Morgunblaðið - 06.01.1998, Side 48

Morgunblaðið - 06.01.1998, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Skrifstofutækni Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: ■ Handfært bókhald "ftlkjrtÍ ■ L ■ Tölvugrunnur ■ Ritvinnsla m r [ ■ Töflureiknir ■ Verslunarreikningur V-Í, " ■ ‘ ■ Glærugerð ■ Mannleg samskipti ■ Tölvubókhald ■ Internet ■ Lokaverkefni „ ....— STARFSMENNTUN 1 fjárfesting til framtíðar f FÓLK í FRÉTTUM Islendingamessa í New York KÓRINN, frá vinstri: Margrét Hjaltested, Edda Kristjánsdóttir, Fríða Þórarinsdóttir, Ásdís Kristmundsdóttir, Björg Jakobsdóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Haukur Ingi Jón- asson, Magnús Sigurðsson, Styrkár Hendriksson, Jón Ólafsson og Sigurbjörn Þorkelsson. Skrýtnar skepnur í útlöndum Morgunblaðið/Kristín Hauksdóttir GUÐMUNDUR Sigurðsson, Ilaukur Ingi Jónasson cand. theol. og Magnús Jónsson. Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Islands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Exceltöflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er var vel skipulagt og kennsla frábær. Kennt var 3 kvöld i viku í 4 mánuði og enginn heimalærdómur. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó! Guðrún Skúladóttir, deildarstjóri, iðnaðar- og viöskiptaráöuneyti. . Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli íslands Bíldshöfða 18 Sími 567-1466 Islendingar í útlöndum eru skrýtnar skepnur - allra manna sjálfstæðastir en líka fúsir að gera eitthvað sem minnir á landið og þjóðina „heima“. Vilhjálmur Vilhjálmsson fann fyrir því að þörfín fyrir að hitta landa sína er aldrei eins sterk og yfír hátíðirnar. ÞEGAR þeirri hugmynd var hreyft hjá íslendingum í New York að koma saman til messu á öðrum sunnudegi í aðventu leið ekki á löngu áður en öll hjól voru farin að snúast. Kirkjusókn landans hefur í seinni tíð sjaldan þótt til mik- illar fyrirmyndar og einungis sjö manns sáu sér fært að mæta á Is- lendingamessu hér í borg fyrir 15 ár- um. Það var því að sumum þótti full mikillar bjartsýni gæta hjá skipu- leggjendum er settu það ekki fyrir sig að stofna kór og skipa í sóknar- og kaffinefnd. Pönnukökupönnur voru leitaðar uppi um alla heimsborg og störfum hlaðið fólk fann tíma til BUSETI Búseturéttur til sölu umsóknarfrestur til 13. janúar 2ja herb. Dvergholt 3 , Hafnarfirði 72m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 855.922 Búsetugjald kr. 29.613 Miðholt 13, Mosfellsbæ 37m2 einstakl. íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 567.089 Búsetugjald kr. 20.536 Miðholt 5, Hafnarfirði 77m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 774.262 Búsetugjald kr. 31.515 Arnarsmári 6 , Kópavogi 54m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 604.836 Búsetugjáld kr. 34.309 Héimasíða http://www.centruin.ls/buseti Myndir af öllum húsum félagsins 3ja herl). Trönuhjalli 17, Kópavogi 85m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.433.478 Búsetugjald kr. 37.162 Skólatún 2, Bessastaðarhreppi 93m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 1.236.185 Búsetugjald kr. 48.915 Bæjarholt 9, Hafnarfirði 97m2 íbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.008.254 Búsetugjald kr. 34.923 4ra herb. Frostafold 20, Reykjavík 88m2 íbúðir Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.107.706 | Búsetugjald kr. 42.112 Garðhús 4, Reykjavík 1 115m2 íbúð Félagslegt lán I Búseturéttur kr. 1.918.356 I Búsetugjald kr. 42.900 4ra herb. Trönuhjalli 17, Kópavogi 95m2 fbúð Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.493.772 Búsetugjald kr. 41.622 Breiðavík 9, Reykjavík 90m2 íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 936.279 Búsetugjald kr. 53.620 Skólatún 6, Bessastaðarhreppi 114m2íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 1.516.832 Búsetugjald kr. 59.528 Krókamýri 78, Garðabæ 100mz íbúð Almennt lán Búseturéttur kr. 1.424.778 Búsetugjald kr. 49.292 Heimasíða http://www.centrum.is/buseti Upplýsingar um húsnæðisbætur Umsóknarblöð liggja frammi á skrifstofu Búseta hsf. ásamt teikningum og nánari upplýsingum. Skrifstofan er opin alla virka daga, nema miðvikudaga, frá kl. 9 til 15. íbúðirnar eru til sýnis eftir samkomulagi til 13. janúar. Með umsóknum þarf að skila skattframtölum síðustu þriggja ára, staðfestum af skattstjóra, ásamt Ijölskylduvottorði. