Morgunblaðið - 06.01.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.01.1998, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ BJARNI Armannsson, forstjóri Fjárfestíngarbanka atvinnuiífsins. 1 Fj árfe stingarbanki í fæðingu ÞÉR eruð að fá blóm og hamingjuóskir frá kollegunum fyrir frábært þriggja jeppa start hr. æðsti bankastjóri. . . Vörsluskylda eigenda stórgripa samkvæmt búfjárlögum Frumvarp tví- eða þríflutt án þess að fá afgreiðslu Tugir slysa árlega vegna ákeyrslu á búfénað STEINGRÍMUR Sigfússon alþing- ismaður hyggst endurflytja frum- varp til breytinga á búfjárlögum, þar sem lögð verður vörsluskylda á eigendur stórgripa, en frumvarpið hefur hann ásamt fleiri þingmönn- um flutt tví- eða þrívegis á síðustu þingum án þess að það hafi fengið afgreiðslu. Með samþykkt frum- varpsins yrði komið í veg fyrir lausagöngu stórgripa við þjóðvegi landsins, en árlega verða tugir fimmtud. 8.00 föstud. 9. janúar kl. 20:00 laugard. 10. og sunnud. 11. janúar kl.17:00 Örfá sæti laus Hljómsveitarstjóri: Einsöngvari: Mika Eichenholz Sólrún Bragadóttir Vínartónlist eins og hún gerist best m.a. eftir Johann Strauss, Franz Lehar, Robert Stolz o.fl. Sinfóníuhljómsveit islands Háskólabíói vi& Hagatorg Sími: 562 2255 Fax: 562 4475 Veffang: www.sinfonia.is Miöasala á skrifstofu hljómsveitarinnar og við innganginn slysa vegna ákeyrslu á búfénað. Steingrímur sagði að eins og fyrir- komulagið væri í dag þyrftu sveitar- stjórnirnar sjálfar að samþykkja takmörkun á lausagöngu og ef þær Það hefði einfaldlega sýnt sig að sums staðar virtust pólitískar að- stæður í sveitarstjórnum vera þannig að ekki hefði verið tekið á þessum málum þrátt fyrir gífurleg slys. Þarna væri um að ræða meðal annars hreppa þar sem umferð væri mikil, eins og í Skagafírði, í Húna- vatnssýslum og á Suðurlandsundir- lendinu. I frumvarpinu legði hann til að vörsluskylda yrði hin almenna regla og mjög þröngar heimildir til að víkja frá henni enda væri alveg tryggt að það skapaði ekki hættu fyrir umferð. Timaskekkja „Ég hef verið þeirrar skoðunar alllengi að það væri tímaskekkja að hafa ekki vörsluskyldu á stórgrip- um,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að ástæðan væri sú annars vegar að nútímabúskaparhættir væru með þeim hætti að stórgriph- gengju mjög lítið lausir og engin ástæða væri til þess að heimila það. Hins vegar gætu árekstrar bifreiða við stórgripi valdið mjög alvarlegum slysum. Akeyrsla á sauðfé væri þó auðvitað mun algengari, en mun flóknara og erfiðara væri að taka á lausagöngu þess. Telur meirihluta fyrir breytingunni Steingrímur sagði að hann teldi að meirihluti væri fyrir þessari breyt- ingu á Alþingi, þó að frumvarpið hefði ekki náð fram að ganga. Hann hefði flutt frumvarpið einu sinni áð- ur á þessu kjörtímabili og einu sinni eða tvisvar á síðasta kjörtímabili. Um væri að ræða breytingu á lög- um um búfjárhald og því hefði frumvarpið farið til landbúnaðar- nefndar. Lagasafn neytenda Auðveldar neytendum að þekkja rétt sinn Jón Magnússon ÝLEGA gáfu N eytendasamtökin út litla bók sem inniheldur samantekt á lögum um neytendamál. Jón Magnússon lögmaður tók efni bókarinnar sam- an. „Þessi samantekt er fyrst og fremst gerð til að neytendur geri sér í aukn- um mæli grein fyrir rétti sínum og nýti hann,“ segir Jón. Hann segir að bókin innihaldi ýmis lög sem þeir sem fást við neytendamál þurfi að skoða í daglegu amstri. „Því miðast bókin líka við að auðvelda störf þeirra." - Hvernig valdirðu lögin íþessa bók? „Hugmyndin að útgáf- unni er eiginlega komin frá Jó- hannesi Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra Neytendasamtak- anna, og hann kom með fyrir- mynd sem við þróuðum áfram. Þessi samantekt er stytt úgáfa af lagasafni neytenda, en lengri útgáfan kom út fjöirituð vorið 1997. Felldar eru burt lagagrein- ar sem visa til reglugerða og skipta ekki höfuðmáli fyrir hinn almenna neytanda. Við settum okkur í upphafí að hafa lagasafnið í handhægu formi og ekki of viðamikið. Það er auð- vitað alltaf spurning hvað eigi að velja og hverju að hafna en í sam- ráði við þá sem mikið koma ná- lægt neytendamálum var það val- ið sem ætla má að komi neytend- um best.