Morgunblaðið - 06.01.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 27
MENNTUN
AÐSENDAR GREINAR
DR. SIGMUNDUR Guðbjarnason, formaður Sammenntar, afhendir
Antomusi Alexanderssyni bakaranema verðlaun frá Landsskrifstofu
Leonardós en þau verðlaun voru nú veitt í fyrsta sinn.
Menntaskólinn í Kópavogi
stækkar og útskrifar
MENNTASKÓLANUM í Kópavogi
var slitið við hátíðlega athöfn í
Digraneskirkju föstudaginn 19.
desember. Menntaskólinn býður nú
jöfnum höndum upp á hefðbundið
bóknám til stúdentsprófs og verk-
nám á sviði hótel- og matvæla-
greina auk náms í ferðagreinum.
Að þessu sinni útskrifuðust 34 nem-
endur, 29 verknámsnemar úr fjór-
um deildum, matreiðslu, fram-
reiðslu, bakaradeild og grunnnámi
matvælasviðs. Einnig útskrifúðust 5
stúdentar sem eru þeir fyrstu sem
ljúka skólanum á miðju skólaári
eftir að tekið var upp áfangakerfi
við skólann.
Margrét Friðriksdóttir skóla-
meistari greindi í ræðu frá hraðri
þróun innan skólans eftir að hús-
næðið stækkaði um helming með
verknámshúsi. Nemendafjöldi hef-
ur tvöfaldast og eru um 900 nem-
endur í dagskóla og á annað hundr-
að í kvöldskóla. Menntaskólinn í
Kópavogi býður nú upp á 20 mis-
munandi námsleiðir, þar af 17 á
framhaldsskólastigi og 3 á fag-
skólastigi sem er alþjóðlegt ferða-
fræðinám, meistaraskóii hótel- og
matvælagreina og leiðsögunám.
Tvær nýjar Ieiðir bættust við
námsframboð MK á liðinni
haustönn, annars vegar fyrir mat-
artækna og hins vegar sérstakt
meistaranám fyrir hótel- og mat-
vælagreinar. Margrét segir að ekki
verði látið staðar numið við það og
á vorönn verði síðasti áfangi verk-
námshúss tekinn f notkun eða alls
1.800 fm sem hýsa mun kjötiðnað-
ardeild, smurbrauðsdeild og fiskiðn
ásamt búningsaðstöðu verk-
námsnema og innkaupadeild skól-
ans. Hún segir líka að á næstu
þremur árum muni 8 nýjar brautir
bætast við hótel- og matvælasviðið.
Tveir nemendur skólans hlutu
viðurkenningu fyrir framúrskar-
andi árangur í starfsmenntun og
fengu þeir 75 þúsund krónur hvor.
Það voru Antoníus Alexanderson
bakaranemi og Eyjólfur Einar Elí-
asson matreiðslunemi.
Kennaranemar í
nýjum háskóla
Fyrsta önn í nýjum skóla er að hefjast
Kennaramenntun er nú undir einu nafni og
einni stjórn í Kennaraháskóla Islands
NÝ LÖG um Kennara-
háskóla íslands tóku
gildi 1. janúar 1998
með sameiningu Fóst-
urskóla íslands,
íþróttakennaraskóla íslands, Kenn-
araháskóla íslands og Þroskaþjálfa-
skóla íslands. Rektor Kennarahá-
skólans verður Þórir Ólafsson og er
ætlunin að aðalbækistöðvar verði á
Rauðarárholtinu í Reykjavík.
Markmiðið er að efla uppeldis- og
kennaramenntun á íslandi, faglegt
umhverfi og bæta nýtingu kennslu-
krafts, húsnæðis og önnur aðfóng.
Nýi Kennaraháskólinn mun byggja
starf sitt á þeim grunni sem þegar er
fyrir hendi í stofnununum sem sam-
einast og verður markvisst stefnt að
því að efla nám og rannsóknir á
þeirra sviðum. 1.200 nemendur
verða í honum og starfsmenn 140.
Kennaraháskóli Islands mun í
fyrstu starfa í þremur deildum:
grunndeild, framhaldsdeild og end-
urmenntunardeild. Grunnnám leik-
skólakennara, grunnskólakennara,
framhaldsskólakennara, íþrótta-
kennara og þroskaþjálfa mun fara
fram í grunndeild. I framhaldsdeild
verður nám til meistaragráðu á svið-
um kennslufræða, sérkennslufræða,
stjórnsýslufræða og uppeldisfræða.
