Morgunblaðið - 17.01.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 17.01.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 21 ERLENT Rannsóknir á fuglaflensuveirunni Hugsanlegt að bóluefni fínnist Washington. Reuters. VÍSINDAMENN hafa uppgötvað vísbendingu um hvað gerir veiruna sem veldur hinni svokölluðu fuglaflensu eins banvæna og hún hefur reynzt. Telja vísindamennim- ir mögulegt að hægt verði að búa til bóluefni gegn sjúkdómnum eftir að þeim tókst að greina erfðafræðilega byggingu veirunnar. Niðurstöður vísindamannanna benda til að breyting á einu geni sem leikur lykilhlutverk í veirunni geri að verkum að hún geti sýkt fleiri líffæri en lungun. I fuglum gerir þetta veiruna bráðabanvæna; nærri hver einasti fugl sem sýkist deyr. Vísindamennina grunar að hliðstæð breyting á veirunni sé ástæðan fyrir því hvers vegna hún sé svo hættuleg mönnum. Sex manns hafa látizt úr sjúk- dómnum fram að þessu í Hong Kong, en átján manns sýkzt, svo vitað sé. Nýjasta fómarlambið var 25 ára gömul kona sem sýktist rétt áður en hafizt var handa við að slátra kjúklingum í stómm stíl í Hong Kong, en hún lézt í fyrradag. Ekki fullskilið Veiran fannst fyrst í þriggja ára gömlum dreng í maímánuðu sl., en sýni úr líki hans hafa verið rannsök- uð á rannsóknastofum í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum, og fleimm. „Við skiljum ekki til fullnustu hvað gerir veiranni kleift að smitast milh dýrategunda," sagði Kanta Sabbarao við farsóttarannsókna- stofnun Bandaríkjanna (CDC) í Atl- anta, en hún stýrði rannsókninni. „Þetta er nokkuð sem við verðum að rannsaka og komast til botns í því það sem gerðist gæti endurtekið sig,“ sagði Sabbarao. En góðu frétt- irnar era þær að hennar sögn að veiran sé greinilega fuglaveira og engar vísbendingar væru um að hún hefði skipt á framukjama við mann- lega flensuveiru. Ef það gerðist væri voðinn vís. Það sem gerir veirasjúkdóma svo erfiða viðureignar er sá eiginleiki veiranna að geta skipzt á frumu- kjörnum og stökkbreytzt þannig. Þetta er ástæðan fyrir því að nýr flensufaraldur gengur yfir heims- byggðina með reglulegu millibili. En eins lengi og fuglaflensuveiran heldur sínum upprunalega kjama er nær ómögulegt að hún smitizt frá manni til manns og því þykir ekki hætta á faraldri. Sumir sérfræðingar telja að veir- an sem olli „spænsku veikinni“ árið 1918, sem kostaði fleiri lífið en heimsstyrjöldin fyrri, sé hættulega lík fuglaflensuveiranni, en um þess- ar mundir era vísindamenn einnig að rannsaka spænsku veiki-veirana í þeim tilgangi að reyna að fá ná- kvæmar skýringar á því hvers vegna hún reyndist svo skæð. Eftirlitshópur Sameinuðu þjóðanna farinn frá Bagdad Breskt flugmóður- skip sent á Persaflóa Bagdatl, Washington, París. Reuters. BRESKA stjórnin sendi í gær flug- móðurskipið Invincible á Persaflóa og George Robertson, varnarmála- ráðherra Bretlands, kvaðst ekki geta útilokað að írakar yrðu beittir hervaldi. Eftirlitshópur undir stjóm Bandaríkjamannsins Scotts Ritters, sem írakar saka um njósnir, fór frá Bagdad í gær en Ritter sagði að það þýddi ekki að Sameinuðu þjóðimar létu undan kröfum Iraka um breyt- ingar á eftirhtinu. George Robertson sagði að breska stjómin hefði ákveðið að senda flug- móðurskipið