Morgunblaðið - 17.01.1998, Side 42

Morgunblaðið - 17.01.1998, Side 42
42 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ingigerður Pét- ursdóttir fæddist á Sauðárkróki 21.12. 1931. Hún lést 1998 á heimili dóttur sinnar í Garðabæ 7. janúar síðastliðin. Foreldrar hennar voru Pétur Jónsson verkstjóri, Sauðárkróki, og kona hans Olafía Sigurðar- dóttir húsmóðir frá Dýrafirði. Pétur var sonur Jóns Jónssonar bónda á Kimbastöð- um og konu hans Guðrúnar Eggerts- dóttur frá Skefilsstöðum. Ólafía móðir Ingigerðar var dóttir Sig- urðar Ólafssonar frá Dýrafirði og konu hans Dagbjartar Helgu Jónsdóttur. Systkini Ingigerðar eru Rafn (elstur), látinn 6.12. 1997, Guðrún, Dagbjört, Björg Elínborg, Guðný, Ólga, Ingi- björg Edda, Hrafnhildur Ester, sem lést sem barn, Hrafnhildur og Brynja, sem Iést 1995. Eiginmaður Ingigerðar, Sig- mundur Magnússon, fæddist ---- I desember síðastliðnum, þegar faðir minn og eini bróðir Gæu lést, hittumst við frænka síðast. Hún leit svo vel út og var kát og hress að vanda. Þótt ég vissi að Gæa væri veik, grunaði mig ekki að svo skammt yrði milli þeirra systkina. Hér forðum, þegar við bræður vorum í sveit í Skagafirði, komum við nokkrum sinnum með pabba og mömmu á Vindheima. Par bjó systir hans og fjölskylda og ekki bara það, bví einhverjir frændur voru þar alltaf í sveit. Pabbi fór ekki víða um í Skagafiri í þá daga, aðallega út á Krók í kaffi til Díllu, til Jóns skóla- stjóra til að láta okkur bræður taka á kraftamælinum og upp í kirkju- garð að leiði Pétui-s afa. En það voru bara tveir bæir í Skagafirði, þar sem okkur bræðrum þótti við komnir til náinna skyldmenna. Það var á Vindheimum hjá Gæu frænku og Sigmundi og svo þegar komið var til Sigurbjargar í Steinholti (Gýgjarhóli) systur afa. Á Vindheimum hefur oft verið margt um manninn. Fólk kemur og fólk fer, bændur úr sveitinni, skyld- fólk að sunnan, vinir úr hesta- ^mennsku eða bara ókunnugir. I allri ’^iessari umferð var Gæa ætíð mið- depill, konan sem stóð að baki bónda síns. Á fullorðinsárum mínum hafa 27.2. 1932. For- eldrar hans voru Anna Jóhannes- dóttir og Magnús Sigmundsson, sem bjuggu á Vind- heimum, Skaga- firði. Börn Ingi- gerðar og Sig- mundar eru: 1) Anna Sigríður Sigmundsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, maður Ein- ar Ólafsson lækn- ir. 2) Magnús Sig- mundsson, rekur ferðaþjónustu í Skagafirði. Kvæntur Lut Dejonghe hjúkrun- arfræðingi. 3) Pétur Sigmunds- son bóndi Vindheimum, kona hans Jóhanna Sigurðardóttir húsfreyja. 4) Sigurður Rafn Sig- mundsson, starfar hjá tölvufyr- irtæki í Reykjavík. Útför Ingigerðar fer fram í dag frá Sauðárkrókskirkju og hefst athöfnin klukkan 13. Jarð- sett verður í heimagrafreit á Vindheimum. Gæa og Sigmundur á Vindheimum átt nokkuð sérstakan sess í huga mínum og minnar fjölskyldu. Þau voru þau einu í fjölskyldu pabba, sem stunduðu búskap í sveit og þau einu, sem alla tíð hafa verið í Skagafirði. Allir í þessari stóru fjöl- skyldu, sem sótt hafa stíft í Skaga- fjörð og stundað hestamennsku hafa komið á Vindheima og