Morgunblaðið - 06.01.1998, Side 38

Morgunblaðið - 06.01.1998, Side 38
>38 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, BJÖRN MAGNÚS MAGNÚSSON frá Hofi, Bíldudal, lést á Landspítalanum sunnudaginn 4. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Óiafsdóttir. t Útför konunnar minnar, LAUFEYJAR ÁSU INGJALDSDÓTTUR, Fálkagötu 14, Reykjavík, ferfram frá Neskirkju á morgun miðvikudaginn 7. janúar kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Öryrkjabanda- lag (slands Steingrímur Oddsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, GUÐRÚN ELÍN GUNNARSDÓTTIR, Neðstaleiti 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. janúar nk. kl. 13.30. Örn Reynir Pétursson, börn og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN HJÖRTUR GUNNARSSON húsasmiður, Tunguvegi 68 Reykjavík, lést laugardaginn 3. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sesselja Steingrímsdóttir, Sigurður Guðjón Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Steingrimur Jónsson, Jón Hjörtur Jónsson, Sesselja Jónsdóttir, Garðar Jónsson, Sæmundur Ingi Jónsson, Ástríður Ólafía Jónsdóttir, Einar Valgeir Jónsson, S. Guðni Pétursson, Þóranna M. Sigurbergsdóttir, Katrín S. Högnadóttir, Kim Mortensen, María Breiðfjörð, Elfur Magnúsdóttir, Sigurlín Þ. Sigurjónsdóttir og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, PÁLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Gullsmára 9, áður Réttarholtsvegi 49. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar Krabbameinsfélags (slands. Ingi B. Þorsteinsson, Snorri B. Ingason, Jóhanna Arngrímsdóttir, Margrét Ingadóttir, Guðmundur Árnason, Bjarney Ingadóttir, Sigurður Daníelsson, Emilía Ingadóttir, Erlendur Samúelsson, Þorsteinn Ingason, Ólöf Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför AÐALGEIRS ÓLAFS JÓNSSONAR frá Hólum, Eiðsvallagötu 9, Akureyri. Systkinabörn og aðrir vandamenn. ORN EIÐSSON + Örn Eiðsson fæddist á Búð- um á Fáskrúðsfirði 7. júlí 1926. Hann Iést á St. Jósefsspít- ala 19. desember síðastliðinn og fór útför háns fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 30. desember. Ég hitti Örn Eiðsson síðast í haustbyijun af ánægjulegu tilefni: verið var að undirrita samning um fjármögnun og framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir heilsugæslu í Garðabæ. Og vitanlega var Örn Eiðsson þar í fararbroddi, enda for- maður stjómar heilsugæslunnar þar í bæ. Við tókum þar tal saman eins og endranær, þegar leiðir okkar lágu saman, og áttum ágætis spjall um landsins gagn og nauðsynjar. Og auðvitað var það pólitíkin og Alþýðuflokkurinn sem mestan tíma tók, þótt annað fýlgdi með, sem tengdist áhugamálum okkar beggja; nefnilega íþróttir og blaða- útgáfa, en þar var Örn Eiðsson ekki síður á heimavelli, en á vett- vangi stjórnmálanna. Mér kom ekki til hugar, þennan dag í byijun sept- ember, að þetta yrði í síðasta skipti, sem ég ætti þess kost að hitta minn góða félaga, Örn, að máli. Ég hafði heyrt af því ávæning, að hann gengi ekki heill til skógar, en fátt var það á þessari síðdegisstund í Garðabæn- um fyrir örfáum mánuðum, sem gaf það til kynna. Þvert á móti var Örn eins og hann átti að sér, hress og blátt áfram í fasi með skýrt mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og nokkrum dögum fyrir jól var Örn Eiðsson allur. Það er á engan hallað, þótt full- yrt sé að Örn Eiðsson hafi um langt árabil verið burðarásinn í starfsemi Alþýðuflokksins í Garðabæ. Vissu- lega var góður hópur jafnaðar- manna með í för, en Örn Eiðsson var þar fremstur meðal jafningja; bæjarfulltrúi flokksins til margra ára og gegndi mörgum trúnaðar- störfum í sínum heimabæ, auk þess að vera kallaður til starfa fyrir Al- þýðuflokkinn á landsvísu. Það er sjónarsviptir að manni á borð við Örn Eiðsson. