Morgunblaðið - 06.01.1998, Side 24

Morgunblaðið - 06.01.1998, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Styrkveiting úr Listasjóði Pennans „Vilji til að bæta stöðu myndlistar“ MYNDLISTARMENNIRNIR Anna Guðjónsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Birgir Snæbjörn Birgisson hlutu styrki úr Listasjóði Pennans hinn 2. janúar sl. Þetta er í sjötta sinn sem fyrirtækið veitir styi’ki til ungra myndlistarmanna. Heildarupphæð hinna árlegu styrkja hefur verið hækkuð og styrkþegar verða fram- vegis þrír í stað tveggja áður. Styrkirnir þrír nema samtals 700.000 krónum. Annars vegar er um að ræða óskilyrt framlag að upphæð 400.000 krónur og þann styrk hlaut Anna Guðjónsdóttir. Hins vegar var tveimur listamönnum, Sigrúnu Ólafs- dóttur og Birgi Snæbimi Birgissyni, úthlutað úttekt í verslun Pennans að andvirði 150.000 krónur í skiptum fyrir listaverk. Stjórn Listasjóðs Pennans skipa þau Guðrún Einars- dóttir, myndlistarmaður fyrir hönd Sambands íslenskra myndlistar- manna, Gunnsteinn Gíslason, skóla- stjóri frá Myndlista- og handíðaskóla Islands og Gunnar B. Dungal, for- stjóri Pennans. Fyrirtæki hvött til að styrkja samtímamyndlist Listasjóðurinn var stofnaður í minningu hjónanna Margrétar og Baldvins Pálssonar Dungal í tilefni 60 ára starfsafmælis Pennans árið 1992. Markmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega myndlistarmenn sem sýnt hafa góðan árangur í námi og eru að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni. Umsækjendumir voru 24, „allt mjög hæft fólk eins og val á verðlaunahöfum sýnir,“ segir Gunnar Dungal og bætir við að sér virðist sem styrkimir hafí fest í sessi sem stuðningur við listamenn sem em að ljúka námi. „Við erum að koma okkur upp safni fyrstu verka listamanna og viljum hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama og styðja við bak- ið á ungum listamönnum," segir Gunnar. „Því miður er það of algengt að forsvarsmenn atvinnulífsins sýni ekki sömu djörfung þegar kemur að listaverkakaupum og þeir gera í við- skiptum og á meðan svo er ríkir stöðnun í kaupum og sölu á samtíma- myndlist hér á landi.“ Sýn samtímans á náttúruna og umhverfið Anna Guðjónsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1981-1983. Hún lauk fram- haldsnámi frá Listaháskólanum í Hamborg árið 1986. Anna hefur búið í Þýskalandi sl. 14 ár. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis og staðið með fleirum að stofnun safns, gallerís, og bókaforlags í Þýskalandi. Þá hefur Anna kennt við Myndlista- og handíðaskóla íslands. I febrúar nk. hefur Önnu verið boðið ásamt samstarfsmanni sínum, Till Krause, að taka þátt í samsýning- unni „Visions du Nord-Nuit blanches" í Nútímalistasafninu í París sem ætlað er að varpa ljósi á stöðu myndlistar á Norðurlöndum. Hlutur Islands í þessari sýningu er stór þvi á sýningunni kynna þau Anna og Till eina deild safns síns, deild hárra norðlægra breidda en safnið nefnist Safn fjarlægra staða. Verkefnið er unnið í samvinnu við sex aðra íslenska og þýska listamenn en safnið hefur það markmið að vinna í nánu samstarfi við listamenn sem vinna að hugmyndum um skoð- un og lýsingu staða, landslags og náttúru. I umsögn dómnefndar Listasjóðs Pennans segir um verk Önnu að hún vinni með mjög áhuga- vert þema í listsköpun sinni og landslagsmálverkið sé henni hugleik- ið. ,Anna byggir rannsóknir sínar út frá sýn samtímans, þar sem nútíma Ljósmynd/Vigfús Birgisson STÚLKA með hnött eftir Birgi Snæbjörn Birgisson. Olía á striga, 1996. EITT verka Sigrúnar Ólafsdótt- ur frá síðasta ári. Verkið er úr við og án titils. náttúruvísindi og umhverfisáhrif hljóta að móta afstöðu okkar til landslagsins, hlutlægt og tilfinninga- lega.