Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 31 hljóð, gi-afík og hreyfimyndir. Olík skjákort og örgjörvar Skjákort eru fjölmörg og fjöl- margir ólíkir örgjöi-var, þótt ekki séu þeir eins margir og grafíkstaðl- amir. Þar líkt og í grafíkinni hafa nokkrir afgerandi yfirburði, en veður skipast skjótt í lofti á þeim markaði. Til er gömul regla nefnd eftir einum af stofnendum Intel-ör- gjörvaframleiðandans sem hljóðar upp á það að reiknigeta örgjörva tvöfaldist með átján mánaða milli- bili. Sú hefur haldið merkilega vel síðustu ár, en þróun grafík- örgjörva er öllu örari því þar gildir að reiknigeta ör- gjörvans áttfaldist á hverjum átján mán- uðum. Þrívíddarskjákort eru yfirleitt sett sem viðbót í tölvur sem eru með tvívíddar- skjákort fyrir, þó vissulega séu til kort sem fela í sér hvort tveggja. Þau kort hafa aftur á móti ekki notið mikillar hylli, enda algengast að notendur sem á ann- að borð vilja góða grafík séu búnir að koma sér upp góðu tvívíddarkorti þegar þeir fá sér þrívíddar- kort og því ódýrara að kaupa sér slíkt og nýta þannig gamla kortið. I dag er aftur á móti ódýrast að kaupa lausn sem sameinar hvort tveggja, ef menn eru að kaupa nýja tölvu á annað borð, og mörg góð skjákort á markaði sem sameina þrí- vídd og tvfvídd. Mikill kostur er og að ekki þarf nema eitt PCI-tengi fyrir slíkt kort, en þau eru jafnan af skornum skammti. Nýtt tengi fyrir skjákort frá Intel, AGP, veð- ur og eflaust til þess að fjölga kort- um sem eru með tvívíddar- og þrí- víddarhraða á einu og sama kort- inu. Helstu skjákort A síðasta ári náði eitt fyrirtæki, 3Dfx, yfirburðastöðu á markaðn- um. Það setti á markað svonefnt Voodoo örgjörvasett sem notað hefur verið á fjölmörg skjákort. Voodoo-kortin eru aðeins þrívídd- arkort, þ.e. þau koma ekki í stað hefðbundinna skjákorta, sem flest- ir eru reyndar með í tölvunni hvort eð er. A árinu kom einnig út annað örgjörvasett frá 3Dfx sem kallast Voodoo Rush og er ætlað fyrir tví- víddar/þrívíddarkort, en hefur ekki notið sömu hylli og Voodoo-kortin. Væntanlegt er nýtt örgjörvasett frá 3Dfx sem kallast einfaldlega Voodoo 2 og kemur út á þessu ári. Samkvæmt prófunum á frumgerð korta með Voodoo 2 eru þau fimm sinnum hraðvirkari eða meira í GlQuake en eldri borðin og enn má auka hraðann með því að hafa tvö Voodoo 2 kort í vélinni. Samkvæmt fréttum frá 3Dfx þarf ekki sér- staka rekla til að nota kortið í leikj- um sem þegar styðja 3Dfx, þeir keyi’i einfaldlega hraðar, en til að nýta það að fullu þurfi nýja rekla. Fyrstu kortin verða PCI-kort, en síðar kemur AGP-útgáfa. Helsti keppinautur 3Dfx er Riva 128-örgvjörvasettið sem NVida framleiðir og náði reyndar hæsta skori í prófunum Mercury Rese- arch frá því í ágúst sl. Einnig er vert að geta Rendition, sem varð í öðru sæti með V2200, sem er meðal annars með aukinn stuðning fyiir MPEG-2 og DVD-spilun. Skammt þar undan var Voodoo-kort og síð- an Voodoo Rush í fjórða sæti. Það villir eflaust um fyrir ein- hverjum að örgjörvasettin eni framleidd af einum aðila, en aðrir framleiða kortin. Til að mynda framleiðir Diamond Voodoo kort, Monster 3D, Hercules Voodoo Rush-kort, Creative Labs og Di- amond Voodoo 2-kort sem koma á markað á næstu vikum. Diamond framleiðir og kort með Rendition og kallar þau Diamond Stealth, en Hercules framleiðir einnig slík kort og kallar Thriller 3D. Sjá slóðina http://www.next-generation.com- /asking/faqs/3daccelerator.chtml. AGPí stað PCI Gamli VGA-staðallinn, sem flestir þekkja, var upplausn uppá 648x480 pixel, eða myndeiningar, sem þýddi að 307.200 pixel þurfti til að þekja skjáinn. f 16 litum þurfti 156.600 bæti af