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég eftirlifandi eiginkonu, Hallfríði Kristínu Freysteinsdóttur, og börnum hans. Blessuð sé minning Arnar Eiðs- sonar. Guðmundur Arni Stefánsson. STEFANÍA GUÐNADÓTTIR + Stefanía Guðnadóttir var fædd í Reykjavík 9. mars 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. desember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 29. desember. Það var mikið áfall að frétta af andláti Stefaníu og ótrúlegt að þessi lífsglaða manneskja sem sat eftir- miðdaginn áður yfír prófum í Árna- garði, hress og kát að vanda, skyldi vera dáin. Stefanía og móðir okkar, Ólöf Bjarnadóttir, höfðu verið vinkonur um árabil og hittust oft heima hjá hvor annarri og snæddu hádegisverð saman ásamt öðrum vinkonum um helgar. Þegar móðir okkar veiktist fyrir einu og hálfu ári sýndi Stefan- ía trygglyndi sitt enn einu sinni í verki. Hún heimsótti mömmu reglu- lega og kom iðulega færandi hendi. Á sinn fjöruga hátt sagði hún mömmu fréttir úr bæjarlífinu og ekki síst hvað var að gerast í menn- ingarlífínu sem Stefanía stundaði af miklu kappi. Var greinilegt hvað þessar tíðu heimsóknir glöddu mömmu. Stefanía hafði haft áhyggj- ur af því að geta ekki heimsótt móð- ur okkar á hjúkrunarheimilinu eins oft og venjulega þá daga sem próf stóðu yfír. Það var dæmigert fyrir Stefaníu að hugsa alltaf um aðra. Umhyggjan sem hún sýndi móður okkar verður seint fullþökkuð. Hún var alltaf áhugasöm um hvað við vorum að fást við og hringdi oft til að spyija frétta. Hún var einstaklega skilningsrík kona og hefur stuðningur hennar í garð okkar systkina verið okkur ómetan- legur styrkur í veikindum mömmu. Við vottum Skúla syni hennar og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúð um leið og við kveðjum Stefaníu með trega. Anna, Áslaug og Bjarni Agnar. GUÐNÝINGIBJÖRG JÓSEPSDÓTTIR + Guðný Ingi- björg Jóseps- dóttir fæddist á Atlastöðum í Fljóta- vík hinn 4. septem- ber 1914. Hún lést á St. Jósefsspítala 15. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jósep Hermannsson og Margrét Katrín Guðnadóttir. Hún var gift Sigurði Ragnari Magnús- syni og áttu þau fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi, elst er Ingibjörg Margrét, f. 1942, þá Magnús, f. 1944, maki Erla Ásgeirs- dóttir, Elínborg, f. 1948, maki Oskar Ásgeirsson, og Hjör- dís, f. 1949, maki Örn Halldórsson. Utför Ingibjargar fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Birting afmælis- ogminning- argreina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í sím- bréfi (5691115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, mið- að við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Okkur systkinin langar að minn- ast elskulegrar ömmu okkar. Til- hugsunin um að eiga ekki eftir að fara til „ömmu á Álfaskeiðinu“ er skrítin, eða að eiga ekki eftir að hafa hana hjá okkur t.d. á jólum og öðrum hátíðum á Ljósaberginu. Elsku amma, á kveðjustund langar okkur að þakka þér fyrir alla hlýj- una og góðvildina (og allar lopa- peysurnar okkar). Algóður Guð, blessaðu minningu ömmu okkar. Lækkar lífdaga sól. Lðng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, feginn hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að (ögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Ragnar Ásgelr, Ingibjörg, Erla, Óskar Jón, Sævar Markús. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts BJÖRGMUNDAR GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi bónda, Kirkjubóli, Valþjófsdal. Ágústína Bernharðsdóttir Edda Björgmundsdóttir, Bragi Björgvinsson, Bragi Björgmundsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Guðmundur Steinar Björgmundsson, Sigríður Magnúsdóttir, Anna Kristín Björgmundsdóttir, Markús Guðmundsson, Sigríður Björgmundsdóttir, Sigmundur Þorkelsson, Eyjólfur Björgmundsson, Berglind Rós Péturssdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. Blómtibúðin öa^Sskom v/ FossvogskirkjugaFð " Símí: 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjðri Útfararstofa íslands Suðurhlíó 35 • Sírni 581 3300 Altan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.