Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
✓
Islandsflug með áætlunarflug milli Humberside og Aberdeen
Deilur milli eigenda Lyfjabúða ehf.
Fyrst íslenskra flugfélaga
í innanlandsflug erlendis
Hópur eigenda
kærir fram-
kvæm dastjóra
ÍSLANDSFLUG hefur hafið áætl-
unarflug milli Humberside á
Englandi og Aberdeen í Skotlandi.
Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt
flugfélag tekur að sér innanlands-
flug erlendis. Farþegaflug þetta
hófst 1. desember síðastliðinn og
hefur farið vel af stað, að sögn
Gunnars Þorvaldssonar, stjómar-
formanns íslandsflugs.
Gunnar segir þetta flug lið í
þeiiri stefnu Islandsflugs að auka
erlenda starfsemi félagsins en hún
nemur nú rúmum helmingi af um-
svifum þess. Hann segir íslandsflug
hafa haft spumir af því að Air UK,
sem áður flaug á þessari flugleið,
hefði ákveðið að hætta því frá og
með 1. desember síðastliðnum í
kjölfar þess að hollenska flugfélagið
KLM keypti Air UK.
„Þetta þýddi þó ekki að þessi
flugleið væri ekki arðbær heldur
var þessi niðurskurður fyrst og
fremst liður í þeirri stefnu KLM að
auka áhersluna á tengiflug við
Schiphol og draga um leið úr innan-
landsflugi í Bretlandi. Við leituðum
því eftir því í samstarfi við Eastem
Airways að taka við þessari flugleið
og tókust samningar þess efnis sl.
haust.“
Gunnar segir að flogið sé undir
merkjum Eastem Aii-ways og sé
notuð til flugsins Metro-vél íslands-
flugs auk áhafnar frá íslandsflugi,
en vélin var áður í leiguflugsverk-
efni á Spáni.
„Með tilkomu nýrra reglugerða
Evrópusambandsins um frelsi í inn-
anlandsflugi hafa skapast tækifæri
fyrir íslensk flugfélög sem ekki vom
fyrir hendi áður,“ segir Gunnar.
„Við erum auk þessa flugs að kanna
möguleikann á flugi til annarra
staða innan Englands og Skotlands
jafnframt því sem við höfum verið
að kanna möguleikann á fleiri
leiguflugsverkefnum á þessu
svæði.“
Kæra lögð fram
áður en sáttatil-
raunir hófust
SÁTTAVIÐRÆÐUR standa enn
yfir milli eigenda Lyfjabúða ehf. en
eins og fram kom í Morgunblaðinu í
gær hefur risið upp deila milli eig-
enda um eignarhald í fyrirtækinu.
Þrír hluthafar hafa lagt fram kæru
á hendur framkvæmdastjóra versl-
ananna vegna meðferðar hans í
hlutafé í fyrirtækinu. Kæran var
lögð fram áður en sáttaumleitanir
hófust en hefur þó enn ekki verið
dregin til baka. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins er búist við
að málið skýrist á næstu dögum.
Eins og fram hefur komið kröfð-
ust þeir Almar Grímsson, apótekari
í Hafnarfirði, og Bessi Gíslason,
lyfjafræðingur, sem báðir eru hlut-
hafar í Lyfjabúðum ehf., og Þór
Sigþórsson, forstjóri Lyfjaverslun-
ar Islands, lögbanns á meðferð
framkvæmdastjóra Lyfjabúða ehf.,
Guðmundar Reykjalín, á hlut í fé-
laginu sem Þór Sigþórsson gerir til-
kall til. Sögðu þremenningarnir í
lögbannsbeiðninni að fullvíst væri
að Guðmundur, og tveir aðrir hlut-
hafar, Jóhannes Jónsson í Bónus og
Haraldur Jóhannson, framkvæmda-
stjóri, væru með ólögmætum hætti
að sölsa undir sig meirihluta í
Lyfjabúðum.