A vegum endurmenntunardeildar
verður fjölbreytt endurmenntunar-
starfsemi og styttra grunnnám fyrir
ólíka hópa. Fjarnámsleiðir verða
boðnar við flestar námsbrautir hins
nýja háskóla.
Rannsóknir styrktar
Kennaraháskóli Islands tók til
starfa samkvæmt nýju lögunum 2.
janúai’ og sagði Björn Bjamason
menntamálaráðherra í ræðu í athöfn
af því tilefni að nýr kafli í skólasögu
íslensku þjóðarinnar væri haflnn.
Hann sagði miklu skipta að virð-
ing yrði borin fyrir sérstökum
áherslum sem mótast hefðu innan
einstakra skóla sem nú væru að sam-
einast og að hið besta úr hverjum
hinna gömlu yrði nýtt.
Ráðherra sagði að kennarar við
háskólann yrðu ráðnir samkvæmt
nýjum lögum um háskóla og að þeir
úr gömlu skólunum sem ekki upp-
fylltu kröfur um meistarapróf eða
jafngilda þekkingu fengju tíma til að
laga sig að breytingunum.
Björn minntist þess að árið 1908
hefðu fyrstu lögin um fræðslu bama
tekið gildi og fannst vel við hæfi að
minnast þessa 90 ára afmælis með
því að stofna nýjan Kennaraháskóla
og einnig að Magnús Helgason hefði
sett fyrsta sérstaka kennaraháskól-
ann árið 1908.
í ræðu menntamálaráðherra kom
einnig fram að sjálfstjórn Kennara-
háskólans yrði meiri en annarra rík-
isháskóla og væru til dæmis allir
starfsmenn hans ráðnir af rektor.
Hann sagði einnig að forsendur til
rannsókna yrðu styrktar og náms-
kröfur yrðu sambærilegar og erlend-
is tíðkaðist.
skólar/námskeið
________myndmennt______________
■ MYND-MÁL, myndlistarskóli
Málun — fjölbreytileg verkefni. Teiknun.
Byrjendur, framhald í fámennum hópum.
Uppl. og innritun kl. 14-21 alla daga.
Sfmar 561 1525 og 898 3536.
Rúna Gísladóttir, listmálari.
Kennaraháskóli
Islands - fjórir skólar
í nyjum háskóla
NÝR skóli tók til
starfa 1. janúar 1998.
Langþráðu marki var
náð, þegar Alþingi
samþykkti ný lög um
Kennaraháskóla Is-
lands. Hafa þau verið
gefin út í Stjórnartíð-
indum, eru númer
137/1997 og tóku gildi
1. janúar 1998.
Samkvæmt lögunum
er Kennaraháskóli Is-
lands miðstöð kennara-
og uppeldismenntunar
á íslandi, vísindaleg
fræðslu- og rannsókn-
arstofnun, sem veitir
nemendum sínum
menntun til þess að gegna störfum
á sviði kennslu, þjálfunar, uppeldis
og umönnunar og til þess að sinna
sjálfstætt fræðilegum rannsóknum
á því sviði.
Með lögunum verða þn'r fram-
haldsskólar: Fósturskóli íslands,
Iþróttakennaraskóli íslands og
Þroskaþjálfaskóla Islands auk
Kennaraháskóla íslands að einum.
Saga þeirra er misjafnlega löng.
Innan hvers skólanna hafa þróast
hefðir og skólabragur, sem ber að
virða eftir því sem kostur er í hinum
nýja skóla. Skólaandinn verður þó
aðeins til hjá þeim, sem í skólanum
starfa. Hann skapar enginn annar
en kennarar og nemendur. Skiptir
miklu, að eftir því, sem kostur er,
verði borin virðing fyrir sérstökum
áherslum, sem mótast hafa innan
einstakra skóla. Við skipulag innra
starfs hins nýja skóla ber að nýta
hið besta úr gömlu skólunum og
leyfa því að njóta sín áfram.
Kennarar og nemendur
í nýsamþykktum lögum um há-
skóla, númer 136/1997, sem einnig
tóku gildi 1. janúar 1998, segir, að
kennarar í háskóla skuli hafa lokið
meistaraprófi hið minnsta eða hafa
jafngilda þekkingu og reynslu að
mati dómnefndar. Kennarar, sem
nú færast á háskólastig án þess að
uppfylla þessi starfsskilyrði, fá
nokkurn tíma til að laga sig að
breytingunum. Kennarar, sem full-
nægja kröfunum, urðu starfsmenn
hins nýja skóla um áramótin. Hann
er því frá fyrsta degi vel mannaður.
