Morgunblaðið - 17.01.1998, Side 56

Morgunblaðið - 17.01.1998, Side 56
'56 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Bassey sýknuð SÖNGKONAN Shirley Bass- ey hefur verið sýknuð af ákæra þess efnis að hafa löðr- ungað fyirverandi samstarfs- konu sína, kallað hana ,júða- tík“ og því næst rekið hana. Bassey, sem er nú 61 árs, grét af gleði er dómurinn var kveð- inn upp og sagði að það hefði valdið sér miklu hugarangri að fyrrverandi vinkona skuli hafa borið hana slíkum sökum. Umrætt mál hefur skrölt í kerfinu síðan áiið 1993, er umræddur atburður er sagð- ur hafa átt sér stað. Staifs- maðurinn, Hilary Levy, hafði veríð með Bassey í 15 ár, lengst af sem náinn ráðgjafi og vinur, en hún bar að Bass- ey hefði tryllst af bræði í veislu eftir tónleika í Suður- Afríku. Hún hafi verið drukk- in, lagt á sig hendur og kallað sig niðrandi nöfnum. Brott- reksturinn hefði auk þess ver- ið ólögmætur. Levy hefur ekki aðeins tap- að máíinu, heldur þarf hún að öllum líkindum að greiða 82 þúsund dollara lögmanns- kostnað Basseys. Dagskrár 1 þykjustunni ÞEGAR horft er lengi á sjónvarp kemur í ljós að dagskrá þeirra stöðva sem völ er á, en þær geta verið nokkuð margar, er næsta fábrotin. Þetta á líka við um kvik- myndir. Gerð þeirra hefur til- hneigingu til að falla í ákveðna farvegi sem síðan standa óbreytt- ir í áratug eða svo. Núna eru hrikalegar hamfaramyndir í tísku og hafa verið nokkuð lengi, einnig byssuleikir ýmiskonar, sem þykja góð skemmtun en þá um leið eru kvikmyndahúsagestir að horfa á manndráp sér til skemmtunar. Hræsnin liggur svo í því, að á sama tíma og fólk horfir á tíu manns drepin að gamni sínu má ekki birta mynd í blaði af manni sem hefur farist af slysförum. Þetta gengur erfiðlega að skilja sums staðar í blaðaheiminum. Fréttir hafa undanfarið verið að berast af manndrápum í Alsír. Aldrei koma neinar myndir þaðan af ódæðisverkunum nema blóð- flekkir á lökum og koddaverum. Sjónvörp eru eðlilega háð þessu mati. Þau eru bara hörð í þykjust- unni og tala um að senda út í „beinni“, sem á að vera eitthvað ákaflega hetjulegt, en er kannski bara af nýborinni rollu í febrúar. Hér á landi hafa heilir atvinu- flokkar fengið á sig hetjublæ eftir því hvaða starf þeir hafa stundað og á hvaða tíma. Eitt sinn vora þeir tímar, þegar vegir á Islandi voru næstum engir eða ófærir að mestu, svo íþróttamenn þurfti til að aka um þá. Þá vora bílstjórar í hávegum hafðir; rútubílstjórar, vörubflstjórar og þeir sem keyrðu fólksbfla. Enginn leit við manni, sem keyrði hest og kerru. Seinna komu flugmenn, sem þóttu af- burða snjallir og voru um tíma mestu kempur landsins. Það var eins og sumum þeirra þættu fjallavindar hér heima ekki nógu hættulegir. Þá fóru þeir í stríðið og urðu frægir orrustuflugmenn. Nú hefur þessu öllu hrakað. Með breyttri tækni gengur stöðugt ver að lifa hættulega og svo er komið að sjónvarpsmenn eru teknir við af þeim sem lifðu hættulega í aug- um almennings, þótt allt starf þein-a sé meira og minna unnið í þykjustunni. Jafnvel útsending í beinni er ekkert hættuleg, heldur hafa