Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ALÞJÓÐLEGI trú- arbragðadagurinn var fyrst haldinn árið 1950. Hann er haldinn þriðja sunnudag í janúar ár hvert. Dagurinn á upp- haf sitt í Bandaríkjun- um en er nú haldinn um allan heim. Tilgangur hans er að vekja athygli á sameiginlegum and- legum gildum og ein- ingu trúarbragða heimsins og að leggja áherslu á að heimstrú- arbrögðin eru hvetjandi afl til heimseiningar. Öll trúarbrögð eiga það sameiginlegt að þau eru leiðsögn Guðs tíl að þroska bæði einstaklinga og samfélög. Til er kínverskt máltæki sem seg- ir: „Ef þú vilt vera hamingjusamur eina nótt, þá drekktu þig fullan. Ef þú vilt vera hamingjusamur eitt ár, þá giftu þig. En vilijr þú vera ham- ingjusamur alla ævi, þá ræktaðu A garðinn þinn.“ Það er oft stór sannleikur í litlum spakmælum, en hvað er þá hægt að gera til að öðlast hamingju, ef það dugar hvorki að drekka sig fullan né að gifta sig? Þetta eru nú þau ráð sem oft er gripið til í hamingjuleit. Að rækta garð? Af fenginni reynslu af að rækta garðinn minn, þó hann gefi mér ótrúlega mikið af svo mörgu, - heilmikið, þá held ég samt að það sé ekki þannig garður sem átt er við. Jafnvel ekki heldur kínverskur garður, þó að þeir garð- ’ ar geti verið alveg heillandi af svo ótrúlegri fegurð og fólbreytileika. Nei, ég held ekki, því það er talað um að vera hamingjusamur allt lífið, og þá duga nú þessir garðar ekki til. Ekki eru heldur allir sem fá tæki- færi til að rækta svona garða eða hafa áhuga á að pjakkast í mold. Ég held að það sem átt er við í þessu kínverska spakmæli sé það sem við köllum okkar innri mann, að þar sé garðurinn sem við eigum að rækta til þess að verða ham- ingjusöm alla ævi. Eg hef einhverntíma lesið um guðlegan ræktanda og ósk um að hjörtu okkar mannanna megi verða eins og tilbúinn jarðvegur fyrir hinn & himneska garðyrkjumann. Þessi orð eru frá Abdu’l-Bahá, og hann á þar við boðbera Guðs. Þarna er hjörtum okkar mannanna líkt við jarðveg og garðyrkjumaðurinn er Mikiá úrvd rf failegum rýfflfatnaáí Slailavflr&jiHg 21 SimJ 551 405« Rcyklavik guðlegur ræktandi. Abdu’l-Bahá segir einnig að þeim sem snýr ásjónu sinni til Guðs veitist lækning á líkama, hug og sál. Ef við erum niður- dregin eða áhyggjufull, þ.a.l. ekki hamingu- söm, þarf þá ekki að lækna hug og sál? Með öðrum orðum að snúa sér til Guðs. Bahá’íar trúa að að- eins sé til einn Guð og að tilgangur lífsins sé, að læra að elska Guð og tilbiðja hann, og undirbúa sig þannig undir annað líf sem er líf sálarinnar og andans. Þó að Guð sé í kjarna sínum óþekkjanlegur hefur hann í gegnum aldanna rás valið að gera sig kunn- an gegnum guðlega boðbera sína Hver hinna guðlegu spámanna, segir Jóhanna S. Ingvars- dóttir, hefur birt fagn- aðarerindi um komu eftirmanns síns. hvern eftir annan í samræmi við skilningsgetu manna. Þessir boð- berar hafa verið eini vegurinn til þekkingar á Guði. I þeirra hópi eru stofnendur trúarbragða heimsins, eins og Abraham, Móse, Krisna, Zaraþústra, Búdda, Kristur og Mú- hameð, og svo á síðustu öld Ba- há’u’lláh, en nafnið merkir dýrð Guðs. Við köllum þetta stighækk- andi