Morgunblaðið - 06.01.1998, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Þrettándagleði Þórs frestað vegna
aurbleytu á félagssvæðinu
Stundum frestað vegna
stórhríðar en aldrei
áður vegna hlýinda
EITT drullusvað er yfir malar-
vellinum á félagssvæði Þórs
eftir stórrigningar síðustu daga
þannig að svæðið er gjörsam-
lega ófært álfakóngi, drottn-
ingu hans, púkum og tröllum
sem hugðust dansa þar út j’ólin
að venju í kvöld, þrettánda-
kvöld. Þórsarar hafa því gripið
til þess ráðs að fresta árlegri
þrettándagleði sinni fram á
sunnudag, en samkvæmt upp-
lýsingum sem örvæntingafullir
forsvarsmenn félagsins fengu á
Veðurstofunni er ekki að sjá
ýkja miklar breytingar á veðri
næstu daga.
Arni Gunnarsson, starfs-
maður Þórs, hamaðist við það
í gær að leita niðurfalla á svæð-
inu en grasvöllurinn var al-
gjörlega á floti í gærmorgun.
VöIIurinn kom vel undan poll-
unum og sagði Arni hann líta
betur út nú í byrjun janúar en
verið hefði um mánaðamótin
maí og júní í fyrra, í upphafi
keppnistímabils. „Það hefur
oft á vorin verið spilað við
verri aðstæður en nú eru, ef
stytti upp í smástund og völlur-
inn þornaði væru aðstæður
hinar ákjósanlegustu," sagði
Arni.
Höfum oftast verið
að drepast úr kulda
Hann hefur starfað að undir-
búningi þrettándagleði Þórs síð-
ustu 10 ár og verið viðloðandi
mun lengur. „Við höfum tvisvar
eða þrisvar þurft að færa þrett-
ándagleðina til vegna óveðurs,
stórhríðar og norðanbyls og það
gerðist síðast 1991, þegar línu-
veðrið gerði og rafmagnslínur
fóru hér í stórum stíl. Mér finnst
í minningunni að við höfum allt-
af verið að undirbúa brennuna,
selja upp senu og því um Iíkt í
15 frosti, alveg að drepast úr
kulda,“ sagði Arni.
Þórsarar gæla við það að geta
haldið þrettándagleðina næst-
komandi sunnudag kl. 17 og
sagði Árni að það ætti að takast
ef kæmi örlítið frost. Þær upp-
lýsingar hefðu hins vegar feng-
ist hjá Veðurstofu að litlar
breytingar væru framundan.
„En það er janúar og maður
hefur séð snöggar veðrabreyt-
ingar í þeim mánuði," sagði
Árni og ríghélt í bjartsýnina.
Morgunblaðið/Kristján
ÁRNI Gunnarsson, starfsmaður Þórs, leitaði niðurfalla í gær,
en pollar lágu yfir grasvelli félagsins sem nú lítur betur út en
að jafnaði í upphafi keppnistímabils. Drullusvað er yfir malar-
velli og því ekki hægt að efna til árlegrar þrettándagleði í kvöld.
lllÍSÍi
■: m i v.
Morgunblaðið/Kristján
Leikfélag Akureyrar
Daisy á
ferðina á ný
FYRSTA sýning Leikfélags Akur-
eyrar á nýju ári á bandaríska leikrit-
inu Á ferð með frú Daisy eftir Alfred
Uhry verður á Renniverkstæðinu við
Strandgötu næstkomandi laugardag,
10. janúar kl. 20.30. Leikritið var
frumsýnt annan dag jóla og var góð
aðsókn á þær fjórar sýningar sem
voru milli jóla og nýjárs.
í leikritinu segir frá frú Daisy
Werthan, bandarískri konu af gyð-
ingaættum og þeldökkum bílstjóra
hennar að nafni Hoke Coleburn en
einnig kemur Boolie Werthan sonur
Daisyar við sögu. Leikritið gerist í
Atlanta í Georgíu á árunum 1948 til
1973. í upphafi verksins er Daisy
72ja ára og Hoke sextugur. Boolie,
sonur Daisyar ræður móður sinni
Morgunblaðið/Kristján
SIGURVEIG Jónsdóttir og
Aðalsteinn Bergdal.
bílstjórann Hoke gegn vilja hennar
og segir verkið frá kynnum þeirra,
en þau bindast sterkum böndum þrátt
fyrir gerólíkan bakgrunn og forsend-
ur í lífinu.
