Morgunblaðið - 06.01.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.01.1998, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ERASMUS Evrópusambandið hóf ERASMUS áætlun sína um samstarf æðri menntastofnana fyrir 10 árum. Núna eru 122 íslenskir námsmenn styrktir til náms í Evrópu. Gunnar Hersveinn kannaði hvort áætlunin væri í anda Erasmusar frá Rotterdam sem barðist gegn heimsku og hindurvitnum samtíðarmanna sinna. Menntaáætlumnni SÓKRATES var hrint í framkvæmd til að efla Evrópu- samstarf á öllum sviðum menntamála ríkja Evrópu- sambandsins (ESB) og hefur ís- lenskt skólafólk notið góðs af styrkveitingum úr ýmsum þáttum áætlunar sem eni helstir: Erasm- us, Comenius, Lingua, fullorðins- fræðsla og opið nám og fjamám. Hér verður lítillega sagt frá ERASMUS áætluninni en hún nær til samstarfs æðri menntastofnana. Áætlunin heitir eftir hollenska heimspekingnum Desoderiusi Erasmusi frá Rotterdam (1469-1536) sem var einn af forvíg- ismönnum húmanisma og barðist gegn hindurvitnum og fáfræði sam- tíðarmanna sinna — og ritaði með- al annars háðritið Lof lyginnar. íslenskum ERASMUS nemuin iQölgar með ári hverju Erasmus nær til allra mennta- stofnana á háskólastigi og geta 11 íslenskir skólar verið með í áætlun- inni og hafa fengið styrki annars vegar vegna ýmiskonar samstarfs- verkefna og hins vegar vegna stúd- entaskipta. Á nýliðnu ári varð ERASMUS áætlunin 10 ára og hafa yfir 500 þúsund stúdentar í Evrópu farið utan á vegum hennar á þessu tíma- bili. ísland hefur tekið þátt í ERASMUS frá háskólaárinu 1992-93. Hér er það Alþjóðaskrif- stofa háskólastigsins sem er lands- skrifstofa SÓKRATESAR, Nes- haga 16 í Reykjavík, sem hefur umsjón með ERASMÚS. 410 stúd- entar á háskólastigi hér hafa fengið styrk. SAMSTARF TIL AÐ AUKA VÍÐSÝNI Markmið þess að veita styrki til stúdentaskipta er að skapa skilyrði fyrir stúdenta innan EES til þess að flytjast á milli háskóla innan efnahagssvæðisins án þess að það tefji þá í námi. Það er því skilyrði fyrir styrk- veitingu til stúdenta að háskóli sem sendir stúd- ent utan sem skiptinema skuldbindi sig fyrirfram til að meta nám hans er- lendis að fullu eða sem hluta af námi heima við. E R ASMUS-skiptinemar greiða ekki skólagjöld í þeim skóla þar sem þeir stunda nám sem gistinemar. Björg Eysteinsdóttir hjá Al- þjóðaskrifstofunni segir að nú séu 122 íslenskir nemar úti sem ERASMUS-nemar frá 10 skólum á háskólastiginu og að reynt sé að fá tiltölulega jafna dreifingu milli skóla með tilliti til fjölda nema. Skrifstofan fær 250 þúsund ECU (20 íslenskar milljónir) til umráða og veitir hverjum nema um 12 þús- tví se: ná n Þ und króna styrk á mánuði auk ferðastyrks. Styrkirnir hafa engin áhrif á lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Björg segir að stúdentaskipti á vegum ERASMUSAR byggist á tvíhliða samningum milli háskóla sem kveði á um gagnkvæmt mat á námi, skipti á upplýsingum um námsframboð og ýmiskonar fyrir- greiðslu við skiptinema. Hinar ýmsu deildir Háskóla íslands hafa til dæmis gert samstarfs- samninga við rúmlega 100 há- skóla í Evrópu. Hér á landi eru núna 66 nemar frá öðr- um Evrópulöndum á vegum ERASMUS. íslenskum ERASMUS nemum hefur fjölgað með ári hverju. 1993 voru þeir 35, 1994 62, 1995 83, 1996 105, núna 122 og reiknað er með að þeir verði 135 næsta háskólaár. ERASMUS til að bæta kennslu og námsefni Ragnar Kristjánsson, starfsmað- ur hjá Alþjóðaskrifstofu háskóla- stigsins, segir að hinn ERASMUS styrkjaflokkurinn lúti meira að kennslu og kennslutækni á há- skólastigi og að miðla upplýsingum á milli háskóla. Styrkir eru þá veittir til undirbúnings stúdenta- skipta, til kennaraskipta, sameigin- legs námskeiðahalds og undirbún- ingsheimsókna. Styi-kir er einnig veittir til að vinna að gagnkvæmu námsmati eða þýðingarkerfi til að meta ein- ingar stúdenta á milli háskóla. Þetta er eins konar samevrópskt einingarkerfi. Loks má nefna styrki til að vinna að þróun sameig- inlegs námsefnis án stúdenta- og kennaraskipta og til að vinna að samstarfi í sameiginlegum hags- munamálum háskóla. SÓKRATES gegn fordómum og með sameiningu Evrópu Ragnar segir að ákveðnar skipu- lagsbreytingar hafi verið gerðar á þessu skólaári á ERASMUS áætl- uninni sem meðal annars felist í því að háskólar sækja beint um styrki til Brussel. Og að 8 íslenskir skólar á háskólastigi hafi sótt um svokall- aðan stofnanasamning innan ramma ERASMUS-hluta SÓKRA- TES-áætlunarinnar og að þeir hafi allir fengið styrk. Heildarupphæð til íslenskra skóla fyrir árið 1997-98 vegna þessa nam 4,5 