Invincible á Persaflóa með nítján herþotur af gerðinni Harrier. Hann sagði að stjórnvöld í Bretlandi og fleiri aðildarríkjum ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna myndu halda áfram að reyna að leysa deiluna um vopnaeftirlitið með friðsamlegum hætti. „Ef það tekst ekki verðum við að íhuga aðrar að- gerðir, meðal annars valdbeitingu." Leitaði gagna um sýklavopnatilraunir Hópur Ritters fékk síðast að starfa á mánudag og leitaði þá að gögnum um tilraunir á sýkla- og efnavopnum til að ganga úr skugga um hvort írakar hefðu notað fanga sem tilraunadýr á áranum 1994-95. Hópurinn fann engin gögn frá þess- um tíma. írakar viðurkenndu árið 1995 að hafa notað dýr við tilraunir á sýkla- og efnavopnum og lögðu fram gögn um þær. Eftirlitsnefnd SÞ er að rannsaka ásakanir um að fangar hafi verið notaðir við tilraun- imar, en írakar hafa sagt að ekkert sé hæft í þeim. Hubert Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í gær að enn léki mikill vafi á því að Irakar hefðu orðið við þeirri kröfu SÞ að eyðileggja efna- og sýklavopn. Eftir- litsnefnd Sameinuðu þjóðanna teldi hins vegar að Irakar hefðu fullnægt kröfum um að eyðileggja kjarna- vopn og eldflaugar. Khamenei andvígur öllum samskiptum Dubai, Teheran. Reuters. KAMAL Kharrazi, utanríkisráð- herra írans, sagði í gær, að ekki yrði leitað eftir neinum viðræðum við Bandaríkjastjóm fyrr en hún léti af „fjandskap“ sínum við írönsk stjómvöld. Erkiklerkurinn AIi Khamenei og einn valdamesti maður í íran sagði hins vegar við bænagjörð í einni stærstu mosku Teherans, að engin samskipti yrðu höfð við Bandaríkin þar sem þau myndu skaða sjálf- Brussel, Genf. Eeuters. MANUEL Marin, sem sæti á I fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), sagði í gær að hann væri sannfærður um að alsírsk sljómvöld hefðu engan þátt tekið í fjöldamorð- unum er framin hafa verið á allt að 1.400 manns í landinu frá því fóstu- mánuður múslíma, ramadan, hófst 30. desember. Marin, sem mun fylgja sendinefnd stæði írana og hagsmuni múslima um allan heim. Breska stjómin hefur hvatt Bandaríkjastjóm til að endurskoða afstöðu sína til írans. Mohammad Khatami, forseti Irans, hvatti til þess í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN 7. janúar, að borað yrði gat á „tor- tryggnismúrinn" milli írana og Bandaríkjamanna, en lagði þó ekki beint til að viðræður yrðu teknar upp. ESB til Alsír í næstu viku, hefur á sinni könnu tengsl ESB við ríki við Miðjarðarhaf sunnanvert og Mið- Austurlönd. „Það sem gera þarf er að koma á viðræðum við alsírsk stjórnvöld, hefja viðræðurnar, sinna þeim og huga í framtíðinni nákvæm- lega að því hvað um er að ræða,“ sagði hann á fréttamannafundi í gær. Glenn aftur út í geim FYRSTI bandaríski geimfarinn, John Glenn, sem fór þijá hringi um jörðu árið 1962, verður í áhöfn bandarísku geimfeijunnar í októ- ber næstkomandi, standist hann læknispróf, að því er tilkynnt var í gær. Verður hann þá 78 ára og þar með elsti maðurinn sem skotið hefur verið út í geiminn. Hér er Glenn eftir komuna til jarðar úr leiðangrinum með Mercury-farinu. ESB-nefnd til Alsír Úrskurður WTO um hormónakjötsbann ESB Ekki í samræmi við GATT-samning Genf. Reuters. ÚRSKURÐARNEFND Heimsvið- skiptastofnunarinnar, WTO, hefur