minni. Meðal- skjákort fyllti það minni á ein- um tíunda úr sekúndu og það sem endurteikning skjásins, eða skjátíðni, í VGA var 60 Hz þurfti að senda 150 Kb til skjásins 60 sinnum á sekúndu, sem þýddi að minnisbandvíddin varð að vera rúm 9 Mbás. Þeg- ar komið er út í SVGA, sem er helsti skjástaðall í dag, eru upplausnin og litadýptin orðin mun meiri, 1024x768 pixel í 65.536 litum (16 bita lit). Skjáminnið verður því að rúma 1,6 Mb af gögnum og minnis- bandvíddin að vera 16 Mbás. Með svökölluðu PCI-tengi, sem er algengast í einkatölvum í dag, PC-tölvum og Macintosh, næst 60 Mbás gagnaflutningur sein ræður hæglega við það, en þegar skjátíðnin er komin í 75 Hz kallar það á samfellt gagna- streymi upp á 75x1,6 eða 120 Mbás. Þegar komið er út í meiri upplausn, til að mynda 1280x1024, krefst það sam- fellds 196 Mbás gagnastreymis. Þrívíddargögn eru talsvert umfangsmeiri og flóknari viðureignar. Svar við þessu er að auka skjáminni með hrað- virkara minni, en einnig hefur örgjörvarisinn Intel kynnt nýja og verulega betri skjágagna- gátt sem kallast AGP. AGP- skjákort, sem eru þegar farin að koma á markað, nýta sér- stakt tengi á móðurborði tölv- unnar sem er talsvert hrað- virkara en PCI-tengi, auk þess sem AGP-skjákort geta nýtt innra minni tölvunnar sem við- bótarminni við skjáminnið. Viðnám og tilfínning JAÐARTÆKI Microsoft Force Feedback, stýripinni frá Microsoft með inn- byggðum mótorum. Hægt er að nota pinnann við tölvu sem er að minnsta kosti 75 MHz Pentium, keyrir Windows 95, hefur 8 Mb innra minni hið minnsta, tveggja hraða geisladrif fyrir innsetningu og hljóðkort með leikja- eða MIDI- tengi. Pinnanum fylgir sérstök út- gáfa af Interstate 76 og kynningar- eintök af Shadows of the Empire og MDK. STÝRIPINNAR hafa tekið stór- stígum framförum undanfarin misseri í takt við gríðarlega söluaukningu á tölvum. Nýjasta nýtt í þeim efnum kalla menn Force Feedback, sem byggist á því að í stýripinnan- um eru raf- mótorar sem er ætlað að gera spila- mennskuna raunverulegri. Bestu leikjapinn- arnir eru að margra mati Microsoft-pinnarnir, sérstak- lega Sidewinder-pinnarnir sem eru með stafrænni stillingu og þarf því ekki að jafnvægisstilla í gríð og erg. Nýjasti stýripinni þeirrar teg- undar frá Microsoft er með viðbót sem kallast Force Feedback og byggist á því að í fótstykki pinnans eru rafmótorar sem bregðast við eftir því sem notandinn er að gera. Þetta kemur vel í ljós sé reynd sér- útgáfa af Interstate 76 sem fylgir með því hún er með slíkri stillingu og fyrir vikið bregst stýripinninn við með hnykkjum og þegar keyrt er á ójöfnum vegi, aukinheldur sem það fer ekki á milli mála hvað er í gangi þegar skotið er af byssu. Viðnám og tilfínning eins og hver vill Stýripinninn fellur frábærlega vel að hendinni og hnappar era all- ir innan þægilegrar seilingai’, en vinstri hendinni er ætlað að stýra hnöppum á fótstykkinu. Þegar pinninn er ekki í gangi er hann laufléttur en þegar mótorarnir taka við kemur viðnám og tilfinn- ing í hann eins og hver vill, en hægt er að stilla það. Forcce Feed- back nýtist ekki nema leik- urinn styðji það og sem stendur eru þeir leikir sem það gera ekki ýkja margir. Það stendur þó allt til bóta og ef leikurinn er ekki fyrir Force Feedback hagar stýripinninn sér eins og hver annar stýripinni með þeirri viðbót að fínstilla má viðbragðið og mótstöðuna. Flestir hafa orð á því hve hávaða- samur pinninn er, enda fara mótor- ar í gang þegar kveikt er á tölvunni og verður hver að meta fyrir sig hvort honum þykir það óþægilegt. Árni Matthíasson siqrDtshlhn hefst MRNUDHG HL. 9:00 DUO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.