Morgunblaðið - 17.01.1998, Side 18
18 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNB LAÐIÐ
Vextir á verðtryggðum bréfum lækka áfram á verðbréfamarkaði
Nýtt met í lækkunarhrinu
Ávöxtunarkrafa frá 16. desember
HEILDARVIÐSKIPTI á Verð-
bréfaþingi Islands í gær námu 3,44
milljörðum króna og eru það mestu
viðskipti á einum degi í sögu þings-
ins en fyira met var frá 15. desem-
ber síðastliðnum. Þriðji stærsti
dagurinn frá upphafi var hins veg-
ar sl. fímmtudag. Viðskipti þessar-
ar viku hafa því verið mjög lífleg og
námu heildarviðskipti vikunnar
10,4 milljörðum króna.
Sem fyrr urðu mestu viðskiptin á
peningamarkaði. Heildarviðskipti
dagsins með ríkisvíxla námu tæp-
lega 1,8 milljörðum, tæpum 700
milljónum með spariskírteini og
rúmum 400 milljónum króna með
húsbréf.
Vaxtalækkanir á verðtryggðum
ríkisskuldabréfum héldu áfram í
gær. Avöxtunarkrafa húsbréfa
lækkaði um 5 punkta í 5,19% og
hefur krafan þá lækkað um 9
punkta á tveimur dögum. Ávöxtun-
arkrafa spariskírteina ríkissjóðs til
20 ára lækkaði um 7 punkta í 4,75%
og hefur krafan þá lækkað um 10
punkta í þessari viku. Almennt
lækkuðu verðtryggðir vextir um 4-
7 punkta í gær.
Á verðbréfamarkaði virðist al-
mennt búist við áframhaldandi
lækkunum á verðtryggðum vöxtum
og er allt eins reiknað með því að
ávöxtunarkrafa húsbréfa kunni að
vera komin niður undir 5% innan
skamms.
Sú hindrun sem fjárfestar hafí
séð fyrir sér í gjalddaga endur-
hverfra verðbréfakaupa sé nú að
baki og greinilegt að bönkum og
sparisjóðum hafi tekist að kljúfa þá
greiðslu án þess að hleypa upp
vöxtum.
Því komi nú saman minni spenna
í bankakerfmu og almennar vænt-
ingar um vaxtalækkanir. Þá var út-
dráttardagur húsbréfa á fímmtu-
dag og það hafí í för með sér tals-
vert fjárinnstreymi í lífeyrissjóð-
ina.
Engu tilboði
tekið í ríkisvíxla
Engu tilboði var tekið í útboði
Lánasýslunnar á ríkisvíxlum í
gær. Alls bárust tilboð að fjárhæð
2.156 milljónir króna og var mest
ásókn í 3 mánaða ríkisvíxla. I síð-
asta útboði Lánasýslunnar fyrir
mánuði var tekið tilboðum fyrir
tæpar 1.700 milljónir króna í ríkis-
víxla til 3 mánaða á meðalávöxtun-
arkröfunni 7,21%. Ávöxtunai'krafa
þeirra lækkaði um 7 punkta á eft-
irmarkaði í gær og var 7,20% við
lokun.
Viðskipti á hlutabréfamarkaði
tóku lítillega við sér í gær en féllu
þó í skugga viðskiptahrinunnar á
peningamarkaði. Mest viðskipti
áttu sér stað á Opna tilboðsmark-
aðnum með hlutabréf í SH að
nafnvirði 6 milljónir króna. Gengi
viðskiptanna var 5,15 sem er um
5% hækkun frá síðustu viðskipt-
um. Lækkanir einkenndu hins
vegar hlutabréfaviðskipti á Verð-
bréfaþingi og lækkaði hlutabréfa-
vísitala þingsins um tæp 0,6%.
Hefur hún þá lækkað um 2,3% frá
áramótum.
Ericsson
• •
Or þróun
í fjar-
skiptum
JAN Wennerholm, framkvæmda-
stjóri þróunarsviðs Ericsson og að-
alhöfundur framtíðarskýrslunnai’
2005 - Eiicsson entering the 21st
Century (2005 - Ericsson stígur inn í
21. öldina), hélt erindi á morgun-
verðarfundi samgönguráðuneytisins
og Skýrslutæknifélags fslands í
gær.
f erindi sínu gerði Wennerholm
gi’ein fyrir því hvernig meira en 500
sérfræðingar og stjómendur Erics-
son íyrirtækisins veltu fyrir sér
þróuninni í fjarskiptum og fjölmiðl-
un fram á næstu öld. Þetta plagg
var síðan lagt til grundvallar stefnu-
mótun fyrirtækisins.
