Morgunblaðið - 06.01.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 06.01.1998, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 MORGUNBLADIÐ FRETTIR Skákþing Reykjavíkur SKÁKÞING Reykjavíkur 1998 hefst nk. sunnudag, 11. janúar, kl. 14.00. Mótið skiptist í aðalkeppni, unglingakeppni og síðan hraðskák- mót, sem fram fer að lokinni aðal- keppninni. I aðalkeppninni verða tefldar ell- efu umferðir eftir svissnesku kerfí. Umhugsunartími er 1,5 klst. á 30 leiki og síðan 45 mínútur til að ljúka skákinni. Teflt verður þrisvar í viku, á miðvikudögum og fóstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.00. Öllum er heimil þátttaka á skák- þinginu og er skráning hafín í sím- um félagsins og á tölvupósti tr@mmedia.is Keppni í unglingaflokki hefst síð- an laugardaginn 24. janúar kl. 14.00 og Hraðskákmót Reykjavíkur verð- ur 8. febrúar kl. 14.00. Skákþing Reykjavíkur er eitt viðamesta skákmót sem Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir og er það jafnan skipað öflugum skákmeistur- um, segir í fréttatilkynningu. Nú- verandi skákmeistari Reykjavíkur er Þröstur Þórhallsson. Allar upplýsingar um skákþingið og starfsemi Taflfélags Reykjavíkur má finna á heimasíðu félagsins sem er: http:/Avw\v,mmedia.is/Itr. -------------- Jólin dönsuð út í Gjábakka EINS og undanfarin ár verða jólin dönsuð út í Gjábakka í dag, þriðju- dag. Heitt verður á könnunni og heimabakað meðlæti um kl. 15 og síðan verður gengið í kring um jóla- tréð og sungin jólalög. Eldri borg- arar í Kópavogi eru hvattir til að mæta og bjóða með sér yngri kyn- slóðinni. Allir eldri borgarar og gestir þeirra eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. A miðvikudag 7. og 8. janúar verða kynningardagar í Gjábakka og þá verður sérstaklega óskað eftir hugmyndum og óskum frá eldri borgurum í „Óska- og hugmynda- bankann“ sem er alltaf opinn f Gjá- bakka. Miðvikudag munu Félag eldri borgara í Kópavogi, Frí- stundahópurinn Hana nú, Gjábakki og áhugamannahópar meðal eldri borgara kynna fyrirhugaða starf- semi í Gjábakka það sem eftir er vetrar en á fimmtudaginn verða námskeið á vegum Gjábakka kynnt og þá fer einnig fram innritun fyrir námskeið til vors, segir í fréttatil- kynningu. -------------- Skemmdir á skiltabrú ÞRIÐJUDAGINN 30. desember milli klukkan 16 og 18 var ekið á skiltabrú á Reykjanesbraut við Breiðholtsbraut í Reykjavík og urðu á henni nokkrar skemmdir. Þeir sem kynnu að geta gefið upplýsingar um hver þama var að verki eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Jakka peysur fallegt úrval Glugginn Lausavesi 60 sími 551 2854. Anand og Karpov sitja að tafli í Lausanne. Reuter Ótrúleg yfirsjón Karpovs SKÁK Úlympfusafnið f Lausanne, I .—9. janúar 1998 HEIMSMEISTARAMÓT FIDE Anand vann aðra skákina og jafnaði metin, eftir að Karpov lék vinningsstöðu í tap. KARPOV vann fyrstu skákina nokkuð örugglega og á laugardag- inn fékk hann gullið tækifæri til að tryggja sér tveggja vinninga forskot og þar með næsta örugg- an sigur í einvíginu. En á úrslita- stundu brást innsæið honum herfilega. Hann þurfti að verjast máti og opnaði kóngi sínum út- gönguleið með peðsleik. Það reyndust herfileg mistök, í staðinn gat Karpov skákað