Morgunblaðið - 17.01.1998, Page 23

Morgunblaðið - 17.01.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 23 NEYTENDUR LÉTTAR vínarpylsur uppfylla öll skilyrði þess að mega kallast léttar. Brynhildur vill engu að síður vekja neytendur til umhugs- unar um að varan þarf ekki að vera fitu- og hitaeiningasnauð þó hún kallist létt. LÉTT poppkorn frá Orville er ekki með 25% færri hitaeiningar en sambærilegt poppkom frá Orville. Samkvæmt íslenskri reglugerð má þvf ekki kalla það létt. UM helmings munur er á orku í pítusósu og létt pítusósu. „Þó að munurinn sé svona mikill er þetta ekki hitaeiningasnauð vara. Fái fólk sér einn desílíta í pítuna bætir það 316 hitaeiningum við máltíðina." LÉTTA marmelaðið er 25% hitaeininga- snauðara en þetta venjulega frá sama fyr- irtæki og uppfyllir því skilyrði um að vera kallað létt. MARGIR halda eflaust að allar vörur sem merktar eru með „létt“ gefi fá- ar hitaeiningar og hægt sé að borða ríflega af þeim án þess að fitna. En þetta er misskilningur. Oft eru „léttar“ vörur ríkar af hitaeiningum en svo eru líka ýmsar léttar vörur hitaeiningasnauðar. Þegar vörur eru merktar með létt eða þegar matvörur eru auðkenndar sem léttar vörur þýðir það einfald- lega að þær eiga að innihalda a.m.k. 25% minna af einhverju næringarefni og í flestum tilfellum einnig 25% færri hitaeiningar en aðr- ar sambærilegar vörur,“ segir Brynhildur. Hversu hitaein- ing'asnauðar eru „léttar“ matvörur? Léttar vörur þurfa að vera 25% hitaeiningasnauðari Reglur sem gilda hér á landi um fullyrðingar og merkingar á matvælum eru samkvæmt reglugerð 586 frá árinu 1993 um merkingu næringargildis matvæla og reglugerð 588 frá sama ári um fullyrðingar sem settar eru fram á matvörum. Samkvæmt reglugerðunum er heimilt að nota viðskeytin skert eða létt við merkingu á vörum þegar innihald næringarefnis eða orkunnar er skert um 25% eða meira af hefð- bundnu magni í samskonar eða sambærilegri vöru. Þegar merking samkvæmt þessari grein á við um skerðingu orkuefna skal orkugildi (hitaeiningar) vörannar jafnframt vera skert um 25% eða meira. A umbúðum matvæla sem merktar eru á þennan hátt þarf einnig að koma fram næringargildi vörunnar. Neytandinn á að geta fundið þai- upplýsingar um orkugildi og hversu mikið magn eftirtalinna næringarefna er í vörunni: próteina, kolvetna, fitu, trefja og natríums. Nýlega birtist grein um léttar matvörur í norska neytendatímaritinu Forbruker rapport- en. Þar í landi þarf skerðingin að vera að minnsta kosti 30% til að kalla megi vörurnar léttar. Fram kom að í mörgum tilfellum væru vörurnar fítuskertar en á móti kæmi að oft væri öðrum orkuefnum eins og kolvetnum eða próteinum bætt í þær í staðinn og þessvegna væri munur hitaeiningafjölda alls ekki mikill þegar upp væri staðið. Merkingar í lagi Þegar í stórmarkaðinn kom bar léttar vín- arpylsur frá SS fyrir augu. „Léttu vínarpyls- umar innihalda 7 g af fitu í stað 17 g. Þama er semsagt meira en 25% munur. Það sama gildir um hitaeiningamar; 148 he á móti 229 he. Pylsurnar mega því kallast léttar og þær bera því nafn með réttu samkvæmt skilgrein- ingu reglugerðarinnar. Mér finnst á hinn bóg- inn rétt að benda fólki á að þó búið sé að fækka hitaeiningum um 25% era pylsurnar ekki endi- lega orðnar hollustuvara." Brynhildi finnst úrvalið af léttum vörum ekki mikið miðað við í nágrannalöndunum og svo ekki sé talað um lönd eins og Bandaríkin. Úrvalið af salatsósum er fjölbreytt og Bryn- hildur segir að yfirleitt séu þær hitaeiningarík- ar. Engu að síður er sósan Thousand Island mun hitaeiningaríkari og fitumeiri en sú létta sömu tegundar og munurinn meiri en 25%. „Ég bendi enn og aftur á að það er ekki þar með sagt að fólk eigi að baða grænmetið sitt í slíkri sósu þó hún sé léttari en önnur sambæri- leg.