Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 41

Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 41 20 í próf- i ••• / kjor í Reykja- nesbæ ÁKVEÐINN hefur verið listi yfir þátttakendur í prófkjöri Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanes- bæ sem fer fram dagana 7. og 8. febrúar nk. Kjörnefnd hefur rétt til að bæta við fulltrúum til þátttöku í prófkjörinu til 16. janúar en í ljósi þess fjölda sem gefur kost á sér telur nefndin ekki ástæðu til að nýta sér þann rétt. „Kjömefnd Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ fagnar því þeim fjölda efnilegra frambjóðenda sem gefið hefur kost á sér til þátttöku í prófkjöri félagsins. í þeim hópi er að fínna fólk sem nú er flokksbundið í þeim flokkum sem hafa ákveðið að bjóða ekki fram við næstkom- andi bæjarstjórnarkosningar og einnig mikinn fjölda fólks sem hefur kosið að standa utan stjórnmálaflokka," segir í fréttatilkynningu. Þátttakendur eru: Agnar Breiðfjörð Þorkelsson, ver- stjóri, Eðvarð Þór Eðvarðsson, kennari og sundþjálfari, Ey- steinn Eyjólfsson, húsfaðir, Friðrik K. Jónsson, lögreglu- maður, Grétar Þórðardóttir, skrifstofumaður, Guðbjörg Glóð Logadóttir, sölu- og markaðsfulltrúi, Guðbrandur Einarsson, verslunarstjóri, Halla Kr. Sveinsdóttir, fram- reiðslumaður, Hauður Helga Stefánsdóttir, rekstrarfræðing- ur, Haukur Guðmundsson, vörubifreiðastjóri, Hilmar Jónsson, rithöfundur, Hulda Ólafsdóttir, leikskólastjóri, Jenný Magnúsdóttir, starfs- leiðbeinandi, Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi, Kristján Gunn- arsson, bæjarfulltrúi, Krist- mundur Ásmundsson, heimilis- læknir, Ólafur Thordersen, framkvæmdastjóri, Sveindís Valdimarsdóttir, kennari, Theodór Magnússon, kerfís- fræðingur og Valur Armann Gunnarsson, flokksstjóri. Fulltrúaráðs- fundur Varðar VÖRÐUR, fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, heldur full- trúaráðsfund í Arsal Hótel Sögu miðvikudaginn 14. janúar kl. 20.30. A fundinum verðm- ákvörðun um skipan framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík við borgar- stjómarkosningarnar í vor og Árni Sigfússon, oddviti borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna, flytur ræðu. --------------- LEIÐRÉTT Summers er aðstoðarfjármála- ráðherra I frétt um efnahagsástandið í Indónesíu í Morgunblaðinu á sunnudag var Lawrence Summers sagður fjármálai-áðherra Banda- ríkjanna. Hið rétta er að Summers gegnir embætti aðstoðarfjármála- ráðherra í ríkisstjóm Bandaríkj- anna. Millinafni ofaukið Rangt var farið með nafn Marínó Njálssonar, skrifstofustjóra hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborg- ar og hann sagður heita Marínó G. Njálsson í frétt í blaðinu í gær. Er beðist velvirðingar á þessu um leið og þessari leiðréttingu er komið á framfæri. FRÉTTIR ræður vélstjóra og útgerðarmanna geti borið árangur nú þegar Far- manna- og fiskimannasambandið og Sjómannasambandið hafa boðað verkfall eftir hálfan mánuð hafí samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Við þær aðstæður er ekki' verjandi að halda dýrustu og öflug- ustu fiskiskipum íslenska flotans við bryggju vitandi að ekki verði komið að samningaborðinu fyrsta hálfan mánuð verkfallsins. Slíkt getur ekki stuðlað að bættum kjör- um sjómanna. Itrekað skal að vél- stjórar gátu á engan hátt vitað þegar ákveðið var að boða til verk- falls á sínum tíma