sjónvarpsmenn kosið að dreifa þessu orði meðal almenn- ings til að láta líta svo út sem mikið sé í húfi. Orðið er aftur á móti tækniröfl sem kemur áhorf- endum ekkert við. Með því að eiga kost á einum tíu til tólf rásum er hægt að ná saman sæmilegri kvölddagskrá hverju sinni. Kvölddagskrá ís- lensku sjónvarpsstöðvanna er heldur fátækleg hverju sinni og kemst oft upp í vana tímunum saman. Ein- hverrar sam- keppni gætir á milli stöðvanna, en kannski er hún líka í þykjustunni. Stöð 2 hefur náð Simpson fjöl- skyldunni undir sig og ensku knattspyrnunni næstu öldina eða svo. Og svo eru þeir komnir með nýjan þátt með frægri amerískri sjónvarpskonu, Barböru Walters, sem á að vera einskonar Vala Matt hjá Ríkissjónvarpinu. Þannig reynum við á Islandi að vera með frægt fólk í sjónvarp- inu, eins og Walters fyrir vestan, en frægðin hér heima miðast því miður aðeins við ölstofur við Laugaveginn og í miðbænum, þegar ameríska konan getur keyrt á allri Hollywood saman- lagðri. Svo kom Sigmundur Ernir hjá Stöð 2 í síðustu viku með nýj- an þátt um fólk heima hjá sér og byrjaði hjá Báru Siguijónsdóttur. Það var vel heppnað, enda Sig- mundur fær sjónvarpsmaður og sjóaður, en Bára sýndi sitt merki- lega heimili og muni úr fjörrum heimshornum, sem hún og Pétur Guðjónsson maður hennar höfðu safnað á ferðalögum. A sínum tíma þótti mörgum sem það væri óðs manns æði að stofna til sjónvarpsrekstrar á Is- landi. Nú um áramótin fór sá maður á eftirlaun, sem fyrstur kom til starfa hjá ríkissjónvarp- inu. Það var Pétur Guðfinnsson, síðasti útvarpsstjóri. Hann sagði nokkuð frá sjónvarpsrekstrinum í áramótaræðu sinni nú síðast. Það var allt vel og rétt mælt. Sjón- varpið sætti oft nokkurri gagn- rýni á fyrstu árum sínum. Það var vegna þess að til of mikils var ætlast af hinni ungu stofnun. Enn er ætlast til mikils af sjónvarpinu íslenska. En það getur ekki fært fjöll úr stað. Það er eins og mörg önnur tækniundur þessarar ald- ar, sem blómstra best í þykjust- unni. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI LOKADAGUR ÚTSÖLUNNAR iýjumvöwm. UttuviðhjáoWM ’Lalltað75%afsláttmeðanl« iAGURINN ER í DAGl Opiðtilkl. 16:00 ídag Faxafeni5 Sími 533 2323 tolvukjor@itn.is HÆTTIÐ AÐ DREPA BÖRNIN OKKAR! ALÞJÓÐLEGUR BARÁTTUDAGUR GEGN VIÐSKIPTABANNI Á ÍRAK DAGSKRÁ LAUGARDAGINN 17. JANÚAR: 12:00 Kirkjuklukkur hringja 16:00 Almennur borgarafundur í Ráðhúsi Reykjavíkur Fundinn setur Guðrún Agústsdóttir, forseti borgarstjórnar Ávörp flytja: • Sigurður A. Magnússon rithöfundur • Arnþór Helgason, fyrrum formaður Oryrkjabandalags Islands • Kristján Arnason verkamaður (jólasveinninn í Bagdad) • Ögmundur Jónasson," alþingismaður og formaður BSRB Að loknum fundi verður gengin blysför að Alþingishúsinu með áskorun á íslensk stjórnvöld. Síðan fer fram friðarvaka/bænastund í Dómkirkjunni í Reykjavík Allir hjartanlega velkomnir Eftirtaldir aðilar styrktu þessa auglýsingu: Friður 2000 - Dagsbrún/Framsókn - MFÍK - RÚN - Sjáið myndaseríu frá ferð Friðar 2000 til Bagdad í Séð og heyrt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.