Morgunblaðið - 14.01.1998, Page 6

Morgunblaðið - 14.01.1998, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vélstjórar vilja endurskoða hlutaskiptakerfíð á skipunum Yerkfalli frestað til 2. feb. Morgunblaðið/Þorkell HELGI Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, lagði áherslu á að krafa vélstjóra um aukinn hlut þýddi ekki breytingar á launum annarra í áhöfn. Til vinstri við Helga er Friðrik Hermannsson Iögfræðingur. VÉLSTJÓRAFÉLAGIÐ ákvað í gær að fresta verkfalli, sem boðað hafði verið 16. janúar, til 2. febrúar. Helgi Laxdal, formaður félagsins, sagði ekki líklegt að viðræður vél- stjóra og útgerðarmanna skiluðu árangri nú þegar hin sjómannasam- tökin hafa boðað verkfall. Að mati vélstjóra væri ekki verjandi að halda dýrustu og öflugustu skipum íslenska flotans við bryggju þegar ljóst væri að samningaviðræður myndu engum árangri skila fyrsta hálfa mánuð verkfallsins. Þetta er í annað sinn sem vél- stjórar fresta verkfalli, en upphaf- lega var það boðað 1. janúar. Til að fresta verkfalli til 2. febrúar þurftu vélstjórar að leita eftir samþykki LIÚ, sem hafði boðað verkbann á aðra sjómenn í áhöfn frá og með 20. janúar, en því hefur einnig verið frestað. Ekki verið að skerða hlut annarra Vélstjórafélagið boðaði til blaða- mannafundar í gær til að skýra af- stöðu félagsins og rökstyðja kröfu- gerðina. Helgi sagði að þess mis- skilnings hefði gætt hjá mörgum að krafa vélstjóra um aukinn hlut þýddi að laun annarra í áhöfn lækk- uðu. Hann sagði þetta ekki rétt vegna þess að vélstjórar væru að fara fram á hækkun á aukahlutum og aukahlutir væru greiddir af út- gerð, en hefðu engin áhrif á hlut annarra í áhöfn. Núverandi hlutaskiptakerfí gerir ráð íyrir að ákveðið hlutfall af afla- verðmæti komi til skipta og er u.þ.b. 30% af því skipt jafnt milli áhafnar. Síðan er skipstjórinn með einn aukahlut, 1. stýrimaður og yf- irvélstjóri með hálfan, 1. vélstjóri með fjórðung o.s.frv. Helgi sagði að vélstjórar krefðust þess að auka- hlutur yfirvélstjóra færi úr 0,5 í 0,75, hlutur 1. vélstjóra færi úr 0,25 í 0,5 og 2. vélstjóra úr 0,125 í 0,25. Heigi sagði að hlutaskiptakerfíð hefði orðið til um síðustu aldamót og síðan hefðu engar breytingar verið gerðar á launahlutföllum. Um aldamót hefðu flest fiskiskip á ís- landi verið með litlar vélar og vél- stjóranámið tekið 4 mánuði. I dag væru vélstjórar að stjórna stórum vélum í verksmiðjuskipum og þyrftu að ljúka 7 ára námi þar af væru 5 ár bókleg. Hann sagði að við ákvörðun launa í þjóðfélaginu væri ekki síst horft til menntunar og um- fangs starfa. Vélstjórar væru ein- faldlega vanmetnir. Helgi sagði að krafa vélstjóra um aukinn hlut væri í samræmi við það sem væri að gerast í öðrum löndum. Á fundi fiskimannadeildar IFT í haust hefði verið samþykkt launa- viðmiðun þar sem væri gert ráð fyr- ir að skipstjóri hefði 3,37 sinnum hærri laun en háseti og að yfirvél- stjóri hefði 3,06 sinnum hærri laun en háseti. Sé þetta kerfi yfirfært á íslenska kerfið ætti yfirvélstjóri að hafa 0,87 í aukahlut, en ekki 0,5. Helgi sagði að það væri umfram- eftirspurn eftir vélstjórum og þeir væru þvi margir yfirborgaðir. Krafa vélstjóra væri því að hluta til um að færa laun að greiddu kaupi. Kostn- aðarauki útgerðarinnar við að fall- ast á þessa kröfu væri þvi ekki eins mikill og LÍÚ hefði haldið fram. Vélstjórar styðja kröfu LÍtí LIÚ hefur sett fram kröfu um að útgerðin njóti ávinnings af því ef fækkað er i áhöfn skipa, en eins og kerfið er í dag leiðir fækkun til þess að útgjöld útgerðarinnar aukast. Helgi