átt dá- samlega daga á „ystu nöf ‘ heima á Vindheimum á hverju sumri. Þarna á „ystu nöf ‘ var oft eins og á ættar- móti um verslunarmannahelgina og mikill fagnaður fjölskyldna og frændfólks auk vina og kunningja. Þessum stóra hópi systra, frænd- fólks og vina, allt upp í fimmtíu, sex- tíu manns, gerði Gæa til geðs með því að uppfylla alls konar óskir jafnt yngri sem eldri. Það var ekki lítil fyrirhöfn að fá allt þetta fólk heim á bæ um þessa helgi í kaffi, mat, skemmtilegheit, söng og gleðskap eins og gengur á hestamannamótum. Þessi fjöl- skyldufyrirhöfn kom ofan á allt ann- að, sem þau hjón tóku á sig, á mót- unum á Vindheimamelum. Ég átti erfitt með að skilja, hvemig Gæa og Sigmundur gátu haldið þetta út, ekki síst þessu góða og glaðværa viðmóti við alla, sem komu og kvöbbuðu. Einn vantaði hamar, annan stög á tjald, þá hóf- fjaðrir eða bara einn kaffibolla og heilsa upp á fólkið. Sá settist inn í eldhús en þar voru kannski fyrir fimm eða sex í kaffi og kökum. Svona var þetta ár eftir ár allt frá því að mótin á Vallabökkum voru flutt inn á mela. Ég kjmntist Gæu frænku betur en flestum systrum pabba vegna þessara mörgu heimsókna á hesta- mannamótin, í hrossaréttirnar á haustin eða bara þegar ég átti leið um Skagafjörð. Við spjölluðum mik- ið saman og um hin ótrúlegustu mál, sem varða bændur og landbún- að, stjómmál, bamauppeldi, ætt- fræði, hestamennsku eða um falleg- ar konur og vín. Gæa hafði ákveðn- ar skoðanir á mörgu en var samt frábær hlustandi. Mér líkaði best, þegar fáir vom í eldhúsinu eða kannski þegar við voram bara tvö við eldhúsborðið, ég á bekknum og hún á móti með kaffi í óbrjótandi glasi og staup við hliðina. Hún var tillitssöm á stundum, þegar fleiri voru, og gaf þeim þá tækifæri til að blómstra áður en hún lagði eitthvað mergjað til málanna. Mér em þessar heimsóknir á Vindheima og stundimar með Gæu ógleymanlegar og þakka henni fyrir með söknuð í huga. Við Systa og börnin vottum þér, Sigmundur, börnunum og bama- bömunum einlægustu samúð okkar. Guð blessi minningu þína, elsku frænka. Pétur Rafnsson. í heyönnum í júní 1953 kom stúlka í Vindheima. Við bræður vorum fjögurra og sex ára og skildum það ráðslag ekki að fá vinnukonu á bæ- inn í stað vinnumanns, enda botnuð- um við víst lítið í gangi lífsins á þeim ámm. Við heyrðum af tali fólks að það þyrfti að vinna á túni, reka skepnur á fjall og sinna bú- verkum. Allt voru þetta karlmanns- verk í okkar huga. Það var okkur nokkur ráðgáta í hvaða erindagjörðum Ingigerður var, og hvorki vissum við hvaðan hún kom né hvort hún væri gest- komandi til lengri eða skemmri tíma. Fljótlega rann þó upp fyrir okkur að við höfðum eignast skæð- an keppinaut um hylli frænda okk- ar, Sigmundar, en einnig góðan fé- laga. í þessari keppni vomm við dæmdir til að tapa og fór vel á því. Þau bundu sitt trúss þetta sumar og stofnuðu til búskapar á Vindheim- um. Raunar kom Ingigerður að sunn- an - úr Njarðvíkum - í Vindheima. En hún var vön sveitastörfum og þekkti lífshrynjandina í Skagafirði enda fædd og uppalin á