Morgunblaðið - 06.01.1998, Page 49

Morgunblaðið - 06.01.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 49 _____FÓLK í FRÉTTUM__ Vinsælasta náttúru- / perla Astralíu FRÆGASTA strönd Ástralíu er án efa Bondi-ströndin í nágrenni Sydney en vinsældir hennar vaxa nú dag frá degi. Fasteignaverð á svæðinu hefur rokið upp á skömmum tíma og ný kaffi- og veitingahús opnuð næstum viku- lega. Það sem veldur þessum nýlegu vinsældum er nýtt holræsakerfi með lögn sem var færð 8 kíló- metra frá ströndinni og gerbreytti henni. Áður fyrr voru ströndin og sjórinn svo mengnð að suma daga var allt að því hættulegt að hafast þar við og klóaklyktin óþolandi. í dag er Bondi-strönd- in einhver vin- sælasti dvalar- staður ríka og fræga fólksins í Ástralíu. „Þegar ég byijaði að starfa við fasteignasölu fyrir 15 árum gat ég ekki gef- ið húsin við Bondi-strönd- ina,“ sagði John McGrath sem er orðinn milljóna- mæringur á fast- eignaviðskiptum á svæðinu síð- ustu ár. „Þar til fyrir fjórum ár- um hefði aldrei verið hægt að selja hús hér fyrir eina milljón dollara en á síðasta ári seldum við fimm fasteignir fyrir meira en 1,5 milljónir dollara hvei-ja." Meðal þeirra sem eiga hús á Bondi-ströndinni eru James Packer, sonur ríkasta manns Ástralíu, og leikarinn Jason Donovan. Fleiri leikarar eiga eft- ir að halda sig á ströndinni því innan skamms verða þættirnir „Breakers" teknir til sýninga í áströlsku sjónvarpi en þeir ger- ast á Bondi-ströndinni. Einn af framleiðendum þáttanna segir þá hvort tveggja fjalla um glæsilíf íbúa straiidarinnar og umhverfið sjálft. Annar sjóvnvarpsþáttur er í bí- gerð og hefur hann hlotið nafnið „Bondi“ og er framleiddur af þeim sömu og standa að baki hin- um geysivinsælu „Baywatch"- þáttum. Þeir þættir verða hasar- þættir og því greinilegt að Bondi- ströndin verður vel nýtt af lögu- legum leikurum og fylgdarliði þeirra. Framtíð Bondi-strandarinnar er óviss því margir hugsa sé gott til glóðarinnar og hyggjast nýta sér vinsældir svæðisins íbú- unum til mikillar hrellingar. Það vekur athygli að helmingur þeirra 12 þúsund íbúa sem byggja Bondi eru útlendingar þar á meðal frá Rússlandi, Ung- verjalandi, Taflandi, Indlandi og Brasilíu. Á sumrin koma hundr- uð japanskra, breskra og írskra bakpokaferðamanna sem búa á svæðinu og hittast á jóla- dag á strönd- inni í einu allsherjar strand- arpartýi. Margir hafa sótt um byggingarleyfi og uppi er hug- mynd um að leggja járnbrautar- línu frá aðalkerfi Sydney-borgar svo samgöngur verði greiðari. Ekki líst þó öllum vel á þessa hugmynd og óttast margir átroðning og spillingu svæðis- ins. HORFT niður á Bondi-ströndina frá einu af mörg- um kaffihúsum þessa vinsæla dvalarstaðar ríka fólksins í Ástralíu. „Baywatch“- þættir Ástrala með aðseturá Bondi- ströndinni. ÚTSALA - ÚTSALA Halló! 5-50% afsláttur Úlpur - ullarjakkar kápur - pelsar alpahúfur - hattar Kíkið inn \o^HÚ5ID Mörkinni 6, sími 588 5518. Bílastæði við búðarvegginn. MODELING & CAREER CENTER Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir barnið þitt! Fjárfesting til framtíóar 10-12 ára stelpur - strákar 6 vikna námskeið -12 kennslustundir. Próf og tískusýning í lokin, allir fá vióurkenningarskjal, skírteini með mynd og skólatösku frá Skóla John Casablancas Framsögn - kynningar - módel - ganga - snyrting - dans - samtalstækni - betra sjálfstraust og sjálfsmat. Námskeið sem eru skemmtileg og skila árangri Innritun daglega í símum 588 7799 og 588 7727^ Skólinn byrjar 17. janúar. V/SA skóli ólafs gauks Innritun er hafin og ferfram í skólanum, Síðumúla 17, daglega kl. 14-17, sími 588-3730, fax 588-3731. Eftirtalin námskeiö eru í boði á vorönn, en nánari upplýsingar er að fá í skólanum á innritunartíma eða í ítarlegum bæklingi um skólann, sem við sendum þeim sem þess óska, hvert á land sem er: LETTUR UNDIRLEIKUR 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjendakennsla, undirstaða, léttur undirleikur við alþekkt lög. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama og Forþrep fullorðinna. 3. LÍTIÐ FORÞREP Byrjendakennsla fyrir börn að 10 ára aldri. 4. FORÞREP II Beint framhald Forþreps eöa Forþreps 3 - meiri undirleikur, einkum „plokk" o.m.fl. 5. FORÞREP III Beint framhald Forþreps eða Forþreps 2, dægurlög undanfarinna 20-30 ára, byrjun á þvergripum o.m.fl. j BÍTLATÍMINN Eitt af Forþrepunum. Aðeins leikin lög frá bítlatímabilinu, t.d. lög Bítlanna sjálfra, Rolling Stones, vinsæl íslensk lög o.fl. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorðinna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í samvinnu við Tómstundaskólann. HEFÐBUNDINN GÍTARLEIKUR 8. FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriöi nótnalesturs íyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. 9. ANNAÐ ÞREP Framhald fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 10. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verkefnin þyngjast smátt og smátt. Framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 11. FJÓRÐA PREP Beint framhald þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gítarkennsluefni eftir þekkt tónskáld. Tónfræöi, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 12. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða þreps. Leikiö námsefni verður fjölbreyttara. Tónfræöi, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. HÆGT AÐ FÁ LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 1500 Á ÖNN Sendum vandaðan upplýsingabækling ONNUR NÁMSKEIÐ 13. JAZZ-POPP I Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Nótnakunnátta áskilin. 14. JAZZ-POPP II / III Spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíð, útsetning o.m.fl. 15 TÓNSMÍÐAR I / II Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar. Einhver undirstaða er nauðsynleg. 16. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN l/ll Innifalin í námi. 17. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá, sem langar aö kynna sér hiö einfalda en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. að geta sungið eða leikið eftir nótum. 18. KASSETTUNÁMSKEIÐ Námskeið fyrir byrjendur á tveim kassettum og bók, tilvaliö fyrir þá, sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent í póstkröfu. (D 588-3730 INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.