Morgunblaðið - 06.01.1998, Side 37

Morgunblaðið - 06.01.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 37* SIGRÍÐUR ELÍSABET JÓNSDÓTTIR + Sigríður Elísabet Jónsdóttir fædd- ist í Bolungavík hinn 20. ágúst 1932. Hún lést á heimili sínu hinn 28. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Kr. Elíasson, skip- stjóri í Bolungavík, f. 24. nóvember 1903, d. 20. mars 1994 og kona hans, Benedikta Gabríela Guðmunds- dóttir, f. 21. júh' 1899, d. 5. desember 1967. Bróðir hennar er Elí- as Jónsson, lögregluvarðstjóri, búsettur í Hafnarfirði. Bræður hennar sammæðra voru Guð- mundur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungavík, d. 23.9. 1987 og Bergur Kristjánsson, sjómaður í Bolungavík, d. 22.2.1986. Sigríður giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum Steingrími Þóris- syni, fyrrv. kaupmanni í Reyk- holti, hinn 19. júní 1959. Foreldr- ar hans voru Þórir Steinþórsson, bóndi og skólastjóri í Reykholti, d. 5. júní 1972, og kona hans Þuríður Friðbjarnardóttir, d. 11. febrúar 1932. Börn þeirra eru: Jón Hólmar, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri eigin fyrir- tækis, búsettur í Kópavogi, f. 5. nóvember 1960, kvæntur Val- gerði L. Sigurðardóttur, hjúkr- unarfræðingi og ljósmóður. Börn þeirra eru Arna Hrund, f. 5.5. 1989 og Erla Björk, f. 9.9. 1991. 2) Bergur Þór, viðskiptafræðing- ur, framkvæmdastjóri Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, búsettur í Reykjavík, f. 8. desember 1961. I sambúð með Steinunni Másdótt- ur, verslunarmanni. Barn þeirra er Ellen Elísabet, f. 16.7. 1997. Börn Bergs frá fyrra hjónabandi eru: 1) Jóhanna Þórný, f. 19.8. 1986 og 2) Brynjar Þór, f. 6.5. 1989. Barn Sigríðar er Margrét Benný Eiríksdóttir, fram- kvæmdastjóri Norrænu ferða- skrifstofunnar, f. 29. júní 1954, búsett í Kópavogi, gift Kristni Óskari Magnússyni, bæjarverk- fræðingi í Hafnarflrði. Böm þeirra em: Berglind María, f. 3.8. Elsku amma okkar. Okkur langar að minnast þín með fáeinum orðum. Frá þér streymdi ávallt hlýja, ástúð og kærleikur. Þú kenndir okkur svo margt fallegt t.d. bænir og að tala fallega. Alltaf gafstu þér tíma til að spila við okkur eða föndra og með opinn faðminn tókstu á móti okkur öllum stundum. Nú ert þú dáin og við vitum að þér líður vel. Þú varst búin að vera mikið veik en varst alltaf svo dug- leg. Við söknum þín elsku amma en við munum alltaf eftir þér og vitum að þú munt vaka yfir okkur áfram. Elskuleg amma, ujóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu þjörtum, eins og þegar sólin hlý vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í Mði, fóðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlum vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. Elsku amma, við biðjum góðan Guð að blessa minningu þína og biðjum hann að veita afa styrk í sorginni. Astarkveðja, Arna Hrund og Erla Björk. Ég sendi þér vina mitt Ijúfasta jjóð, þú ert langbesta mamman í heimi, 1977 og Katrín Jóna, f. 27.9. 1983. Sfjúp- börn Sigríðar og börn Steingríms eru: 1) Þuríður Anna, f. 28. júlí 1943, giftÓla Herði Þórðarsyni. 2) Guðrún Björg, f. 28. september 1944, gift Ármanni Hallberts- syni. 3) Þórir, f. 2. febrúar 1947, kvænt- ur Margréti Svein- björnsdóttur. 4) Stef- án, f. 15. mars 1950, í sambúð með Mar- gréti Hreinsdóttur. Samtals eru afkomendur þeirra fjörutíu. Sigríður stundaði nám í Hér- aðsskólanum í Reykjanesi og Húsmæðraskólanum á ísafirði og útskrifaðist síðan frá handa- vinnudeild Kennaraskólans árið 1955. Hún lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði frá Kennarahá- skóla íslands 1982. Hún stundaði starfsleikninám í Kennarahá- skóla íslands 1986 -88, og fór í námsferðir til Danmerkur árin 1958, 1983 og 1985. Sigríður var kennari við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði frá árinu 1955 til ársins 1980. Hún var for- fallakennari við Melaskóla í Reykjavík og Fjölbrautaskólann í Breiðholti árin 1981 - 82. Frá árinu 1981 var hún kennari í Námsflokkum Reykjavíkur, þar sem hún sinnti sérstaklega kennslu fyrir blinda. Hins vegar var hún kennari í Þjálfunarskóla ríkisins í Stjörnugróf þar sem hún sinnti sérkennslu fyrir þroskahefta. Sigríður var