opinberun vegna þess að þær leiðbeiningar sem Guð sendir mönn- unum eru í samræmi við skilnings- þroska þeirra á hverju tímaskeiði, svo augljóst er að þær leiðbeiningar sem opinberaðar voru á síðustu öld henta best fyrir okkar tíma. Bahá’u’lláh ritaði: „Vitið með vissu að kjarni allra spámanna Guðs er einn og hinn sami. Eining þeirra er algjör." Sérhver trúarkenning er sönn, fögur og gild. Hún er hin einu skila- boð frá Guði fyrir þá öld eða það tímabil sem hún birtist á. Hún er hinn eini sannleikur, tileinkaður þeim sérstaka tíma, - en ekki end- anlegur sannleikur. Hún er bara einn hluti af einstæðri, mikilli, áframhaldandi, óendanlegri trú Guðs. Hinir guðlegu spámenn eru sam- tengdir í fullkominni ást. Hver þeirra hefur birt fagnaðarerindi um komu eftirmanns síns, og hver eftir- maður hefur viðurkennt þann sem á undan honum kom. Þeir voru í full- kominni einingu, þó að fylgismenn þeirra eigi í deilum. Til dæmis birti Móse skilaboð fagnaðarerindisins um Krist og Kristur staðfesti spá- mennsku Móse. Bahá’u’lláh hefur útskýrt að til- gangur komu hans sjálfs og komu Jesú Krists svo og komu allra hinna spámanna Guðs sé „að setja af stað umbreytingu á gjörvallri lyndisein- kunn mannkyns, umbreytingu sem muni koma í ljós bæði hið innra sem hið ytra og muni hafa áhrif bæði á innra eðli mannsins og á ytri kring- umstæður“. Bahá’u’lláh lagði mikla áherslu á að sérhver einstaklingur ætti að takast á hendur sína sjálfstæðu leit eftir sannleikanum og vænti þess ekki af neinum að hann meðtæki yf- irlýsingar sínar og sannanir með lokuðum augum. Heldur þvert á móti, setti hann í fylkingarbrjóst kenninga sinna aðvörun við blindri móttöku yfírvalds og lagði fast að öllum að nota sína eigin dómgreind á sjálfstæðan og óttalausan hátt, til þess að fullvissa sig um sannleik- ann. Hann hjúpaði því aldrei eða huldi sjálfan sig, en bauð fram sem æðsta vitnisburð orð sín og ritverk og áhrif þeirra við að gjörbreyta lífí og lyndisgerð manna. Hann miðlaði allsherjarfræðslu sem er traust undirstaða siðmenningar sem sniðin er að þörfum heimsins á því nýja tímaskeiði sem nú fer í hönd. Bahá’u’lláh segir tilganginn með sköpun mannsins þann, að hann geti þekkt Guð og tignað hann. Hann segir í einni af töflum sínum: „Ó verundarsonur! Elska mig svo að ég megi elska þig. Ef þú elskar mig ekki, getur ást mín á engan hátt náð til þín. Vit þetta, ó þjónn." Að vera ástvinur Guðs. - Fyrir marga er það eini tilgangur lífsins. Að eiga Guð sem nánasta vin sinn og félaga. Að elska Guð jafngildir því að þykja vænt um allt og alla því allir eru af Guði. Öll veröldin er sköpun Guðs. En, þannig hugsa ekki allir því Guð hefur gefíð manninum frjálsan vilja. Fólk getur valið eða hafnað, eða trassað eða bara alls ekkert kært sig um að rækta garðinn sinn eða hugsa um Guð eða vera að velta vöngum yfir trúarbrögðum eða Al- mættinu. Hvar annarstaðar en í trúar- brögðunum finnum við leiðbeining- ar fyrir andlegt líf okkar eða fyrir okkar innri mann, til að rækta þann garð sem segir í kínverska spak- mælinu að geti gert okkur ham- ingjusöm alla ævi? Bahá’u’lláh ritaði meðal annars þessi orð: „Ó þú fram- andi sem nýtur vináttu! Ljós hjarta þíns er kveikt af höndum valds míns, slökk það eigi með misvindi sjálfs og ástríðna. Græðari allra meina þinna er minningin um mig, gleym henni ekki. Ger ást mína að fjársjóði þínum og gæt hans vel eins og þú myndir gæta þinnar eigin sjónar og lífs.