Sýslumaður synjaði sem kunnugt
er lögbannsbeiðninni og í kjölfarið
kærðu þremenningarnir Guðmund
Reykjalín til embættis ríkislög-
reglustjóra vegna meðferðar hans á
hlutabréfum í Lyfjabúðum.
I kjölfarið hófust hins vegar
sáttatilraunir milli deiluaðila en
kæran hefur þó enn ekki verið
dregin til baka. Sem fyrr segir er
reiknað með því að línur muni skýr-
ast á næstu dögum.
Velheppnuð fjárfestingarstefna hjá Auðlind
Söluhagn-
aður 284
milljónir á
sex mán.
HAGNAÐUR hlutabréfasjóðsins
Auðlindar hf., sem Kaupþing hefur
umsjón með, á fyrri helmingi reikn-
ingsárs sjóðsins 1. maí - 31. október
1997, nam 223 milljónum króna.
Auk þess voru 339 milljónir færðar
yfir á eigið fé vegna gengistaps
hlutabréfa, að því er fram kemur í
frétt frá Kaupþingi.
Söluhagnaður tímabilsins varð
284 milljónir króna af hlutabréfa-
eign félagsins, sem er meira en allt
síðasta rekstrarár. Þennan sölu-
hagnað má rekja til áherslubreyt-
inga í fjárfestingarstefnu félagsins
á tímabilinu. Seld voru innlend
hlutabréf fyrir önnur verðbréf í
þeim félögum þar sem mat stjómar
Auðlindar hf. var að oftnat væri á
verði þeirra.
Til marks um vel heppnaða fjár-
festingastefhu er bent á að fjögur
stærstu hlutafélög í hlutabréfasaíhi
sjóðsins hækkuðu mest á markaðn-
um á síðasta ári. Þau eru Marel, ís-
landsbanki, Pharmaco og SR-mjöl.
Skilaði sjóðurinn bestu ávöxtun
hlutabréfasjóða á síðasta ári eða 12%
að teknu tilliti til 10% arðgreiðslu.
Auðlind hf. er nú þriðja fjölmenn-
asta almenningshlutafélag landsins
og voru heildareignir þess um fjórir
milljarðar 31. október sl.
Verðbréfaeignin skiptist þannig
að innlend hlutabréf nema 45%, inn-
lend skuldabréf 32%, erlend hluta-
bréf 20% og erlend skuldabréf 3%.
Innlend hlutabréfaeign félagsins
skiptist á þann veg milli atvinnu-
greina að 29% eru í framleiðslufyr-
irtækjum, 24% í sjávarútvegsfyrir-
tækjum, 18% í þjónustufyrirtækj-
um, 6% í verktakastarfsemi, 3% í
samgöngufyrirtækjum og 1% í olíu-
félögum.
Höldum okkar á hliðarlínunni
Hilmar Þór Kristinsson, sjóðs-
stjóri Auðlindar, sagði aðspurður
um áætlaðar fjárfestingar sjóðsins á
þessu ári að þegar væri búið að end-
urskoða hagnaðarspá fyrir árið
1997 og setja fram áætlun fyrir
1998. Ekki væri ráðgert að breyta
að marki núverandi samsetningu á
Auðlind hf. V
Eignir 1. desember 1997
Hlutabréf í...
1 Marelhf.
2 Pharmacohf.
3 íslandsbanki hf.
4 SR-Mjöl hf.
5 Síldarvinnslan hf.
6 S.Í.F. hf.
7 Sláturfélag Suðuriands svf. 89
8 Hraðfrystihús Eskifjarðar hf 81
9 Haraldur Böðvarsson hf. 73
10 Tryggingamiðstöðin hf. 70
11 Jarðboranir hf. 66
12 Sjóvá Almennar hf. 58
13 Samvinnusjóður íslands hf. 53
14 Plastprent hf. 48
15 Skinnaiðnaður hf. 48
16 Tæknivalhf. 44
17 Hf. Eimskipafélag Islands 34
18 Fóðurblandan hf. 33
19 Lyfjaverslun íslands hf. 20
20 Stálsmiðjan hf. 20
21 Þormóður rammi-Sæberg hf. 16
22 GKS hf. 15
23 Skeljungur hf. 12
24 Vaki hf. 10
Önnur hlutabréf samtals 76
Innlend hlutabréf 1.742
Innlend skuldabréf 1.248
Erlend hlutabréf 785
Eriend skuldabréf 100
Handbært fé -18
Samtals eign 3.857
hlutabréfaeign sjóðsins en fylgst
yrði með breytingum í umhverfi
fyrirtækjanna.
