Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 25

Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 25 ÚR VERINU ERLENT Loðnuleit engan árangur borið Hlýtur að sýna sig fyrr en seinna RANNSÓKNARSKIPIÐ Árni Friðriksson hélt á ný til loðnuleitar í gærmorgun eftir að hafa hrökkl- ast inn til Fáskrúðsfjarðar aðfara- nótt sunnudagsins vegna veðurs. „Við stefnum suður fyrir land og hyggjumst gera, eins og þeir segja á kvikmyndamáli, töku þrjú,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur og leiðangursstjóri, í samtali við Verið í gær. „Trúlega byi-jum við á því að leita grunnslóðina vest- ur og síðan austur um dýpra, nema við dettum ofan í eitthvað á leið- inni, eins og við gerðum síðast. Við leitum grunnt og fylgjum landinu suður og vestur um að Ingólfshöfða og síðan austur um dýpra.“ Þegar Hjálmar var í gær spurð- ur hvað væri að gerast á loðnumið- unum sagðist hann í sjálfu sér ekki hafa neitt einhlítt svar við því. Hann hefði þó enga trú á að loðnan hafi orðið sjálfdauð og því þýddi ekkert að gefast upp. Hún hlyti að fara að sýna sig fyrr en seinna, t.d. upp við suðausturlandið einhvers staðar, á svæðinu milli Skarðsfjöru og Eystrahoms. Loðnuleitin mun beinast að því svæði næstu daga, ef veður leyfir. Var á mjög ákveðinni göngu suðaustur um „Þegar við vorum í loðnuleit á Bjarna Sæmundssyni í janúar fundum við aldrei hina eiginlegu göngu. Það sem flotinn var að fiska austur úr Gerpi á þeim tíma var blönduð loðna og áreiðanlega úr bing, sem var austur úr Langanes- inu í allt fyrrahaust. A þeim tíma var stóra loðnan út af vestanverðu Norðurlandi, var svo komin rétt fyrh' jólin norðaustur úr Langanesi og var á mjög ákveðinni göngu suð- austur. En okkur lukkaðist aldrei að hafa uppi á henni í janúar, kannski m.a. vegna ótíðar, en það sem ég er að reikna með núna er að hún hafi haldið áfram sinni veg- ferð og fari nú að láta sjá sig út af suðausturlandinu. Af þessari stóru göngu hefur hins vegar ekkert fundist síðan fyrir jól. Það eina sem fannst í janúar var blönduð loðna að stærð og helmingurinn a.m.k. sem ekki hrygnir fyrr en 1999. Og sú loðna var alveg sér á parti, austur úr Langanesinu, norðan við Digranesgrunnið sem kallað er, og var komin út af miðj- um Austfjörðum í janúar." Loðnan hafi leitað utar í kaldari sjó „Ef stóra loðnan hefur haldið áfram, eins og okkur finnst líkleg- ast, hlýtur þess að vera skammt að bíða að maður fari að sjá eitthvað til hennar út af austanverðu Suður- landinu. Eg er nokkurn veginn sannfærður um að loðnan sé á svæðinu. Hinn möguleikinn er sá að hún hafi hreinlega snúið við og komi þá inn að vestan, en það fínnst mér afskaplega langsótt, þó ekki sé meira sagt.“ Að sögn Hjálmars er ekki ná- kvæmlega vitað hvað gerst hefur úr því að ekki tókst að ná í skottið á loðnunni í janúar. „En það er mjög trúlegt að loðnan hafi lent talsvert utar en venjulega, einfald- lega út af öllum hlýindunum í sjón- um fyrir austan. Kaldi sjórinn er ekki eins kaldur og hann hefur verið í mörg ár og liggja skilin töluvert austar eða fjær landi en þau hafa gert,“ segir Hjálmar Vil- hjálmsson og vitnar í Jakob Jak- obsson, forstjóra Hafrannsókna- stofnunar, sem sagt hefur að ástand sjávar nú minni einna helst á árið 1960. Fara þurfi svo langt aftur í tímann, en þá voru Islend- ingar ekkert byrjaðir að spá i loðnu og því ekki hægt að segja til um hvaða áhrif hlýindin í sjónum 1960 höfðu á loðnuveiðarnar, sem ekki byrjuðu fyrr en um fimm ár- um seinna. Ný kynslóð léttbáta SPORTBÚÐ-Títan hefur hafið af- hendingu á nýrri kynslóð SOLAS léttbáta frá Avon í Wales. Breyt- ingar samkvæmt SOLAS staðli eru framkvæmdar hér á landi og hefur verið lögð mikil vinna í hönnun og frágang. Leitast hefur verið við að koma öllum búnaði fyrir á sem haganlegastan hátt. Ein helsta nýjungin er að bátur- inn er búinn sex punkta hífingar- búnaði sem eykur öryggi. Meðal þeirra útgerða sem hafa fengið báta afhenta nýverið eru úgtgerðarfyrirtækin Vísir hf. í Grindavík, Valbjörn hf. í Sand- gerði og Þinganes hf. á Höfn. Um næstu áramót tekur Tor- remolinos viðbótin við SOLAS- reglurnai' gildi og hefur verið hannaður sérstakur kassi sem festur er í botn bátsins til að taka við þeim viðbótarbúnaði sem kveðið er á um. Færeysk fyrirtæki sam- einast um stofnun olíufélags Þórshöfn. Morgunblaðiö. FÆREYINGAR hafa fullan hug á að taka sjálfir þátt í olíuævintýr- inu, sem vonast er til að verði að veruleika innan fárra ára. Hafa stærstu fyrirtækin í landinu sam- einast um stofnun olíufélags, Atl- antic Petrolium, og verður hlutafé