sagðist telja að þessi krafa LÍU væri réttmæt og sjómönnum bæri að taka tillit til hennar. Krafan sýndi vel að það væri nauðsynlegt að endurskoða hlutaskiptakerfið. Kerfið tæki ekki nægilega mikið mið af þeim tæknibreytingum sem hefðu orðið á síðustu árum og ára- tugum. Vélstjórar og útgerðarmenn áttu stuttan samningafund í gær og hitt- ast aftur á föstudag. Sjómannasam- bandið og Farmanna- og fiski- mannasambandið hitta útgerðar- menn hjá sáttasemjara í dag. ■ Yfírlýsing vélstjóra/41 Færri mál fyrir Hér- aðsdómi Reykjaness MUN færri mál komu til kasta Héraðsdóms Reykja- ness í fyrra en árið á undan. Þingfest einkamál voru færri en nokkurn tíma á starfstima dómstólsins og ákærumál, þ.e. mál sem ákæruvald höfð- ar til refsingar, hafa ekki ver- ið færri frá fyrsta heila starfsári dómstólsins, árið 1993. 1285 einkamál voru þingfest fyrh- Héraðsdómi Reykjaness árið 1997. Þau voru 1341 árið 1996 og hefur farið fækkandi ár frá ári síðan 1993 en það ár voru 1859 mál þingfest fyrir dómstólnum. Ákærumál, sem handhafi ákæruvalds höfðar til refsing- ar lögum samkvæmt, voru 383 talsins í fyrra en voru 585 árið 1996. Slík mál hafa verið á sjötta hundrað ár hvert undanfarin ár en voru þó 308 talsins árið 1993. 646 aðfararbeiðnir bárust Héraðsdómi Reykjaness í fyrra en höfðu verið 708 árið á undan og hafa ekki verið færri frá því dómstóllinn tók til starfa. Sama á við um gjaldþrotaskipti. 321 bú var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Frá 1993 hafa árlega 528-667 bú verið tekin til gjaldþrotaskipta þar. Ákvörðun samkeppnisráðs vegna kæru Islenska farsímafélagsins hf. Ekki ástæða til íhlutimar vegna GSM tilboðs Morgunblaðið/RAX. FJOLU Rundlfsdóttur, húsfreyju á Skarði, gafst í gær loksins tækifæri til að hreinsa burt sandinn sem stöðugt laumaði sér inn um útidyrnar og alla glugga. SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki ástæðu til íhlutunar vegna kæru Islenska farsímafélagsins hf. á tímabundnu tilboði á GSM þjón- ústu Landssímans, en Islenska far- símafélagið hf. taldi Landssímann hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með tilboðinu. Tilboðið fól í sér að hverjum sem er gæfist kostur á að gerast áskrif- andi að GSM símaþjónustu félags- ins án þess að greiða stofngjald sem auglýst sé í gjaldskrá félags- ins. í auglýsingu um tilboðið var getið helstu smásala hér á landi sem annast sölu á GSM símtækjum og taldi íslenska farsímafélagið að ástæða væri til að ætla að sam- vinna væri á milli Landssímans og smásalanna um aðgerð þá sem lýst var í auglýsingunni. Fimm með fíkniefni FIMM voru handteknir í fyrrakvöld í húsi í vesturbæ Reykjavíkur vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Var þeim sleppt eftir yfirheyrslu í íyrr- inótt þar sem málið taldist upplýst. Lögreglan fann milli 30 og 40 marijuana-plöntur og nokk- urt magn fíkniefna sem ýmist var tilbúið til neyslu eða í þurrkun. Einnig fundust tæki til fíkniefnaneyslu. Landssfminn sýndi ýtrustu aðgæslu í ákvörðun samkeppnisráðs kemur fram að Landssíminn hafi leitað til samkeppnisyfirvalda og óskað álits á tímabundnu tilboði um GSM þjónustu félagsins, en Samkeppnisstofnun gerði ekki at- hugasemdir við fyrirhugað tilboð. Stofnunin áskildi sér hins vegar allan rétt til að fjalla um málið á ný ef kæra bærist. Ekki skaðleg undirverðlagning Fram kemur að Landssíminn hafi í máli þessu sýnt ýtrustu að- gæslu varðandi markaðsstarfsemi sína, og að mati samkeppnisráðs hafi íslenska farsímafélagið ekki sýnt fram á að þetta tímabundna tilboð Landssímans hafí