Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 23 Heldur dregur úr sviptingum á f]ármálamörkuðum Suðaustur-Asíu Athafnir fylgi orðum um efna- hagsumbætur Singapore. Reuters. Reuters NÁMSMAÐUR í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, hrópar slagorð gegn ríkisstjórn Suhartos forseta. Á borðanum lýsa mótmælendur stuðningi sínum við Megawati Sukarnoputri, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. SVIPTINGAR héldu áfram á fjár- málamörkuðum Asíu í gær, en reyndust þó heldur minni en und- angengna daga. Fulltrúar banda- rískra stjórnvalda og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (IMF), sem eru á ferð um höfuðborgir landa í þessum heimshluta sem efnahagskreppa hefur leikið harðast á undanförn- um mánuðum, ítrekuðu í gær lof- orð um stuðning, en ítrekuðu að at- hafnir yrðu að fylgja fyrirheitum stjórnvalda þar um slóðir um um- bætur á efnahagskerfinu. Að viðskipti í kauphöllinni á Wall Street skyldu ekki fylgja hruninu sem varð í Hong Kong og víðar í fyrradag hjálpaði til við að róa markaðina í Asíu. Hang Seng-verð- bréfavísitalan í Hong Kong hækk- aði um 7,38% og vann þar með næstum því upp hið mikla gengis- fall mánudagsins, sem var 8,7%. Einnig virðast vonir sem bundnar eru við að neyðarhjálparáætlanir IMF skili árangri hjálpa til við að skapa stöðugleika. I Hong Kong tilkynntu stofnend- ur Peregrine-fjárfestingabankans opinberlega um gjaldþrot á tilfinn- ingaþrungnum blaðamannafundi. Lýstu þeir grátklökkir hvemig hrunið á fjármálamörkuðum Indónesíu knésetti einn stærsta sjálfstæða fjárfestingabanka álf- unnar. Vonarglæta í S-Kóreu I Seoul sagði Michel Camdessus, aðalframkvæmdastjóri IMF, að Suður-Kóreubúar ættu hrós skihð fyrir það hve skjótt þeir hefðu hrint róttækum umbótum í fram- kvæmd, en beindi einnig varnaðar- orðum til þeirra: „Þið hafið aðeins unnið fyrstu orrustuna, stríðið er ekki unnið enn.“ Að byggja upp traust á efnahagslíf landsins á ný yrði þrautin þyngri, sagði Cam- dessus. Næstu viðkomustaðir aðalfram- kvæmdastjórans eru Singapore og Djakarta, en upplýst var um það í gær að hann myndi bráðlega einnig leggja leið sína til Peking, þar sem hann muni eiga viðræður við kínverska ráðamenn um fjár- málakreppuna í suðausturhluta álf- unnar og viðbrögð við henni. Pólitískar afleiðingar efnahags- legra sviptinga lýstu sér með áber- andi hætti í Indónesíu, fjölmenn- asta múslimaríki heims, þar sem námsmenn efndu til mótmæla gegn stjóm Suhartos forseta og kröfðust afsagnar hans í gær. Þeir mót- mæltu einnig skilyrðunum fyrir efnahagsaðstoðinni sem IMF hefur forystu um að veita, þar sem þau hefðu mikið harðræði í för með sér íyrir þjóðina. Stjórnarflokkurinn Golkar lýsti þvi hins vegar yfir að Suharto yrði frambjóðandi flokks- ins til að gegna forsetaembættinu sjöunda kjörtímabilið í röð, en for- setakosningar eiga að fara fram í Indónesíu í marz nk. Þrjátíu ár eru síðan Suharto tók við stjómar- taumunum í landinu og er hann nú 76 ára að aldri. Gestagangur hjá Suharto Stjóm Suhartos tilkynnti í gær um aðgerðir ætlaðar tU að afstýra því að enn verr fari fyrir efnahags- ástandinu í landinu en nú þegar er orðið. Meðal þessara aðgerða era tollalækkanir og afnám ýmissa við- skiptahafta, sem iðnaðar- og við- skiptaráðherrann Tunky Ariwi- bowo sagði að væra á döfinni. Mar’ie Muhammad fjármálaráð- herra sagði að fjái'lagaframvarpið fyrir fjárlagaárið 1998/99, sem mikill styiT stóð um í liðinni viku, yrði endurskoðað. Þessar yfirlýsingar fylgdu í kjöl- far viðræðna sem Lawrence Sum- mers, aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna, átti við ráðamenn í FJÖLMENNT