Morgunblaðið - 17.01.1998, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ______________________
FÓLK í FRÉTTUM
LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA
Stöð 2 ►13.10 Hádegismyndin er að
vervju fyrir alla fjölskylduna. Ævintýri
Sinbads (The Golden Voyage of Sin-
bad, ‘74), er prýðileg sem slík. Efnið
er sótt í Þúsund og eina nótt, um sæ-
fara sem finnur landakort er færir
hann á vit ævintýranna. Ein fyrsta
mynd brellumeistarans Ray
Harryhousen en leikstjórnin í höndum
Gordon Hessler, sem enn fæst við
risavaxnar B-myndir vel yfir meðal-
lagi. Sú síðasta var Star Truckers
Sýn K21.00 Brellumeistari úr kvik-
myndaheiminum (Barry Brown) er
fenginn til að sviðsetja morð á mafiósa
en mysan er morandi í möðkum. Við
AI gáfum Sviðsett morð (F/X
Murder by Illusion, ‘86) ★*'/2 og
sögðum myndina „...mjög frambæri-
legan þiiller með góðum leikarahópi
og ágætum húmor en lengi að koma
sér að efninu og ekki alltaf þrungin
spennu..." Með Brian Dennehy og
Cliff De Young. Leikstjóri Robert
Mandel.
Stöð 2 ►21.00 Hart á móti hörðu:
Leyndarmálið (Hart to Hart:
Secrets of the Hart, ‘92) er einsog
nafnið bendir til, sjónvai-psmynd um
Harthjónin (Robert Wagner, Steph-
anie Powers), sem eitt sinn nutu vin-
sælda í samnefndri þáttaröð. Pyrir að-
dáendurna.
Sjónvarpið ►21.15 Síðustu stráka-
pörin (The Lies Boys Tell, ‘94), er
gamall kunningi úr myndbandageiran-
um, sjónvai'psmynd um dauðvona
mann (Kirk Douglas) sem leggur land
undir fót ásamt svarta sauðnum syni
sínum (Craig T. Nelson). Dulítið vina-
leg og skondin gamanmynd um gaml-
Úr safni leiðtoga eða
uppreisnarmanns?
ÞAÐ ER á engan hallað þó
fullyrt sé að Spike Lee sé
kunnasti og afkastamesti
þeldökki kvikmyndagerðar-
maður Bandaríkjanna um
þessar mundir. Og einn sá um-
deildasti. Lee hafði ekki lokið
námi við kvikmyndadeild New
York University þegar fyrsta
mynd hans, Joe’s Bed-Stuy
Barbershop: We Cut Heads var
frumsýnd 1983 og vakti mikla
athygli. M.a. sýnd í Lincoln
Center. Síðan hefur Lee gert
urmul mynda. Hann er rétt-
nefndur kvikmyndaskáld, þar
sem hann bæði skrifar og leik-
stýrir myndum sínum auk þess
að framleiða þær og fara oft-
ast með hlutverk. Myndir hans
hafa flestar verið lofaðar í há-
stert en margir hafa gagnrýnt
ofbeldið og nokkuð einlita
mynd sem hann dregur gjarn-
an upp af samskiptum kynþátt-
anna. Hvítir segja hann ala á
uppreisnaranda, litaðir líta á
hann sem leiðtoga. Þó hafa
myndir hans ekki fengið um-
talsverðar viðtökur, aðsóknin
oftast valdið dreifingaraðilum
miklum vonbrigðum og tjóni,
ekki síst hin fokdýra Malcolm
X, ‘92.
Lee heldur sínu striki, hvað
sem tautar og raular.
Crooklyn, ‘94, er sjálfsævi-
söguleg, einsog margar aðrar
myndir hans. Delroy Lindo
leikur heimilisföður í Bedford-
Stuveysant hverfinu á áttunda
áratuginum. Rokk og önnur
popptónlist hafa gert þennan
jasstónlistarmann atvinnulaus-
an. Móðirin og kennslukonan
(Alfre Woodard) reynir að ná
endum saman og hafa hemil á
fyrirferðarmiklum krakkahóp.
