Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins samþykkir tillögu um auðlindagjald
Leg’gja tillöguna fram
á Alþingi í vikunni
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, stendur á milli þeirra Ara Skúlasonar, Þovarðar
Tjörva Olafssonar og Arthurs W. Morthens.
MIÐSTJÓRN Alþýðubandalagsins
samþykkti samhljóða lítið breytta
tillögu Margrétar Frímannsdóttur,
formanns Alþýðubandalagsins, um
auðlindagjald á fundi sínum á laug-
ardag. Er í tillögunni m.a. talið nauð-
synlegt að skipuð verði opinber
nefnd til að fjalla um auðlindir sem
eru þjóðareign og til að kanna á
hvem hátt staðið skuli að hóflegri
gjaldtöku fyrir afnot af þeim. Tillaga
Margrétar var upphaflega lögð fram
á landsfundi Alþýðubandalagsins í
nóvember sl., en var þá vísað til mið-
stjórnarfundarins sem fram fór um
liðna helgi. Fulitrúar í miðstjórn
flokksins unnu að því fram eftir degi
á laugardag að ná fram samstöðu um
tillöguna en sátt náðist eftir að setn-
ing úr greinargerð Margrétar hafði
verið sett inn í sjálfa tillögu hennar
og orðið „hóflegt" gjald sett í stað
orðsins „sanngjarnt" gjald. Að því
loknu lýstu miðstjórnarfulltrúar og
alþingismenn Alþýðubandalagsins
ánægju sinni með niðurstöðuna og
kváðust Margrét Frímannsdóttir og
Svavar Gestsson alþingismaður ætla
að leggja tillöguna fram á Alþingi
strax í þessari viku.
I umræddri tillögu segir að mið-
stjóm Alþýðubandalagsins telji
nauðsynlegt að skipuð verði opinber
nefnd sem hafi það hlutverk að fjalla
um auðlindir sem eru þjóðareign,
m.a. öll verðmæti í sjó og á hafsbotni
innan efnahagslögsögu svo og í al-
menningum, afréttum og öðmm
óbyggðum löndum utan heimalanda,
námur í jörð, orku í rennandi vatni
og jarðhita neðan við 100 metra dýpi.
„Nefndin skilgreini þessar auðlindir
með skýrum hætti og hvemig skuli
með þær farið,“ segir í tillögunni.
„Nefndin kanni einnig hvemig staðið
skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auð-
lindum í sameign þjóðarinnar, með
hliðsjón af þeim gjöldum sem fyrir
eru. Nefndin kanni möguleika á að
nota auðlindagjald til að tryggja að
afrakstur sameiginlegra auðlinda
skili sér með réttmætum hætti til
þeirra sem hagsmuna hafa að gæta.
Um verði að ræða hóflegt gjald sem
varið verði til að standa undir rann-
sóknum og til að stuðla að vemd og
sjálfbærri nýtingu auðlindanna og
réttlátri skiptingu afrakstursins m.a.
til að styrkja byggð um landið.“
Þegar samþykkt tillögunnar lá fyr-
ir lýstu nokkrir miðstjómarfulltrúar
og alþingismenn Alþýðubandalagsins
ánægju sinni með niðurstöðu hennar.
Ragnar Amalds alþingismaður sagði
ánægjulegt hve vel hefði tekist að
skapa einingu um þessa niðurstöðu
og sagði að það sem skipti máli væri
að alþýðubandalagsmenn kæmu með
eina samþykkta tillögu sem samstaða
væri um. Ari Skúlason, fulltrúi í mið-
stjórn, sagðist einnig ánægður með
að sátt skyldi hafa náðst um tillöguna
en taldi hins vegar að það væri breyt-
ing í verri átt að taka út orðið „sann-
gjarnt" og setja orðið „hóflegt" í stað-
inn. Sagði hann það sína skoðun að
ekki ætti að leggja af stað með gjald-
töku eða skattlagningu á þann hátt að
ákveða fyrirfram að hún eigi að vera
hófleg. Auk þess taldi hann að orðið
hóflegt gæti boðið upp á ýmis túlkun-
arvandræði. Arthur W. Mortens mið-
stjómarfulltrúi lýsti einnig yfir mikilli
ánægju með tillöguna og sagði að til-
laga Margrétar væri þai' með sam-
þykkt efnislega óbreytt.
Steingrímur J. Sigfússon alþingis-
maður sagði m.a. að það hefði verið
staðfest sem hann hefði haft sterka
tilfinningu fyrir og oft sagt á undan-
fömum mánuðum að ekki væri djúp-
stæður ágreiningur í Alþýðubanda-
laginu um þetta efni. Taldi hann að
þetta væri hófsamleg nálgun og skyn-
samleg sem tæki mið af ólíkum
áherslum og hagsmunum í þessu
máli.
Svavar Gestsson alþingismaður
sagði að með samþykkt tillögunnar
hefði náðst mikilvægui- áfangi sem
hefði almenna pólitíska og efnislega
þýðingu. „Hér er um að ræða mikil-
væga efnislega niðurstöðu og mikil-
væg efnisleg skilaboð frá Alþýðu-
bandalaginu til þjóðarinnar eftir þær
rangtúlkanir á afstöðu okkar í þess-
um málum sem birst hafa að undan-
fórnu,“ sagði hann meðal annars.