lögreglulið var kallað að verðbréfamarkaðnum í Tókýó síðdegis í gær þar sem byssumaður hélt embættismanni í gíslingu í sex klukkustundir. Að endingu gafst ræninginn upp, eftir að lögregla hafði útvegað honum te og sígarettur. Byssumaðurinn er öfgasinnað- ur þjóðernissinni og krafðist þess að viðskiptum yrði hætt og að fjármálaráðherrann, Hiroshi Mitsuzuka, kæmi að ræða við sig. Fékk hann hvorugu fram- Djakarta. Eftir fund sinn með Su- harto í gær sagði Summers að for- setinn gerði sér grein fyrir því að óhjákvæmilegt væri að „taka ákveðin skref* sem samið hefði verið um við IMF sem skilyrði fyr- ir að landið fengi 43 milljarða Bandaríkjadala í aðstoð. William Cohen, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kom til Djakarta í gær til að eiga viðræður við Suharto. Hann staðfesti vilja bandarískra stjórnvalda til að gengt. Að sögn lögreglu vildi ræninginn koma í veg fyrir svo- nefndan „miklahveli", eða rýmk- un á reglum um peningamarkaði í Japan sem taka eiga gildi í apr- fl næstkomandi, og munu gera erlendum fyrirtækjum auðveld- ara um vik að eiga viðskipti á mörkuðunum. I Japan eru margir uggandi vegna fyrirliugaðra breytinga á reglugerðum og óttast að minni verðbréfafyrirtæki og bankar verði undir í samkeppni. hlaupa undir bagga með Indónesíubúum, en lagði áherzlu á að öll þau lönd álfunnar sem nú ættu í kröggum yrðu að gera rót- tækar umbætur á efnahagskerfinu og uppræta spillingu. Forsetisráðherra Singapores, Goh Chok Tong, sótti einnig Su- harto heim í gær og sagði að fundi með honum loknum að forsetinn hefði fullvissað sig um að ríkis- stjórn Indónesíu væri staðráðin í að fylgja þeim umbótum eftir sem þörf krefði. Hagfræðingar og sérfræðingar í bankamálum sögðu ennfremur í gær að Indónesíustjórn yrði tafar- laust að grípa til ráðstafana til að hindra frekara gengisfall gjaldmið- ils landsins, rúpíunnar, en það hef- ur nú þegar fallið um meira en 70% frá því í júlí í fyrra. Sumir héldu því fram að lykillinn að vandanum lægi í einkageira efnahagslífsins í Indónesíu, sem burðast með skuldir upp á 65 millj- arða dala auk þess sem meirihluti fyrirtækja sem skráð era í kaup- höllinni í Djakarta séu í raun gjald- þrota. Bandaríkjamenn áhyggjufullir Meðal bandarískra ráðamanna er vaxandi ótti um að þetta ástand í Indónesíu, með sínum 200 milljón- um íbúa sem flestir era múslimar, geti leitt til uppþota sem illmögu- legt yrði að hafa taumhald á. „Ráðamenn í Washington era mjög áhyggjufullir yfir ástandinu í Indónesíu og því stórkostlega hrani sem þar gæti orðið,“ var haft eftir háttsettum starfsmanni al- þjóðlegs banka í Washington. „Allt er mögulegt í augnablikinu. Það er mikið um að vera í [banda- ríska] utanríkisráðuneytinu. Tæland gæti farið í hundana án þess að áhrifin yrðu teljandi. En ef Indónesía hrynur algjörlega og bókstafstrúarmenn ná yfirhönd- inni, má ímynda sér áhrifin á tiltrú umheimsins á þessum heimshluta." Nauðlentu á leið til Jeltsíns BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti hélt í gær sinn fyrsta fund á þessu ári með ráðherra í stjórn sinni er hann hitti Borís Nemtsov, fyrsta aðstoðarfor- sætisráðherra, í bústað sínum í Valdaj, þar sem hann er í leyfi. Þyrla sem flutti Nemtsov, yngri dóttur Jeltsíns, Tatjönu Djatsjenko, ungan son hennar, Gelb, Sergej Jastrzhembsky, blaða- fulltrúa forsetans, og aðra háttsetta embættismenn varð að nauðlenda á leiðinni til Valdaj er viðvöranarljós um eldsvoða kviknuðu. Ekkert reyndist að en hópurinn hélt áfram með þyrlu af samskonar gerð. Afhjúpa skattsvik SAMEIGINLEG skyndiskoð- un í Danmörku, Svíþjóð, Finn- landi og Noregi á bókhaldi 13 