Morgunblaðið - 17.01.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 27
Þýskalandi og Austurlöndum
vegna mikilla viðskipta milli ííkj-
anna. Seinni hluta 17. og fyrri
hluta 18. aldarinnar var margt
líkt með enskum og hollenskum
húsgögnum. Áhrifin voru það
augljós, að oft var rætt um
„Anglo-Dutch“-stílinn. Vilhjálm-
ur III af Óraníu var í senn ríkis-
stjóri hinna sameinuðu Niður-
landa og konungur Bretaveldis.
Óhjákvæmilega urðu tengslin
nánari við England. Hollendingar
voru gagnteknir af enskum hús-
gögnum. Allt þótti fínast og eftir-
sóknarverðast sem kom ft'á Bret-
landi. Aðdáunin á enskum hús-
búnaði gekk svo langt að hol-
lenskir húsgagnasmiðir kenndu
sig hreinlega við England. I báð-
um þessum löndum bai’ mikið á
stólum þai' sem sæti og bak voru
fléttuð með strái. Stólbakið var
yfírleitt beint, hátt og óþægilegt.
Bókaskápur með tveim eða fleiri
hurðum í efri helming en skúffum
og útdráttarborði í neðri helming
(double bureau) vai' gífurlega
vinsælt húsgagn í Hollandi. Þetta
húsgagn var upphaflega ættað
frá Bretlandi. Sum húsgögn voru
ríkulega útskorin en slíkt fór eft-
ir efnahag manna. Lakkmálverk
voru einnig algeng á húsgögnum
sem minntu á hin lakkbornu hús-
gögn Japana. Viðartegundh' urðu
fjölbreyttari, eikin og hnotan
voru vinsælastar í Hollandi. Inn-
greyping eða ílögn ruddi sér til
rúms í báðum þessum löndum.
Dálæti Hollendinga á blómum,
hvort sem um var að ræða í görð-
um, málverkum, vefnaði eða hús-
gögnum, hefur lengi verið ástríða
meðal þeirra. I skrautverkinu
sérhæfðu Hollendingar sig í ílögn
blómamynstui's á húsgögnum,
þar sem rósir og túlípanar voru
mjög algengar fyrirmyndir. Til
þess að skreytingin félli sem best
að áferðinni, var hún greypt í við-
inn, ákveðin form voru skorin
nokkra millimetra niður í tréð, en
síðan límdar í þau útsagaðar
HOLLENSKUR skápur frá miðri 18.
öld. Inngreyptur blómamynstri.
SKATTHOL úr hnotu í stíl Vilhjálms frá
byrjun 18. aldar. Skattholið er dæmigert
fyrir „AngIo-Dutch“-stíIinn.
þynnur úr mismunandi litum viði
og loks var flöturinn fágaður.
Mörg af þeim húsgögnum sem
enn eru notuð að minnsta kosti á
hinum grónari heimilum eiga
frummót sitt í Hollandi. Flestir
kannast við glerskápana og horn-
skápana sem hafðir eru til stáss í
betri stofum. Dálæti Hollendinga
fyrir postulíni leyndi sér ekki. A
einu ári bárust 50 þús. kínverskir
postulínsmunir til Amsterdam.
Þeir voru fyrstir til að koma með
glerskápinn og homskápinn sem
áttu að geyma postulínið. Báðir
þessir skápar urðu gífurlega vin-
sælir í Bretlandi og einkennandi
íyiTr þennan svokallaða „Anglo-
Dutch“-stíl.
A 17. öld og 18. öld fóru margir
handverksmenn frá Hollandi til að
freista gæfunnar í Frakklandi og
Englandi en á sama tíma komu
jafn margir handverksmenn til
Hollands, sem var oft afleiðing af
trúarbragðaofsóknum. Hinir fjöl-
mörgu húsgagnasmiðir í Hollandi
standast engan samanburð við
Daniel Marot (1663-1752) en
hann hafði starfað lengi við hirð-
ina í París og flutti síðan til Niður-
landa. Húsgögn hans vora í þung-
um barokstíl. Hann hannaði hús-
gögn fyrir Vilhjálm III, sem gerði
það að verkum að eftirspum eftir
húsgögnum hans jókst hjá efri
stéttinni í Hollandi og Englandi.
Um 1740 var rókokóstíllinn við-
ast búinn að ryðja sér til ráms í
Evrópu. Hann kom þó ekki til
Hollands fyrr en um 1740. Mikil
eftirspum var eftir kúptum
kommóðum sem vora skreyttar
blómaútskurði og klæðaskápum
með tveimur hurðum.
Aðstaða handverksmanna
vænkaðist örast á Niðurlöndum,
söfnuðu margir listaverkum og
listmunum þar í von um, að þau
kæmust í hæma verð síðar meir,
en áður höfðu listmunir ótrálega
sjaldan skipt um eigendur, þó að
listmunaverslun væri gamalkunn
í verslunarborgum Ítalíu.
með starfsemina heima hjá ísari.“
„Það var ekki alltaf vinsælt hjá
foreldrunum þegar maður var
kannski með tíu manns í heimsókn
klukkan tvö að næturlagi,“ segir ís-
ar og glottir.
- Hefur kostnaðurinn ekki aukist
töluvert við þessar breytingar?
„Jú, hann hefur aukist um helm-
ing. A móti kemur að auglýsendur
era miklu áhugasamari enda mun
meira lagt í blaðið. Meðan blaðið
vai' að fara af stað þá litu þeir
svo á að þeir væra að
styrkja gott málefni, en nú
sjá þeir sér hag í því að aug-
lýsa í blaðinu. Þeir finna að
blaðið nær til þeirra mark-
hóps,“ segir Isar.