Svavar sagði ennfremur að nú hlytu
þingmenn Alþýðubandalagsins og
óháðra að beita sér fyiir því að tillag-
an yrði lögð fyrir Alþingi strax í þess-
ari viku og að þingmennimir allir
flyttu þessa tillögu saman sem hina
flokkslegu niðurstöðu miðstjórnar Al-
þýðubandalagsins.
Bryndís Hlöðversdóttir alþingis-
maður vildi sérstaklega óska for-
manni Alþýðubandalagsins til ham-
ingju með niðurstöðuna, því samstaða
hefði náðst um að samþykkja tillögu
hennar nánast óbreytta. „Við höfum
rætt þetta hér í allan dag fram og til
baka og komist að einni niðurstöðu.
Ég fagna því,“ sagði Bryndís.
Margrét Frímannsdóttir kvaðst að
lokum vera mjög ánægð með þá nið-
urstöðu sem náðst hefði. Margrét
sagðist telja að tillögur annarra
flokka um að leggja á auðlindagjald
væru ekki nógu vel ígrundaðar og
sagði að sú leið sem þarna væri farin
væri sú eina skynsamlega sem uppi
væri um þessar mundir. „Og ég held
við megum vera stolt af því að hafa
náð þessari niðurstöðu sameigin-
lega,“ sagði hún. „Ég vil þakka ykk-
ur, félögum mínum, fyrir þessa góðu
vinnu, fyrir þessa umræðu sem hefur
átt sér stað og þá niðurstöðu sem
hér liggur fyrir og verði þetta sam-
þykkt mun ég að sjálfsögðu stefna að
því að leggja þetta fram sem þing-
mál strax að helginni lokinni," sagði
Margrét.
Hráefnisskortur gerir vart við sig víða um landið vegna sjómannaverkfallsins 1
Flest stærri fyrirtæki
halda fólki á launum
Flest stóru fiskvinnslufyrirtækin ætla
ekki að taka starfsfólk af launaskrá heldur
sækja um endurgreiðslu til Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs þar sem vinna fellur niður
vegna hráefnisskorts. Karl Blöndal ræddi
m.a. við Margréti Tómasdóttur deildar-
stjóra sjóðsins.
HRÁEFNISSKORTUR er nú far-
inn að gera vart við sig vegna sjó-
mannaverkfallsins og starfsmenn
nokkurra stórra fiskvinnslufyrir-
tækja eru nú án verkefna án þess að
hafa verið teknir af Iaunaskrá.
Sigurður Einarsson, forstjóri ís-
félagsins í Vestmannaeyjum, sagði í
gær að fiskverkamenn hjá fyrirtæk-
inu yrðu verklausir vegna hráefnis-
skorts í dag. Milli 70 og 80 manns
myndu verða verklausir, en þeir
yrðu ekki teknir af launaskrá. Stef-
án Friðriksson, útgerðarstjóri hjá
Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum,
sagði að verið væri að vinna rússa-
þorsk og hráefnisskortur yrði því
ekki fyrr en eftir nokkra daga.
Sennilega myndi verkfallið leysast
áður en svara þyrfti spurningunni
um það hvort taka ætti fólk af
launaskrá vegna hráefnisskorts eða
ekki.
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags
Akureyringa, sagði að fólk yrði
áfram á launum og langt væru síðan
sú ákvörðun hefði verið tekin. Fyr-
irtækið hefði látið „róta upp þorski“
fyrir verkfall og því væri til hráefni
fram á kvöldið í kvöld, en á morgun
yrði skortur og þá yrðu milli 160 og
170 starfsmanna fyrirtækisins að
sitja heima vegna verkfallsins.
Auk þessara þriggja fyrirtækja
hafa H.B. á Akranesi og Grandi í
Reykjavík ákveðið að halda starfs-
fólki á launaskrá. Samherji á Akur-
eyri hefur hins vegar tekið fólk af
launaskrá vegna verkfallsins.
Ákvæði kjarasamninga uppfyllt
Samkvæmt lögum, sem sett voru
árið 1995 til að uppfylla ákvæði
kjarasamninga, fá fyrirtæki, sem
ekki taka fiskvinnslufólk af launa-
skrá, endurgreitt frá atvinnuleysis-
tryggingasjóði í allt að 60 vinnu-
daga fyrir hvem starfsmann. Ekki
var ætlast til þess þegar lögin voru
sett að þessi endurgreiðsla yrði not-
uð þegar vinnsla stöðvaðist vegna
verkfalla og því hefur Páll Péturs-
son félagsmálaráðherra gefið fyrir-
heit um að það verði komið til móts
við fiskvinnslufyrirtæki þannig að
endurgreiðslur nú komi ekki til frá-
dráttar frá þeim rétti, sem kveðið er
á um í lögum.