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 14. janúar kl. 12 að Hávallagötu 24. Gerist félagsmenn í Búseta og aukið möguleikana í húsnæðismálum Búseti hsf., Hávallagötu 24, 101 Reykjavík, \ sími 552 5788, myndsendir 552 5749 BUSETI að koma saman og æfa sálma og söngva. Messusókn var hins vegar með albesta móti þennan fallega vetrarmorgun í James kapellunni þar sem boðað var til guðsþjónustu. Eitthvað á milli sjötíu og áttatíu manns mættu og víluðu ekki fyrir sér að ferðast um langan veg frá hin- um aðskiljanlegustu borgarhverfum og nágrannabyggðum New York fylkis. James kapellan tilheyrir guð- fræðideild Colombia háskólans sem menntað hefur flesta þekktustu og framsæknustu guðfræðinga 20. ald- ar. Hún stendur ekki allfjarri landa- mörkum Harlem hverfisins, þar sem margar heitustu eldmessur blökku- manna í New York hafa verið haldn- ar í gegnum tíðina og trú,' stjórnmál og mannréttindabarátta eru sam- tvinnuð í órjúfanlega heild. Messan hófst örlítið seinna en áætlað var því þótt ekkert væri að færð höfðu einhverjir tafist og von var á fleirum. Kirkju- gestir voru á öllum aldri. Kornabörn og eldri dömur með fallega hatta og náms- menn sem eru alla jafna mun hagvanari á annars konar stofnunum borgar- innar. Jerry Jensen, sem allaf er fremstur í flokki á öllum samkomum Is- lendinga hér í borg, er mættur með íslenska fánann sem hann skil- ur helst aldrei við sig. Samt hefur hann lítil önnur tengsl við Is- land en að eiga son sem einu sinni þjón- aði í herstöðinni í Keflavík. Haukur Ingi Jónasson, cand. theol., annaðist at- höfnina en hann stundar nám í sjúkrahússprestskap við fyrrnefnd- an Colombia háskóla. Guðmundur Sigurðsson lék á orgel og ritningar- greinar lásu Hófí Steingrímsdóttir og Gauti Eggertsson. Kórinn, sem í voru meðal annarra mannfræðingur, leiklistarnemi, tónlistar- og mynd- listarmenn, allt fólk sem dvelur við hin ýmsu störf hér í borg, söng hverja tónlistarperluna á fætur ann- ari. Edda Kristjánsdóttir flautuleikari og Margrét Hjaltested víóluleikari, prímus mótor í öllum undirbúningi messunnar, önnuðust tónlistarflutn- ing og Ásdís Kristmundsdóttir sópransöngkona söng stólvers. Jón Ólafsson heimspekingur flutti predikun þessa sunnudags og lagði út af þjóðernishyggju, því að vera Is- lendingur á íslandi og íslendingur í útlöndum. Einhverjir innfæddir vinir og vandamenn slæddust með til messu fyrir forvitnissakir til að sjá hvemig þessir norðanmenn ræktu guð sinn og fylgdust með af athygli. Þegar kór og söfnuður tóku til við að syngja bamasöngva með tilheyr- andi handahreyfingum og gassa- gangi, mátti sjá skelfingarsvip fær- ast yfir andlit eins þeÚTa, sem seinna trúði mér fyrir því að á tíma- bili hélt hann að samkoman væri að breytast í einhvers konar popp- messu. Annar tjáði mér eftir messu að þótt hann hefði ekki skilið nema einstaka „amen“ af því sem fram fór hefði allt virst mjög trúarlegt. í lok guðsþjónustu var kveikt á kerti og ljósið látið ganga manna á milli. Þjóðsöngurinn var sunginn og einhverjir urðu rakir um hvarma. Og svona var þessi fyrsta íslendinga- messa í New York í 15 ár, hæfileg blanda af hátíðleik og fjöri. Að messu lokinni safnaðist þessi hópur, sem á fátt annað sameiginlegt en að vera Islend- ingar í útlandi, saman í björtum og fallegum sal og gæddi sér á kaffi, pönnukökum og öðru góðgæti og það var tekið hraustlega til matar síns. Machintosh-baukur, fullur af jóla- smákökum, vakti hlýjar tilfinningar í brjóstum einhverra og andrúmsloft- ið var eins og í fjölskylduboði. Allir höfðu sögur að segja, það var mikið hlegið og ekkert benti til að margir væru að hittast í fyrsta sinn. Það mátti merkja á mæli sumra af eldri kynslóðinni að þeir hafa dvalið hér um langt skeið, þeir hengdu einstaka „darling“ aftan við setningar. „Og hvenær verður aftur messað?“ spurði einhver og annar stakk upp á páskum, ,jól og páskar," sagði hann, „svona rétt eins og hreingerningarn- ar.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.