þess um 600 millj. ísl. kr. Nokkrir frammámenn í atvinnu- lífinu hafa í framhaldi af þessu skoðað tilboð um einkasamning við norska olíufélagið Saga Petrolium en samkvæmt honum skal Atlantic vinna fyrir Saga og greiða 5% kostnaðarins við olíuleit á fær- eyska landgrunninu. A móti fær Atlantic allar upplýsingar um leit- ina frá Saga og 5% væntanlegs ol- íugi'óða. Búist er við, að fyrstu leyfin fyr- ir olíuborun verði boðin út á þessu ári og ætti hún þá að geta hafist á næsta ári. Það hefur þó flækt þessi mál mjög, að ekki hefur náðst samkomulag um lögsögumörkin milli Færeyja og Bretlands. Ed- mund Joensen lögmaður hefur beðið Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, að hafa sam- band við Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, í von um að það geti greitt fyrir lausn en gangi það ekki verður málið að fara fyrir Alþjóða- dómstólinn í Haag. Getur það tek- ið allt að fimm ár að fá niðurstöðu þar. Reuters Santer hjá Arafat Evrópsk þingmannanefnd í Alsír Vill að stjórnin virði mannréttindi Algeirsborg. Reuters. NEFND evrópskra þingmanna átti í gær viðræður við alsírska þing- menn í Algeirsborg og hét að beita sér fyrir rannsókn á starfsemi al- sírskra skæruliða í Evrópu gegn því, að alsírsk stjórnvöld lofuðu að virða mannréttindi. Evrópsku þingmennirnir níu komu til Alsírs á sunnudag og áttu í gær fund með fulltrúum allra þing- flokka, þar á meðal tveggja ís- lamskra flokka. Á sama tíma sögðu fjölmiðlar frá því, að 44 skæruliðar að minnsta kosti hefðu verið skotnir í vesturhluta landsins en þar hafa meira en 1.200 manns, konur, börn og karlmenn, verið myrtir frá því í desember. Formaður evrópsku þingmanna- nefndarinnar, Andre Soulier, sagði fréttamönnum í gær, að þeir vildu beita sér fyrir rannsókn á starfsemi alsírskra skæruliða í Evrópu eins og Alsírstjórn hefur hvatt til en gegn því, að stjórnin héti því að virða almenn mannréttindi þegna sinna. Ýmis mannréttindasamtök segja, að á því sé mikill misbrestur JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (fyrir miðju), skoðar heið- ursvörð ásamt gestgjafa sínum Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, á Gaza-svæðinu í gær. I viðræðum sem Santer átti við Ara- fat í opinberri heimsókn sinni til sjáifstjórnarsvæða Palestínu- manna sagði hann Evröpusam- bandið ekki ætla að beita fsrael efnahagsþvingunum þrátt fyrir að leiðtogar ESB-ríkjanna séu vonsviknir yfir gangi friðarumleit- ana Palestínumanna og Israela. Arafat hvatti til friðsamlegrar lausnar íraksdeilunnar. Kosningar á Kýpur Óvænt niðurstaða á Okinawa Sósíalisti gæti ráðið úrslitum Smíði þyrlu- vallar samþykkt Nikosíu. Reuters. VASSOS Lyssarides, leiðtogi sósí- alista, er talinn geta ráðið úrslitum um hver fari með sigur af hólmi í síðari umferð forsetakosninganna á Kýpur 15. febrúar eftir að hafa fengið mun meira fylgi en búist var við í fyrri umferðinni sem fram fór á sunnudag. I síðari umferðinni verður kosið milli tveggja forsetaefna sem fengu mest fylgi á sunnudag, þeirra Glafcos Clerides forseta og George Iakovou, sem er óflokksbundinn. Munurinn á fylgi þeirra gat vart verið minni, því Iakovou fékk 40,6% atkvæðanna og Clerides 40,1%. Fréttaskýrendur sögðu að fylgi Lyssarides, sem fékk 10,6%, hefði komið mest á óvart. Tókj?ó. Reuters. ÍBUAR í Nago, litlum bæ á Ok- inawa, samþykktu á sunnudag að heimila smíði nýs, bandarísks þyrlu- vallar við ströndina og kom sú nið- urstaða vægast sagt á óvart. Búist hafði verið við, að tillagan um þyrluvöllinn yrði felld enda bandaríska herliðið ekki i miklu uppáhaldi meðal eyjarskeggja en sagt er, að stjórnin í Tókýó hafi þrýst mjög á um samþykki og hótað að halda eftir opinberum framlög- um til eyjarinnar ella. Kosinn var nýr bæjarstjóri og var þyrluvöllurinn aðalkosningamálið. Virtist Yoshikazu Tamaki, andstæð- ingur þyrluvallarins, vera öruggur um sigur og því kom það verulega á óvart, að Tateo Kishimoto, fyrrver- andi aðstoðarbæjarstjóri, skyldi bera hærra hlut þótt naumlega væri. Naut hann stuðnings stjómar- flokksins í Japan, Ft'jálslynda lýð- ræðisflokksins, og ýmissa bygging- arfyrirtækja. Vilja herinn burt Bandaríkjastjórn er með 27.000 manna lið á Okinawa og japanska stjórnin taldi að, að smíði þyrluvall- arins yrði mikil lyftistöng fyrir at- vinnulífið þar en Okinawa er fátæk- asta héraðið í Japan. Meðal íbúanna er hins vegar mikil andstaða við herliðið og einkum eftir að þrír her- menn nauðguðu 12 ára gamalli stúlku. Hefur þess verið krafist, að herstöðvunum verði lokað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.