með riddara og síðan valdað mátið. Þá hefði hann átt vinningsstöðu. Indverjinn var ekki seinn á sér að notfæra sér þessi mistök. Hann skákaði með drottningu sinni og lék síðan snotrum hróksleik sem forðaði riddaraskákinni og skapaði um leið hættulegar hótanir. Kar- pov féllust hendur, skákin hafði skipt um eigendur og eftir nokkra tilgangslitla leiki til viðbótar gafst FIDE-heimsmeistarinn upp. Sigurinn gat ekki komið á betri tíma fyrir Anand. Hann var dauð- þreyttur eftir nærri daglega tafl- mennsku frá 10. desember og eftir tapið í fyrstu skákinni var útlitið allt annað en bjart. Nú horfir allt öðru vísi við. Hroðaleg yfirsjón Karpovs, sem er 46 ára gamall, hlýtur að hafa mjög slæm áhrif á sjálfstraust hans. Fyrir tíu árum hefði hann ekki gert sig sekan um slíka yfirsjón í útreikningum. Hann hefur sýnt á sér snöggan blett, nú veit Anand, sem er 28 ára, að hann verður að flækja tafl- ið hvað sem það kostar! Það sýndi sig afar vel að í flókn- um útreikningum er Indverjinn sterkari, þótt stöðuskilningur hans sé ekki eins þroskaður og hjá Karpov. I þriðju skákinni á sunnu- daginn lagði Rússinn ekki í að taka neina áhættu með hvítu og var samið jafntefli eftir aðeins nítján leiki. Nú er einvígið hálfnað og í gær hvíldu kapparnir sig. Það hlýtur að hafa verið afar kærkom- inn frídagur fyrir Anand. Fjórða skákin er tefld í dag. Onnur skákin: Hvítt: Anand Svart: Karpov Spánski leikurinn 1. e4 _ e5 2. Rf3 _ Rc6 3. Bb5 _ a6 4. Ba4 _ Rf6 5. 0-0 _ Bc5 Karpov hefur ekki teflt þetta afbrigði áður svo vitað sé. Venju- lega teflir hann hefðbundinn lok- aðan spánskan leik. 6. c3 _ b5 7. Bb3 _ d6 8. a4 _ Bg4 9. d3 _ 0-0 10. h3 _ Bxf3 11. Dxf3 _ Ra5 12. Bc2 _ b4 13. Rd2 _ Hb8 14. De2 Þessi eðlilegi leikur er nýjung í stöðunni. Aður hefur hér verið leikið Hel, en Anand vill láta drottninguna ógna svarta peðinu á a6 eftir að miðborðið opnast. 14. _ He8 15. Rf3 _ bxc3 16. bxc3 _ Rb3 17. Bxb3 _ Hxb3 18. d4 _ exd4 19. cxd4 19. _ Hxf3! Það er rétt ákvörðun í snarpri baráttu um frumkvæðið að fórna skiptamun. Fyrir hann fær Karp- ov tvö sterk miðborðspeð. 20. Dxf3 _ Bxd4 21. Ha2 _ Rxe4 22. Dd3 _ c5 23. Dxa6 _ d5 24. a5 Svartur hefur öll völd á mið- borðinu. A peðið er eina tromp Anands. 24. _ c4 25. Be3! _ Be5 26. Bb6 _ Dd7 27. Da7 _ Dc6 28. Bd4 _ Bc7 29. Hb2 _ c3 30. Hb7 _ Hc8 31. Bb6? Síðustu leikir hafa verið rökrétt- ir á báða bóga, en hér leikur Anand af sér. Það er hvíta a peðið sem skiptir mestu máli, en ekki sókn á svarta kónginn. Best virðist 31. a6! og Kaipov á úr vöndu að ráða: a) 31. _ Dd6 32. Hxc7! _ Dxc7 33. Dxc7 _ Hxc7 34. a7 _ Hc8 35. Hbl! _ c2 36. Hcl og hvítur vinnur, því hann leikur næst 37. Hxc2. b) 31. _ c2 32. Hcl _ Rd6 33. Hb2 _ Rb5 34. Db7 og hvítur vinnur. +- c) 31. _ Rg5! (Virðist best. Það er ekki að sjá að hvítur eigi neitt betra en:) 32. Hcl _ Rxh3+! 33. gxh3 _ Dg6+ 34. Kfl _ Dd3+ 35. Kg2 _ Dg6+ og jafntefli með þrá- skák) 31. _ Be5! 32. Hxf7 _ c2 33. Hcl _ Rc3! 34.HÍ3 Auðvitað ekki 34. Hxc2?? Re2+ 35. Hxe2 _ Dcl+ og mátar. Nú hótar Anand máti í öðrum leik með 35. Df7+. Karpov bregst við á alrangan hátt: 34...h6?? Þetta gæti verið örlagaaugna- blik einvígisins. Svai-tur hefur vinningsstöðu eftir hina einfóldu riddaraskák 34. _ Re2+! og nú: a) 35. Kfl _ De8! (E.t.v. hefur Karpov yfirsést þessi hárnákvæmi leikur) 36. Be3 _ Rxcl 37. Bxcl _ Bb2! og hvítur er varnarlaus. b) 35. Khl _ Bf6! 