Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 10

Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 HALLDOR KILJAN LAXNESS MORGUNBLAÐIÐ ÁGRIP UM ÆVI OG VERK HJARTAÐ ÍMIÐJU ALLS Eftir Þröst Helgason HALLDÓR Laxness kvaddi sér fyrst hljóðs sem rithöf- undur árið 1919 með skáld- sögunni Barni náttúrunnar. Halldór var aðeins sautján ára þegar bókin kom út en það mátti samt ekki tæpara standa því, eins og hann sagði sjálfur frá, fékk hann vitnm fyrir dyrum úti þegar hann var sjö ára um að hann myndi deyja á sautjánda ári. Vorið 1918 var ég semsé orðinn sextán vetra og lítill tími til stefnu. Ekki var ég fyrr kominn heim af gagnfræðaprófi þetta vor en ég tók til óspiltra mála að skrifa þá bók sem á reið að eftir mig lægi þegar liði upp af mér, vonandi í leiftri af himni, næsta vor. Bókina ætlaði ég að grundvalla á sýn merkilegrar stúlku sem einusinni hafði horft á mig án þess að mæla orð, einsog á myndinni af Dante þegar hann mætti Beatrice á brúar- sporðinum við Arnó-fljót og hvorugt mælti orð. Eftir það hafði ég gert því skóna að öll viska heimsins mundi búa í svona stúlku; amk birtast gegnum hana; þó er það von mín að slíkrar stúlku hafí beðið skemmtilegri ævi en sú sem boðuð er stúlkunni í Barni náttúrunn- ar. Kanski skiptir það ekki máli; nema þetta var skáldsagan sem ég hafði heitstrengt að skrifa áður en ég yrði sautján ára; deya síðan giaðui'. Bókin hlaut góðar viðtökur hjá gagn- rýnendum. Jakob Jóhannesson Smári sagði í grein í Skírni að engum þyrfti að dyljast að höfundur Barns náttúrunnarværi efni í skáld þótt verkið hefði nokkra galla; „... grunar mig, að hann eigi eftir að auðga íslenskar bókmenntir með góðum skáldskap, ef honum endist aldur og heilsa.“ í Alþýðublaðinu birt- ist einnig ítarlegur ritdómur eftir Arnfinn Jónsson sem, eins og Jakob, gerir smávægi- legar athugasemdir við bókina en segist telja að vænta megi hins besta frá höfundinum „þegar honum vex aldur og viska“. Arnfinnur bætir svo þessum orðum við: „Og hver veit nema að Halldór frá Laxnesi eigi eftir að verða óskabarn íslensku þjóðarinnar.“ Halldór Laxness fæddist í steinbæ á Laugavegi 32 í Reykjavík 23. apríl 1902. Á þessum árum var Reykjavík aðeins þorp sem um 10% þjóðarinnar bjuggu í, jafnmargir bjuggu í smábæjum víða um landið en 80% í sveitum. En Reykjavík stækkaði ört næstu áratugina. Þar bjó þriðjungur þjóðarinnar ár- ið 1940, annar þriðjungur bjó þá í öðrum bæj- um en aðeins um 40% í sveitum. Upp úr alda- mótunum var Reykjavík í óða önn að verða miðstöð íslensks þjóðlífs, hún varð miðpunkt- ur viðskipta, stjórnmála og menningar. Hall- dór staldraði hins vegar stutt við í verðandi höfuðstað landsins. Þegar hann var þriggja ára flutti hann ásamt foreldrum sínum upp í Mosfellsdal þar sem þau hófu búskap í Lax- nesi. Halldór var sonur Guðjóns Helga Helga- sonar, bónda og vegaverkstjóra, og Sigríðar Halldórsdóttur húsfreyju. Bæði voru þau list- hneigð. Guðjón lék á fiðlu og var söngmaður góður eins og Sigríður. Halldóri var ungum haldið að tónlistariðkun, lærði hann meðal annars á píanó en einnig naut hann tilsagnar í dráttlist hjá ekki ómerkari listmálara en Þórami B. Þorlákssyni. En skáldhneigðin varð öllu öðru yfirsterkari og á þrettánda ári hafði Halldór skrifað sexhundruð blaðsíðna reyfara, sem hann kallaði svo, „reyfara á móti Endurlausnarkenningunni og frú Torfhildi Hólm“. Sagan hét Afturelding og hefur ekk- ert varðveist af handriti hennar; sagði Hall- dór að hann hefði gefíð hana upp á bátinn er hann fermdist enda hefði sumt í henni ekki samræmst þankagangi