“ Poppkornið illa merkt Brynhildur segir að ekki sé rétt staðið að merkingum á Newmans poppkorni þegar hún Eru „léttar“ matvörur hollar og orkusnauðar? Guð- björg R. Guðmundsdóttir bað Brynhildi Briem mat- væla- og næringarfræðing að koma með sér í stór- markað og skoða nánar þær „léttu“ vörur sem standa neytendum til boða. Morgunblaðið/Golli „HÉR stendur að kartöfluflögurnar séu létt saltaðar en síðan er hvergi hægt að lesa á pakkningunum hversu mikið saltmagn er í pokanum," segir Brynhildur Briem matvæla- og næringarfræðingur. Samkvæmt íslenskri reglugerð eiga slíkar upplýsingar að vera á pokanum. fær slíkan pakka í hendur til að skoða. „Þetta era banda- rískar merkingar þar sem hitaeiningafjöldi er gefinn upp í einum skammti. Regl- um samkvæmt ætti merk- ingin að vera í 100 g svo ís- lenskir neytendur ættu auð- velt með að átta sig á þeim. Skammtar geta verið svo mismunandi stórir. Það er auðvelt að blekkja neytend- ur t.d. með því að hafa skammtana nógu litla og þá eru auðvitað fáar hitaeining- ar í hverjum skammti. Það eru þrir skammtar í hverj- um popppoka og þetta er villandi fyrir neytendur því sumir borða heilan poka og þá eru þeir búnir með þrjá skammta. Merkingar á Orville popp- „ÞAÐ er til léttjógúrt sem er hitaeiningasnauðari en fismjólk- in og léttsúrmjólk er enn hita- einingasnauðari. Það er fátt annað en pyngjan sem fólk er að létta ineð fismjólkurkaupum." korni era í lagi en þar er munurinn á hitaeininga- fjölda of lítill og nær ekki 25%. Samkvæmt reglugerð má því ekki kalla það létt popp. Það era 480 he í 100 grömmum af venjulegu Or- ville poppkomi en 410 í því létta. Fitumagnið er mun minna í létta poppinu eða 7 g í 100 g í stað 21 g.“ Hversu mikið salt? Við röltum áfram um ganga stórmarkaðarins og spáum í næringarinnhald og merkingar matvara. Létt- saltaðar kartöfluflögur frá Maruud eru ekki merktar með saltmagni (natríum- magni) og Brynhildur bend- ir á að fyrir bragðið sé ómögulegt fyrir fólk að vita hversu saltríkar þær era. „Samkvæmt reglu- gerðinni ætti að standa á pakkningunum hversu mikið natríum þær innihalda." Létt marmelaði frá Findus innihélt ná- kvæmlega 25% færri hitaeiningar en sambæri- legt marmelaði og staðið var rétt að öllum merkingum vörannar. Það sama á við um Léttosta. Þeir vora merktir með réttum hætti og munurinn alveg innan leyfilegra marka. Á hinn bóginn segir Brynhildur að ekki sé rétt staðið að merking- um á 17% Brie osti. Þar vantar orku og nær- ingargildi ostsins þannig að hægt sé að bera hann saman við annan sambærilegan ost. I kæh er úrval mjólkurvara og ýmsar merkt- ar með orðinu létt. Þegar Brynhildur er innt eftir hitaeiningum og fituinnihaldi fismjólkur, mjólkur, léttjógúrtar, létts engjaþykknis og léttrar súi-mjólkur segir hún miklu muna á mjólkinni. „Það munar 50% á fituinnihaldi í mjólk og léttmjólk og enn meiri er munurinn ef valin er fjörmjólk, sælumjólk eða undanrenna, bæði á hitaeiningum og fituinnihaldi. Munurinn á engjaþykkni og léttu engjaþykkni er alveg við mörkin, í léttu engjaþykkni