alla tíð mikil áhugamanneskja um fé- lagsstörf og tók virkan þátt í margs konar félagsstarfssemi. Hugleiknustu verkefni hennar á því sviði voru þátttaka í Slysa- varnafélagi fslands, en hún gegndi formennsku í Slysavarna- deildinni Hringnum í Borgarfirði árin 1973 -1982, og störf fyrir kvennadeild Rauða krossins seinni ár. titfór Sigríðar fer fram frá Há- teigskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þú hefur verið mér vinkona góð, sá vinur sem aldrei ég gleymi. Þú gafst mér það eina sem áttir þú til: þig alla - að trúnaðarvini. Með kærleik í hjarta ég knúsa þig vil og kyssa í þakklætisskyni. Ef munum við vel það sem meistarinn kvað og mestu í rauninni skiptir: Að kærleikur sannur, þú kenndir mér það, er kraftur sem fjöllunum lyftir. Þú hefur verið mér vinkona slík að vandi er spor þín að fylla. Von mín er sú að ég verði þér lík og veginn þinn fái að gylia. (L. Ægisson) Astarþakkir fyrir allt. Guð geymi þig- Gréta. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau, er heitast unna þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið mesta gafst þú hveiju sinni. Þinn traustur faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra, nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá, í hjjóðri sorg, og ástarþakkir færa. (Ingibjörg. Sig.) Elsku besta amma. Takk fyrir allt! Berglind María og Katrín Jóna. Það er lífsins þunga gáta þekkt, en ekki ráðin: Af hveiju slíta örlög kærjeiksþráðinn? (Olína Andrésd.) Elskuleg vinkona mín Sirrý er dáin, en um árabil hafði hún barist hetjulega við illvígan sjúkdóm. Við hittumst fyrst á Landsþingi SVFÍ fyrir um 25 árum og tókst þá með okkur sönn vinátta og tryggð sem haldist hefur óslitið síðan. Sam- verustundimar eru orðnar margar og á þessum árum höfum við deilt með okkur gleði og sorgum, ég fyrir norðan og þú fyrir sunnan. Þau urðu nokkuð löng hjá okkur sum símtölin á kvöldin, ekki síst þegar við vorum að skipuleggja að hittast eða ferðast hérlendis eða erlendis. Síðasta símtalið sem við áttum saman var seint á aðfangadags- kvöld. í gegnum árin hafði það orðið að vana að tala saman í kringum miðnættið. Það sem einkenndi þína lund var gleði og umhyggja fyrir fjölskyld- unni og vinum, og mikið var gaman að hitta þig sl. sumar með nánast öllu þínu fólki norður í Mývatns- sveit þegar sveitin skartaði sínu fegursta. Elsku Sirrý, það er komið að leið- arlokum hjá okkur að sinni, þú tek- ur ekki oftar á móti mér brosandi á flugvellinum og kemur mér á áfangastað. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Fjölskyldu þinni færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð geymi þig, vina. Þín vinkona Þóranna Kær samstarfskona og vinkona er látin. Allir vissu að hverju stefndi, en samt kom fréttin um lát Sigríðar Jónsdóttur á óvart. Hún kom ekki til starfa í skóla Fullorð- insfræðslunnar í haust eins og vonir stóðu til. Hún hafði veikst aftur af illkynjuðum sjúkdómi þrátt fyrir stranga meðferð síðastliðinn vetur. Það er erfitt að sjá manneskju eins og Sirrýju, eins og við kölluð- um hana, með slíka orku og kraft verða sjúkdómi að bráð á stuttum tíma. En Sirrý tók veikindum sínum eins og hetja og það lýsir henni vel að í fyrra stundaði hún starf sitt eins og ekkert hefði í skorist. En nú er hér skarð fyrir skildi. Við Sirrý höfum hist á sam- vinnufundum skólanna, en kynni okkar urðu fyrst náin haustið 1991 þegar þjálfunarskólamir í Kópavogi og Blesugróf voru sameinaðir. Sirrý var ákaflega traustur og farsæll kennari og hafði einkar góð tengsl við nemendur sína sem þótti vænt um hana og virtu. Framkoma hennar einkenndist af festu og öryggi, fasið var í senn ákveðið og glaðlegt og hún hafði jafnan spaugsyrði á hraðbergi í kennarastofunni. Það er til marks um traust okkar samkennara henn- ar að hún var trúnaðarmaður KÍ á vinnustað um langt árabil, og henni voru jafnan falin störf sem vanda- söm þóttu og mikilvægt var að vel væru unnin. Á litlum vinnustað skiptir hver einstaklingur miklu máli og Sirrýj- ar verður sárt saknað hér, bæði af nemendum og samstarfsfólki. Per- sónulega vil ég þakka henni sam- veruna þau ár sem við áttum saman og verða mér dýrmæt í minning- unni. Eiginmanni, bömum og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu sam- úð við fráfall Sigríðar Jónsdóttur. María E. Kjeld. Það eru liðin um fjörutíu ár síðan við nöfnurnar kynntumst á nám- skeiðum í Danmörku. Við urðum fyrstu næturnar að sofa saman í rúmi í skólanum, því skólastjórinn vissi ekki að við værum tvær með sama nafni sem hefðum sótt um sömu námskeið. Ég þakka þér vináttu og tryggð öll þessi ár. Það liðu aldrei margir dagar án þess að við töluðum sam- an. Nú heyri ég Steina ekki lengur kalla: „Sirrý mín, hún nafna þín er í símanum.