milljónum. Hann nefnir sem dæmi um styrkveitingu að Myndlista- og handíðaskóli Islands fékk fé með 4 öðrum evrópskum skólum til að koma á laggirnar námsbraut á meistarastigi. Ragnar segir ERASMUS undir- þátt SÓKRATES-áætMnarinnar og að pólitískt markmið Evrópu- sambandsins með SÓKRATESI sé að vinna gegn fordómum milli þjóða með menntun og bæta sam- skiptin - og virðist það vera í anda Erasmusar frá Rotterdam. Inga Rún Sigurðardóttir Fordómalaus stemmning í Amsterdam INGA Rún Sigurðardóttir, stúd- ent í Háskóla Islands, tekur ann- að árið sitt í ensku í Universiteit van Amsterdam sem ERASMUS- nemi. Hún sótti um ERASMUS- styrk hjá Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins og um háskólann í Amsterdam og fékk eftir ýmsar samþykktir hér og hjá Evrópu- sambandinu, en til dæmis þarf formaður enskudeildar að sam- þykkja áætlaða námsskrá vetrar- ins. Inga fékk eins árs styrk, um 160 þúsund krónur, sem úthlutað er í þrennu lagi með ferðastyrk. Hún fór út í ágúst síðastliðnum og verður fram í júlí 1998. „Styrkurinn dugar að vísu ekki því ég þarf að borga bæði húsa- leigu og fæði og er nauðsynlegt að eiga varasjóð eða vera á lán- um hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna,“ segir hún. Enskudeildin í háskólanum er í miðborg Am- sterdam, skammt frá Damtorg- inu, en annars er byggingum skólans dreift um alla borgina. Ólíkt og í HÍ eru stúdentar á svipuöum aldri og barnlausir Háskólaárið í Hollandi er skipulagt á annan hátt en hér og er því skipt í þrjár annir þótt ein- ingafjöldinn sé sá sami. Inga fór til dæmis í athyglis- verðan aukaáfanga um kvik- myndalist Ingmars Bergman sem fólst í því að skoða eina mynd á viku eftir hann, samræðum um myndirnar og lestri á bókum um Bergman og um kvikmyndalist. Námskeiðinu lauk með fjögurra tíma Iokaprófí þar sem meðal annars var spurt um áhrif Strindbergs á Bergman. Aðaláfangar Ingu á fyrstu önn voru amerískar 20. aldar bók- menntir og ljóðagerð Breta á 20. öld, en þar var meðal annars 45 lína ljóðið Parable Island eftir Seamus Heaney til umfjöllunar. Hún er nú á annarri önn í háskól- anum í Amsterdam og tekur meðal annars stórt námskeið um verk Shakespeares. Kennarar gera ráð fyrir að á bak við hvert námskeið liggi 280 klukkustunda vinna en aftur á móti eru fremur fáar formlegar kennslustundir á viku, eða sex til átta. Nemendur þurfa því að leggja stund á sjálfsaga til að fylgja kennsluáætlunum. Inga þarf til dæmis að lesa eitt bók- menntaverk á viku fyrir nám- skeiðið í amerískum bókmennt- um. Kennsluhættir eru hefðbundn- ir. Stemmningin meðal nemenda er samt önnur en í Háskóla Is- Iands. „Hér eru flestir á svipuð- um aldri, allir ungir og barnlaus- ir, en í Háskóla íslands eru full- orðnir áberandi, eða þeir sem lokið hafa prófi úr öldungadeild, og líka ungt fólk með börn og buru,“ segir Inga. „Segja má að þetta sé „eðlilegra" í Amster- dam.“ Hjólað milli safna í menningarlegri borg Inga er í tímum með hollensk- um stúdentum en á hinn bóginn er mikið af erlendum stúdentum í skólanum sem eru í alls konar skiptiprógrömmum. „Það er gaman að kynnast fólki hvaðanæva úr heiminum," segir hún, „og auðvelt að falla inn í Amsterdam vegna þess að and- rúmsloftið er svo fordómalaust." í borginni úir og grúir af allra þjóða kvikindum og Inga segir að öllum sé sama hvað fólk er að sýsla svo lengi sem það traðkar ekki á öðrum. „Þetta er óvenju- víðfeðmt og víðsýnt samfélag og nánast hægt að gera það sem manni sýnist innan ftjálslyndra marka.“ Inga segist ekki geta kvartað undan félagslífi stúdenta, til dæmis eru öll fimmtudagskvöld helguð erlendum nemum á veit- ingastofu háskólans. Menningarlífið er Iíka í blóma. „Ég keypti árskort sem gildir á öll söfn fyrir 25 gyllini eða 900 krónur íslenskar og fer með vin- konum mínum á söfn á sunnu- dögum, til dæmis á Rijksmuseum (Ríkissafnið), Stedelijk (Nýlista- safnið) eða Van Gogh-safnið. Við skoðum einhverja sýningu og förum svo á kaffíhús á eftir og spjöllum um hana. Einnig er mik- ið um að vera í tónlistarh'finu, enda leika alþjóðlegir straumar um borgina." Ingu finnst afar gott að búa í Amsterdam og seg- ir húsnæði vera ódýrt þótt erfitt sé að finna það laust. „En þar er ekki hægt að búa nema eiga hjól,“ segir hún. Haustið 1998 byrjar hún svo aftur í Háskóla Islands á þriðja ári í ensku og fær námskeiðin í vetur metin. Morgunblaðið/Þorkell ,ÞAÐ er gaman að kynnast fólki hvaðanæva úr heiminurn," segir Inga Rún Sigurðardóttir, ERASMUS-skiptinemi í Amsterdam.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.