Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 17

Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ HALLDOR KILJAN LAXNESS PRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 17 Lífshlaup Halldórs Laxness ►Fæddur á Laugavegi 32 í Reykjavík 23. apríl 1902, sonur hjónanna Sigríðar Halldórsdóttur húsmóður og Guðjóns Helga Helgasonar, vegaverkstjóra og bónda í Laxnesi í Mosfellssveit. ►Gagnfræðapróf frá MR 1918. Hætti námi í 4. bekk, . 1919..Nám hjá Benedikts- munkum í Lúxemborg 1922 til 1923 og í Kristmunka- skóla í London 1923 til 1924. ►Halldór Laxness lét skír- ast til kaþólsku 1923. ►Meðal viðurkenninga: Bókmenntapeningur Heims- friðarráðsins í Vín 1952. Bókmenntaverðlaun Nóbels 1955. Nexö-verðlaunin 1955. Sonning-verðlaunin 1969. Hlaut Silfurhestinn, bók- menntaverðlaun gagn- rýnenda dagblaðanna, fyrir Kristnihald undir Jökli, 1969. ►Fyrsta bókin, skáldsagan Barn náttúrunnar, 1919. Nokkrar aðrar skáldsögur og smásagnasöfn: Nokkrar sögur, 1923. Vefarinn mikli frá Kasmír, 1927. Salka Valka, 1931-1932. Sjálfstætt fólk 1934-1935. Heimsljós 1937-1940. Sjö töframenn 1942. íslandsklukkan, 1943- 1946. Atómstöðin, 1948. Gerpla, 1952. Brekku- kotsannáll, 1957. Paradísar- heimt, 1960. Kristnihald undir Jökli, 1968. Innan- sveitarkronika, 1970. Guðs- gjafaþula, 1972. ►Nokkur ritgerða- og greinasöfn og minningabæk- ur: Kaþólsk viðhorf, 1925. Alþýðubókin, 1929. Skálda- tími, 1963.1 túninu heima, 1975. Úngur ég var, 1976. Sjömeistarasagan, 1978. Grikklandsárið, 1980. Ðagar hjá múnkum, 1987. ►Ljóðabækur og leikrit: Kvæðakver, 1930, auknar útgáfur 1949 og 1992. Straumrof, 1934. Snæfríður íslandssól, 1950. Silfurtúngl- ið, 1954. Strompleikurinn, 1961. Prjónastofan Sólin, 1962. Dúfnaveislan, 1966. ►Meðal helstu rita um Hall- dór Laxness á íslensku: Bækur eftir Peter Hallberg, 1955,1957,1960,1970,1971, 1975. Halldór Kiljan Lax- ness, formáli eftir Kristján Karlsson, 1962. Skeggræður gegnum tíðina eftir Matthías Johannessen, 1972. Bækur eftir Ama Sigurjónsson, 1986 og 1987. Loksins loks- ins eftir Halldór Guðmunds- son, 1987. ►Halldór Laxness var kvæntur Ingibjörgu Einars- dóttur leikkonu og á með henni soninn Einar. Þau skildu. Seinni kona Halldórs er Auður Sveinsdóttir hús- móðir. Með henni á hann dæturnar Sigríði og Guð- nýju. Halldór eignaðist dótt- urina Maríu með Málfríði Jónsdóttur. ►Halldór dvaldist oft lang- dvölum erlendis, en átti fast heimili að Gljúfrasteini í Mosfellssveit frá 1945. ►Látinn á Reykjalundi í Mosfellsbæ 8. febrúar 1998. VERK HANS TILHEYRA BESTA HL UTA HEIMS- BÓKMENNTANNA FREGNIN um andlát Halldórs Laxness var ein af aðálfréttum danska útvarpsins í hádeginu í gær og frá andláti hans var jafnframt greint í hádegisfréttum sænska rík- isútvarpsins. í frétt danska útvarpsins sagði að verk Laxness tilheyrðu besta hluta heimsbókmenntanna. í fréttinni sagði að hann hefði dvalið langdvöl- um í Frakklandi og Þýska- landi, en einnig í Bandaríkj- unum, þar sem hann hefði kynnst sósíalismanum. Frétt sænska útvai-psins var hins vegar mun styttri. Á dönsk- um og sænskum fjölmiðlum, sem Morgunblaðið hafði samband við í gær var alls staðar unnið að umfjöllun um skáldið. Sjónvarpsstöðv- ar gerðu verkum hans skil í gærkvöldi og dagblöð í dag. A þröskuldi gleymskunnar Áhersla danska útvarpsins á sósíalismann í verkum Lax- ness er hluti af því að í Dan- mörku varð hann frægur sem sósíalískur rithöfundur er átti mikil samskipti við dönsku kommúnistahreyf- inguna. Morten Thing, lektor við Hafnarháskóla, hefur skrifað bók um tengsl komm- únisma og menningarlífsins, þar sem Laxness kemur við sögu. