Morgunblaðið - 06.01.1998, Síða 35

Morgunblaðið - 06.01.1998, Síða 35
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 35 ( ( ( ( j ( < ( ( ( ( ( ( ( < ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( < MINNINGAR + Ragnheiður Guð- mundsdóttir fæddist á Hamraend- um í Stafholtstungum 27. september 1911. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Krist- jánsson bóndi, síðast á Sleggjulæk, og kona hans Guðbjörg Olafs- dóttir. Hún var yngst sjö systra, sem allar eru látnar. Þær hétu Guðrún, Steinunn, Ingibjörg, Gunnhildur, Ólafína og Sigurbjörg. Eftirlifandi bróðir er Kristján, f. 1905, búsettur í Borg- amesi. Ragnheiður giftist 24. aprfl 1943 Sigurði Grímssyni, f. 24 ágúst 1906, d. 31. desember 1985. Dætur þeirra eru: 1) Vilborg, f. 1945, gift Sigurði Hermannssyni. Börn þeirra eru Sigurður og Hinn 29. desember síðastliðinn lést ömmusystir mín Ragnheiður Guðmundsdóttir 86 ára að aldri. Hún var alla tíð mikil vinkona syst- urdóttur sinnar, Guðbjargar móður minnar. Eg hef því þekkt hana alla mína ævi, sem er nákvæmlega hálf ævi hennar. Ranka móðursystir var hún alltaf kölluð og framan af æf- inni vissi ég ekki hvað hún hét ann- að en það. Sigurður Grímsson, eiginmaður Ragnheiðar, var sjómaður á sínum yngri árum, en var verkamaður hjá Eimskip eftir að þau stofnuðu heim- ili sitt á Kaplaskjólsvegi 60. Þar átti ég þrjár hláturmildar frænkur, sem skemmtilegt var að heimsækja. Ragnheiður var alltaf mjög vinnu- söm og dugleg kona. Henni tókst að gera mikið úr litlum efnum. Hún var hög í höndunum og bar um- hverfi hennar þess glöggt vitni. Sér- staklega var garðurinn hennar fal- legur og vel hirtur. Þau Ragnheiður og Sigurður vora alltaf gestir okkar í Teigagerð- inu á tyllidögum fjölskyldunnar, í fermingum, útskriftarveislum og brúðkaupum. Aðrir góðir gestir sömu kynslóð voru Imba móður- systir, en það var Ingibjörg systir Ragnheiðar alltaf kölluð, Þórarinn maður hennar, Jón Þorsteinsson íþróttakennari, afabróðir minn og Eyrún kona hans. Það var alltaf létt yfir Ragnheiði og hún hafði gaman af að tala við glókoll, sem hefur alltaf verið dálítill orðhákur. Þegar ég fór til náms í útlöndum skildu leiðir okkar um alllangt skeið, en þær lágu saman á ný árið 1986, þegar við urðum nágrannar. Þá hófust kynni okkar á nýjan hátt. Við litum inn hvort hjá öðru, að vísu allt of sjaldan, en oftast hittumst við þó á fórnum vegi. Við stóðum þá oft undir berum himni og spjölluðum saman. Ragnheiður. 2) Ást- hildur, f. 1948, gift Sigmundi Arthúrs- syni. Börn þeirra eru Sverrir, Eyrún og Signý. 3) Ásdís, f. 1953. Ragnheiður fluttist til Reykjavík um tví- tugsaldur og vann ýmis störf, lengst í Leðuriðjunni. Þau Sigurður fluttu inn í nýbyggt hús sitt á Kaplaskjólsvegi 60 árið 1946 og þar bjó Ragnheiður þar til hún fluttist á Hrafnistu fyrir fjór- um árum. Ragnheiður var lengst af húsmóðir en stundaði hluta- störf við ræstingar hjá Ríkisút- varpinu og síðar sá hún um kaffi- stofu Raunvísindastofnunar Há- skólans um árabil. Utför Ragnheiðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Samtöl okkar Ragnheiðar voru fróðleg og skemmtileg fyrir mig, vegna þess að hún var stálminnug og sagði vel frá. Hún upplýsti mig mikið um skyldmenni mín úr Borg- ai-firðinum, þar á meðal um Hjálm afa minn og Steinunni ömmu mína. Við töluðum mikið um gamla tíma, en einnig um þjóðmál líðandi stund- ar. Hún fylgdist vel með og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hún hafði sterka réttlætiskennd, tók alltaf málstað þeirra smáu í samfé- laginu og var talsmaður jöfnuðar þeim til handa. í samtölum okkar komst ég að því hvað Ragnheiður frænka mín