“ Anna segir að styrkur Pennans VERK án titils eftir Önnu Guðjónsdóttur frá síðasta ári. Ljósmyndir, kol og olía á pappír. auðveldi henni að helga sig eingöngu myndlistinni. „Það fer alltaf tími i brauðstritið og því er styi-kurinn geysimikill stuðningur við mynd- sköpun mína og gerir mér kleift að leggja stund á myndlist af fullum krafti. Framtak Pennans er mjög virðingarvert og sýnir bæði áhuga og vilja til að bæta stöðu samtímamynd- listar á Islandi." Hún segir talsvert algengara í Þýskalandi að einkafyrir- tæki veiti styrki til menningarmála. „Kerfið vinnur með og hvetur einka- fyrirtæki til að helga sig menning- unni. Eg held að það væri hægt að sinna þessu meira heima á íslandi. Vissulega gerir smæðin okkur erfitt um vik en einhvers staðar verður að byrja,“ segir Anna. Tvírætt sakleysi Birgir Snæbjörn Birgisson stund- aði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1986-1989 og fram- haldsnám við Ecole des Arts Décoratifs í Strasbourg í Frakklandi 1991-1993. Hann hefur haldið sjö einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum hér heima og erlendis. Þá hefur Birgir tekið þátt í rekstri gall- erís, safnaleiðsögn og myndlistar- kennslu. I janúar gengst Birgir fyrir einkasýningu í Galleríi 20 fm og hann á einnig verk á norrænni samsýningu sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum síðar í mánuðinum og nefnist Lík- amsnánd. Um verk sín segir lista- maðurinn m.a.: „Eg hef oft reynt að skýra út verk mín með því að segja að þau fjalli um sakleysi. Stundum getur þetta sakleysi breyst í and- hverfu sína og til verður ákveðin tví- ræðni eða sjálfshæðni." I umsögn dómnefndar segir að Birgir Snæ- björn hafi skapað sér sérstakan stíl í málverkum sínum þar sem mann- eskjan er sýnd í einmanalegu kyrra- lífs ástandi og er líkt og augnablikið hafi verið fryst. „En þrátt fyrir kyrrðina og festuna virðist áhorfand- inn eiga auðvelt með að tengja eigin reynsluheim við þann veruleika sem einkenna verk Birgis." Innsetningar sem vinna með nútíma byggingalist Sigrún Ólafsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1986-1989 og framhaldsnám við Hochscule der Bildenden Kiinste í Saarbriicken í Þýskalandi 1990-1994. Sigrún hefur haldið þ'rjár einkasýningar, m.a. í Gerðarsafni á síðasta ári, og tekið þátt í samsýning- um heima og erlendis. Hún hlaut listamannastyrk Saarbrúckenborgar árið 1996 og á verk í opinberri eigu í Þýskalandi og á íslandi. í umsókn dómnefndar segir að Sigrún sýni í verkum sínum afar vönduð og öguð vinnubrögð, „hún hefur næma tilfinn- ingu fyrir formi og efnismeðferð og hefur náð góðum árangri við innsetn- ingar í rými þar sem verk hennar tengjast vel við nútíma byggingar- list.