„Það er mat stjómenda Auðlind- ar að hlutabréf margra félaga sem Auðlind á ekki í og hafa verið að
lækka í verði frá miðju síðasta ári
séu ennþá of dýr. Við munum því
halda okkar á hhðarlínunni gagn-
vart þessum félögum og fyrst og
fremst taka þátt í einkavæðingu og
kaupa bréf í fyrirtækjum sem ætla
á Verðbréfaþing innan þriggja ára.
Við vitum af slíkum tækifærum og
erum þegar byrjaðir að nýta okkur
þau,“ sagði hann. Þá sagði Hilmar
að tryggt yrði að 10% af sjóðnum
yrðu í auðseljanlegum bréfum,
þannig að auðvelt væri að grípa góð
tældfæri.
Markaðsverð
milljónir kr.
239
159
152
125
111
91
Islensk-am eríska
kaupir hlutafé í Innnesi
HEILDVERSLUNIN íslensk-am-
eríska ehf. hefur keypt helming
hlutafjár í heildsölunni Innnesi ehf.
af Ólafi Bjömssyni og Guðmundi
Rafni Bjamasyni. Ráðgert er að
starfsemi Innness verði á næstunni
flutt í húsakynni Íslensk-ameríska
að Tunguhálsi 11 og fyrirtækin
muni þar samnýta lagerhúsnæði og
dreifingarkerfi. Að öðra leyti munu
fyrirtækin starfa sjálfstætt og starf-
rækja eigin sölu- og markaðsdeildir.
Ólafur Bjömsson mun áfram gegna
starfi framkvæmdastjóra Inness að
því er segir í fréttatilkynningu frá
fyrirtækjunum.
Innnes flytur inn og dreifir mörg-
um þekktum vöramerkjum, t.d.
Hunts tómatvöram, Wesson og Fil-
ippio Berio matarolíum, Swiss Miss
súkkulaðidrykkjum, Tilda hrís-
grjónum, Örville poppkomi og
Heidelberg salatsósum.
íslensk-ameríska hefur umboð
fyrir fjölmörg þekkt vörumerki,
m.a. framleiðsluvörar Procter og
Gamble, Revlon snyrtivörar, Ger-
ber barnavörar, BKI kaffi, Sun C
og Sunquick ávaxtasafa, Beauvais
rauðkál og Campbells súpur. Fyr-
irtækið dreifir einnig innlendum
framleiðsluvörum frá Kexsmiðj-
unni, AM frystivörum, Trico sokk-
um og Cato kattamat.
Aukin hagræðing
Egill Ágústsson, framkvæmda-
stjóri Islensk-ameríska, segir að
með kaupunum sé verið að auka
hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna.
Á undanfómum áram hafi umtals-
verð samþjöppun átt sér stað á
smásölumarkaðnum og verslanir
óski í síauknum mæli eftir því að
versla við færri og stærri birgja.
Krafa markaðarins sé því sú að
gætt sé ýtrustu hagkvæmni í inn-
flutningsverslun jafnt sem smásölu-
verslun og heildsölufyrirtæki
stækki til að unnt sé að halda verði
þjónustunnar niðri. Samvinna fyrir-
tækjanna sé liður í því að verða við
þeim kröfum.