skaðleg áhrif á væntanlega samkeppni á markaðnum fyrir GSM þjónustu. Ekki verði séð að veittur afslátt- ur með niðurfellingu stofngjalds sé þess eðlis að í tilboðinu felist skað- leg undirverðlagning í skilningi samkeppnislaga, og í skilmálum til- boðsins felist engin binding fyrir neytendur, sem séu frjálsir að nýta sér þjónustu annarra þegar hún býðst. Hvað varðar fullyrðingu um að um hafí verið að ræða samvinnu milli Landssímans og smásöluaðila GSM símtækja bendir samkeppn- isráð á að Landssíminn sé í þessu hlutverki ekki á sama markaði eða sölustigi og smásalarnir og þegar af þeirri ástæðu geti umrædd sam- vinna ekki fallið undir ákvæði sam- kepp islaga. Landeyð- ingaröflin minna á sig í Landsveit VIND lægði í gær í Rangárvalla- sýslu og sandfokið sem geisað hefur frá síðastliðnum miðviku- degi stöðvaðist, að minnsta kosti í bili. Hjá heimilisfólkinu á Skarði í Landsveit og öðrum bæjum í grenndinni gefst nú tækifæri til að hreinsa burt sandinn sem stöðugt safnaðist fyrir við glugga og útihurðir. Sandfokið náði hámarki á sunnudagskvöld og mánudag. Að sögn heimilismanna á Skarði var skyggni þá svo slæmt að erfítt var að rata. Sums staðar hefur viðkvæmur gróður gefið eftir, en víðast hvar í grennd við Skarð virðist hann hafa haldið velli. „Ef snjóar eða rignir á þetta og jarðvegurinn blotnar fer allt vel,“ segir Kristinn Guðnason bóndi. Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri er lfka bjartsýnn þó að skaðinn virðist hafa orðið nokkur. „Norðan við Stóra- Klofa í Landsveit eru jarðir með miklum vikri og rofsvæðum og talið er að þar hafí orðið tölu- verðar skemmdir á Iandi sem var að gróa upp. Það er samt engin Ieið að meta umfangið í hekturum." Sveinn vonast eins og Kristinn eftir snjónum og vætunni. „Ef hann rýkur upp aftur áður en sqjóar þá heldur landeyðingin áfram.“ Vorstormar orðnir fátíðari Heimilisfólkið á Skarði er ekki óvant sandfoki, en tima- setningin er óvanaleg. Yfirleitt verða sandstormarnir á vorin. Þeir hafa þó orðið stöðugt fátíð- ari eftir því sem meira land hef- ur verið grætt upp. Sandurinn sem Fjóla húsfreyja hefur þurft að sópa frá útidyrahurðinni er að mestu úr Skarðsmelum norð- an við bæinn, sem eru um 80-100 hektarar að stærð. „Það fauk úr öllum opnum jarðvegssárum, rofabörðum, ár- farvegum og efnisnámum og annars staðar þar sem jörð var lítt gróin eða ógróin," segir Sveinn. „Sandfokið var ekkert ósvipað því sem við fáum oft í maí, en höfum samt sloppið við sfðustu árin, en þetta var mjög algengt áður fyrr á vorin.“ Ógninni bægt frá á næstu fimm árum Ástandið skömmu fyrir alda- mót var þannig að færa þurfti bæjarstæðið í Skarði því sand- fokið hafði fyllt upp í bæjarlæk- inn. Nokkrum árum síðar varð kona úti í sandbyl, við Skarðs- Qall, skammt frá byggð. „Fram yfír 1500 þöktu hinir víðáttumiklu Landskógar allan efri hluta Landsveitar, norðan við Skarð og Stóra-Klofa. Þeir byrjuðu að eyðast á 16. öld og eyðingin var fyrst og fremst mannanna verk í harðri lífsbar- áttunni hér áður fyrr,“ segir Sveinn. Um og upp úr 1930 var farið að græða land og friða í Landsveitinni. „Fjölda bæja var bjargað frá eyðingu og því að fara undir sand, til dæmis Stóra- Klofa, Galtalæk og Skarði. Mað- ur trúir því af fenginni reynslu að það takist að bægja þessar ógn frá. Ég spái því að eftir fímm ár eða svo hafi okkur tek- ist að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig í þessum mæli, þótt alltaf megi búast við ein- hveiju mistri í lofti,“ segir Sveinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.