Samkvæmt framtíðarskýrslunni
mun tækniþróunin verða samhliða
miklum breytingum í viðskiptaum-
hverfinu á þessu sviði. Wennerholm
sagði þróunina á tæknisviðinu hafa
orðið örari en skýrsluhöfundar
þorðu að ætla árið 1995. Til dæmis
nefndi hann alnetið sem nú þegar
hefur áhrif á flestum sviðum vest-
ræns þjóðfélags.
Rússar
leggja niður
rúmlega 250
flugfélög
Moskvu. Reuters.
RÚSSAR hafa kveðið upp dauða-
dóm yfír flestum litlu flugfélögun-
um, sem tóku við af Aeroflot, og
verða rúmlega 250 þeirra lögð nið-
ur fyrir aldamót.
Samkvæmt góðum heimildum
mun skráðum flugfélögum fækka í
53 úr 315 á næstu þremur árum.
Lögð verða niður flugfélög, sem
fullnægja ekki nýjum og ströngum
kröfum um fjármál og öryggi.
Ivan Valov, annar æðsti maður
rússnesku flugmálaþjónustunnar
(FAS), sagði að stefnt væri að því
að átta millilanda- og 40-45 lands-
hlutaflugfélög yrðu starfandi.
Aeroflot skipt í 500 félög
Einokun Aerofiots á rússnesku
innanlands- og millilandaflugi lauk
1992 þegar því var skipt í um 500
lítil einkaflugfélög og nokkur
stærri fyrirtæki.
-------♦ ♦♦------
Ford fjárfest-
ir íRússlandi
Moskvu. Reuters.
FORD Motor Co. hyggur á um 150
milljóna dollara fjárfestingu í rúss-
neskri bílaverksmiðju og vonast til
að geta skýrt frá stofnun sameign-
arfélags á fyrri hluta þessa árs að
sögn samningamanns Fords.
Samningamaðurinn, Len Meany,
sagði að viðræður hefðu farið fram
í rúmlega eitt ár við yfirvöld í Len-
ingrad fylki í grennd við St Péturs-
borg.
Að hans sögn stendur til að end-
umýja hluta Russky Dizel verk-
smiðjunnar í Vsevolozhsk og verð-
ur sameignarfyrirtæki líklega
komið á fót.
Ford hyggst koma upp fulbúinni
verksmiðju, sem getur framleitt
25,000 bfla fyrst í stað að sögn
Meanys.
Fiat undirritaði 854 milljóna
dollara samning við GAZ í desem-
ber og Renault skrifaði undir 350
milljóna dollara samning við
stjómina í Moskvu um smíði
Renault Meganes í hinni bág-
stöddu Moskvitsj verksmiðju
Morgunblaðið/Ásdís
KEPPINAUTARNIR Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri íslandsflugs (t.v.), og Pétur J. Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri viðskipta- og þróunarsviðs Flugleiða, voru hýrir á brá er þeir undirrituðu samstarfssamning-
inn í gær. Að baki þeim standa Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri fslandsflugs og Helga Þóra Eiðsdóttir, for-
stöðumaður á viðskipta- og þróunarsviði Flugleiða.
Til móts við
þarfír notenda
Skýrsluhöfundar Ericsson gera
ráð fyrir að opinber afskipti af fjar-
skiptum og fjölmiðlun muni líklega
minnka, fyrirtækjum eigi eftir að
fækka. Eftir standi fjölþjóðlegar
samsteypur sem veita fjölbreytta
þjónustu.
Aukin áhersla verður lögð á að
mæta þörfum og óskum notenda.
Skil verða á milli þeirra sem búa til
dagskrárefni og geyma upplýsingar
og svo hinna sem dreifa efninu til
notenda. í stað þess að skipta við
mörg fyrirtæki á sviði fjarskipta,
fjölmiðlunar og afþreyingar, muni
viðskiptavinir fá alla þessa þjónustu
og fleira hjá sama aðila. Sá muni
virka líkt og verðbréfamiðlari, sem
býður upp á þjónustu sem fellur að
þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
Kostnaður notenda mun væntan-
lega lækka og líklegt að þeim gefist
kostur á tækjabúnaði, fjarskipta-
þjónustu og fjölmiðlum sem alfarið
verður kostuð af auglýsingum.
