Morgunblaðið - 06.01.1998, Page 18

Morgunblaðið - 06.01.1998, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÚR VERIIMU Hlutabréf Sam- herja og Tækni- vals lækka á ný Hlutabréfavísitalan lækkaði um 1% GENGI hlutabréfa í Tæknivali og Samherja lækkaði á nýjan leik í gær í fyrstu viðskiptum með þessi bréf á nýju ári. Hlutabréf í Tækni- vali lækkuðu mest, eða um tæp 17% en hlutabréf í Samheija lækk- uðu um tæp 4%. Viðskipti með hlutabréf voru með minna móti á Verðbréfaþingi í gær, eða um 13 milljónir króna og lækkaði hluta- bréfavísitalan um tæplega 1% Eins og fram hefur komið varð mikil hækkun á hlutabréfum þess- ara fyrirtækja auk hlutabréfa í íslenskum sjávarafurðum og Bása- felli undir lok viðskipta á gamlárs- dag til þess að Verðbréfaþing fór þess á leit við bankaeftirlit Seðia- banka að það kannaði hvort um sýndarviðskipti hefði verið að ræða. 17% lækkun Tæknivalsbréfa Gengi hlutabréfa í Tæknivali lækkaði í gær um 110 punkta eða tæp 17% og var það við lokun í gær 5 punktum lægra en það var þann 30. desember. Sem kunnugt er hækkaði gengi bréfanna hins vegar um 20% í viðskiptum þar sem Tæknival var kaupandi bréfanna, fáeinum mínútum fyrir lokun á gamlársdag. Gengi bréfanna fór hæst í 6,60 en sölutilboðum á þeim nótum sem sett voru inn í við- skiptakerfi Verðbréfaþings í gær var ekki tekið. Þrenn viðskipti áttu sér hins vegar stað á genginu 5,5. Þá lækkaði gengi hlutabréfa í Samheija um 35 punkta í 8,65 eða sem samsvarar tæpum 4%. Gengi bréfanna hækkaði hins vegar um 6% á gamlársdag og áttu innhetjar aðild að stærstum hluta þeirra við- skipta. Engin viðskipti urðu hins vegar með hlutabréf í íslenskum sjávar- afurðum eða Básafelli í gær, en gengi hlutabréfa þessara fyrir- tækja hækkaði einnig nokkuð á gamlársdag. Hagstæðasta sölutil- boð í ÍS var 3 í gær, en gengi bréfanna fór sem kunnugt er hæst í 3 á gamlársdag. í Básafelli var hagstæðasta sölutilboð 2,3 eða 20 punktum fyrir neðan lokagengi þeirra á gamlársdag. Verðtryggðir vextir lækka Nokkur viðskipti urðu með hús- bréf í gær og lækkaði ávöxtunar- krafa þeirra um 1 punkt í 5,28%. Alls námu húsbréfaviðskipti 451 milljón króna í gær. Þá lækkaði ávöxtunarkrafa spariskírteina með rúmlega 7 ára líftíma um 4 punkta í gær og nam 5,26%. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hækkaði hins vegar um 6 punkta miðað við hagstæðasta kauptilboð en engin viðskipti urðu með bréfin. Stjórnendur fyrirtækja Erum aö endurnýja fyrirtækjaskránna hjá okkur eins og venjulega um áramót. Vinsamlega hafið samband sem fyrst því oft eru menn að huga að stórbreytingum fyrst eftir áramót. Allar upplýsingar með- höndlaðar sem trúnaðarmál hjá okkur eins og fyrr. Höfum fjársterka kaupendur að eftirtöldum fyrirtækjum: 1. Góðum heildverslunum. 2. Tölvufyrirtæki, þjónusta eða innflutningur. 3. Gistiheimili, jafnvel hótel á Suðurlandi. 4. Lítil framleiðslufyrirtæki. 5. Matvöruframleiðslufyrirtæki. 6. Útflutnings- eða þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveg. 7. Þjónustufyrirtæki sem getur verið úti á landi. 8. Rekstrarlega hagstæð fyrirtæki. 9. Ýmiss önnur fyrirtæki. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. KiGIIiSgZkmWIIlSE SUÐURVERI SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal MEST af síld hefur verið saltað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á yfirstandandi vertíð. Þar hefur einnig verið fryst mikið af síld í hinu nýja frystihúsi fyrirtækisins. Næst mest hefur verið saltað á Eskifirði. Aðeins saltað í 86.000 tunnur á vertíðinni Aðeins helmingur af leyfilegum kvóta veiddur Síld Samtals önnur en flök Flökuð síld tunnur Vopnafjörður 1.728 0 1.728 Neskaupstaður 18.949 10.396 29.345 Eskifjörður 18.389 4.852 23.241 Fáskrúðsfjörður 4.482 1.266 5.748 Djúpivogur 5.546 1.715 7.182 Hornafjörður 6.170 8.750 14.920 Vestmannaeyjar 2.348 2.257 4.605 Samtals tunnur: 57.533 29.236 86.769 SÍLDARSÖLTUN er nú með minnsta móti og alltaf frá upphafi yfirstandandi síldarvertíðar hefur veiði verið treg og mun minna síld- armagn fundist á hefðbundnum veiðisvæðum fyrir austan land en venja hefur verið á þeessum tíma undanfarin ár. í september og október voru veiðarnar einkum stundaðar með hringnót en í nóv- ember og desember var meginhluti síldaraflans veiddur í flotvörpu, einkum af stærri skipum. Þegar hlé var gert á veiðunum vegna jóla- leyfa var áætlað að einungis hafi veiðst um 50 þúsund tonn, sem er um helmingurinn af úthlutuðum kvóta. Treg veiði hefur sett mark á söltunina. Frá því söltun hófst 20. september sl. hefur verið saltað í um 86 þúsund tunnur sem er nokk- uð minna magn en á sam tíma undanfarin ár. Enn á eftir að fram- leiða í um 30 þúsund tunnur upp í þegar gerða samninga, auk þess sem viðbótarsölumöguleikar hafa ekki verið nýttir. Söltunin skiptist sem hér greinir eftir söltunarstöðvum við upphaf jólahlés: Veiðar og söltun hefjast að nýju fljótlega eftir áramótin. Tímabundið bann hefur verið sett á síldveiðar í flotvörpu frá jólahléi til 15. janúar nk. meðan fiskifræðingar mæla síldarstofninn, en nótaveiðar eru heimilar frá 2. janúar. Á sama tíma og tímabundnu banni við síldveiðum í flotvörpu lýkur er vfirvofandi verkfall vélstjóra á stærstu fiski- skipunum, en það verkfall hefur verið boðað 16. janúar nk. Verkfall gæti haft veruleg áhrif á gang veiða og söltunar eftir áramótin ef síldin verður ekki veiðanlega í nót, þar sem meginhluti síldaraflans seinni hluta vertíðarinnar veiddist í flot- vörpu. Veður hamlar nótaveiðum VEÐUR hamlaði nótaveiðum í gær og lágu flest skipin í höfnum inni á Austfjörðum í gær. Skipin héldu til veiða eftir jólafrí um helgina og voru við leit aðfara- nótt sunnudags en fóru þá í land vegna veðurs. Að sögn skip- stjórnarmanna var leitað á stóru svæði allt norðan frá Langanesi suður með öllum Austfjörðum en ekkert hefur sést, hvorki til síld- ar né loðnu. Þeir eru þó ekki úrkula vonar um að úr rætist enda eigi enn eftir að skoða stór hafsvæði. Það verði gert um leið og veður verði skaplegt. Verslunarskóli íslands Öldungadeild Lœríð hjá þeim sem þekkja þarfir viðskiptalífsins Á vorönn 1998 verða eftirtaldar námsgreinar í boði: Bókfærsla Enska Forrítun fslenska Líffræði Gjald fyrir hvern áfangafer eftir fjölda kennslustunda. Bókhalds- og tölvunám (208 kennnslustundir ) Kennsla á vorönn hefst 12. janúar. Innritað verður á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík 5.-8 janúar nk. Ritvinnsla Saga Skattabókhald Spænska Stærðfræði Tölvubókhald Tölvunotkun Þjóðhagfræði Þýska

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.