Morgunblaðið - 06.01.1998, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Herra, hvers vegna eru Haltu bara á pok-
sumar golfkylfurnar anum, Magga...
þfnar { inniskóm?
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Eiga sjúklingar
einir að greiða tvö-
falda skatta?
Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur
og Jórunni Sigurðardóttur:
HVERT stefnir hér í aðgerðarleysi
heilbrigðisyfirvalda gagnvart þeim
er leita þurfa eftir hjálp lækna ei*
samningslausir eru við Trygginga-
stofnun ríkisins? Hve lengi á fólk
að þurfa að búa við mismunun sem
slíka að þurfa að greiða þjónustu
þessa úr eigin vasa vegna samn-
ingaþrefs ríkisins við verktaka
þjónustunnar. Fólkið hefur nú þeg-
ar greitt dálaglega upphæð í formi
skatta hvað varðar skipulag, sam-
kvæmt lögum og reglugerðum er
kveða á um kostnaðarþáttöku
sjúklinga í einstökum læknisverk-
um. Á sama tíma er sjúklingum
er þurfa á þessari þjónustu að
halda, bent á að leita til sjúkra-
húsa, en þar fylgir nú sá ann-
marki að sjúkrahúsin eru lömuð
vegna skorts á sérfræðilæknum til
að standa vaktir, og sjúklingum
þaðan bent á að leita til heilsu-
gæslustöðva. Sem sagt sjúklingur-
inn má gjöra svo vel að arka fyrst
til sérfræðings sem er samnings-
laus við T.R., þaðan á sjúkrahús,
og síðan á heilsugæslustöðina, eins
og staðan er í dag samkvæmt
skilaboðum þeim er borist hafa frá
heilbrigðisyfirvöldum. Ætla núver-
andi heilbrigðisyfírvöld að endur-
greiða kostnaðinn er af þessu
hlýst, ellegar reyna að taka í taum-
ana og flýta samningsgerð við sér-
fræðilækna.
Skipulag mála á þennan veg af
hálfu stjómvalda mánuð eftir mán-
uð, heldur hvorki vatni né vindum,
frekar en helsta bráðasjúkrahús
landsins, samkvæmt Almanna-
varnaskipulagi.
Við viljum hvetja forstjóra
Tryggingastofnunar, Trygginga-
ráð, og önnur yfirvöld heilbrigðis-
mála, sem og sérfræðilækna, að
fínna nú þegar lausn á deilu þess-
ari, svo linna megi óviðunandi ráð-
stöfun mála gagnvart sjúklingum
er Ieita þurfa sérfræðiþjónustu,
einnig viljum við skora á formann
Læknafélagsins, að beita sér fyrir
lausn á deilu þessari.
Fyrir hönd Lífsvogar.
GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR,
formaður.
JÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR,
stjórnarmaður.
Hugleiðing um
Hanes-málið
Frá Pauline Scheving-
Thorsteinsson:
ÉG HEF af áhuga fylgst með skrif-
um Morgunblaðsins um mál Ha-
nes-hjónanna. Mig langar til að
ræða nokkuð það orðaval sem not-
að hefur verið við lýsingar á máli
þeirra.
í grein sem birtist í blaðinu 19.
des. 1997 segir í undirfyrirsögn
að Hanes-hjónin séu „eftirlýst
vegna bamsráns“. Þetta em hörð
orð og í raun röng. Hjónin hafa
verið sökuð um „custodial interfer-
ence“ eða forræðisafskipti, en við-
urlög við slíku era miklum mun
léttari.
í sömu grein, og í fyrri greinum
Morgunblaðsins, er talað um barn-
ið Zenith Elaine sem „dótturdóttur
Connie Jean Hanes“. Þótt þetta sé
líffræðilega rétt gerir það orðaval
lítið úr því foreldrahlutverki sem
Donald og Connie Hanes hafa
gegnt í lífí Zenith.
Barnið var lagalega í umsjá
Hanes-hjónanna frá fæðingu til
rúmlega tveggja ára aldurs, meðan
ættleiðing var í gangi. Bæði líf-
móðir og faðir samþykktu ættleið-
inguna (og má sjá þau ættleiðing-
arskjöl á http://www.geociti-
es,com/CapitolHill/6304) og átti
sú ættleiðing að gilda fyrir lífstíð.
Hanes-hjónin ólu telpuna upp sem
eigin dóttur og gerðu aldrei ráð
fyrir að hún yrði frá þeim tekin.
Það hlýtur að særa þau að sjá
skrifað um bamið er þau ólu upp
sem dótturdóttur Connie. Einkum
hlýtur það að særa Donald Hanes,
því Zenith er einkabarn hans —
hann er í raun eini faðirinn sem
bamið hefur þekkt.
Til að öðlast betri skilning á
þessu ættum við að hugleiða mun-
inn á afa eða ömmu og föður eða
móður. Afi og amma era ekki þau
sem vakna nótt eftir nótt til að
hugga grátandi barnið. Afí og
amma verða yfirleitt ekki vitni að
fyrsta brosinu, tönninni, skrefínu
eða orðinu „mamma". Þessir at-
burðir marka foreldrahlutverkið og
bamið lítur á þá sem uppfylla þetta
hlutverk sem mömmu og pabba.
En vegna lagadeilu hefur engin
niðurstaða enn fengist og fjölmiðl-
ar tala ekki um Zenith Elaine sem
dóttur Hanes-hjónanna. Þess í stað
hefur kona, sem telpan þekkir vart,
orðið „móðirin“ og eini faðir henn-
ar er gjörsamlega virtur að vett-
ugi, eða það sem verra er, gerður
að bamaræningja. Tilfíningalega
og siðferðilega era Hanes-hjónin
einu raunverulegu foreldrarnir. Sé
því hafnað er lítið gert úr rétti
ættleiðingar.
PAULINE SCHEVING-
THORSTEINSSON,
Hrísrima 2, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt f upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.