“ Framvinda og vöxtur lifandi tónlistar TOM.IST llafnarborg STRENGLEIKAR Tn'ó Reykjavíkur hélt upp á tíu ára starfsafmæli sitt með strengjaveislu. Einleikarar voru: Guðný Guðmunds- dóttir og Peter Máté. Sunnudagurinn 4. janúar 1998. TRÍÓ Reykjavíkur hefur í tíu ár haldið tónleika, bæði hér heima og er- lendis. Frá byrjun hafa Guðný Guð- mundsdóttir og Gunnar Kvaran leildð í tríóinu og fyrstu árin var Halldór Haraldsson með þeim en hin síðari ár- in Peter Máté. Með tríóinu hafa leikið margir ágætir gestir og nú stefndu þau saman núverandi og fyrrverandi nemendum til mildllar fiðluveislu í Hafnarborg. Það mátti merkja að senn líður að lokum jóla, því um mið- bik tónleikanna mátti heyra til sprenginga þeirra er vildu fagna nýju ári og kveðja jólin með annarri hljóm- an en gat að heyra í Hafnarborg á þessu fagra kveldi. Tónleikamir hófust á nýsömdu verki eftir Þorkel Sigurbjömsson er hann nefnir Ljósbogar og tileinkar hann verkið Guðnýju Guðmundsdótt- ur, er einnig fagnar því á næstu dög- um að hafa lagt fimm tugi ára að baki. Verkið er ekta Þorkell og, eins og sagt er í eftiisskrá, samið fyrir fiðlukór. I verkinu er gripið til stefjabrota úr frægum afmælissöng og í heild var þetta einfalda verk þægilegt áheym- ar. Núverandi nemendur Guðnýjar léku ásamt henni umritun hennar á fúgunni úr 1. einleiks- svítunni í g-moll eftir J.S. Bach. Fúgan hljóm- aði mjög vel og mátti vel heyra að margir efnilegir fiðlunemendur era í læri hjá Guðnýju og það reyndar einkenndi tón- leikana í heild. Fyrir ut- an að hafa leikið á ótölu- legum fjölda tónleika hefur Guðný skilað merku starfi sem kenn- ari og fetað dyggilega þann veg er kennari hennar, Bjöm Ólafsson, lagði að fyrstu kantstein- ana. Það er hverjum kennara mikilvægt að læra það að hafa sáð í frjóan jarðveg og sjá þess nokkur skil, að hafa hlúð vel að þeim veiku stilkum er síðar hafa náð fullum þroska. Þriðja verkið var Hol- bergssvítan eftir Grieg, sem hljómaði mjög fal- lega undir stjórn Sigrún- ar Eðvaldsdóttur, en með henni mátti sjá marga þá nemendur Guðnýjar er þegar hafa haslað sér völl sem konsertfiðlarar. Hol- bergssvítan var í heild ágætlega leikin og sama má segja um lokaverkefnið, tvíleikskonsert í d-moll fyrir fiðlu og píanó eftir Mendelssohn, sem er eitt af æskuverkum hans, samið 1823 (14 ára) og flutt 6. maí á einum af mörg- um sunnudagskonsertum sem haldnir vora heima hjá Mendelssohn-fjöl- skyldunni. Frá því Mendelssohn var ellefu ára (1820) og til loka ársins 1823 hafði hann samið 13 strengjasinfón- íur, auk annarra verka eins og söngleikja, kammei’verka alls konar og mikils fjölda píanó- verka, enda vora margir um þá skoðun að hann væri ekki síðri snillingur en Mozart. Verkið er í raun sam- leikur fyrir fiðlu og pí- anó, er var í höndum Guðnýjar og Peters Máté. Strengjasveitin er aðallega notuð í ein- staka millikafla og upp- hafskynningu stefja eins og t.d. 1 1. kaflanum. Fyrsti kaflinn er ágæt tónlist en í lokakaflan- um er tónferlið að miklu leyti eins og fingraæf- ingar eftir Czemy, þó fimlega saman settar. Verkið var í heild nokk- uð vel flutt, sérstaklega fyrsti kaflinn, þótt ein- staka hnökrar væra á hér og þar í lokakaflan- um. Það sem í raun skiptir hér máli, fyrir utan framlag Guðnýjar Guðmundsdóttur sem listamanns, er