Með nýju lögunum er tryggt, að
nemendur, sem nú eru í skólunum
geta loldð prófum samkvæmt gild-
andi námsskipulagi skólanna. Vilji
þessir nemendur hins vegar ljúka
háskólaprófi, er háskólaráði heimilt
að taka ákvörðun um, hvernig að
því verði staðið. Stjómir nemenda-
félaga skólanna fjögurra skulu sam-
eiginlega tilnefna tvo fulltrúa af tíu í
háskólaráðið.
I nýju háskólalögunum er að
finna ákvæði, sem mælir fyrir um
skyldu menntamálaráðherra til að
setja reglur um kærur eða mál-
skotsrétt nemenda í málum, þar
sem þeir telja brotið á rétti sínum.
Er heimild til að hafa í reglunum
ákvæði um sérstaka kærunefnd eða
áfrýjunarnefnd, sem hefur endan-
legt úrskurðarvald í kærumálum
nemenda. Þetta er mikilvægt ný-
mæli í þágu nemenda og verður nú
gengið til þess að hrinda því í fram-
kvæmd.
Aukin sjálfsstjórn
í nýju lögunum um Kennarahá-
skóla íslands felst meira en samein-
ing fjögurra skóla í einn. Þau eru
einnig fyrstu lög, sem sett eru í
samræmi við nýja heildarlöggjöf um
háskólastigið.
Sameiginlega mynda þessi tvenn
lög starfsramma hins nýja skóla.
Sjálfstjóm hans er
meiri en annarra ríkis-
háskóla. Háskólaráð
hans fer með úrskurð-
arvald í málefnum hans
og stofnana, sem tengj-
ast skólanum. Allir
starfsmenn hans eru
ráðnir af rektor skól-
ans. Ein þriggja manna
dómnefnd dæmir um
hæfi allra starfsmanna
og nýtur hún ráðgjafar
sérfræðings, þegar
fræðistörf umsækjenda
eru metin.
Kennaraháskóli ís-
lands gegnir ekki að-
eins mikilvægu hlut-
verki sem kennslustofnun. Innan
hans ber jafnframt að stunda rann-
sóknir og í krafti þeirra að vinna að
því, sem til framfara horfir í ís-
lenskum menntamálum. Var það
eitt af höfuðrökunum fyrir samein-
ingu skólanna fjögurra, að þar með
Þáttaskil urðu í kenn-
aramenntun um ára-
mótin. Björn Bjarna-
son bendir á að næsta
stórverkefni á sviði
menntamála sé að skil-
greina hlutverk kenn-
ara og nemenda með
nýjum námskrám.
yrðu allar forsendur til rannsókna
styrktar.
I hinni nýju háskólalöggjöf segir,
að tryggja skuli að inntökuskilyrði í
háskóla og námskröfur svari til
þess, sem krafist er í viðurkennd-
um háskólum á sambærilegu sviði
erlendis. Með þessu staðfestir lög-
gjafinn, að strangar alþjóðlegar
kröfur skuli gerðar til háskóla á Is-
landi. Þessar kröfur eni óhjá-
kvæmilegar, þegar haft er í huga,
að staða íslensku þjóðarinnar í
samfélagi þjóðanna ræðst æ meira
af menntunarstigi hennar.
Háskólaráð og aðsetur
í háskólaráði hins nýja skóla
skulu sitja tíu fulltrúar þar af tveir
skipaðir af menntamálaráðherra.
Hef ég valið þá Ingimund Sigur-
pálsson, sveitarstjóra í Garðabæ,
og Hauk Ingibergsson, forstöðu-
mann Hagsýslu ríkisins, til setu í
ráðinu fyrir mína hönd. Ingimund-
ur hefur mikla reynslu sem sveitar-
stjóri, en sveitarstjómir eru vinnu-
veitandi kennara í leikskólum og
grunnskólum. Haukur hefm- stýrt
verkefnisstjóminni, sem unnið hef-
ur að sameiningu skólanna á
grundvelli nýju laganna. Hann er
því gjörkunnugur öllum úrlausnar-
efnum, sem tengjast sameining-
unni.