Sigurveig Jónsdóttir leikur titil-
hlutverkið, Þráinn Xarlsson fer með
hlutverk bílstjórans og Aðalsteinn
Bergdal leikur soninn. Elísabet
Snorradóttir þýddi leikritið, Ingvar
Bjömsson hannar lýsingu, Hlín
Gunnarsdóttir, leikmynd og búninga
og Ásdís Skúladóttir leikstýrir sýn-
ingu Leikfélags Akureyrar á verkinu.
Fæðingardeild FSA
Fyrsta barn-
Útköll Slökkviliðs Akureyrar á síðasta ári 121 talsins
Mikið tjón í einum
• / A •
ið myndar
drengur
FYRSTA barnið sem fæddist á
fæðingardeild FSA á þessu ári,
myndar drengur, kom í heiminn
skömmu eftir miðnætti þann 3.
janúar sl. Drengurinn var tæpar
13 merkur að þyngd og 50 sm
langur.
Móðrinn, Jóhanna Þorvarðar-
dóttir, sagði að fæðingin hafi
gengið mjög vel og að bæði móð-
ur og syni heilsaðist vel. „Ég
gekk viku fram yfir og það er
miklu flottara að fæða fyrst hér
á nýju ári.“ Jóhanna, sem er
tæplega tvítug að aldrí, er búsett
á Akureyri og er þetta hennar
fyrsta barn.
Ungi snáðinn lét heimsókn
ljósmyndara Morgunblaðsins
ekki mikið á sig fá og svaf vært
meðan myndin var tekin.
Á LIÐNU ári urðu útköll hjá
Slökkviliði Akureyrar alls 121, þar
af 9 utanbæjar á svæði Bruna-
varna Eyjafjarðar og einu sinni
aðstoðaði Slökkilið Akureyrar ná-
grannaslökkvilið. Árið áður urðu
útköllin nokkru færri eða 100 tals-
ins, þar af 6 utanbæjar.
Stærsta brunatjón liðins árs
varð þegar mjólkurhús og fjós
brann að Leyningi í Eyjafjarðar-
sveit 15. apríl síðastliðinn. Ekki
varð manntjón í bruna á síðasta
ári á svæði Slökkviliðs Akur-
eyrar.
Oftast lítið tjón
Útköllin skiptast þannig að í 86
tilfellum var ekki um að ræða eld,
heldur til að mynda björgun, t.d.
úr bílflökum, aðstoð af ýmsu tagi,
hreinsun hættulegra efna og reyk-
losun, vatnsdælingu, bilaða boða
eða gabb. í 35 tilvikum var um
eld að ræða og langoftast var hann
í rusli, sinu eða mosa eða 16 sinn-
um, 6 sinnum var eldur laus í íbúð-
arhúsum, tvisvar í skólum eða
samkomuhúsum, tvisvar í skipum
og þrisvar í ökutækum eða vinnu-
vélum.
Aðeins varð mikið tjón í kjölfar
eldsvoða í einu tilviki og talsvert
tjón í þremur brunanna, en annars
lítið eða nánast ekkert. Hvað upp-
tök eldsins varðar var oftast um
að ræða íkveikju eða í 16 tilvikum,
8 sinnum var orsökin sú að óvar-
lega var farið með eld.
Sjúkraútköll urðu 1000 talsins á
liðnu ári, þar af voru 190 utanbæj-
ar en til samanburðar má geta þess
að árið á undan urðu sjúkraútköllin
1091, þar af 175 utanbæjar. Um
bráðatilfelli var að ræða í 277 skipti.
eldsvoða
í 55 skipti voru ferðir 40 kílómetr-
ar eða lengri, þar af 23 yfir 90
kílómetra. I 38 skipti voru tveir
sjúkrabílar eða fleiri úti samtímis.