36. Be3 _ Rxcl 37. Bxcl _ Ha8 38. De3 _ Hxa5 og Karpov ætti ekki að verða skota- skuld úr því að vinna á umfram- peðinu. 35. Df7+ _ Kh8 36. He3! Það hlýtur að hafa verið góð til- finning fýrir Anand að eiga þenn- an leik. Hann hindrar riddara- skákina á e2 og hótar jafnframt biskupnum á e5 og frípeðinu á c2. Svartur er skyndilega glataður! 36. _ d4 Eða 36. _ Ra2 37. Hxc2 _ Dxc2 38. Hxe5 _ d4 39. Kh2 _ d3 40. Bd4 og vinnur. 37. Hxe5 _ d3 38. Bd4 _ Hg8 39. He6 _ d2 40. Hxc6 _ dxcl=D+ 41. Kh2 _ Dd2 42. Hc8 og Karpov gafst upp, því mátið er yfirvofandi. Þriðja skákin Hvítt: Karpov Svart: Anand Slavnesk vörn 1. d4 _ d5 2. c4 _ c6 3. Rc3 _ Rf6 4. e3 _ e6 5. Rf3 _ Rbd7 6. Bd3 _ dxc4 7. Bxc4 _ b5 8. Bd3 _ Bb7 9. a3 Karpov lék 9. e4 í fyrstu skák- inni, sem er miklu hvassara. Hann vill ekki fá að sjá endurbót Ind- verjans. 9. _ b4 10. Re4 _ Rxe4 11. Bxe4 _ bxa3 12. bxa3 _ Bd6 13. 0-0 _ 0-0 14. Bb2 _ Hb8 15. Dc2 _ c5! 16. Bxb7 Karpov er ekki ginnkeyptur fyrir svarta h peðinu. 16. Bxh7 + _ Kh8 17. Bd3 (Ekki 17. dxc5? _ Bxf3 18. cxd6 _ Dg5 19. g3 _ f5 og svartur vinnur) 17. _ Bxf3 18. gxf3 _ Dg5+ 19. Khl _ Dh5 20. f4 _ Df3+ 21. Kgl _ Dg4 og jafntefli með þráskák. 16. _ Hxb7 17. dxc5 _ Bxc5 18. Hfdl _ De7 19. a4 og hér bauð Karpov jafntefli sem Anand þáði, enda lítið púður í stöðunni. Jólahraðskákmót TR Jólahraðskákmót T.R. 1997 fór fram 29. og 30. desember. Fyrri daginn fóru fram undanrásir en síðari daginn úrslit. Keppendur voru 44. Magnús Örn Úlfarsson varð Jólahraðskákmeistari TR 1997 en úrslit urðu sem hér segir: A flokkur 1. Magnús Örn Ulfarsson 13 v. af 17 2. Jón Viktor Gunnarsson 12‘/2 v. 3. Bergsteinn Einarsson 12V4 v. 4. Bjöm Freyr Bjömsson 12!/ v. 5. Bjöm Þorfinnsson 12 v. 6. Páll Agnar Þórarinsson 12 v. 7. Bragi Þorfinnsson ll'/s v. 8. Sigurbjöm Bjömsson 11/2 v. B flokkur 1. Láms Knútsson 10 v. af 11 v. 2. Halldór Garðarsson 8/2 v. 3. Þór Stefánsson 7/2 v. 4. Kristján Öm Elíasson 7V4 v. 5. Valgarð Ingibergsson 6 v. 6. Kjartan Ó. Guðmundsson 5V4 v. 7. Sveinn Þór Wilhelmsson 4V4 v. 8. Ólafur ísberg Hannesson 4 v. C flokkur 1. Ómar Þór Ómarsson 12/2 v. af 13 v. 2. Davið Guðnason 10V4 v. 3. Eiríkur Garðar Einarsson 10 v. 4. Elí B. Frímannsson 8V2 v. 5. Benedikt Öm Bjarnason 8 v. 6. Ami Pálsson 7V4 v. 7. Guðmundur Kjartansson 7 v. 8. Frímann Sturluson 7 v. Firmakeppni TR í hraðskák Taflfélag Reykjavíkur stendur íyrir firmakeppni í hraðskák dag- ana 5._8. janúar. Þá verða tefldar undanrásir þar sem keppendur draga út fyrir hvaða fyrirtæki þeir tefla. Efstu fyrirtækin komast síð- an í úrslit sem háð verða mánu- dagskvöldið 22. janúar. Öllum er heimil þátttaka í firmakeppninni og er þátttaka ókeypis. Veitt verða vegleg peningaverðlaun fýr- ir bestan árangur úr samanlagt fjórum mótum og fýrir bestan ár- angur í úrslitum. Ávallt verða tefldar 7 umferðir samkvæmt Monrad kerfi, tvær skákir við hvem andstæðing. Umhugsunar- tími er 5 mínútur. Taflmennskan hefst stundvíslega kl. 20 öll kvöld. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.