“ - Hvaða lög eru það sem koma að mestu gagni fyrir hinn al- menna neytanda? „Þau lög sem reynir hvað mest á um neytendamál eru lög um lausafjárkaup. Á þeim byggist í raun það sem skiptir máli í sam- bandi við kaup og sölu. Neyt- endasamtökin hafa gagnrýnt að ekki skuli hafa verið gerðar breytingar á lögum um lausafjár- kaup til samræmis við breytingar á sambærilegum lögum t.d. í Danmörku og Noregi.“ - Hvaða breytingar eru það? „Lög um lausafjárkaup í Dan- mörku og Noregi eru mun neyt- endavænni en okkar lög." Á síð- ustu áratugum hefur orðið alger viðhorfsbreyting í okkar heims- hluta varðandi stöðu neytenda og hún endurspeglast að mörgu leyti í þessum lögum hinna Norður- landanna en ekki í gömiu lögun- um okkar, sem eru frá árinu 1922. Það sam vantar hjá okkur er m.a. ákvæði um svokölluð neytendakaup og lengingu ábyrgðartíma vegna galla á vör- um. Okkar lög um lausafjárkaup eru þó að mörgu leyti ágæt.“ Jón segir að það komi neytendum til góða að hafa greiðan aðgang að neytenda- lögunum. Hann bendir á að margir hafi til að mynda undanfarið velt fyrir sér hvaða kröfu þeir eigi á seljanda vegna gallaðra handblysa sem voru seld fyrir áramótin. „Hvað þetta dæmi snertir þarf ekki annað en fletta upp á lögum um skaðsemisábyrgð. Þar kemur fram að þeir sem dreifa hand- blysunum eru ábyrgir fyrir tjóni á munum sem þeir dreifa og neytendur eiga rétt á bótum vegna þess tjóns sem þeir verða fyrir. Þetta er einfalt og réttindi neytenda klár. Bókin er semsagt hugsuð sem handhægt uppfletti- ►Jón Magnússon er fæddur á Akranesi áriö 1946. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Is- lands árið 1974. Á námsárum sínum var hann formaður Stúd- entaráðs Háskólans, þá formað- ur Heimdallar um skeið og for- maður SUS um árabil. Hann hefur setið í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins og verið vara- þingmaður sama flokks. Jón var formaður Neytenda- samtakanna frá 1978 til 1981 og kom si'ðan aftur að sljórnunar- störfum sem formaður Neyt- endafélags höfuðborgarsvæðis- ins fyrir nokkrum árum og var kjörinn varaformaður Neyt- endasamtakanna árið 1996. Jón er í lögfræðilegri stjórn- unarnefnd um neytendamál á Norðurlöndum. Hann hefur ver- ið sjálfstætt starfandi lögmaður frá árinu 1976. Hann á þrjú börn. rit svo neytendur geti auðveld- lega aflað sér upplýsinga um rétt sinn.“ - Hver er réttarstaða ís- lenskra neytenda ef miðað er við önnur lönd? „Það varð veruleg breyting á réttarstöðu íslenskra neytenda þegar við gengum í evrópska efnahagssvæðið. Þá neyddist ís- lenski löggjafinn til að samræma lögin þeim lágmarksrétti sem neytendur á evrópska efnahags- svæðinu njóta. Þetta eru ekki meðmæli með íslenskum stjórn- völdum, að á grundvelli fjölþjóð- legs samning skuli neytendur ná fram lágmarksréttindum." Jón segir að neytendalöggjöfin hafi smám saman verið að kom- ast í svipað horf og í nágranna- löndunum. „Við stöndum þó enn nokkuð að baki nágrönnum okk- ar, sérstaklega hvað varðar eftir- lit með hagsmunum neytenda. I því sambandi vegur þungt að við eigum engan umboðsmann neytenda. Fram að þessu hefur Sam- keppnisstofnun gegnt þessu hlutverki. Hún er á hinn bóginn umferðarlögreglan á markaðnum og því óhugsandi að hún geti líka sinnt þessari hags- munagæslu fyrir neytendur. Sú ákvörðun að hafa íyrst Verðlags- stofnun og síðar Samkeppnis- stofnun sem umboðsmann neyt- enda var tekin í sparnaðarskyni. Á hinum Norðurlöndunum er umboðsmaður neytenda sérstök stofnun og þar er starfandi opin- ber embættismaður sem gegnir lykilhlutverki þegar réttindi neytenda eru annars vegar.“ Uppflettirit fyrir neytendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.