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að tengslin við Danmörku og danskt menningarlíf hafi þegar komist á er Laxness var í klaustri ásamt Dananum Konrad Simonsen. Er Lax- ness gekk af trúnni og gerð- ist sósíalisti náði hann fijót- lega góðu sambandi við ýmsa skoðanabræður í Danmörku að sögn Things, þótt hann segist ekki vita nákvæmlega hvemig þau tengsl hafi kom- ist á. Meðal annars voru bækur hans gefnar út af for- lagi í eigu danska Kommún- istaflokksins. Af þeim sem Laxness átti í bréfasambandi við á fjórða og fimmta áratugnum voru rithöfundurinn og gagnrýn- andinn Otto Gelsted (1888-1968) og danski rithöfundurinn Hans Kirk (1898-1962), sem Morten Thing er einmitt nýbúinn að skrifa bók um. Thing bendir einnig á að tengslin við vinstrivænginn hafi meðal ann- ars komið fram í því að Laxness hafi iðulega verið tekinn tali í Land og folk, málgagni Kommúnista- flokksins á þessum ámm. Thing bendir á að þeir Laxness og William Heinesen hafi oft verið bornir sam- an á þessum árum og samanburður- inn sé einnig nærtækur hvað varði stöðu þeirra. Að sögn Things leit Heinesen á sig sem lærisvein Gelsteds og Kirks og var nátengdur Kommúnista- flokknum en Laxness hafi ekki verið j£ifn nátengdur því umhverfi öllu. Á milli þessara tveggja hafi einnig ríkt töluverð samkeppni, þar sem Heinesen hafi þótt Laxness óhemju sjálfumglaður, en með Nóbelsverð- laununum hafi Laxness þótt að hann væri sjálfur kominn í úrvalsflokk, meðan hinir norrænu rithöfundarnir væru enn í bókmenntalegu smá- bamaliði. Þegar Laxness sleit sam- bandið við sósíalismann segir Thing að samband hans við Danmörku hafi einnig breyst, því það hafi verið svo mjög tengt dönskum sósíalisma. Á Laxness á sér vísan stað í heimsbókmennt- unum fékk Sigrún Davíðsdóttir að heyra úr öllum áttum, er hún innti nokkra danska og sænska bókmenntamenn álits á stöðu Laxness í Danmörku og Svíþjóð. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon HALLDÓR Kiljan Laxness kom til íslands frá Svíþjóð með Guilfossi 4. nóvember 1955 eftir að tilkynnt hafði verið að hann fengi Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Þúsundir fögnuðu skáidinu og hylltu; Jón Leifs formaður Bandalags íslenskra listamanna, og Hannibal Vaidimarsson, forseti Alþýðusambands Islands tóku til máls. Halldór ávarp- aði mannfjöldann af skipsfjöl og er myndin tekin þá. þessum árum komu bækur Laxness út í Danmörku mjög fljótlega eftir að þær komu út á Islandi. Um stöðu Laxness nú segir Thing að hann sé tvímælalaust ekki gleymdur. í sínum huga sé hann í hópi mestu rithöfunda Norður- landa, líkt og Strindberg (1849-1912), Ibsen (1828-1906) og aðrir ámóta og alveg þangað til fyr- ir áratug hafi bækur hans komið út í kiljum. Hins vegar segist Thing ef- ins um að Laxness sé eins mikið les- inn af dönskum bókmenntastúdent- um nú og hann hafi verið áður. „Það má segja að Laxness standi á vega- mótum gleymsku og frægðar. Næstu 10-15 árin munu skera úr um hvort hann verður áfram í hópi Strindbergs, Ibsens og hinna, eða hvort hann gleymist líkt og Gunnar Gunnarsson, sem var mikið lesinn á sínum tíma, en hefur síðan gleymst. Mér finnst Laxness mun veigameiri höfundur en Gunnar Gunnarsson og álít að hann eigi meira en skilið að eftir honum sé munað.