Morgunblaðið - 10.02.1998, Side 1

Morgunblaðið - 10.02.1998, Side 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 33. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR10. FEBRÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS HALLDOR KILJAN LAXNESS ER ALL UR Klukkurnar hættar að tifa en skáldið lifir í verkum sínum Eftir Matthías Johannessen KNUT Hamsun hafði ástríðufullan áhuga á klukkum. Nú eru þær hætt- ar að tifa eins og hjarta hans. Pað er einungis í verkum mikilla skálda sem tíminn stendur kyiT. I tíma- lausum skáldverkum eru klukkurn- ar hættar að tifa. Þar er tíminn sigr- aður; enginn dauði, engin tortíming. Halldór Kiljan Laxness skrifaði um tvær klukkur í skáldverkum sín- um. í annarri var brestur. Samt glumdi hún fátækri þjóð til dýrðar, „svo var klukkan forn að einginn vissi leingur aldur hennar með sannindum. En um það er sagan hefst var laungu kominn brestur í þessa klukku og elstu menn þóttust muna hljóm hennar skærari. Samt undu gamlir menn enn þessari klukku." Og hann blandaðist niði Öxarár. Hin klukkan var eins konar for- boði eins og segir í Sjömeistarasögu; skáldleg spásögn. Til þeirrar klukku rakti Halldór Kiljan Laxness ættir sínar. I Innansveitarkroniku segir svo: „Hann séra Jóhann sagði bara gef oss í dag vort daglegt brauð og gaf hrossunum brauðið. Segi ég sisona við séra Jóhann, Það var þá vitið meira eða hitt heldur að vera að gefa ræflinum henni Stóru-Gunnu gullpeníng, hvað á hún Mókolla mín svosem að gera við gullpeníng!" Fólk á borð við Stóru-Gunnu og séra Jóhann hefur verið Halldóri Kiljan Laxness hugleikið yrkisefni. Það er kvikan í skáldskap hans. Með aðstoð þessa fólks hefur honum öðrum fremur tekizt að benda á bágindi heimsins án þess úr yrði vella eða skinhelgi. Samt var Stóra-Gunna eini raunverulegi kapítalistinn sem hann hafði kynnzt. Hún var engum háð því hún átti ekkert. Frjáls eins og fuglinn í því umhverfi fjallræðu- fólksins sem skáldskapur Halldórs Kiljans Laxness fjallar um að miklu leyti. Halldór Kiljan Laxness skrifaði fyrstu grein sína í Morgunblaðið fjórtán ára gamall. Hún birtist þriðjudaginn 7. nóvember 1916 og má vera að dagsetningin sé að ýmsu leyti táknleg. Greinin fjallar um fólk sem hefur gert veröldina bærilegri með yfirsýn og viðmóti. Þar koma við sögu Guðný Einarsdóttir amma ömmu hans og minnisstæðustu fyr: irmyndir Brekkukotsannáls. I fimmtánda kafla Sjömeistarasögu, Frændsemi við klukku, segir Hall- dór Kiljan Laxness um þessa grein: „Ritgerð undirritaðs um gamla klukku 1915 sem ég mintist á hér að framan, jafngilti þvi hjá Sigurði skólameistara að pilturinn sem hélt á penna hefði stigið þarna fram fyrir fólkið og sagt góðan dag, hér em eg. Þetta fanst hárómantískum meist- ara okkar alla ævi minnisvert og einhvernegin fela í sér forboða og spásögn; jafnvel sambland úr hug- myndinni um höll Braga þar sem skáld kveðja sér hljóðs og segja til sín, eða Wagners-senunni þar sem gralsriddarinn stígur fram og sýng- ur nafn sitt Lohengrin, frelsar ást- konu sína og hverfur." í blaðagrein þessari, sem heitir Gömul klukka, segir m.a. svo: „Til er klukka sem átti íyrr Isleifur Einars- son etazráð á Brekku á Alftanesi, áður sýslumaður á Geitaskarði í Húnavatnssýslu. Mun hún hafa ver- ið fengin hingað til lands á öndverð- um síðasta fjórðungi 18. aldar. Klukka þessi hefir íylgt ætt f.E. nú um 100 ár, utan nokkur ár.“ Síðan segir skáldið unga að ísleifur Ein- arsson hafi verið „hugmaður og dugnaðar" og hafi hann unnað fram- fórum þjóðarinnar á öllum sviðum, eins og komizt er að orði. „Fyrsti endurbætti vefstóllinn kom hingað fyrir útvegun hans, sendur systur hans frá útlöndum. Sú kona var amma ömmu þess er þetta ritar - Guðný Einarsdóttir að nafni.“ Þá segir skáldið unga, H. Guðjónsson frá Laxnesi, að klukka þessi hafi að sögn verið ein hin fyrsta, er til landsins fluttist; margt hafi á daga hennar drifið og frá mörgu gæti hún sagt hefði hún mál. „Fyrsta klukk- an, er amma þess, er þetta ritar, sá, var Brekkuklukkan víðfræga. Það var um 1841. Var þá ísl. Einarsson látinn.“ Nokkru síðar varð eldsvoði á Brekku, „fáu varð bjargað en þó klukkunni.“ Síðan fær íyrri kona Páls Melsteðs, Jórunn að nafni, klukkuna í heimanmund, en svo er henni fleygt í ruslið. En klukkunni góðu er bjargað, hún er gerð upp og loks er hún gefin ömmusystur skáldsins, Guðrúnu Klængsdóttur, konu Magnúsar Einarssonar í Mel- koti í Reykjavík. „Guðrún er systir ömmu þess, er þetta ritar. Klukkan er því komin í ættina aftur.“ Guðrún Klængsdóttir dó 1914 og er klukkan þá í eigu manns hennar, „nú flutt að Laxnesi í Mosfellssveit; þar innan vébanda ættarinnar." Og nú stendur H. Guðjónsson frá Laxnesi, fjórtán ára, „augliti til auglitis við helgi- dóma fortíðarinnar". Sjá niðurlag: „Sá sem ekki lifír ískáldskap ..." á miðopnu Ljósmynd/Magnús Hjörleifsson Opinber útför skáldsins verður gerð frá Kristskirkju HALLDÓR Kiijan Laxness lézt að Reykjalundi í fyrrakvöld. Hann fékk hægt andlát í svefni á tí- unda tímanum og var Auður kona hans hjá hon- um. Áður hafði séra Jakob Rolland veitt honum smurningu sjúkra að kaþólskum sið. Islenzk þjóð syrgði skáld sitt í gær, fánar blöktu í hálfa stöng og forseti og forsætisráðherra fluttu ávörp í íjöl- miðlum og á Alþingi. Ríkissljómin ákvað að útför Halldórs Kiljans Laxness færi fram á vegum hins opinbera. Hún verður gerð frá Kristskirkju, Landakoti, en skáldið verður jarðsett að Mosfelli í Mosfellssveit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.