„Fyrirheit félagsmálaráðherra
miðast við það að hann muni beita
sér fyrir breytingum ef fyrirtækin
eru við það að fullnýta þann rétt,
sem þau hafa til endurgreiðslna,"
sagði Margrét Tómasdóttir, deild-
arstjóri Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs, í samtali við Morgunþlaðið í
gær. „Sennilega yrði þá aðeins um
að ræða bráðabirgðaákvæði fyrir
þetta ár vegna þessara aðstæðna.“
Margrét sagði að fyrirtæki hefðu
um tvo kosti að velja ætti að taka
fólk af launaskrá. Hægt væri að til-
kynna hráefnisleysi vegna verkfalls
sjómanna með fjögurra vikna fyrir-
vara og færi fólk þá af launaskrá að
þeim liðnum og gæti skráð sig at-
vinnulaust. Hins vegar væri hægt
að notaforce mnjcure-reg\u, sem
ætti við um ófyrirsjáanlegar að-
stæður, og taka fólk út af launaskrá
fyrirvaralaust þannig að það fólk
gæti skráð sig hjá vinnumiðlun og
sótt um atvinnuleysisbætur.
Hún sagði að það væru ákveðnir
kostir fyrir fyrirtæki að taka starfs-
fólk ekki út af launaskrá.
Gerir samninga trúverðuga
„Það er trygging fyrir starfsfólk
að fá laun og um leið mætti ætla að
það gerði samninga trúverðugri,"
sagði Margrét. „Samningunum er
ætlað að tryggja rétt fiskvinnslu-
fólks og það er gert með þessum
kauptryggingarsamningum. Þannig
að hafi fyrirtækin fólk inni á launa-
skrá er verið að virða það. Þá bjóða
fyrirtækin einnig þeirri hættu heim
ef fólk er tekið af launaskrá að það
fái vinnu annars staðar."
Atvinnuleysistryggingasjóður
endurgreiðir laun starfsmanns í allt
að 60 daga á ári, en ekki lengur en
30 daga í senn. Greiðslan skal nema
fjárhæð hámarksdagpeninga sam-
kvæmt lögum um atvinnuleysis-
tryggingar. Frá 1. janúar á þessu
ári var sú upphæð 2.752 krónur á
dag fimm daga vikunnar. Sjóðurinn
borgar einnig 6% lífeyrissjóðsið-
gjald og tryggingagjald. Fisk-
vinnslufyrirtækið borgar mismun-
inn. Arið 1996 greiddi sjóðurinn að
sögn Margrétar um 90 milljónir
króna vegna hráefnisskorts fisk-
vinnslufyrirtækja og hefur ásókn í
hann aukist eftir þvi sem fleiri hafa
virt kauptryggingasamninga.
Sjálfstæður sjóður
Sjóðurinn er sjálfstæður og hefur
sér stjóm, en Vinnumálastofnun sér
um bókhald og annað. Formaður
stjómarinnar er Þórður Olafsson.
Að sögn Margrétar vinna 17
manns við Atvinnuleysistrygginga-
sjóð auk Ábyrgðarsjóðs launa vegna
gjaldþrota, yfimmsjónar með
vinnumiðlun í landinu, Starfs-
menntasjóðs félagsmálaráðuneytis-
ins og sjóðs til styrktar atvinnumál-
um kvenna.
Verkamaður vinnur sér inn kaup-
tryggingarétt á fjórum máuðum og .
á það sama við um íslenska ríkis- P
borgara og erlenda, sem hafa at- f
vinnuleyfi. k
í lögum um greiðslur Atvinnu-
leysistryggingasjóðs vegna fisk-
vinnslufólks segir að vinnuveitandi,
sem greiði starfsfólki sínu föst laun
fyrir dagvinnu í tímabundinni
vinnslustöðvun í samræmi við
ákvæði kjarasamnings um kaup-
tryggingu verkafólks í fiskvinnslu,
skuli eiga rétt á greiðslu úr At- .
vinnuleysistryggingasjóði. Skilyrðið P
fyrir því að vinnuveitandi fái |
greiðslur úr sjóðnum er að hann j
haldi starfsfólkinu á launaskrá. Orð-
rétt segir að fiskvinnslufyrirtæki,
sem uppfylli skilyrði laganna, skuli
„eiga rétt á greiðslu úr Atvinnuleys-
istryggingasjóði fyrir hvern heilan
vinnudag umfram tvo á hverju alm-
anaksári sem það greiðir starfs-
mönnum laun meðan á tímabund-
inni vinnslustöðvun stendur".
Með tímabundinni vinnslustöðv-
un er átt við að „hráefnisskortur |
eða aðrar sambærilegar orsakir |
valdi því að vinnsla [liggi] niðri á
annars venjubundnum vinnslutíma
fyrirtækis".
Atvinnuleysistryggingasjóður
greiðir einnig launamönnum og
sjálfstætt starfandi einstaklingum
bætur, sem verða atvinnulausir,
eru í atvinnuleit og fullfærir til
vinnu. Sjóðurinn hefur tekjur af at-
vinnutryggingagjaldi í samræmi
við ákvæði laga um tryggingagjald [
og vöxtum af innstæðufé sjóðsins |
og verðbréfum.