komizt að þeirri niðurstöðu að bann Evrópusambandsins við innflutningi svokallaðs hormónakjöts samræmist að nokkra leyti ekki sldlyrðum GATT-samninganna. Þessi niðurstaða sáttanefndarinn- ar, sem hefur ekki verið lögð opin- berlega fram en gekk á milli fulltrúa aðildarríkja WTO í Genf í gær, gæti að mati stjómarerindreka leitt til meiriháttar deilu milli ESB-ríkjanna annars vegar og Bandaríkja- og Kanadamanna hins vegar, en þeir fólu úrskurðarnefnd WTO að skera úr um réttmæti bannsins. Samkvæmt niðurstöðunni verður farið fram á það við ESB að það færi aðgerðir sínar „til samræmis við eig- in skuldbindingar“ í GATT-samn- ingnum. Er þar átt við innflutnings- bann sem sambandið setti við inn- flutningi kjöts af nautgripum sem ræktaðir hafa verið með vaxtarhvetj- andi efnum. En með þessari niðurstöðu breytir sáttanefndin allnokkuð fyrri úrskurði um sama mál, sem hafði fallið ESB afdráttarlaust í óhag. Orðalag nýja úrskurðarins skilur jafnframt eftir *★★★ i evrópaA. rúm til mismunandi túlkunar á því hvað ESB ber að gera til þess að upp- fylla samningsskuldbindingar sínar. í fyrradag fagnaði fulltrúi Banda- ríkjanna hjá WTO, Charlene Bars- hefsky, þegar sigri. Að hennar mati hafði sáttanefndin úrskurðað að sjónarmið Bandaríkjamanna í deil- unni væru rétt, en þau gengu út á að bann ESB bryti í bága við GATT- reglur þar sem það væri ekki byggt á vísindalegum granni. Bandarískir embættismenn sögð- ust búast við að nú myndu stjórnvöld ESB aflétta innflutningsbanninu, sem hefði hvort eð er aldrei verið til annars ætlað en að vernda evrópska kjötframleiðslu fyrir samkeppni. Af- staða Kanadamanna er sú sama, en þeir höfðuðu á eigin spýtur mál fyrir sáttanefnd WTO sem þeir síðan tengdu máli Bandaríkjamanna. En heimildamenn innan stjóm- sýslu Evrópusambandsins í Brassel sögðu í gær að þeir litu svo á að þessi nýi úrskurður jafnaðist á við það að gamla úrskurðinum væri hnekkt. „Við höfnum því að þetta þýði að við neyðumst til að aflétta banninu. Það er fullljóst af úrskurð- inum að við getum haldið því,“ sagði embættismaður hjá ESB. Viðbrögð ESB varða Island Deilan var fyrst tekin fyrir hjá WTO fyrir þremur áram, þegar al- þjóðlegur samningur gekk í gildi um aðgerðir sem aðildarríki stofnunar- innar mega grípa til í nafni matvæla- heilbrigðisverndar. ísland er líka að- ili að þessum samningi, en auk þess hefur ísland skuldbundið sig til að yfirtaka ákveðinn hluta þeirra reglna sem gilda á innri markaði Evrópu um vamir gegn dýrasjúk- dómum og neytendavemd. Þannig má gera ráð fyrir að verði það niðurstaðan að ESB neyðist til að aflétta innflutningsbanni af svokölluðu hormónakjöti verði ís- lendingum ekki stætt á því að hefta innflutning þess hingað til lands. # # j Reuters Ötzi fluttur til Italíu SÉRFRÆÐINGAR forn- leifasafnsins í Bolzanó á Ítalíu rekja umbúðir utan af leifum hins forsögulega manns, sem gengur undir nafninu Otzi og fannst á Similaunjökli í Alpafjöll- um árið 1991. Verður líkið haft til sýnis f safninu sem reist hefur verið sérstaklega til að hýsa það. ítalir og Austurríkismenn hafa deilt um eignarrétt á Ötzi sem sagður er hafa fúndist 10 metr- um Ítalíumegin við markalfnu Austurrfkis og ítalfu á jöklinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.