn fjaðragorm. Svea-stöðin er gerð úr tveim- ur trefjaglers gámum sem fest- ir eru saman uppi á Iitlum klettj sem stendur upp úr ísn- um. I stöðinni eru rúm fyrir fjóra. Þar voru fyrir þrír Hollendingar sem vinna við veður- og loftslagsrannsóknir og tveir Þjóðverjar sem búa í tjöldum. Flogið var með vís- indamennina í stöðina á þyrlu ísbijótsins sem flutti leiðang- ursmenn. Jeppamennirnir gista í bflunum. I Svea tók Freyr þátt í að laga bilaðan ísbor og dyttuðu þeir félagar að tækjum og bún- aði áður en lagt var upp á há- sléttuna síðastliðinn sunnudag. Upp Kiberg-dal Leiðin lá um Kiberg-dal sem er skarð milli tveggja fjall- garða, Sivorg- og Tottan-fjalla. Dalurinn er um 30 km langur og á kafla 5 km brekka og tölu- vert brött. Við að aka upp dal- inn er farið úr 1.300 metra hæð í 2.000 metra yfir sjávarmáli. „Okkur gekk ferðin vel upp brekkurnar þrátt fyrir kerru,“ skrifa þeir félagar. „Yfirleitt keyrðum við á 40 km hraða en örlítið hægar á sastruki-kafla (rifskafla) sem var á miðri leið. Efsta brekkan var erfiðust og þurfti bfllinn með kerruna að fara í milligírinn í smástund. Uppi biðum við svo marga tíma eftir snjóbflunum. Kiberg-dal- urinn er geysilega fallegur og uppi er rennislétt mjöll, bflarnir sökkva 5 cm. Hér er paradis jeppakalla og við geysilega ánægðir að vera búnir að hafa það hingað upp á íslenskum jeppum.“ Útlendingar komast ekki á íslensk frímerki Konrad Rasmus Maurer Kristian Rask STEFNAN í íslenskri fn'merkjaútgáfu hefur frá lýðveldisstofnun verið sú að láta ein- göngu Islendinga prýða frímerki þegar um fólk er að ræða. Á þeim forsendum hefur frímerkj útgáfunefnd Pósts og síma hafnað öllum beiðnum, nema einni, um að hafa mynd af útlendingi á íslensku fnmerki. Nú síðast var þeirri beiðni hafnað að minnast þýska prófess- orsins Konrads Maurers með því að hafa mynd af honum á íslensku frimerki, að því er kom fram í samtali Morgunblaðsins við Gylfa Gunnarssonar, forstöðumann frímerkjadeildar Islandspósts, í gær. Danski málfræðingurinn, Rasmus Kristján Rask, er eini útlendingur- inn sem hefúr prýtt íslenskt frímerki frá því lýðveldið var stofnað. Það frí- merki var gefíð út fyrir tíu árum og tileinkað íslenskri málvernd. Að sögn Gylfa hefur Pósti og síma og nú væntanlega íslandspósti borist aragrúi af beiðnum og ábendingum í gegnum tíðina um frímerkjaútgáfu til að minnast ýmissa einstaklinga, bæði Islendinga sem og útlendinga. AUar slíkar beiðnir hafa farið fyrir frímerkjútgáfunefnd, að sögn Gylfa, og hún hefur haft þá óskráða reglu í heiðri að minnast einungis íslend- inga með áðumefndri undantekn- ingu þó. Inntur eftir ástæðunni kveðst Gylfi reikna með því að í upphafi eða eftir stofnun lýðveldisins hafi sú stefna verið tekin að kynna Islend- inga á íslenskum frímerkjum sem og íslenska menningu, náttúru og sögu. „Þetta var stefnan og henni hefur verið haldið. Ef við byrjum á því að falla frá henni væri erfitt að setja mörkin," sagði hann ennfremur. Gylfi tók þó fram að með því að hafna útlendingum væri ekki verið að taka afstöðu til einstakra manna heldur væri einfaldlega verið að fylgja eftir ákveðinni stefnu. Þegar Gylfi var inntur eftir því hvers vegna ákveðið hefði verið á sínum tíma að hafa