íslensk-ameríska var búið að
sprengja utan af sér fyrra húsnæði
þegar ráðist var í byggingu nýs lag-
erhúsnæðis á síðastliðnu ári, að
sögn Egils. Hann segir að með
þessari hagræðingu náist full nýting
á húsnæði fyrirtækisins og aukin
hagkvæmni í vöradreifingu.
Framvegis verða þrjú fyrirtæki
til húsa að Tunguhálsi 11. Auk Is-
lensk-ameríska og Innness er
áfengisheildsalan Allied Domeq
starfrækt í húsinu. Samanlögð velta
fyrirtækjanna þriggja var 2,1 millj-
arður króna á síðastliðnu ári.
EasyJet flugfélagið úiugar
að bjóða í Air Holland
London. Reuters.
EASYJet, evrópskt flugfélag með
bækistöð í Bretlandi sem heldur
uppi ódýram ferðum, íhugar tilboð í
hollenzka flugfélagið Air Holland,
sem er í einkaeign.
Talsmaður EasyJet sagði að ef
samningar tækjust fengi félagið
nýja bækistöð, sem það hefði sótzt
eftir í þeirri viðleitni að taka upp
áætlunarflug á fleiri leiðum á meg-
inlandi Evrópu. Samkvæmt þeim
fyrirætlunum á að koma upp
annarri miðstöð í Aþenu.
Fjölbreytni verður þannig aukin í
rekstrinum á sama tíma og yfir vofa
átök við British Airways í Luton
skammt frá London, aðalbækistöð
EasyJet í Bretlandi. BA hyggst
koma á fót nýju flugfélagi síðar á
þessu ári og mun það halda uppi
ódýram ferðum frá nálægum flug-
velli, Stanstead.
Grískur kaupsýslumaður
Þrítugur grískur kaupsýslumað-
ur, Stelios Haji-Ioannou, stofnaði
EasyJet 1995 með stuðningi skip-
eigendættar, sem hann er kominn
af, og hóf flug með tveimur Boeing
737 milli Luton, Glasgow og Edin-
borgar.
Nú er félagið með sex Boeing 737
flugvélar í föram á 13 leiðum í Bret-
landi og meginlandi Evrópu og
hyggst fjölga ferðum og taka upp
flug til fleiri staða síðar á þessu ári.
Sjöunda flugvélin verður tekin í
notkun í ágúst, sú fyrsta af 12 nýj-
um Boeing 737, sem félagið hefur
pantað og verða afhentar fyrir árs-
lok 1999. Auk þess mun Air Holland
leggja til sjö B-737.
I athugun er að taka upp flug til
Alicante, Malaga og Madrid auk
staða í Þýzkalandi Ítalíu og Skand-
inavíu.
Einnig í Liverpool
Þótt Luton-flugvöllur norðan við
London sé aðalbækistöð EasyJet
hefur félagið tekið í notkun aðra
miðstöð á Liverpoolflugvelli, en það-
an er flogið til Amsterdam og Nizza.
Búizt er við að Luton verði áfram
aðalbækistöð EasyJet á Lundúna-
svæðinu þrátt fyrir deilur við flug-
vaUaryfirvöld vegna fyrirætlana um
að bæta aðstöðuna.
í fyrra bauðst EasyJet til að taka
við stjóm flugvallarins og reisa nýja
flugstöð, en eigandinn, bæjarstjóm
Lutons, hafnaði boðinu.
Flugleiðir annast viðhald
Tæknideild Flugleiðia hefur ný-
verið tekið að sér hluta viðhalds Áir
HoUand eins og fram hefur komið í
fréttum. Jafnframt mun deildin ann-
ast ýmis önnur verkefni fyrir flugfé-
lagið og sjá um eftirlit með viðhalds-
stjórnun á flugvélum þess. Samning-
ar náðust í kjölfar reynsluskoðana
tæknideildarinnar á vélum Air Hol-
land en innra skipulag hennar hefur
nú verið endurskoðað í því skyni að
hún geti boðið samkeppnishæfa við-
haldsþjónustu fyrir flugvélar á al-
þjóðamarkaði.