Sameinaðir eru fjórir skólar á
þremur ólíkum stöðum í Reykjavík
og einn á Laugarvatni. Markmiðið
er, að starfsemin í Reykjavík verði
sem mest á Rauðarárholti. Hug-
myndum um aðstöðu fyrir skólann í
Sjómannaskólahúsinu hefur ekki
beinlínis verið vel tekið. Viðræðum
um þann þátt er ekki lokið. Verður
nú lagt á ráðin um framhaldið í
samvinnu við stjórnendur hins nýja
skóla. Eg hef ákveðið, að skólinn fái
full yfirráð yfir eigin húsnæði á
Laugarvatni og menntamálaráðu-
neytið hætti þar afskiptum af húsa-
kosti vegna íþróttakennslu.
Námskrá
Menntamálaráðuneytið stendur
nú fyrir mati á kennaramenntun við
Kennaraháskóla Islands, Háskól-
ann á Akureyri og Háskóla íslands.
Er matinu ætlað að veita skólunum
tækifæri til að endumýja markmið
sín og áætlanir í Ijósi fyrra starfs.
Hafa skólamir þegar skilað skýrsl-
um um sjálfsmat, sem era nú til at-
hugunar hjá óháðum sérfræðingum
og ætla þeir að heimsækja skólana í
þessum mánuði. Stefnt er að því, að
niðurstöður matsins og tillögur til
úrbóta liggi fyrir um miðjan mars
næstkomandi.
Er einsýnt, að þess verði beðið að
setja nýjum skóla námskrá, þar til
niðurstöður í þessu starfi hafa verið
kynntar. Koma þá einnig til álita til-
lögur um að lengja kennaranámið í
fjögur ár. Er mikilvægt, að um öll
skref í því máli náist víðtæk sam-
staða.
Lögum Samkvæmt á mennta-
málaráðherra að gera tillögur um
fjárveitingar til Kennaraháskóla ís-
lands á gi-undvelli fjárhags- og
starfsáætlunar skólans til fimm ára.
Er mikilvægt, að strax verði gengið
til þess að gera slíka áætlun og
leggja þannig grann að samningi
um fjárveitingar til skólans, sem
kynntur verði fyrir ríkisstjórn og
Alþingi.
Ný skólastefna - hlutverk
kennara
íslenskt skólakerfi hefur tekið
miklum breytingum á síðustu árum.
Nýrri menntastefnu hefur verið í
hrundið í framkvæmd. Með nýju
lögunum um háskóla hefur öllum
skólastigum verið settur nýr starfs-
rammi síðan ný leikskólalög komu
til sögunnar árið 1994. Grunnskól-
inn er nú í umsjá sveitarfélaganna.
Með nýjum skólasamningum og
annarri nýbreytni tekur framhalds-
skólastigið nú miklum breytingum.
Kennaramenntunin er einnig að
breytast.
A grandvelli hinnar nýju mennta-
stefnu og í samræmi við ný lög hef-
ur menntamálaráðuneytið undan-
farið unnið að því að semja nýja
skólastefnu fyrir grann- og fram-
haldsskóla. Með hugtakinu skóla-
stefna er vísað til innra starfs í skól-
um, hins mikilvæga þáttar, sem
snýr að hlutverki kennara og verk-
efnum nemenda. Skólastefnan er
skilgreind og útfærð í námskrám.
Ætlunin er, að nýjar aðalnámskrár
grunn- og framhaldsskóla sjái dags-
ins ljós næsta haust. Þá er einnig
unnið að því að endurskoða uppeld-
isáætlun leikskólans.
Ný skólastefna verður marklítil
nema kennsluhættir séu góðir.
Störf og áhrif kennara verða aldrei
metin til fulls. Um leið og sett era
ný skilyrði um inntak kennslunnar
er einnig verið að tæknivæða skóla-
starfið æ meira í samræmi við kröf-
ur þekkingar- og upplýsingasamfé-
lagsins, sem sækir styrk sinn að
veralegu leyti til nýrrar tölvu- og
upplýsingatækni.
Kennarinn þarf ekki einvörðungu
að hafa fræði sín og kennslutækni á
valdi sínu. I huga margra er kenn-
arastarfið köllun. Hvað sem því líð-
ur verður kennarinn að hafa þekk-
ingu á börnunum sjálfum. Stuðla að
sem bestum þroska þeirra, opna
hug þeirra og hjarta fyrir öllum
góðum áhrifum, vekja áhuga til
náms, sem endist þeim alla lífsleið-
ina. Nám er ekki bundið við hin
formlegu skólaár, heldur er það
æviverk að viðhalda menntun sinni.
Höfundur er menntamálaráðherra.
Björn Bjarnason