var vel að sér um margt, listhneigð og vel máli farin. Hún var ein af fjölmörgum íslendingum af alda- mótakynslóðinni, sem fluttu úr sveitunum til Reykjavíkur á miklum krepputímum. Margir höfðu hug á því að mennta sig og hún var ein af þeim. Til þess hafði hún nægar gáf- ur og hæfileika, en enga fjárhags- lega möguleika. Hún var á margan hátt dæmigerð fyrir þessa merku kynslóð Islendinga, sem var uppfull af bjartsýni og trú á landið og fram- tíðina, og var tilbúin að leggja mikið á sig til þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Ég heimsótti Ragnheiði á átt- ræðisafmæli hennar og þá sagði hún mér frá því að nú væri hún bú- in að ákveða að selja húsið sitt og fara á Hrafnistu. Það var að sjálf- sögðu tímamótaákvörðun í lífi hennar, en ég gat ekki betur séð en að hún væri sátt við þá ákvörðun. Ekki var Ragnheiður hrumari en svo á þessum merkisdegi ævi sinn- ar, að hún lagðist á hnén á gólfið og skellti sér í boltaleik við yngsta son minn, 79 árum yngri. Ragnheiður undi hag sínum vel þau fjögur ár sem hún bjó á Hrafnistu og var þakklát því starfsfólki sem hugsaði um hana. Ragnheiður er sú síðasta til að kveðja þennan heim af þeim systk- inum Hjálms afa míns og Steinunn- ar ömmu minnar sem ég þekkti. Það var mér og fjölskyldu minni sérstök ánægja að við skyldum ná svona vel saman á síðustu áram ævi hennar. Það er því með sökn- uði sem ég kveð þessa ágætu frænku mína. Ég sendi þeim Vil- borgu, Ásthildi og Ásdísi, og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Ragnar Sigurðsson. í dag er kvödd hinstu kveðju Ragnheiður Guðmundsdóttir, móð- ursystir mín. Ragnheiður var fædd í Borgarfirði 27. september 1911, yngst sjö systkina. Eftir lát fóður síns fluttist hún ung að áram til Reykjavíkur með móður sinni og systur, Gunnhildi, sem var móðir mín og bjuggu þær alla tíð í sama húsi þar til móðir mín lést árið 1962. Árið 1943 giftist Ragnheiður Sig- urði Grímssyni sjómanni og verka- manni frá Hafnarfirði, en hann lést 1985. Eignuðust þau þrjár dætur, sem allar eru búsettar i Reykjavík og nágrenni. Árið 1947 reistu þau húsið við Kaplaskólsveg 60 í Reykjavík. Þar bjó Ragnheiður í 46 ár, þar til hún fluttist á Hrafnistu í Reykjavík og bjó hún þar það sem eftir var. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp á Kaplaskjólsveg- inum, og eiga þar heima þar til ég eignaðist eigið heimili. Eftir lát móður minnar gerði ég mér betur grein fyrir mannkostum Ragnheiðar, þegar hún tók okkur bræður í fóstur. Á Kaplaskjólsveg- inum var haldið hefðbundið íslenskt heimili þess tíma, húsmóðirin heimavinnandi og sá um öll heimil- isstörfin. Nýtni og ráðdeild var alls ráðandi á því heimili. Það var oft mikið um að vera þegar eitthvað þurfti að gera fyrir daga hitaveitu og nútíma heimilistækja. Aðaláhugamál hennar var garð- urinn við húsið, en þar vann hún mikið starf meðan þrek entist. Alltaf var jafn gott að koma í heimsókn til þeirra hjóna, þar sem alltaf var kaffi á könnunni og eitt- hvert meðlæti. Ragnheiður var ekki víðförul, en naut þó þeirra ferðalaga sem hún fór. Er Ragnheiður fluttist á Hrafn- istu seint á árinu 1993 vonaðist hún eftir að eiga þar rólegt og gott ævi- kvöld. Ég fann alltaf er ég heimsótti hana þangað að henni leið vel og ávallt voru móttökurnar jafngóðar. Árið 1996 var hún flutt á sjúkra- deild Hrafnistu og naut hún þar góðrar umönnunar starfsfólks. Það var svo í desember að heilsu hennar hrakaði, og lést hún að morgni 28. desember. Ég vil nú er ég kveð Ragnheiði hinstu kveðju þakka henni innilega fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég votta dætrum, tengdasonum og barnabörnum innilega