Tækniþróunin mun upphefja
landfræðilegar fjarlægðir og fjar-
skiptakerfin verða bæði þráðlaus og
þráðbundin. Wennerholm taldi að
sá kostur yrði fyrir valinu í hverju
tilviki sem þýddi lægstan reksturs-
kostnað.
Hægt er að nálgast enskan úr-
drátt úr framtíðarskýrslunni á slóð-
inni http://www.ericsson.se/annu-
al report/2005.html.
Islandsflug semur
við Vildarklúbbinn
ÍSLANDSFLU G hf. og Vildar-
klúbbur Flugleiða hafa gengið
frá samstarfssamningi um ferða-
punkta. Samkvæmt honum munu
félagar í Vildarklúbbi Flugleiða
safna punktum þegar þeir fljúga
með íslandsflugi. Hægt er að inn-
leysa punktana við greiðslu far-
gjalds hjá Islandsflugi og Flug-
leiðum eða við þjónustu annarra
samstarfsaðila Vildarklúbbsins.
Samningurinn tekur gildi þriðju-
daginn 20. janúar.
Að sögn Sigfúsar Sigfússonar,
markaðsstjóra Islandsfíugs, mun
verðskrá félagsins haldast
óbreytt þrátt fyrir inngöngu í
Vildarklúbb Flugleiða. Gefnir
eru 700 punktar af almennu far-
gjaldi aðra leið en 1.400 punktar
báðar leiðir. Almennt fargjald
kostar nú 4.900 krónur aðra leið
en 8.900 báðar leiðir. Ekki eru
gefnir punktar fyrir ódýrasta
fargjaldið en það er 3.600 krónur
aðra leiðina en 6.900 báðar leiðir.
Félagar í Vildarklúbbnum
eru orðnir 50 þúsund
Á siðasta ári fjölgaði félögum í
Vildarklúbbi Flugleiða um 100%
og eru þeir nú tæplega 50 þúsund
að því er kemur fram í frétt frá
Flugleiðum. Segir þar að mark-
mið Vildarklúbbsins sé að fjölga
þeim fyrirtækjum sem eru í sam-
starfí við hann. Um 200 innlend
og erlend fyrirtæki, flugfélög,
fyrirtæki í ferðaþjónustu, verslun
og bankaviðskiptum, svo einhver
séu nefhd, gefa viðskiptavinum
sínum nú færi á að safna ferða-
punktum í Vildarklúbbnum í sam-
ræmi við gildandi punktatöflu.
Áformað er að kynna nýja töflu í
byijun febrúar.
Asíukreppan dregur
úr olíueftirspurn
London. Reuters.
UMRÓTIÐ á fjármálamörkuðum
Asíu mun hægja á aukningu eftir-
spurnar eftir olíu í heiminum þar
sem það mun draga úr eldsneytis-
notkun í heimshlutanum og ef til
vill valda skakkaföllum á hagkerf-
um annarra landa að sögn Alþjóða-
orkustofnunarinnar, IEA.
Stofnunin hefur lækkað spá um
eftirspum í heiminum 1998 um
280.000 tunnur á dag í 75,34 millj-
ónir vegna kreppunnar í Asíu,
þeim orkumarkaði heims sem hef-
ur verið í örustum vexti.
Spáin lækkuð um
230.000 tunnur
„Búizt er við að hið erfiða efna-
hagsástand fari að hafa áhrif á olíu-
eftirspum í verulegum mæli á
þessu ári,“ segir í mánaðarlegri ol-
íuskýrslu IEA.
„Spáin um eftirspurnina getur
haldið áfram að lækka, ef efna-
hagsástandið í heimshlutanum
versnar eða ef áhrifin í öðrum
heimshlutum verða veruleg.“
IEA skar niður spá sína um eft-
irspum í Asíu, að Japan og Kína
undanskildum, um 230.000 tunnur
á dag í 9,39 milljónir.
Áfall fyrir
OPEC
Spáin er áfall fyrir samtök olíu-
söluríkja, OPEC, sem hafa aukið
framleiðslukvóta sinn um 10% í ár
til að endurheimta markaðshlut-
deild, sem lönd utan OPEC hafa
náð á undanförnum árum.
Helztu ríki OPEC sem hyggjast
auka framleiðslu sína hafa fyrst og
fremst ætlað að auka söluna í Asíu.
Tæpur helmingur aukningar á eft-
irspurn eftir olíu í heiminum hefur
orðið í Asíu.