mynd af Rasmusi Kristjáni Rask á íslensku frímerki sagðist Gylfi telja að það hefði verið vegna tengsla Rasks við íslenska menningu. „Hann hafði þýðingu fyr- ir íslenska málvemd sem enginn ef- aðist um, þannig að hann var nokkuð einstakur, geri ég ráð fyrir>“ sagði Gylfi. Ungir læknar hófu störf á sjúkrahúsunum í gær Kostnaður við sam- komulagið er óljós Deilur um skólavist fatlaðra drengja Fá skóla- vist í Borgar- holtsskóla FÖTLUÐU drengimir tveir sem deilt var um skólavist fyrir í haust hafa þegið skóla- vist í Borgarholtsskóla til vors og hefja nám um miðja vikuna þegar kennsla hefst á nýjan leik eftir jólaleyfí. Kennslan verður á vegum Borgarholtsskóla, en skólinn fær sérstaka aðstoð frá full- orðinsfræðslu fatlaðra tii að sinna þessum hópi, sem er orðinn stærri en ráð var fyrir gert. Óvíst með fyrirkomulagið næsta vetur Eygló Eyjóifsdóttir, skóla- meistari í Borgarholtsskóla, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að niður- staðan hefði orðið sú að báðir drengimir hefðu þegið skóla- vist og yrði höfð samvinna við fullorðinsfræðslu fatlaðra um námið. Kennslan myndi hefjast í vikunni og þetta fyrirkomu- lag gilti til vors. Hins vegar væri ekki hægt að segja til um hvernig fyrirkomulagið yrði næsta vetur þar sem ým- is atriði varðandi skólavist þroskaheftra nemenda al- mennt á Reykjavíkursvæðinu væm ófrágengin. JÓHANNES Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, segir óljóst hver kostnaður sjúkrahúsanna verður af sam- komulaginu við unga lækna sem tókst um helgina. Nær allir ungir læknar komu aftur til starfa í gær og er starfsemi sjúkrahúsanna nú komin í fullan gang á ný. Samkomulagið kveður á um að ungir læknar fái greiðslur fyrir námsdaga, en gert er ráð fyrir að læknar noti þá til að lesa vísinda- greinar og sinna endurmenntun. Námsdagarnir taka mið af vakta- byrði. Þeir sem er undir mestu vinnuálagi fá flesta námsdaga. Hinn aðalþátturinn í samkomulag- inu gerir ráð fyrir að greitt verði fyrir frágang á vöktum. Brynhildur Eyjólfsdóttir, for- maður Félags ungra lækna, sagði að ungir læknar væm á löngum vöktum og oft safnaðist upp mikið af pappímm sem læknar ættu eftir að ganga frá eftir að vakt lyki. Þetta væra t.d. sjúkraskrár, læknabréf o.fl. Hingað til hefði ekki verið greitt fyrir þessa vinnu. Breytingar á vinnutíma erfiðar Jóhannes sagði að mjög erfitt væri að meta kostnað sjúkrahús- anna við þetta samkomulag. Reynslan sýndi að menn ættu erfitt með að meta afleiðingar breytinga sem tengjast vinnutíma. Hann sagðist þó telja ólíklegt að kostnaður við þessar breytingar yrði meiri en 40 milljónir á ári. Það sem gæti hleypt kostnaðinum upp væri skortur á læknum. Ef tækist að manna allar stöður og vinnuálag á læknum yrði hóflegt þyrfti kostn- aður við þetta ekki að verða svo mikill. I bókun með kjarasamningi sem ríkið og læknar gerðu í byrjun des- ember segir að setja skuli á fót nefnd sem fyrir 1. september nk. skuli koma fram með tillögur um hvemig sé hægt að aðlaga vinnu- tíma lækna vinnutímatilskipun ESB. Jóhannes sagði að segja mætti að ungir læknar hefðu ekki sætt sig við þessa lausn og knúið á um að einhverjar breytingar yrðu gerðar strax. Stjórnendui' sjúkra- húsanna hefðu unnið