hvort og hvenær hin sjómannasamtökin hygðust grípa til aðgerða gegn útgerðar- mönnum. Hér er ekki um að ræða hvort vélstjórar vilji eða vilji ekki vera í samfloti með hinum sjómannasam- tökunum í þessari deilu. Ekki verð- ur séð hvernig leysa eigi ágreining sjómanna og útgerðarmanna um verðmyndun á sjávarafla án þátt- töku þeirra. Verðmyndunin er grundvallaratriði sem snertir alla sjómenn, jafnt vélstjóra sem aðra í áhöfn. Nær útilokað er að útvegs- menn semji við Farmanna- og físki- mannasambandið og Sjómannasam- bandið um þessi atriði án þátttöku vélstjóra. Sjómenn eiga sinn hlut í aflanum og verðmæti hans hljóta að verða fundin á einn hátt íyrir alla sjómenn en ekki á mismunandi vegu eftir félagsaðild. Vélstjórar vilja að þessi deila' standi sem styst og valdi sem minnstri röskun fyrir þjóðarbúið. Framangreindar röksemdir ættu að geta skýrt betur afstöðu vélstjóra um nauðsyn þess að fresta verkfall- inu í annað sinn fram að þeim tíma að verkfall hinna sjómannasamtak- anna hefst.“ VÉLSTJÓRAR hafa tekið^ þá ákvörðun með samþykki LIÚ að fresta boðuðu verkfalli vélstjóra á fiskiskipum með aðalvél 1.501 kw og yfir sem hefjast átti 16. janúar nk. til miðnættis 2. febrúar. Samninganefnd vélstjóra sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Þetta er í annað sinn sem vélstjór- ar fresta boðuðu verkfalli sínu. Ástæður þær er lágu að baki frest- un verkfalls er hefjast átti 1. janúar sl. voru tvíþættar. í fyrsta lagi lá þá ekki fyrir niðurstaða í atkvæða- gi-eiðslu Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands og Sjómannsam- bands Islands um verkfallsboðun en úrslit hennar lágu fyrst fyrir 8. jan- úar sl. I öðru lagi höfðu yfírlýsingar tals- manna LIÖ, þess efnis að sérkrafa vélstjóra væri með öllu óaðgengileg og að ekki yrði samið um hana und- ir neinum kringumstæðum, þau áhrif að samninganefnd vélstjóra taldi verulegar líkur á að gripið yrði inn í deiluna með setningu bráða- birgðalaga. Slík afskipti ráðamanna af deilum sjómanna og útgerðar- manna eru ekki óþekkt og er skemmst að minnast verkfallsátak- anna 1994 þegar bráðabirgðalög voru sett á þá deilu. Með hliðsjón af þessu var tekin sú ákvörðun að færa upphaf verk- fallsaðgerða nær þeim tíma er Al- þingi kæmi saman aftur eftir hlé og veita sem minnst svigrúm til setn- ingar bráðabirgðalaga. Frá því þessi ákvörðun vélstjóra um frestun boðaðs verkfalls var tek- in hafa forsendur enn breyst. Þar ber hæst að félagsmenn Farmanna- og fiskimannasambands Islands og Sjómannasambands íslands hafa samþykkt að hefja verkfallsaðgerð- ir 2. febrúar nk. Ekki er líklegt að samningavið- Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Jarðyrkjustörf í janúar Hrunamannahreppi - Morgunblaðið Þótt tíðarfar hafi oft verið gott um þetta leyti árs man enginn eftir því hér um slóðir að unnið hafið verið við að plægja jörð í janúarmánuði. Magnús Páll Brynjólfsson, bóndi í Dalbæ í Miðfellshverfí, var að notfæra sér góðu tíðina sl. laugardag og vinna sér í haginn fyrir vorið. Þá tóku sumarbústaðaeigendur upp kartöflur á sunnudaginn. Nú síðustu sólarhringa í þeirri stífu norðanátt er óvenju mikið rykmistur á lofti hér á Suður- landi sem berst af hálendinu í hvassviðrinu. Miklar líkur ei-u á að gróðurskemmdir hafi orðið enda býður þessi veðrátta hætt- unni heim hvað uppblástur varð- ar þegar jörð er auð og ófrosin. ÚTSKRIFTARNEMENDUR Fjölbrautaskólans f Breiðholti. Morgunblaðið/Halldór ÚTSKRIFT nemenda á haustönn 1997 frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti fór fram 10. janúar sl. í Fella- og Hólakirbju. 