“ Þessi orð má finna í lítilli bók sem heitir Hulin orð. Höf- undurinn segir verkið vera eins og samþjappaðan kjama af andlegri leiðsögn fyrri trúarbragða. Hina gullnu reglu má fínna í öllum aðal- trúarbrögðum veraldar, það er að elska Guð og sækjast eftir sömu hamingju fyrir aðra og þú sækist eftir fyrir sjálfan þig. Eða, „Hvað svo sem þér viljið að aðrir gjöri yð- ur það skuluð þér og þeim gjöra“. Að lokum orð'frá Abdu’l-Bahá: ,Alhr geta verið hamingjusamir þegar allt gengur þeim í haginn, allt leikur í lyndi, þeir eru heilsuhraust- ir, þeim vegnar vel, ánægja og gleði ríkir. En sá sem er hamingjusamur þegar erfiðleikar steðja að, mótlæti dynur yfir og sjúkdómar herja á hefur sýnt fram á göfuglyndi sitt“. Höfundur er meðlimur bahá’í sam félagsins á ísafirði. Trú í heimi framtíðar Jóhanna Sigrún Ingvarsdóttir Lífeyrissjóð- irnir bregðast EFTIR allt sem á hefur gengið hjá okkur gamlingjunum eftir að elli- laun og bætur voru tekin úr sam- bandi við launataxta verkamanna í desember 1995 og þau umskipti þeg- ar ákveðið var í des. ’ 197 að tengja þetta við neysluvöruvísitölu og iaunaþróun, var tilefni til að skoða hvað gerst hafði þau tvö ár sem elli- launum hafði verið haldið í „herkví" stjórnvalda. Ellilaunin hækkuðu frá des. ’95 til des. ’97 um 12,54% (einst. kr. 12.921 í kr. 14.541). Hjá Hagstof- unni fengust þær upplýsingar að launavísitalan hefði á þessu tímabili hækkað um 12,69%, sem er næstum sama hlutfall og ellilaunin. Launavísitala Hag- stofunnar er byggð á launagreiðslum ákveð- ins fjölda fyrirtækja og stofnána. Bygging- arvísitalan hækkaði á sama tíma um 10,09%. Þegar hér var komið var tilefni til að athuga hve vel okkar eigin líf- eyrissjóðir hefðu gætt hagsmuna okkar þetta tímabil. B-deild opin- beru sjóðanna gerir þetta með því að miða við laun staðgengils og er það til fyrirmyndar, en ráðamenn og fulltrúar opinberra starfsmanna virðast á annarri skoð- un og hafa því tekið upp fyrir A- deildina sömu neysluverðsvísitölu og almennu lífeyrissjóðirnir nota til verðbóta. Við skulum sjá hverju þessi vísi- Það fer ekki á milli mála, segir Arni Brynjólfsson, að stjórnir nánast allra lífeyrissjóðanna hafa brugðist. tala skilar þeim sem hún á að vernda, - hún hefur hækkað um 4,13% frá des. ‘95 til des. ’97, - að- eins rúman þriðjung þess hlutfalls sem ríkisstjórnin „skammtaði" okk- ur á meðam við „héngum í lausu lofti“. Hagspekingar segja okkur að neysluverðsvísitalan sé fræðilega rétt þegar til lengi-i tíma er litið, en lífíð er ekki langt framundan hjá þeim sem orðnir eru 67 ára, þeir biðjast undan þessum langtímavís- indum. - Neysluverðsvísitalan er ófullnægjandi, hún rýrir eftiriaunin! Sjóðstjórnir bregðast Nú munu einhverjir spyrja hvort tilefni sé til þess að verðtryggja eft- irlaun þegar laun almennt eru ekki