að þessu verkefni um jólahátíðina við erfið skilyrði. Tekið hefði verið á hluta af þessu vinnutímamáli í samkomu- laginu við unga lækna. Jóhannes sagði að mjög erfitt væri að samræma vinnutímatil- skipun ESB vinnufyrirkomulagi á sjúkrahúsum. Hann sagði að sjúkrahús í nágrannalöndum okkar stæðu frammi fyrir sama vanda og hann sagðist efast um að þau kæmu til með að fara eftir henni að öllu leyti. Enn væri ekki fullljóst hvemig þessi mál yrðu leyst hér á landi gagnvart læknum og menn gerðu sér ekki grein fyrir hversu dýrt það yrði fyrir ríkissjóð að leysa þau. Áfrain læknaskortur á slysadeild Brynhildur er ein þeirra ungu lækna sem komu til starfa á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gær. Hún sagði að þó að ungir læknar hefðu hafið störf væri vandi slysadeildar ekki leystur eins og menn hefðu raunar bent á fyrir jól. Nú væra 5 ungir læknar við störf á slysadeild, en aðeins 3 hefðu ráðið sig til áframhaldandi starfa frá og með næstu mánaðamótum. Venju- lega væru 7-8 ungir læknar við störf á deildinni. Á móti hefðu tveir sérfræðingar verið ráðnir til starfa á deildina. Brynhildur sagði að yf- irlæknir á slysadeild væri að vinna að nýju vaktakerfi fyrir deildina. Jóhannes sagði að langvarandi erfiðleikar hefðu verið við mönnun á slysadeild og það tæki tíma að bæta þar úr. Ákveðið hefði verið að ráða fleiri sérfræðinga til starfa, en það tæki tíma að fá fólk til starfa, sem sumt væri erlendis. Jóhannes sagði að vegna fjar- vem ungra lækna og einnig vegna jólahátíðarinnar hefði mörgum verkefnum verið skotið á frest á spítölunum. Þetta hefði haft áhrif á biðlista, en reynt yrði að sinna verkefnum eins hratt og kostur væri nú þegar starfsemi spítalanna væri komin á fullan skrið á ný. Nýr prestur í Hallgrímssókn Séra Jon Dalbú hlaut meirihluta atkvæða SÉRA Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Laugarnessókn, hlaut meirihluta atkvæða sóknar- nefndar Hallgríms- sóknar þegar hún kaus prest í annað prestsembætti sóknarinnar á sunnudag. Fjórir aðrir sóttu um stöðuna. Sóknar- prestur Hallgríms- sóknar er séra Sig- urður Pálsson. Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi um síðustu áramót veitir biskup embættið að höfðu samráði við sóknarprest og með samþykki sóknarnefndar. Jóhannes Pálmason, formaður sóknarnefndar, sagði sókn- arnefndina hafa rætt við alla um- sækjendur á sunnudag og í fram- haldi af því hefði séra Guðmundur Þorsteinsson, prófastur í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra, boðað til kjörfundar. Hefði séra Jón hlotið meirihluta atkvæða fullskipaðrar sóknarnefndar. Séra Jón Dalbú Hi'ó- bjartsson er prófastur í Re/kjavík- urprófastsdæmi vestra og hefur þjónað Laugamessókn mörg undan- farin ár að undanskildum þeim ámm er hann þjónaði/ söfnuðum íslend- inga í Suður-Svíþjóð og Noregi. Aðrir sem sóttu um stöðuna vora séra Guðný Hallgrímsdóttir, séra Kristján Björnsson, séra Yrsa Þórð- ardóttir og séra Þórey Guðmunds- dóttir. Það kemur í hlut hins nýja biskups, séra Karls Sigurbjörnsson- ar, að skipa í stöðuna við sóknar- kirkjuna sem hann sjálfur þjónaði. I i i i i i í, i s i i i i i i i i f ( i I I I f I i I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.