kristinna manna. Áhrif gamalla kvenna á skáld hafa orðið eins konar leiðarminni í íslenskum bók- menntum frá því að Halldór Laxness hélt því fram að móðuramma sín, Guðný Klængsdótt- ir, hefði haft mest áhrif á skáldskap sinn en ekki einhver bókmenntapáfinn, stórskáld eða hugsuður. Halldór gerði íslenskar ömmur að bókmenntalegri stærð sem yngri höfundar hafa svo oft vísað í. Hann sagði að amma sín hefði ekki aðeins kennt honum að segja sögu heldur hefði hann einnig numið íslensku af hennar vörum, þá kjammiklu íslensku sem ömmur í gegnum aldirnar hafa varðveitt og borið ffá kynslóð til kynslóðar. Það var þessi alþýðlega menntun úr ríkulegum sjóði amma allra kynslóða sem Halldór vildi halda fram að hefði mótað hans skáldskap. Og svo mikið er víst að það var ekki hinn hefðbundni skóla- vegur sem skóp Halldór Laxness. Halldór sótti nám við Menntaskólann í Reykjavík en undi sér illa; þótti honum lítið gagn vera af þeim fróðleik sem nemendur þar áttu að innbyrða en sagðist þó hafa lært miklu meira þar en hann gerði sér grein fyrir í fyrstu, og það „með því einu að sitja þarna geispandi af utanviðsigheitum, og sjá alt í þoku kringum sig.“ Halldór hafði aðeins setið í liðlega hálfan vetur í skólanum þegar hann þoldi ekki lengur við; hann tók þá ákvörðun að leita sér frekar þekkingar með því að skoða heiminn með eigin augum. Snemm- sumars árið 1919 hélt hann því til Kaup- mannahafnar eins og svo margir landar hans höfðu gert. Næstu ár var Halldór lengst af á eirðarlausu flakki um Evrópu sem var í sár- um eftir heimsstyrjöldina. En árið 1922 fann hann sér athvarf í þessum sundraða heimi hjá Benediktsmunkum í Clervauxklaustri í Lúxemborg. Þar skírðist hann til kaþólskrar trúar árið eftir og tók sér dýrlingsnafnið Kilj- an eftir írskum píslarvotti. Þótt guðsorð og nám í tungumál- um og bókmenntum tæki sinn tíma hélt Halldór áfram að skrifa. Hann hafði skrifað hand- rit að Rauða kverinu veturinn 1921 til 1922 og ári síðar kom út smásagnasafnið, Nokkrar sögur. 1 klaustrinu skrifaði hann svo sína aðra skáldsögu, mikla að vöxtum sem nefnist Undir Helgahnúk. Þetta er bemskusaga og lýsir þroskaferli drengs frá fæðingu til fermingar. Trúarlegar vangaveltur eru áberandi í verkinu og á það raunar einnig við um næstu bækur Halldórs. Árið 1925 sendir hann frá sér ritið Kaþólsk viðhorf þar sem hann svarar árásum vinar síns og skáldbróður, Þórbergs Þórðarsonar, á kaþólska trú í Bréfí til Láru sem komið hafði út árið áður. Á sama tíma og hann vann að vamarritinu um kaþólskuna skrifaði Halldór bók sem kom ekki út fyrr en um aldarfjórð- ungi síðar, Heiman egfór, og var „sjálfsmynd æskumanns", eins og hann lýsti henni sjálfur. Árið 1927 kom svo út sú bók sem telst fyrsta stórvirki Halldórs, sú bók sem margir hafa talið marka upphaf nútímans í íslenskum bókmenntum, Vefarinn mikli frá Kasmír. Vefarinn mikli kom eins og vindsveipur inn í lognmollu íslenskra bókmennta á þriðja ára- tugnum. Það varð uppi fótur og fit og ein frægustu orð íslenskra bókmenntaskrifa féllu: „Loksins, loksins tilkomumikið skáld- verk, sem rís eins og hamraborg upp úr flatneskju íslenskrar ljóða- og sagnagerðar síðustu ára! ísland hefur eignast nýtt stór- skáld - og það er blátt áfram skylda vor að viðurkenna það með fögnuði." Það var Krist- ján Albertsson sem taldi rétt að hringja þannig inn nýja tíma í íslenskum bókmennt- um við útkomu þessarar „ógurlegu bókar“, eins og Jóhannes S. Kjarval kallaði Vefarann mikla í ritdómi. Ljósmynd/Jörgén Fosslund HALLDÓR Kiljan Laxness á Gljúfrasteini við samningu Gerplu árið 