“ Aldrei kvartaðir þú yfir veikindum þínum heldur spurðir um líðan sameiginlegra vina og kunn- ingja. Síðasta kvöldið þitt sagir þú reyndar: „Ég hef nú verið hálfslöpp í dag, en ég verð hressari þegar við sjáumst á mánudag." Það var svo ríkt í þér að gleðja aðra og sýna umhyggju og hlýju. Ég reyndi oft að fá þig til að hugsa meira um sjálfa þig, en það var þér svo víðs fjarri. Hvert sem ég sný mér á heimili mínu eru hlutir frá þér: Föt, skartgripir, smáhlutir í eldhúsi, jafnvel hitapoki í rúminu, því þú vissir af eigin reynslu að gott er að hafa hann þegar erfitt er að sofna. Þegar þú fréttir í sumar að ég yrði ekki heima á afmælinu mínu komst þú veik til mín með gjöf sem á var skrifað: Opnist réttan dag í Vestfjarða fegurð. Fyrir mörgum árum er við vorum saman á göngu í Heiðmörk fór ég með ljóðið Mitt faðirvor eftir Kristján frá Djúpa- læk. Ég tók því fram ljóðabókina hans, Þreyja má þorrann, fyrsta kvöldið sem ég gat ekki talað við þig og bað þig í huganum um að láta bókina opnast á góðum stað. Með þessu ljóði sendi ég Steina, bömun- um, stjúpbömum og bamabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Og tregið ei né tárist, þvísorgirsefakann og söknuð hann, er vakir þjóðum yfir. Ó líknið þeim, sem líða, en harmið ekki hann, sem horfinn er á brautu, því hann lifir. Sigríður M. Jónsdóttir. Ég var nýkomin heim úr vinnu þegar síminn hringdi. Það var Elí- as bróðir þinn að segja mér að æskuvinkona mín væri dáin. Alltaf era viðbrögðin þau sömu, sorg og söknuður, þótt ég hafi vitað að hverju stefndi. Síðast sá ég þig við útför mannsins míns fyrir tveim- ur mánuðum. Dugnaðurinn í þér aéý- koma þótt þú værir orðin mjög las- burða. Við ólumst upp saman, milli hárra fjalla, í fallegri vík sem heitir Bol- ungarvík. Þar liðu æskuárin í gáskafullri gleði. Við vomm fjórar vinkonur sem héldum alltaf hópinn. Það var líka mikill samgangur milli heimila okkar. Saman fómm við á Húsmæðraskólann á ísafirði og vor- um þar herbergisfélagar. Hæfileik- ar þínir til að hjálpa og gera gott úr öllu komu fljótt í ljós. Saman vomm við líka á Siglufirði á þessum góðu sfldarámm, ungar og hressar stúlk- ur. Áfram liðu árin, báðar giftar og komnar með börn. En aldrei var svo langt á milli að vinskapurinn slitn- aði. Elsku Sirrý, ég þakka þér alla þá hlýju og traust sem þú sýndir okkur hjónum gegnum árin. Ég veit að það verður tekið á móti þér opnum örmum í Guðs ríki. Ég votta manni þínum, börnum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, *■ - Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín æskuvinkona, Sigríður Ebenesardóttir. • Fleiri minningargreinar um Sigríði Jðnsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR VALDEMARSSON lést föstudaginn 2. janúar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Pétur Þorsteinn Óskarsson, Aðalheiður Ósk Pétursdóttir. Ólafur Haraldsson, Hulda Stefánsdóttir, t TÓMAS ÞORVARÐSSON löggiltur endurskoðandi, Lynghaga 16, lést á Landspítalanum sunnudaginn 4. janúar. Systkinin og aðrir aðstandendur. t Stjúpmóðir mín, STEFANÍA VALGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR Hvassaleiti 20, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 3. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Kári Fanndal Guðbrandsson. t RANNVEIG SIGURÐARDÓTTIR, frá fsafirði, Dalbraut 27, Reykjavík, andaðist 30. desember sl. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju hinn 8. janúar kl. 10.30. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast látið Rauða krossinn njóta þess. Fyrir hönd vina og vandamanna, Ragnar Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.