samúð. Trausti Guðjónsson og Qölskylda. RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR + Katrín Gunnars- dóttir fæddist í Reykjavík 13. aprfl 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 27. desember síðastliðinn eftir langvarandi og erfið veikindi. Foreldrar hennar voru Margrét Magnúsdóttir frá Seli og Gunnar Bjarna- son, bæði látin fyrir nokkrum áram. Þijú systkina hennar eru látin, Óskar, Krist- jana og Svanhvít, en tveir bræður, Ingi og Karl, lifa systur sína. Eftirlifandi eiginmaður Kat- rínar er Helgi Guð- mundsson. Þau eignuð- ust þijú börn og eru dæturnar, Margrét og Guðný, á lífi. Útfiir Katrínar fer fram frá Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar að minn- ast með fáum orðum elskulegrar frænku minnar og uppeldis- systur, Katrínar Gunn- arsdóttur (Lillu). Hún var dagfarsprúð og hjartahlý, auk þess að vera umhyggjusöm móðir. Katrín var ævinlega glöð á vina- og fjölskyldusamkomum, jafnvel eftir að hún veiktist, og bros hennar voru einlæg. Þungt haldin á sjúkrabeði brosti hún til okkar hjónanna. Minningin um Katrínu mun lifa í hjörtum okkar, og efalaust munum við öll hittast síðar. Manni hennar, Helga Guðmunds- syni, dætrunum Margréti og Guð- nýju, barnabörnunum, svo og bræðrum hennar, Inga og Karli, sendum við hjónin innilegar samúð- arkveðjur og vonum að Guð gefi þeim styrk í sorginni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þen-i tregatárin stríð. (V. Briem) Magnús Aðalsteinsson. + Móðir okkar, MARIE TUVNES THORODDSEN, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 3. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna Thoroddsen, Bjöm Thoroddsen, Sigurður Thoroddsen, Þórdís Thoroddsen. + Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, afi og langafi, HRÓBJARTUR LÚTHERSSON fyrrv. heilbrigðisfulltrúi, lést á dvalarheimilinu Seljahlíð laugardaginn 3. janúar síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda, Steinunn Hróbjartsdóttir, Lúther Hróbjartsson, Hróbjartur Jónatansson, Valgerður Jóhannesdóttir, Jóhann Egill Hólm, Pjetur E. Árnason, Agnar Þ. Árnason, Áslaug Árnadóttir, Hróbjartur Lúthersson, Helga Jónsdóttir, Unnur Hansdóttir, Lára Ingólfsdóttir, Sigurður Harðarson, Anna Rósa Þórðardóttir og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Víðihvammi 13, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum föstudaginn 2. janúar. Ólöf Jóna Stefánsdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Olga Stefánsdóttir, Gylfi Hauksson, Birna Stefánsdóttir, Hólmgrimur Heiðreksson, Sigríður Stefánsdóttir, Jón Stefánsson, Bryndfs Hilmarsdóttir, Björn Stefánsson, barnabörn og barnabamabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, HALLUR S. GUNNLAUGSSON íþróttakennari, Hjarðarholti 15, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi laugar- dagsins 3. janúar. | Kristín Hallsdóttir, I Gísli Bjömsson, Hrönn Hallsdóttir, I Hjörtur K. Einarsson, Katla Hallsdóttir, Flosi Einarsson, Heimir Hallsson, Sigþóra Ævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELSU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Norðurvangi 29, Hafnarfirði, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku- daginn 31. desember sl. fer fram frá \ Víðistaðakirkju á morgun, miðvikudaginn 7. janúar, kl. 13.30. ív; Þeim, sem vildu minnast hennar, er benf á Krabbameinsfélag íslands. Baldvin Hermannsson, Guðrún Heiður Baldvinsdóttir, Mats Strid, Laufey Baldvinsdóttir, Auðunn Helgi Stígsson, Baldvin Þór Baldvinsson, Edda Sif Sigurðardóttir, Andri Örvar Baldvinsson, Linda María Þórólfsdóttir og barnabörn. V-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.