Ekki ein af bestu myndum
Lees, en fínasta skemmtun
sem gefur skondna og dramat-
íska innsýn í heimilishald við
strembnar aðstæður. Vel leikin
og skrifuð, enda byggð á Qöl-
skyldu höfundarins og jass-
músikantinn, faðir Lees, semur
tónlistina.
Sæbjörn Valdimarsson
ingja sem langar að upplifa æskuslóð-
irnar í hinsta sinn með vandræða-
gemlingnum, syni sínum. Douglas er
nokkuð góður, Nelson slarkfær en
myndin er brokkgeng og gengur á
köflum útí öfgar (golfleikurinn er ekki
gott innlegg). ★★
Stöð 2 ►22.30 Það hefur verið hljótt
um Fuglinn í flöskunni (Crazy Hong
Kong, ‘93), þriðju myndinni í röð sem
kennd er við The God’s Must be
Crazy, ‘81. Þær fóru versnandi. Þessi
er gerð af Hong Kong mönnum með
Nixau karlinn í aðalhlutverki. Nú í
ógöngum í bresku nýlendunni, fyir-
verandi. Kókflaska kemur líka við
sögu. Kannxske er það sú sem setti
alla vitleysuna í gang? Það kemur í
ljós.
Sjónvarpið ►22.50 Ekkert er að
finna um þýsku sakamálamyndina
Listrænt morð (Der absurde Mord,
‘96). Lítur ekki út fyrir að vera til-
breyting frá hinu hefðbundna, ensku-
mælandi fóðri sjónvarpsglápara.
Einkaspæjari rannsakar dularfullt
morð... Leikstjóri Rainer Bár, í aðal-
hlutverkum Peter Sattmann og Nina
Hoger.
Stöð 2^0.05 Óvenjumikið af ómerk-
ingum í kvöld. Kóngulóin og flugan
(The Spider and the Fly, ‘94), er ein
þeirra. Óþekkt stærð þó leitað hafi
verið með logandi ljósi. Sjónvarps-
mynd þar sem Mel Harris leikur
reyfarahöfund sem skrifar bók með
sögufléttu sem skömmu síðar endur-
tekur sig í raunveruleikanum.
Stöð 2 ►1.30 Crooklyn,(‘94)
Sjá umfjöllun í ramma.
Sæbjörn Valdimarsson
Tékkaðu á rauðu
bókinni þinniog
gáðu hvort
númerið 16074
er prentað ihnan
á baksíðuna.
A*
H
Efsvo er
...hefurþú unniö tveggja,
vikna ævintýraferö til Afríku
meö Encounter Overland og
ert beöin(n) um aö vitja
vinningsjns á Feröaskrifstofu
stúdenta fyrir næstu áramót.
FERÐASKRIFSTOFA
STÚDENTA
-kjarnimálsins!
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 55
CHA * CHA
Oplð sunnudag kl 13-17
CHA * CHA
Kringlunni
Kennsla í
byrjenda og
framhalds-
flokkum hefst
dagana 26. til
31. janúar n.k.
10 vikna
námskeió.
LiJ
Skákskóli
f S L A N D S
ALþjóðlegir
titilhafar
annast aLLa
kennslu.
Kennt veróur frá kl. 17.00-19.00 aLLa virka daga og
frá kL. 11.00-12.30, 12.30-14.00 og 14.00-16.00
um helgar.
Einnig fer fram skráning í hina vinsælu
fuLlorðinsflokka.
KennsLubókin Skák og
mát eftir AnatoLij
Karpov nýbakaðan
heimsmeistara er
innifaLin í námskeiðs-
gjaLdi í byrjenda-
flokkum.
Nánari upplýsingar og skráning aila virka daga og
helgarfrá kl. 10.00-13.00 i síma 568 9141.
Athugið systkinaafiláttinn
...I-------I-----------I_____h -
lokað í dog
útsolcin hefst
sunnud. 18. jonúor
kl. 13-18
v* v*
xV’at bong$i
bonkostræti 1
sími 552 8310