1951. Vefarinn mikli er að mörgu leyti ófullkom- ið verk, byggingin er sundurlaus og persónu- sköpun ómarkviss. Engu að síður býr það yf- ir gríðarlegum áhrifamætti og það jafnvel þótt rúm sjötíu ár séu liðin frá því það kom fyrst út árið 1927. Ástæða þessa er ekki að- eins sú að verkið vekur máls á mörgum helstu spurningum mannlegrar tilvistar á tuttugustu öld heldur einnig - og kannski umfram allt - vegna þess með hvaða hætti það er gert. Frásagnarhátturinn ber nýrri heimsmynd eftirstríðsáranna glöggt vitni; hann er sundurtættur, margbrotinn og ófyr- irséður, stundum jafnvel reikandi eins og hann sé óviss um markmið sitt - en alltaf ertandi. Oreiða tímans er ofin inn í verkið. I því fer Halldór á kostulegt flandur um hugmynda- fræðilegt svið samtímans; trúmál eru ofar- lega á baugi, átök góðs og ills, sömuleiðis sós- íalismi, umræða um stöðu konunnar og kven- hatur, nútímalist og ekki síst tilvistarvandi mannsins í nýjum, grimmari og óskiljanlegri heimi. Sagan segir frá átökum ungs, gáfaðs og listhneigðs manns, Steins Elliða, við þenn- an heim og tilveru sína í honum. I eirðar- lausri leit sinni að fótfestu hafnar hann að endingu í faðmi kaþólskrar kirkju. Þar finnur hann tilgang lífs síns og þegar konan sem hann elskaði kemur að finna hann og endur- heimta vísar hann henni á bug með þeim orð- um að guð einn sé sannur: „Veslings barn! sagði hann, og svipur hans var forkláraður svo hún hafði aldrei séð neitt fegra á ævi sinni. Maðurinn er blekking. Farðu og leitaðu guðs skapara þíns því alt er blekking nema hann.“ Um svipað leyti og Steinn Elliði fann sann- leikann í trúnni fór Halldór að leita annarra leiða við að fóta sig í tilverunni. Árin 1927 til 1929 dvaldist hann vestan hafs og að eigin sögn breytti sú dvöl honum í sósíalista: „Það er athyglisvert að ég varð ekki sósíalisti í Ameríku af lestri sósíalískra fræðirita, heldur af því að virða fyrir mér soltna atvinnu- leysíngja í skemtigörðum," segir Halldór í formála Alþýðubókarinnar sem hann skrifaði vestra. Viðhorfsbreytingin er augljós af þeirri bók; guð er honum ekki lengur sá brunnur lífssanninda sem áður, heldur fólkið sjálft, maðurinn, líf hans og hugsanir: „Mað- urinn er fagnaðarboðskapur hinnar nýju menningar, maðurinn sem hin fullkomnasta líffræðilega tegund, maðurinn sem félagsleg eining, maðurinn sem lífstákn og hugsjón, - hinn eini sanni maður, - þú.“ Þessi klausa er í hrópandi andstöðu við tilvitnunina úr Vefar- anum mikla hér að framan en aðeins liðu tvö ár á milli útkomu þessara bóka. Halldór fór til Ameríku til að hasla sér völl í kvikmynda- iðnaðinum í Hollywood. Það gekk þó ekki eftir. Þessi ár vann hann að tveimur kvik- myndahandritum undir heit- unum Kari Karan og A Woman in Pants sem síðar varð að skáldsögunni Sölku Völku. Einnig vann hann að handriti sem hann kall- aði Heiðina og var eins konar undanfari að Sjálfstæðu fólki. Þegar heim kom árið 1930 lagðist Halldór í flakk um landið; tilgangurinn var í raun sá sami og með Evrópuferðinni tíu árum fyrr, það er að afla sér þekkingar um lífið í land- inu, um líf fólksins, með því að skoða það með eigin augum, upplifa það. Þessi ferð var hluti af undirbúningi fyrir ritun næstu skáld- sagna þar sem raunsæiskrafan var mun þyngri en í fyrri bókum; í þessum miklu epísku raunsæisverkum um íslensku þjóðina kemur Halldór fram sem fullskapaður höf- undur, eirðarleysið er farið og tónninn fund- inn, hinn hreini tónn. Sú formbreyting sem varð í skáldskap Halldórs með Sölku Völku, sem kom út í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.