173 nem- endur fengu afhent lokaprófs- skírteini, af þeim fengu 76 nem- endur skírteini af starfsnáms- brautum. Bestum árangri á stúd- entsprófi náði Margrét Pálsdótt- ir, eðlisfræðibraut, hlaut hún meðaleinkunnina 9,134. Athöfnin hófst með því að Pálmar Ólason kennari lék nokk- ur lög á pfanó, síðan söng kór skólans undir stjórn Ernu Guð- mundsdóttur. Skólameistari, Kristín Amalds, flutti yfírlits- ræðu og gerði grein fyrir starfi og prófum í dag- og kvöldskóla. Við skólann starfa um 140 starfs- menn. 1.448 nemendur innrituð- ust í dagskólann sl. haust og 845 í kvöldskóla. 1.369 nemendur tóku próf í dagskóla. Skólameist- ari gat þess í ræðu sinni að út- skriftin nú væri óvanaleg að því leyti að útskrifað væri í upphafi árs en með þessari breytingu tókst að fjölga kennsludögum sem skólanum bar skv. nýjum 173 luku lokaprófí frá FB framhaldsskólalögum. í frétt frá FB kemur fram að þrír nemendur útskrifúðust nú af tveimur brautum. Einnig kemur fram að nemandi sem lauk nú sjúkraliðaprófi hefur áður lokið stúdentsprófi frá FB. Þá útskrif- aði Fjölbrautaskólinn í Breiðholti nú 400. sjúkraliðann og er það Sesselja Gunnarsdóttir. Loks má nefna að mæðgin útskrifuðust frá skólanum að þessu sinni, Guð- mundur Snorrason af eðlisfræðis- braut dagskóla og Lilja Jónsdóttir af markaðsbraut kvöldskóla. Brýnt að vinna gegn ffkniefna- vandanum f útskriftarræðu sinni vék skólameistari að fíkniefnavanda ungmenna á Islandi og kvað brýnt að vinna gegn þeim vágesti með öllum tiltækum ráðum. Skólameistari ræddi um að gera þyrfti heildarúttekt á gæðum kennslu, námsbrauta og skóla og væri þegar hafin vinna á þessu sviði með gæðakönnun í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Vinnan hófst á tréiðnaðardeidl skólans og hafa kennarar skilað vandaðri handbók um deildina, segir í fréttatilkynningu. Skólameistari ávarpaði nem- endur og vitnaði í ljóð eftir Stephan G. Stephansson þar sem segir: „Hvar sem mest var þörf á þér/þar er best að vera.“ Hún árnaði viðstöddum farsældar á nýbyijuðu ári og lauk athöfninni með því að allir viðstaddir sungu Hver á sér fegra föðurland. Myndakvöld hjá Ferðafé- lagi Islands FYRSTA myndakvöld ársins hjá Ferðafélagi verður í kvöld kl. 20.30 í Ferðafélagshúsinu að Mörkinni 6. „M.a. verður sýnt frá ævin- týragöngu sl. sumar þar sem gengið var með Djúpá að Grænalóni og niður í Núps- staðarskóga, spjall og myndir frá útilegumannaslóðum í Þórisdal, Hrafntinnusker m.a. á gönguskíðum, sumarleyfis- ferð í Héðinsfjörð og Hvanna- dali. Meðal þeirra sem eiga myndir og sýna þær eru Gerð- ur Jensdóttir, Höskuldur Jónsson, Gestur Kristjánsson, Bolli Kjartansson, Sigríður Þorbjamardóttir o.fl. Kaffi- veitingar í hléi. Gengið frá Ananaustum í Nauthólsvík Hafhargönguhópurinn fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengur með höfninni vestur í Ánanaust. Þar verður litið inn í Skolpu, nýju frárennslishreinsistöðina, og að því loknu farið að strönd Skerjafjarðar og með henni inn í Nauthólsvík. Val verður um að ganga til baka eða fara með SVR. Allir velkomnir. Yfirlýsing vél- stjóra vegna frestun- ar verkfalls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.