Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 6

Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 6
6 ÞRÍDJUDAGUR lö'. FEÉátJAR 1998 MÖRGUNB LAÐIÐ FRETTIR Halldór Ásgrímsson segir að ríkisstjórnin hafí ekki átt marga kosti Lagasetning felur ekki í sér endanlega lausn Sjávarútvegsráðherra segir það vonbrigði að sj'ómannadeilan skuli ekki vera leyst með samningum HALLDOR Asgrímsson utanríkis- ráðhen-a og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segja að það séu mikil vonbrigði að útvegs- mönnum og sjómönnum skuli ekki takast að leysa ágreining sín í milli með samningum. Halldór segir að í reynd sé lagasetning ekki annað en frestun á vandanum. Eina var- anlega lausnin sé samningur milli deiluaðila. „Ég hef litið svo á að sjómenn og útvegsmenn ættu að leysa þessa deilu sjálfir. Ég hef haft trú á að þeir gætu það, en eftir að upp úr slitnaði á sunnudag og ríkis- sáttasemjari gerði okkur grein fyrir því hver staða málsins væri og eftir viðtöl við fulltrúa samn- ingsaðila í morgun, sem lýstu al- veg sama mati á stöðunni, mátti vera alveg ljóst að ríkisstjómin yrði að grípa inn í deiluna,“ sagði Þorsteinn. Tveggja þrepa lausn Þorsteinn sagði að alla tíð hefði veríð ljóst að ekki yrði hægt að leysa þessa deilu án lagasetningar. Hann hefði hins vegar vonast eftir að deiluaðilar kæmu sér saman um breytingar á lagaumhverfi sjávar- útvegsins. Þeim hefði þvi miður ekki tekst að finna sameiginlega lausn og þess vegna yrði ríkis- stjómin að standa að lagabreyt- ingu á grundvelli nefndarstarfs. „Frumvarpið felur í sér tveggja þrepa lausn. Annars vegar er verið að framlengja samninga með frið- arskyldu til 30. júní. Hins vegar mun ríkisstjómin innan mánaðar, á grundvelli nefiidartillögu, flytja lagafmmvarp á því sviði sem aðil- ar hafa verið að deila um. Það er eðlilegt að sjómenn og útvegs- menn taki afstöðu til málsins þeg- ar þær breytingar hafa átt sér stað. Sjómenn hafa fullt frelsi eftir 30. júní, til þess að notfæra sér al- menn ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur til að knýja á um ný verkfóll ef þeir eru ósáttir við stöð- una.“ Vinna samningamanna skil- aði ekki árangri Þorsteinn sagði að nefndin yrði skipuð embættismönnum, en deiluaðilar myndu ekki eiga full- trúa í henni. „Það em mikil vonbrigði að það skuli þurfa að koma til lagasetn- ingar. Það má segja að það sé ekki nein endanleg lausn sem felst í því. Það mun alltaf koma að því að deiluaðilar verða að setja niður sinn ágreining. Hins vegar er okk- ur ljóst eftir viðræður við deiluað- ila í morgun og þær upplýsingar sem við fengum frá ríkissáttasemj- ara, að það hafa orðið viðræðuslit og það em engar líkur á því að það verði boðaður fundur á næstunni. Það var því ekki annar kostur í stöðunni,“ sagði Halldór. Samkomulag verður að nást óháð lagasetningu Halldór sagði að þau atriði sem ágreiningur væri um í þessari deilu snertu breytingar á lögum. Nú hefði verið tekin ákvörðun um að gera breytingar á lögum áður en útvegsmenn og sjómenn hefðu náð saman. Á þessari stundu væri ekkert hægt að segja um hver við- brögð sjómanna yrðu þegar búið væri að gera efnislegar breytingar á lögunum, en það væri ljóst að út- vegsmenn yrðu að ná samkomu- lagi við sjómenn um kjaramál óháð þessari lagasetningu. Aðspurður viðurkenndi Halldór að það hefði verið hægt að fresta verkfalli í stað þess að aflýsa því eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. „Alþingi þarf að taka á málinu og á Áiþingi að spyrja deiluaðila áður en slíkt irumvarp er afgreitt, er þetta nóg eða er hitt nóg? Það er ekki eðlilegt að Aiþingi starfi undir alltof miklum utanaðkomandi þrýstingi. Við verðum að tryggja sem best sjálfstæði þingsins á þessu sviði.“ Halldór sagði að þrátt fyrir þessa niðurstöðu gætu hvorki út- gerðarmenn né sjómenn treyst því í framtíðinni að kjaradeilur þeirra yrðu leystar með lögum. Samn- ingamenn þeirra yrðu hins vegar að leggja sig fram um að leysa deilur. Þessi deila hefði staðið í 13 mán- uði og nú kæmi í ljós að menn væru enn á byrjunarreit. Ríkis- stjómin gæti ekki látið eins og þessi deila kæmi henni ekki við. Þegar Halldór var spurður hvort samningamenn deiluaðila hefðu staðið sig illa svaraði hann: „Þeir hafa a.m.k. ekki skilað nein- um árangri hverju svo sem því er um að kenna.