sá Ijöldi góðra strengjaleikara sem hún hefur stutt til manndóms og í því verki hennar býr umfram allt fram- vinda og vöxtur lifandi tónlistar hér á landi. Jón Ásgeirsson Guðný Guðmundsdóttir Peter Máté Kraftur og leikgleði TÓJXIJST Olerárkirkja Akureyri SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Píandkonsert nr. 3 í c-moll op. 37 eftir Ludvig van Beethoven og sinfónía nr. 8 í G-dúr eftir Antonin Dvorák. Flytjend- ur: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleik- ara, stjórnandi: Guðmundur Óli Gunn- arsson. Sunnudagurinn 4. janúar 1998. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norð- urlands hóf fimmta starfsár sitt með tónleikum í Glerárkirkju sl. sunnu- dag. Sú hefð að halda tónleika fyrsta sunnudag ársins mælist greinilega vel fyrir hjá tónlistaráhugafólki norðan heiða því Glerárkirkja var þéttsetin, og ekki hefur spillt fyrir aðsókninni að einn hinna ágætu listamanna sem búa og starfa á Akureyri þreytti frumraun sína með hljómsveitinni. Fyrir einu og hálfu ári þorðu fáir að láta sig dreyma um að hlýða á píanó- konsert á tónleikum á Akureyri fyrir aldamót, en fyrir stórhug Ástu Sig- urðardóttur, ekkju Ingimars Eydals, og fjölskyldu hennar, að öðram ólöst- uðum, hafa Akureyringar nú fengið tækifæri til að hlýða á þrjá slíka. Og á starfshögum pianóleikara í bænum hefur orðið bylting. Daníel Þorsteinsson hefur starfað sem píanóleikari á Akureyri á fímmta ár, hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi um árabil og það var sannarlega kominn tími til að áheyr- endur fengju að njóta hæfileika hans í leik með hljómsveitinni og í glímu við eins hrífandi tónverk og þriðji píanó- konsert Beethovens er. Leikur Daní- els var fágaður, einlægur og fallegur. Samleikur hans með hljómsveitinni var oft mjög vel heppnaður, sérstak- lega í 1. og 3. kafla, sem vora mjög vel leiknir af hljómsveitinni, skýrt mótað- fr og gott jafnvægi milli hljóðfæra. Hægi kaflinn var mjög fallega mótað- ur af Daníel en þar vantaði herslumuninn á jafnvægi í styrk í leik hljómsveitarinnar. í heild var þetta þó mjög góður flutningur og fjöður í hatt einleikarans. Sinfónía nr. 8 eftir Dvorák er líflegt og skemmtilegt tónverk, hér flæða hugmyndir tónskáldsins fram í sífellt nýjum og nýjum laglínum og eins og segir í efnisskrá valda hin marg- slungnu melódísku einkenni á sinfóní- unni því að verkið kemur áheyrandan- um sífellt á óvart á sinn óhefðbundna hátt. Það er reyndar álitamál hvort tónlist Dvoráks komi nútímahlustend- um á óvart nema þá helst fyrir það hve skemmtilega hún er samansett og af þvílíkri kunnáttu skrifað er fyrir þetta volduga hljóðfæri sem sinfóníu- hljómsveit er. í stuttu máli sagt fór Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hreinlega á kostum í sinfóníu Dvoráks undir öraggri stjóm Guðmundar Óla Gunnarssonar, hann málaði verkið sterkum slavneskum litum allt frá byrjun til enda þar sem kraftur og leikgleði vora í fyrirrúmi. Hljóðfæra- leikarar stóðu sig óaðfinnanlega, neína má einleiksstrófur tréblásara, trompetsóló í upphafi síðasta þáttar og þétta strengjasveit með Szymon Kuran konsertmeistara í fararbroddi. Frábærir tónleikar. Hróðmar I. Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.