Sauðár- króki. Ung stúlka dvaldi hún á Reykjum í Tungusveit, næsta bæ við Vindheima. Þá er meira en lík- legt að hún hafi farið gangandi eða á hestum um holt og drög Reykja- tungunnar, en lönd Vindheima og Reykja liggja þar saman. Þetta eru því hennar heimahagar og er vel að hún skuli nú borin til hinstu hvílu í heimagrafreit á Vindheimum. Flest eigum við ættir okkar að rekja til sveita. Móðir Ingigerðar var að vestan en faðirinn Skagfirð- ingur. Nú til dags sætir það undran að hjónum verði fjórtán bama auðið og að þrettán komist til manns, tólf systur og einn bróðir. Ingigerður er sprottin úr slíkum jarðvegi en það segir allt sem segja þarf; hver varð að bjarga sér. Sveitin hafði aðdráttarafl og hef- ur enn. Þangað hafa systur hennar og bróðir og þeirra börn sótt, þegar færi gefst. Gestagangur ættmenna, sveitunga og kunningja hefur því ávallt verið mikill á Vindheimum svo lengi sem við bræður munum. Hópur unglinga hefur verið þar til sumardvalar og enn aðrir til ársvist- ar. Gestrisni þeirra hjóna, Ingigerð- ar og Sigmundar, er viðbrugðið og ekki farið í manngreinarálit, hvort á ferð hafa verið ættingjar eða kunn- ingjar, ungir eða aldnir, sveitungar eða aðkomnir. Hér sannast einfald- lega máltækið að „maður er manns gaman“ kjósi menn svo. Óvíða er fegurra yfir Skagafjörð- inn að líta en frá Vindheimum. Gestir og gangandi fitja ekki upp á þessu málefni til að deila um. Hitt er svo annað að Vindheimar vom fram um 1960 samgöngulega ein- angraðir. Akvegur var enginn og búskaparhættir með gamla laginu. Þarfasti þjónninn var notaður til allra verka; ferðalaga, útreiða og við daglega búsýslu. í þessu tók Ingi- gerður fullan þátt auk þess að vera húsfreyja á fjölmennu heimili. Að útiverkum jafnt sem innandyra gekk hún af röggsemi og töluverðri stjómsemi, þótti okkur bræðrum stundum. í tímans rás hafa búskaparhættir breyst. Nýir ættliðir taka við bús- forráðum og vinnumenn koma og fara. Skyldurnar breytast, einnig hjá þeim eldri. Að vera fjögurra barna móðir og amma hóps bama- barna kallar á sitt. Hennar eigin böm áttu í henni afbragðs trúnaðar- vin og hollráða móður og bama- bömin hafa fetað í þessa slóð. Undanfarin misseri hafa ótíma- bær dauðsföll og eigin veikindi steðjað að. Þessu hefur Ingigerður fóstra tekið af jafnvægi og æðru- leysi. I desember sl. glöddumst við tvívegis og engan bilbug var þá á henni að finna. En máltækið segir „eigi má sköpum renna“. Ef til vill var það ekki svo fjarri Ingigerði að líta einmitt þannig á tilverana og örlög sín. Við bræðumir frá Vindheimum eigum þar okkar rætur. Þangað fluttumst við ungir að áram, fyrst í skjól ömmu okkar og afa, meðan þeirra naut við, en síðar undir verndarvæng Ingigerðar og Sig- mundar. Framtíð fólks um og upp úr fermingu er jafnan óráðin, en með aldrinum höfum við og okkar fólk í vaxandi mæli sótt í heimahag- ana. Börn okkar hafa kynnst störf- um til sveita, fegurðinni og vináttu ættmenna. Hvað er þetta annað en lífið sjálft? Þar sem leiðir nú skilja þökkum við Ingigerði lífsfylgdina. Megi hún hvíla