verðtryggð. Þessu er til að svara að launþegar á vinnumarkaði geta samið um laun sín í almennum samn- ingum og innan fyrirtækja, og fylgt þeim samningum eftir með verkföll- um, en það getur eftirlaunafólk ekki. - Þetta verður reynt að skýra hér á eftir og sýna fram á að stjórnendur lifeyrissjóða eru ekki kröfuglaðir fyrir hönd eftirlaunafólks, þótt fjár- hirslur sjóðanna séu yfirfullar og verkalýðsfélögin krefjast ekki hækk- unar eftirlauna. Svo virðist sem aðeins einn lífeyr- issjóður hafí hækkað eftirlaunin í júlí s.l. um 7,1% fyrir þá sem hættu 67 ára, sem líta má á sem hluta leiðrétt- ingar til samræmis við þær kaup- hækkanir sem urðu á vinnumarkaði fyrri hluta ársins. - Sjóðirnir eru búnir að búa við góðæri í nærri tvo áratugi og því eiga stjómir þeirra að rétta hlut þess fólks sem komið er á eftirlaun, - það á að gera strax með verulegri hækkun, leggja af hina eyðileggjandi neysluverðsvísitölu og miða verðtryggingu við staðgengilslaun og/eða launavísitölu. Eftirfarandi sýnir glöggt það sem hér um ræðir, ef miðað er t.d. við 60 þús. kr. eftirlaun: N eysluver ðsvísitala des. ’95-des. ’97 = 4,13% á 60.000 = 2.478 kr. hækkun. Launavísitala des. ’95- des. ’97 = 12,69% á 60.000 = 7.614 kr. hækkun. Hækkunarhlutfall elli- launa, sem var 12,54%, hefði gefið 7.524 kr. hækkun. Þessi viðmiðun sýnir hvað sjóðsstjórnirnar hafa á sam- viskunni miðað við mælanlegar með- alhækkanir iauna í þessi 2 ár - Neysluverðsvísitalan er ekkert nátt- úrulögmál. Launahækkanirnar ’95-’97 Til þess að skilja betur launaþró- unina þetta tímabil sakar ekki að bera saman útreikninga Kjararann- sóknarnefndar yfír mánaðarlaun ár- in ’95 til ’97, þ.e. tæplega þriggja ára tímabil: Verkakarlar kr. 117.800, árið ’95 í kr. 151.500, 2. ársfj. ’97 = 28,61% hækkun. Iðnaðarmenn kr. 152.400, árið ’95 í kr. 194.800, 2. ársfj. ’97 = 27,82% hækkun. L.v.fólk ASÍ ki'. 119.300, árið ’95 í kr. 145.900, 2. ársfj. ’97 = 22,30% hækkun. Til viðbótar þessu má geta þess að lægsti taxti í einni starfsgrein hækk- aði um 30.90% og sá hæsti um 7,95%, ákvæðisvinnan um 7,84% og desem- beruppbótin um 93,08%. (úr 13.000 í 25.100). Desemberuppbót ellilífeyris- þega hækkaði um 12,54% (úr kr. 7.132 í ki'. 8.026). Þeir sem fá eftir- laun úr almennu lífeyrissjóðunum fá enga desemberuppbót. Þær launahækkanir sem hér er getið um eru skv. gögnum frá Kjara- rannsóknanefnd, sem byggir á upp- lýsingum frá fyrirtækjum og gefa því nokkra hugmynd um hvað hefur gerst framangreint tímabil, en því miður náðu gögnin ekki lengra en fram á mitt ár 1997. Samið var við flest félögin fyn-i hluta ársins. Það fer því ekki á milli mála að stjórnir nánast allra lífeyrissjóðanna hafa brugðist og mér kemur í hug hvort verkalýðsfélögin vildu skipta á verkfallsréttinum og neysluvöruvísi- tölunni? Höfundur er í Aðgerðarhópi Árni Brynjólfsson 98.603 hamingjusamir sparifjáreigendur Landsbanki Islands greiddi eigendum Kjörbókar 823.226.753 krónur í vexti á árinu 1997. Viö stöndum vörð um sparifé viðskiptavina okkar. KJÖRBÓK L Landsbanki íslands I forystu til framtiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.