“ Morgunblaðið/Golli ÞAÐ voru margir sem vildu tala við sjávarútvegsráðherrann í gær þegar ríkisstjórnin var að taka ávörðun um lagasetningu. Formaður fískvinnslustöðva Fátt annað kom til greina FORMAÐUR Samtaka fisk- vinnslustöðva teiur að ríkis- stjórnin hafi orðið að leggja fram frumvarp um frestun verkfalls sjómanna, miðað við þá slæmu stöðu sem málið hafí verið kom- ið í „Auðvitað eru það vonbrigði að ekki skuli hafa náðst lending um helgina. Eins og staðan er ( dag sýnist fátt annað en laga- setning koma til greina,“ segir Arnar Sigurmundsson, formað- ur Samtaka fiskvinnslustöðva. Segir hann það ókost að ekki sé hægt að ljúka ákveðnum atrið- um með lögum en í núverandi stöðu, við upphaf loðnuvertíðar, væri ekki um aðrar leiðir að ræða. „Ég er þokkalega sáttur, miðað við þær aðstæður sem við búum við,“ segir hann. Hráefni er búið eða á þrotum hjá mörgum fiskvinnslufyrir- fiekjum en önnur hafa nægilegan fisk til að vinna áfram. Telur Arnar að vinnsla stöðvist í vik- unni eða hafi þegar stöðvast hjá allmörgum fyrirtækjum. Miðað við að verkfalli verði frestað á miðvikudag fer nýtt hráefni í fyrsta lagi að berast í vikulok og togarar munu ekki landa fyrr en í næstu viku, að sögn Arnars. „Meginatriðið er að þegar loðnan finnst og hægt verður að hefja frystingu, verður það mikil vítamínsprauta. Vonandi gerist það sem fyrst.“ Forseti Alþýðusambandsins Lagasetning óverjandi „ÉG tel lagasetningu óveijandi," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Islands, þegar leitað er hans viðbragða við frum- varpi rfldssljórnarinnar um frest- un sjómannaverkfalls. „Það er búið að gera tvær til- raunir í grimmum átökum til að leysa þessa deilu. Ég tel að menn séu að víkja sér undan því að leysa hana með þessari lagasetningu," segir Grétar. SamkomulagTölvu- nefndar og íslenskrar erfðagreiningar Nýir skil- málar settir TÖLVUNEFND samþykkti á fundi sínum í gær nýjar starfsregl- ur eða skilmála fyrir Islenska erfðagreiningu vegna rannsókna og meðferðar á persónuupplýsing- um. Þorgeir Örlygsson, formaður Tölvunefndar, tjáði Morgunblað- inu í gær að gengið hefði verið frá nýju ferli um starfsaðferðir, menn hefðu eytt ágreiningi og náð sögu- legri sátt. í samþykkt Tölvunefndar sem send verður íslenskri erfðagrein- ingu í dag er vísað til eftirlitsferð- ar nefndarinnar til fyrirtækisins í lok nóvember síðastliðinn, þeirra bréfa sem fyrirtækinu voru send í framhaldinu og viðræðna þeirra um riýtt vinnuferli við erfðarann- sóknii'. Tekið er fram að reglumar eigi einvörðungu við um rannsókn- ir sem unnar eru í samstarfi við lækna sem ekki era starfsmenn Is- lenskrar erfðagreiningar hf. og að óheimilt sé að samtengja gögn úr einstökum rannsóknum, nema fyr- ir því liggi sérstök heimild Tölvu- nefndar enda lítur nefndin svo á, að slíkt sé í eðli sínu ný rannsókn. Tryggja nafnleynd Markmið vinnuferilsins er fyrst og fremst að tryggja nafnleynd þátttakenda í þeim rannsóknum sem fram fara hjá íslenskri erfða- greiningu hf. Það er meðal annars haft að leiðarljósi að rannsókna- gagna í vörslu samstarfslækna ÍE sé gætt sem sjúkragagna í sam- ræmi við læknalög og reglugerð um sjúkraskrár. Að rannsókna- gögn hjá Islenskri erfðagreiningu séu án persónueinkenna og að tenging milli persónugreindra gagna hjá samstarfslæknum og ópersónugreindra gagna hjá IÉ geti ekki átt sér stað nema með notkun dulmálslykils. Það er einnig haft að leiðarljósi að notkun dulmálslykils fari ekki fram nema undir eftirliti tilsjónarmanna Tölvunefndar og í samræmi við skilmála sem vinnuferlið lýsir og að dulmálslykils sé tryggilega gætt. Tilsjónarmenn Tölvunefndar búi til dulmálslykil Ætlast er til að tilsjónarmenn Tölvunefndar búi til einn dulmáls- lykil sem notaður verður í öllum erfðarannsóknum sem fram fara á rannsóknastofu íslenskrar erfða- greiningar. Dulmálslykillinn setur persónunúmer i stað kennitölu, þ.e. kóðar. Tilsjónarmenn Tölvu- nefndar kóða ættfræðigranninn (Islendingabók) með dulmálslykl- inum og með sama hætti sjúk- lingalisti viðkomandi samstarfs- læknis. íslensk erfðagreining sam- tengir síðan kóðaða sjúklingalist- ann við kóðaða ættfræðigranninn og verður þannig til listi án nafna yfir þátttekendur í rannsókninni. Fram kemur í niðurstöðu Tölvu- nefndar að hún mun á næstunni, í samræmi við nýja vinnuferlið, gefa út nýjar heimildir vegna þeirra rannsókna sem hún hefur þegar veitt leyfi til og afgreiða umsóknir sem henni hafa borist vegna ann- arra rannsókna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.