í friði. Magnús og Pétur ÓIi Péturssynir. Mig langar í fáum orðum að minn- ast móðursystur minnar Ingigerðar Pétursdóttur (Gæu) frá Vindheim- um í Skagafirði sem nú er látin eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Enn hafði maðurinn með ljá- inn verið á ferð og höggvið skarð í systkinahópinn með aðeins fárra vikna millibili. Það er stutt á milli gleði og sorg- ar og skammt á milli lífs og dauða. Sá vegur sem við fetum okkur eftir í lífinu er ekki alltaf gatan greið og hver ferð er sem henni lýkur. Þegar kona á besta aldri er kvödd af vett- vangi finnur maður fyrir vanmætti sínum og hversu maðurinn má sín lítils gagnvart æðri máttarvöldum. Að horfa á eftir þeim sem manni eru kærastir er erfitt en eftir stend- ur minningin um konu sem alltaf var tilbúin að gefa af sér og styðja aðra. I tíu sumur naut ég þess að vera í sveit hjá Gæu og Simma á Vind- heimum, fyrst við leik, síðar störf. Nokkuð sem er hverju barni og unglingi ómetanlegt. Það þóttu for- réttindi að vera í sveit á þeim tíma og mín sveit var fyrir margar sakir sérstök og lærdómsrík fyrir ung- linginn. Héraðsvötnin, Svartá, Reykjatunga og Skiphóll afmörk- uðu leikvöllinn og í fjarska sást Mælifellshnjúkur í suðri, Efri- byggðarfjöllin í vestri, Glóðarfeykir í austri og Hegranes í norðri með Málmey og Drangey sér við hlið. Hvergi er sólarlag jafn fagurt og í hlaðinu á Vindheimum. Þessara ára minna á Vindheimum minnist ég með þakklæti. Glaðværð og hláturmildi, sem létti allra lund, einkenndi Gæu og óréttlæti heimsins var frænku ekki að skapi og mannvonska víðs fjarri. Það var alltaf gott til hennar að leita, hún var úrræðagóð og hjálp- fús og alltaf hafði hún tíma til að spjalla. Að vera Skagfirðingur er ekki eingöngu að fæðast eða búa í Skagafirði, það er lífsstíll, áhugi á hestum og söng er sjálfsagður hluti + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA J. INGVARSDÓTTIR, Dalbraut 27, andaðist á Landspítalnum að morgni fimmtu- dagsins 15. janúar. Katrín og Inga Jóna Sigurðardætur. t Elskulegur eiginmaður minn, sonur okkar, tengdasonur, faðir, bróðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ELÍAS PÁLSSON, Drekavogi 14, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Erla Hákonardóttir, Páll Halldór Guðmundsson, Gróa Sigurlilja Guðnadóttir, Albert Pálsson, Ólöf Sigurjónsdóttir, Hákon Heimir Kristjónsson, Erla Rún Guðmundsdóttir, Ólafur Heimir Guðmundsson, Anna Valgerður Jónsdóttir, Páll Liljar Guðmundsson Gígja Þórðardóttir og Sölvi afastrákur. INGIGERÐUR - PÉTURSDÓTTIR af lífinu og það átti við um Gæu að kunna meta og njóta hvors tveggja. Reiðtúramir um Hólminn eða öll þau tilefni sem gáfust til að taka lagið, þar sem stemmt var saman og sungið margraddað, er nokkuð til að minnast. Það var gjaman gestkvæmt á Vindheimum og ófáir era þeir sem setið hafa til borðs í eldhúsinu og þegið kaffi og nýbakaða jólaköku. Að koma úr göngum og réttum svangur og þreyttur og fá kjötsúp- una góðu var alltaf tilhlökkunarefni eða bara sitja og spjalla, yfir kaffi- bolla, um lífsins