„En til þess að þetta gangi
upp verðum við að vinna mestallt
sjálfir," segir Snorri. „Við tökum
viðtölin sem era að jafnaði fjögur í
hverju blaði og skrifum greinai'nar.
Það kemur þó fyrir að við fáum að-
sent efni. Það er þá einkum frá fólki
sem hefur áhuga á ákveðinni tegimd
tónlistar og vill fá að tjá sig. Isar
hannar svo blaðið og stóran hluta
auglýsinganna á Macintosh-tölvu.“
„Eg kunni ekki að setja upp blað
þegar ég byrjaði," segir ísar. „En
mér hefur farið fram með hverju
blaði og mér finnst þetta ótrúlega
skemmtilegt. í næstu blöðum ætlum
við að bjóða gestahönnuðum að
hanna einstaka síður í blaðinu. Við
viljum gjarnan gera Undirtóna að
einskonar leikvelli fyrir nýjar hug-
myndir í tímaritahönnun. Auglýs-
ingasöfnun og dreifíng blaðsins er
einnig á okkar höndum. Með þessum
hætti hefur okkur tekist að halda
okkur á núllinu. Reyndar var svolítill
hagnaður á síðasta blaði en hagnað-
urinn fer jafnóðum í reksturinn.
Sjálfir eram við á mjög lágu kaupi ef
við tökum mið af því að við vinnum
sextán til tuttugu tíma á sólarhring.
Það sem heldur okkur við efnið er að
við sjáum fram á að þetta geti verið
framtíðarstarf auk þess sem okkur
finnst þetta rosalega skemmtilegt.
„Mér finnst sérstaklega spennandi
að sjá blaðið þegar það er að koma
úr prentun," segir ísar.
„Þó maður hafí kannski verið
TÓNLISTARTÍMARITIÐ Undir-
tónar fer sínar eigin leiðir í útliti
eins og síðustu blöðin bera með sér
en hér má sjá forsíður þeirra.
næstum kominn inn á geðdeild út af
því,“ bætir Snorri við.
„Það er líka gaman að upplifa
góðu hliðarnar á viðskiptunum, þeg-
ai' báðir aðilar eru sáttir, það er að
segja auglýsendurnir líka,“segir Is-
ar.
„Að vera sinn eigin herra er ómet-
anlegt," skýtur Snom inn í.
- Pyrst blaðið gengur svona vel
kemur þá ekki til greina að selja
það?
„Við teljum að það svari ekki
kostnaði eins og málum er háttað
nú,“ segir Isar.
- Svo við ræðum svolítið um
hvernig þið vinnið blaðið. Þá finnst
mér viðtölin sem birtast í blaðinu
virka þannig að það er eins og þau
séu skrifuð nánast beint upp af seg-
ulbandi, er það rétt?
„Já, þannig höfum við haft það.
Astæðan fyrir því er sú að margir
tónlistarmenn vilja ekki að það sem
þeir segja sé túlkað af blaðamannin-
um,“ segir ísar. „Okkur fínnst líka
að ef við höldum ekki því málfari
sem viðkomandi hefur séum við
ekld að lýsa viðmælandanum
rétt. Við getum tekið Björk
sem dæmi. Ef við hefðum
strikað út öll aukaorðin sem
hún notar mikið eins og sko,
skilurðu og ógeðslegt þá hefði
merkingin í því sem hún var
að segja breyst. Þar fyrir utan
þá viroist sem krökkum geðjist
vel að þessum hráa stíl, hann
höfðar beint til þeirra.“
„Það er ekki hægt að neita því
að málfarið í blaðinu hefur farið í
taugarnar á mörgum eldri borg-
uram þessa lands," segir Snorri.
„Við höfum þó gert töluvert til að
bæta það, meðal annars látum við
lesa blaðið yfir svo ekki séu í því
málvillur. Við notum þó ennþá
enskuslettur, einkum ef ekki eru til
orð yfir fyrirbærið á íslensku. I þeim
tilfellum erum við oftast að vitna í
erlenda hluti sem enn hafa ekki
borist hingað til lands og ekki era til
oi'ð yfir.“
Þeir félagar era afar ánægðir með
undirtektirnar á blaðinu og segja
lesendurna veita þeim mikla hvatn-
ingu. „Mesta þakklætið kemur frá
landsbyggðinni en þangað fara fjög-
ur til fimm þúsund eintök. Þetta er
eina blaðið um popptónlist sem
margir, sem þar búa, sjá. Við ætlum
að festa það í sessi,“ segja þeir
ákveðnir.“
INNRETTINGAR
HUSGOGN
Úrvnl gltvsihúsgagna frá Spdni . Síðíihiúla 13, sími 588 5108
Pú klippir út myndina hér til
hliðar og límir á svarseðilinn
sem birtist á síðu 49 í
Morgunblaðinu 14. janúar.
Þá átt þú möguleika á að
vinna ferð fyrir tvo í Tívolí í
Kaupmannahöfn, miða á
sýninguna Bugsy Malone
eða geisladisk með tónlist-
inni úr sýningunni.
Aaleiku*
Mynd3af 10______________ JHorðunfeIaí>ib
Nupo létt
Hefur þú prófað Nupo með
appelsínu- eða eplabragði?
Ef svo er ekki, vertu velkomin í apótekið
Smiðjuvegi, við bjóðum þér að smakka.
Ráðgjöf og kynning í dag,
laugardaginn 17. janúar
kl 12.00-16.00.
Kynningarafsláttur
Nupo næringarduft með trefjum.
Nupo léttir þér lífið.
Apótekið Smiðjuvegi
Smiðjuvegi 2 • Sími 577 3600
- kjarni málsins!