era 99 he í 100 g á meðan þær eru 129 í venjulegu engjaþykkni. Fitumagnið er miklu minna í létta engjaþykkn- inu. Fismjólkin léttir pyngjuna Aðspurð segir Brynhildur fismjólkina fitu- litla en ekkert sérstaklega hitaeiningasnauða. „Það era 77 he í 100 g en á markaðnum er t.d. léttjógúrt með aðeins 57 he í 100 g. Létt súr- mjólk (reyndar óblönduð vara) inniheldur 42 he í 100 g. Að mínu mati léttir fismjólkin ekk- ert nema pyngjuna því lítraverðið á henni er 420 krónur. Borið saman við t.d. verð á lítra af létt súrmjólk sem er 97 krónur er verðmunur- inn mjög mikill." Islenskt létt majónes var ekki til í hillum þessa stórmarkaðar svo Hellmanns majónes varð fyrir valinu. Þai- vora merkingarnar bandarískar og því ekki samkvæmt íslenskri reglugerð. Brynhildur segir að orkumunurinn sé mikill þó hér eigi það líka við að nota eigi allt majónes sparlega. Mikill orkumunur en samt hitaeiningaríkt - En hvað með eggjalaust létt remúlaði? „Eggjalaust létt remúlaði getur hentað þeim sem vilja forðast egg t.d. vegna ofnæmis. Mik- ill orkumunur er á venjulegu remúlaði og þessu eggjalausa létt remúlaði. Hvað snertir díet pítusósu munar helmingi á orkumagni. í venjulegri pítusósu era he alls 653 í 100 g en 316 í díet sósunni. Þrátt fyrir mikinn orkumun á þessum vöram er létta sós- an ekki hitaeiningasnauð matvara. Merkingar era í lagi. Ef einn desílítri er settur á pítuna í brauðinu er fólk að bæta við salatið 316 hitaeiningum sem er töluvert." Á leið út úr stórmarkaðnum er Brynhildur spurð hvernig neytendur sem era að hugsa um hollustu eigi að velja matvöra í körfuna sína. „Meginmálið er að velja fjölbreytta fæðu, hafa mikið af ávöxtum og grænmeti en reyna að sneiða hjá fituríkum vöram. Þá er líka æski- legt að nota sætar og mjög saltar vörur í hófi. Neytendur ættu líka að lesa á pakkningar og velta fyrir sér innihaldi matvörunnar sem þeir eru að kaupa. Þó vara sé t.d. auglýst fitusnauð er hún oft hitaeiningarík." Hagkaup opnar fyrstu Hraðkaupsbúðina I DAG, laugardag, verður opnuð verslun Hagkaups í Borgarnesi undir nafninu Hrað- kaup þar sem verslun JS var áður til húsa. Orn Kjartansson, sölustjóri hjá Hagkaupi, segir að áhersla verði lögð á ferskleika, gott úrval og skjóta afgreiðslu í þessari nýju verslun fyrirtækisins. „Verslunin er í 300 fermetra liúsnæði og hún er því minni en Hagkaupsverslanirnar. Vöruverðið er engu að síður svipað og hjá Hagkaup. Við leggjum áherslu á skjóta afgreiðslu og höf- um því ekki sérstakt kjöt- eða fiskborð í búðinni. Ferskar vörur á við kjöt og fisk er engu að síður hægt að kaupa pakkaðar og einnig verður boðið upp á nýbakað brauð og kökur hjá okkur í sjálfsafgreiðslu frá Morgunblaðið/Ingimundur VERSLUNARSTJÓRINN, Stefán Haralds- son, fyrir framan Hraðkaup Geira bakarfi." Þegar Örn er spurður hvort þessi verslun sé boðberi nýrrar keðju mat- vöruverslana segir hann tímann verða að leiða það í ljós. „Framhaldið skýrist á þeim viðtökum sem þessi búð fær. Við höfum ekkert sérstaklega verið að leita fyrir okk- ur á landsbyggðinni og munum láta reyna á hvernig til tekst núna áður en slíkar ákvarðanir verða teknar." Verslunin er opin alla virka daga frá klukkan 9-20 og um helgar frá 10-20. f til- efni opnunarinnar verða ýmis tilboð á mat- vörum og viðskiptavinum boðið upp á kaffi og kökur. Allt starfsfólk Hraðkaups í Borg- arnesi er heimafólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.