gagn og nauðsynj- ar. Margar eru minningarnar sem ég geymi um þig, elsku frænka. Elsku Simmi, Anna, Magnús, Pétur og Siggi, guð styrld ykkur og blessi. Blessuð sé minning Ingi- gerðar Pétursdóttur. Jón Rafn Pétursson. Það vora þungbær sorgartíðindi sem móðir okkar flutti okkur mið- vikudaginn 7. janúar sl. Ingigerður frænka var dáin. Gæa eins og hún var ávallt kölluð, er farin frá okkur. Horfin af þessum vettvangi yfir í annan heim. Svo tengdar æsku okk- ar systldnanna og uppeldi vora fáar konur, og í endurminningunni skip- ar Gæa sérstakan sess. Okkur lang- ar til að minnast þessarar frænku okkar, sem lést um aldur fram, í fá- um orðum. Það var okkur systkinum ætíð mikið tilhlökkunarefni að fara í sveitina. Þangað fóram við oft yfir sumartímann í mörg ár. Þar áttum við athvarf og foreldrar okkar undu sér þar vel og fannst gott að koma vestur eins og við Akureyringarnir kölluðum Sveitina okkar stundum. Og Sveitin okkar var á Vindheimum í Skagafirði, því þar bjuggu Gæa móðursystir okkar og Simmi ásamt krökkunum Önnu Siggu, Manga, Pétri og Sigga. Þar kynntumst við öllu því sem Sveitin er barnshjart- anu. 0g það era bjartar minningar sem gott er að rifja upp. Á leiðinni vestur var það okkur iðulega keppikefli, hvert kæmi fyrst auga á Vindheima. Við styttum okk- ur stundir í Blönduhlíðinni við að rifja upp bæjarnöfn og gleymdum okkur oft við það, svo það var faðir okkar sem ræskti sig góðlátlega og benti okkur á rauðu þökin handan Héraðsvatnanna. Bránni yfir Héraðsvötnin fylgdi langur afleggjari með Mælifell gnæfandi yfir Vindheimum í suðri. Skamma stund hvarf bærinn okkur sýnum, þegar beygt vai’ upp á milli hárra hóla, sem eitt sinn ku hafa verið fjarðarströnd. Svo komu Mel- arnir í ljós, síðan bæjartúnið og að lokum heimkeyrslan upp að bænum á Vindheimum. Sjaldan brást það að fólkið hafði haft njósnir af okkur og Gæa var komin út á hlað og tók fagnandi á móti okkur. Þannig minnumst við Gæu. Með opna arma fyrir utan bæinn, bjóð- andi okkur velkomin í Sveitina. Það var gott að setjast á svarta bekkinn við eldhúsborðið og þamba glænýja mjólk og af bakkelsi var alltaf gnótt. Oftar en ekki sátu sveitarsnillingar við borðið og þágu kaffi og með því, eins og Sveinn á Varmalæk og voru umræðuefnin lifandi og skemmtileg eftir því. Þegar við eldumst verðum við margs vísari og læram að meta vissa hluti, sem æska, uppeldi og umhverfi færa okkur. Þar á meðal er Sveitin okkar og kynnin af Gæu, sem í uppvextinum var alltaf Gæa, systir mömmu, konan hans Sig- mundar á Vindheimum og húsfreyj- an á bænum, og það var ekki fyrr en við stálpuðumst, að við skildum hve einstök Gæa var og mikið gull af manni. Frænka okkar barðist hetjulega við válegan sjúkdóm. Hún var köll- uð á brott 7. janúar, fyrr en nokkurn hefði grunað, mánuði á eft- ir Rafni bróður sínum. Góður Guð varðveiti þig, frænka, og geymi fólkið þitt og styrki í þess miklu sorg og missi. Pálmi Ragnar, Katrín Ólína, Ragnhildur Ólafía og Dagbjört Helga Pétursböm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.