Morgunblaðið - 14.01.1998, Side 8

Morgunblaðið - 14.01.1998, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRETTIR ÞETTA var ansi snöggt seðla-bað . . . VOLVO DAIHATSU Fáðu þér nýjan bíl á nýju ári BRIMBORG FAXAFENI 8 • 515 7010 Brimborg-Þórshamar • Tryggvabraut 5 Bflasala Keflavíkur • Hafnargötu 90 Akureyri • slmi 462 2700 Reykjanesbæ • simi 421 4444 Verður línudansinn nýjasta æðið? Ekkert lát á vinsældum sveitadansa spor NÝLEGA var auglýst eftir pörum til að taka þátt í lime danskeppni en í þeim dansi dansa pör með sítrusávöxt- inn lime milli sín allan tím- ann. Jóhann Öm Ólafsson danskennari kann skil á þessum dansi og öðrum dönsum sem landinn er að stíga um þessar mundir. „Limedansinn er ekki nýjung í danskennslu í dansskólum. Þessi dans er ætlaður pörum og hefur víða um heim verið að skjóta upp kolli á skemmti- stöðum. Pörin dansa eftir laginu María sem var mjög vinsælt í sumar og aðalmál- ið er að þau dansa með svo- kallaðan lime sítrusávöxt, eða súraldin, á milli sín. Súraldinið er aðeins minna en sítróna og grænt að lit.“ - Þarf að læra sérstök fyrir limedansinn ? „Nei, það er lykilatriði að pör búi sjálf til sporin sín. Eina skil- yrðið er að lime sé alltaf á milli þeirra. Pörin geta haft ávöxtinn milli mjaðma, enna eða maga. Lagið María býður síðan upp á á að dönsuð séu til dæmis samba- eða mambóspor. Eg hef ekki prófað að dansa með þessum hætti en hef horft á pör dansa limedansinn og held að þetta hljóti að vera töluvert erfitt en skemmtilegt." - Hvaða aðrir dansar eru vin- sælirnúna? Break er að koma aftur en það var mjög vinsælt hér á landi upp- úr 1980. Diskódansar eru líka að ná vinsældum á ný en núna m.a. við tónlist Spice girls hljómsveit- arinnar. Það sem kallaðist break uppúr 1980 heitir núna hip, hop jam. Upphaflega voru það klík- urnar á götum stórborga Banda- ríkjanna sem dönsuðu break og síðan barst þessi danslist víðar, m.a. hingað til lands. Break krefst töluverðrar leikni, þetta eru nánast fimleikar og færustu dansaramir stökkva aftur fyrir sig í kollhnísa, taka nokkra snún- inga í loftinu og gera allskyns kúnstir.“ - Hvað með sveitadansana? „Þeir hafa slegið rækilega í gegn. Byrjað var að kenna kántrí fyrir noklu’um ámm og það er ekkert lát á eftirspuminni. Þar að auki era æ fleiri farnir að dansa sveitadansa að staðaldri, halda semsagt áfram eftir byrjunai'- námskeið og dansa allt -------- að þrisvar í viku í fram- haldshópi. Skemmti- staðurinn Næturgalinn á Smiðjuvegi hefur að __________ undanfömu boðið upp á sveitatónlist og það má alveg benda á þann stað þar sem fólk kemur ekki bara saman til að drekka áfengi heldur til að dansa kántrí." - Hvers vegna eru sveitadans- ar svona vinsælii-? „Sveitatónlist á miklum vin- sældum að fagna og skýrir að hluta til vinsældir sveitadansa. Geisladiskar kántrístjarna á borð við Garth Brooks era famir að slá sölumet í Bandaríkjunum.“ Jóhann Örn segir sveitatónlist- ina létta og skemmtilega, söng- textana einfalda og hann segir að línudansinn sé vinsælastur af Jóhann Örn Ólafsson ►Jóliann Örn Ólafsson er fæddur í Reykjavfk árið 1971. Hann er danskennari og lærði fagið bæði hér á Iandi og í Bretlandi. Jóhann Öm hefur kennt dans frá 18 ára aldri og keppt í samkeppnisdönsum frá árinu 1986. Hann kennir sam- kvæmisdansa og gömlu dansana, break, kántrí og diskódans. _ Jóhann Örn hefur rekið eig- in dansskóla og verið í sam- starfi við aðra frá árinu 1993. Hann rekur nú Danssmiðju Hermanns Ragnars og Dans- skóla Auðar Haralds. Eiginkona Jóhanns Arnar er Guðrún Bjömsdóttir fjármála- stjóri og eiga þau einn son. „Pörin búa sjálf til sporin“ sveitadönsunum. „í línudansi þarf ekki dansfélaga og einhleypir geta því komið og tekið þátt í dansinum líka. Þegar stór hópur nær vel saman í línudansi mynd- ast alveg sérstakt andrúmsloft sem er engu líkt.“ - Eru gömlu dansarnir ekki lengur kenndir? „Jú en það verður að segjast eins og er að það er ekki mikið beðið um kennslu í gömlu döns- unum. Við kennum þá með sam- kvæmisdönsunum. Það er mikið spurt um kennslu í samkvæmis- dönsum og fólk á öllum aldri virð- ist hafa gaman af þeim. I raun er allur dans vinsæll núna, argentískur tangó, break, kántrí, afrískur dans og sam- kvæmisdansar svo eitthvað sé nefnt. Nú er það í rauninni -------- smekkur sem ræður vali frekar en tísku- straumar." - Dansar fólk ennþá ___ macarena? „Já. Macarena er bland af línudansi og diskói. Það sem gerir þann dans vinsælan er að allir geta lært hann og dansað. Hann er líka það auðveldur að hann gleymist ekki.“ Jóhann Öm segir það geta komið sér vel að kunna að dansa og ekki einungis á skemmtistöð- um. „Um jólin var ég staddur með fjölskyldunni á Flórída og fór á mexíkóskan veitingastað. Þar var matargestum boðið í danskeppni sem fólst í að dansa í kringum mexíkóskan hatt. Eg sló til, vann keppnina og fékk að launum frían málsverð fyrir fjöl- skylduna."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.