stórfyrirtækja hefur leitt í ljós vangoldna skatta og opinber gjöld að andvirði 1,2 milljarð- ar danskra króna, tæplega 13 milljarðar ísl. króna. Helming- ur fjárins a.m.k. heyrir ríkis- sjóði Svíþjóðar til. Fyi-st og fremst er um að ræða skatta og gjöld sem fyrirtækin hafa innheimt af viðskiptavinum en ekki skilað í ríkissjóð. Apa ekki eftir sjónvarpi RANNSÓKN breskra sál- fræðinga á börnum á hinni af- skekktu eyju Sankti Helenu í Suður-Atlantshafi hefur leitt í ijós, að börn leiðast ekki út í að fremja ofbeldisverk eftir að hafa horft á ofbeldisfullar sjónvarpsmyndir. 17 bjarg-að á Kattegat SAUTJÁN skipverjum norska flutningaskipsins Altnes var bjargað úr björgunarbátum um borð í flutningaskipið Shannon, sem skráð er á Kýp- ur, eftir árekstur skipanna í svartaþoku á Kattegat í gær. Altnes hvolfdi eftir árekstur- inn og gat kom á Shannon, sem komst hjálparlaust til hafnar. Clinton hafn- ar sáttaboði „SVÍVIRÐILEGU“ sáttaboði Paulu Jones, sem höfðað hefur mál á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta fyrir kyn- ferðisáreiti á hótelsvitu í Arkansas 1991, hefur verið hafnað, að sögn talsmanna for- setans. Fór Jones fram á tveggja milljóna dollara miskabætur og afsökunar- beiðni gegn því að málið yrði fellt niður. Clinton á ekki sjö dagana sæla vegna málsins því Universal-kvikmyndafyrir- tækið hefur hrandið af stað mikilli auglýsingaherferð fyrir kvikmynd, Primary Colors, byggðri á samnefndri bók, sem frumsýnd verður í mars. Er bókin og myndin talin vísa að miklu leyti til kosningabar- áttu Clintons 1992. Cook skilur ástkonuna eftir heima London. Daily Telegraph. ROBIN Cook utanríkisráðheiTa Breta hætti við að taka „föranaut" sinn, Gaynor Regan, í 10 daga ferð víðsvegar um heim, eins og hann hafði ráðgert. Talið er að Tony Blair forsætisráð- herra hafi knúið hann til þessarar ákvörðunar en ferðin hófst í dag og liggur leið ráðherrans m.a. til Washington, Ottawa, Peking og Hong Kong. Sérfræðingar segja, að Cook hefði brotið gegn siðareglum ráðherra, sem Blair gaf út sl. vor, með því að taka Regan með sér. Þær kveða á um að ráðherra megi stöku sinnum taka „maka“ sinn með sér í ferðalög á kostnað hins opinbera „sé það ótvírætt í þágu hins opinbera að hann/hún fylgi ráðherranum“. Siðareglurnar þykja ekki afdráttarlausar, í þeim er talað um „maka“ en ekki „förunaut" og því er talið að túlka megi þær með ýmsum hætti. Einkamál Cooks hafa verið í kastljósi fjöl- miðla síðustu daga og mun Blair hafa verið bragðið þess vegna. Af hálfu forsætisráðuneyt- isins var því þó haldið fram, að út af fyrir sig gæti ráðherra tekið fóranaut sinn með sér í utanferðir. Talsmenn Blair sögðust í gær ekki þekkja nein dæmi þess að ráðherra tæki hjákonu sína með í opinbera heimsókn. Chris Smith menningarmálaráðherra, sem er samkynhneigður, hefur tekið föranaut sinn með sér í kvikmyndahús, leikhús og móttökur en ekki þegar hann hefur komið fram opinberlega. Cook lýsti því opinberlega yfir sl. sunnudag að hann elskaði Gaynor Regan og sagði þau myndu festa ráð sitt um leið og hann hefði hlotið skilnað að lögum frá eiginkonu sinni. Mikið hefur verið gert úr málinu í breskum fjölmiðlum og komið hefur í ljós, að Regan hefur fylgt Cook á kostnað skattborgaranna í ferðum hans á vegum hins opinbera, eftir að hann skildi við konu sína að borði og sæng í ágúst í fyrra. William Hague, leiðtogi íhaldsflokksins, sagðist ekki taka undir að Cook bæri að segja af sér vegna fjölmiðlaumræðu um einkalíf hans. Hjónaskilnaður gæti aldrei gert mann óhæfan sem utanríkisráðherra. Reuters Vildi hindra „miklahvell“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.