77 sjúkraflug
Á árinu fóru sjúkrafiutninga-
menn í 77 sjúkraflug með flugvél-
um Flugfélags Norðurlands og
Flugfélags íslands þar sem sóttir
voru sjúklingar til staða á Norður-
og Austurlandi og fluttir til Akur-
eyrar eða farið með sjúkjinga frá
Akureyri til Reykjavíkur. Einnig
voru sjúklingar sóttir til Græn-
lands.
Eldvarnafræðsla var í öllum
grunnskólum bæjarins í desember
fyrir 8 ára börn. 13 eldvarnanám-
skeið voru haldin fyrir starfsmenn
•fyrirtækja og stofnana og sóttu
þau 145 manns.
Hrottaleg
árás
VEIST var hrottalega að stúlku
á einu af veitingahúsum Akur-
eyrar aðfaranótt sunnudags.
Sparkað var í andlit hennar og
varð að flytja hana á slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri þar sem gert var að sárum
hennar. Meiðsl hennar eru ekki
fullrannsökuð en að líkindum
hefur hún nefbrotnað auk þess
sem blæddi inn á auga. Fjórar
aðrar líkamsárásir hafa verið
kærðar til lögreglu eftir áramót
en engin þeirra alvarleg.
Tilkynnt var um sex innbrot
um helgina, en í öllum tilfellum
var lítið skemmt og litlu stolið.
Á slysadeild
eftir bílveltu
ÖKUMAÐUR jeppabifreiðar var
fluttur á slysadeild eftir að bíll
hans fór út af veginum við Mold-
haugaháls og valt síðastliðinn
laugardag. Mjög hált var þegar
óhappið átti sér stað. Ökumaður-
inn var einn í bílnum, hann
skarst á höfði og var fluttur á
sjúkrahús. Bifreiðin skemmdist
mikið og fór farþegahús m.a. af
henni þannig að mildi þykir að
ekki fór verr.
Lögreglumenn voru enn á
vettvangi þegar önnur bifreið
rann út af veginum á svipuðum
slóðum sökum hálkunnar og
hafnaði hún á hliðinni utan veg-
ar. Ökumaður og tveir farþegar
úr bifreiðinni voru fluttir á slysa-
deild en meiðsli munu ekki hafa
verið alvarleg.
Lögregla aðstoðaði einnig
nokkrum sinnum vegfarendur
sem lentu í vandræðum á Öxna-
dalsheiði um helgina vegna erf-
iðra akstursskilyrða. Lentu
nokkrar bifreiðar utan vegar en
tjón varð ekki mikið.
Alls hafa orðið 14 umferðaró-
höpp í umdæmi lögreglunnar á
Akureyri síðustu daga, en skil-
yrði hafa verið erfið til aksturs
á köflum vegna fljúgandi hálku.
Rúmlega 6
þúsund mál
kærð
FJÖLDI skráðra verkefna lög-
reglunnar á Akureyri á nýliðnu
ári var 17.171 alls. Fjöldi kæru-
mála var 6.042. Þar af voru
1.536 ökumenn kærðir fyrir of
hraðan akstur og 156 fyrir ölvun
við akstur. Umferðaróhöpp urðu
597 talsins, þar af 160 með
meiðslum. 246 gistu fanga-
geymslur lögreglunnar og 445
voru kærðir fyrir ölvun á al-
mannafæri. Skráð voru 303
minniháttar eignaspjöll og 109
innbrot. Á liðnu ári komu upp
42 fíkniefnamál.
Atvinnulaus-
um fjölgar
NU UM áramótin voru 411
manns á atvinnuleysisskrá á
Akureyri, samkvæmt yfirliti frá
Vinnumiðlunarskrifstofunni,
160 karlar og 251 kona.
Á sama tíma fyrir ári, voru
433 á atvinnuleysisskrá, 175
karlar og 258 konur. Atvinnu-
lausum hefur íjölgað nokkuð í
bænum síðustu vikur en í lok
nóvember sl. voru 355 á skrá,
124 karlar og 231 kona. At-
vinnulausum fjölgaði því um 56
manns í síðasta mánuði.