“ Umfjöllun um Laxness gæti aukist Bo Bjarnvig fjallar um bók- menntir áWeekendavisen og segist í samtali við Morgunblaðið hafa þekkt bækur Laxness frá því hann muni eftir sér, enda hafi hann alist upp á heimili, þar sem mikið var les- ið og þá einnig bækur Laxness. Enginn vafi sé á að í Danmörku hafi Laxness um árabil verið þekktasti íslenski rithöfundurinn. „Það er varla hægt að vera þekktari en hann var,“ undirstrikar Bjornvig. Líkt og Morten Thing talar Bjorn- vig um að Laxness hafi verið meira lesinn áður fyrr, þegar viðtöl við hann voru algeng, en síður undan- farin áratug eða svo, þegar lítið hafi heyrst til höfundarins. Bjornvig er einnig sammála Mor- ten Thing um að enn sé óljóst hvort orðstír Laxness muni lifa. „Vin- sældir rithöfunda fara upp og niður og það nægir að benda á Karen Bl- ixen (1885-1962) sem dæmi um rit- höfund. Verk hennar virtust vera að falla í gleymsku, en áhuginn vakn- aði síðan aftur, meðan verk Gunn- ars Gunnarssonar hafa alveg gleymst. Laxness hefur lítt verið getið í Danmörku undanfarin ár og eðlilega ekki birst við hann viðtöl. Það eru margar hliðstæður við að ef listamenn lifa lengi en eru úti úr heiminum, þá virðist það oft hamla því að verk þeirra hljóti athygli. Hins vegar gerist það síðan oft að með dauða þeirra beinist athyglin aftur að þeim og slíkt gæti einnig átt eftir að gerast með Laxness." Hvað Blixen varðar er enginn vafi á að myndin „Out of Africa“ eft- ir bók hennar og síðan heillandi ævisaga bandarísku fræðikonunnar Judith Thui-man, „Isak Dinesen: The Life of a Storyteller" 1982 kom Blixen eftirminnilega á blað og leiddi til aukins áhuga á verk- um hennar, sem ekki hefur dvínað. Snilld sprottin af þekk- ingu og mikilli vinnu Ola Larsmo rithöfundur og gagnrýnandi skrifar grein um Laxness í Dagens Nyheter í dag, þar sem hann leggur áherslu á stöðu Laxness sem sagnamanns. Larsmo þekkir sig vel á Islandi, hefur komið þangað fimm sinnum. I Tíma- ríti Máls og menningar 1987 birtist eftir hann smásagan „Sandurinn", en nýjasta bók hans er söguleg skáldsaga er gerist á 18. öld. ,Áhrif Laxness í Svíþjóð voru gríðarleg," svarar hann hiklaust, þegar hann er spurð- ur hver staða Laxness hafí verið í Svíþjóð. Þetta sjáist best á því að allar bækur Lax- ness, hugsanlega með einni undantekningu, hafi komið út á sænsku. Larsmo segir einnig að margt sé líkt með ís- lenskum og sænskum bók- menntum. I báðum löndum hafi nútíminn snögglega hald- ið innreið sína og það skapað löngun eftir bókmenntum er fjölluðu um andstæður þétt- býlis og dreifbýlis og eftir sögulegum skáldsögum. I Sví- þjóð hafi Selma Lagerlöf (1858-1940), Strindberg og Wilhelm Moberg (1898-1973) tekist á við þessi efni og á ís- landi hafi það verið Laxness. „Það má því líkja andláti Lax- ness við að þessi þrjú hefðu látist samtímis,“ segir Larsmo og bætir við að verk Heines- ens hins færeyska séu einnig dæmi um samspil bókmennta ogþjóðfélags. I slíku samspili bendir Larsmo á að miklir sagnamenn verði til eins og ofannefndir rithöf- undar. Það sé þó misvísandi að álíta að sagnamenn séu einhvers konar náttúruböm í faginu, sem geti bara sest niður og skrifað miklar skáld- sögur. „Laxness og Heinesen eru gott dæmi um rithöfunda, sem hafa slípað orðfæri sitt á bókmennta- hefðum af öllu tagi. I verkum Lax- ness liggur mikil vinna og sagna- snilld hans sprettur af djúpstæðri þekldngu á bókmenntunum. Hann var stórbrotinn handverksmaður í bókmenntafaginu.11 Larsmo bendir á að áhuginn á verkum Laxness hafi verið mikill í Svíþjóð á sjötta og sjöunda áratugn- um, en virðist hafa lifað góðu lífi, því bækur hans hafi margar verið end- urútgefnar á síðasta áratug. Til dæmis hafði Larsmo Atómstöðina liggjandi á borðinu sínu, þegar hann var tekinn tali og hún var gefin út 1987. Það er því ekki aðeins á Islandi, sem Laxness verður minnst sem rithöfundar, er hafi lagt sinn skerf til heimsbókmenntanna. Laxness er dæmi um rithöfund, sem var ekki bara afburðamaður á afmörkuðum heimavelli, heldur líka þótt miklu víðar sé leitað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.