Morgunblaðið - 10.02.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.02.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 27 Enoch Powell látinn ENOCH Powell, fyrrverandi þingmaður íhaldsflokksins í Bretlandi, lést á sunnudag, 85 ára. Powell hafði verið haldinn Parkinsons- veiki. Hann þótti sér- stæður stjómmála- maður og einna þekkt- astur fyrir ræðu sem hann hélt 1968 og hvatti til þess að straumur inn- flytjenda til Bretlands yrði stöðvaður. Sagði hann Bretland vera að grafa eigin gröf með innflytj- endastefnunni. Þáverandi leið- togi íhaldsflokksins, Edward Heath, fordæmdi ræðuna og rak Powell úr skuggaráðuneyti sínu. Eftir það lét Powell lítið til sín taka í stjórnmálum. Fleiri gyðingar í Þýskalandi DAVID Harris, framkvæmda- stjóri Gyðingaráðs Bandaríkj- anna, sagði í gær að þær þús- undir gyðinga sem nú flyttust til Þýskalands frá Austur-Evr- ópu myndu draga úr áhrifum hægri öfgamanna í landinu. Ráðið opnaði í gær fyrstu skrifstofu sína í Þýskalandi síðan á valdatíma nasista. Harris sagði ennfremur að í Þýskalandi fjölgaði gyðingum nú hraðar en í nokkru öðru landi í heiminum. Hreyfílbilun í Boeing 777 BOEING 777 þota Egypt- flugfélagsins sneri aftur til lendingar í Singapore á laug- ardag aðeins fáeinum mínút- um eftir flugtak vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Singaporískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að eldur hafi komið upp í hreyflinum, en flugfélagið sagði ekkert hæft í því. 115 farþegar og 18 manna áhöfn var um borð. Flugstjóri vélarinnar tók eftir því tæplega mínútu eftir flugtak að eitthvað væri ekki sem skyldi í hreyflinum og lenti um tíu mínútum síðar. Allar Boeing 777 þoturnar sem Egypt pantaði 1996 voru búnar Pratt & Whitney- hreyflum. „Þeir hlæja að okkur“ BJÖRGUNARSVEITIR fluttu 644 stangveiðimenn í land af íshellu sem losnaði frá landi úti fyrir Pétursborg í Rússlandi á sunnudag. Veiði- mennirnir kunnu björgunar- mönnunum litlar þakkir fyrir. Þyrla flutti 127 í land í nokkrum ferðum, hátt í 400 var bjargað með loftpúðaskipi pg hinum með smæni bátum. Isinn losnaði frá landi á laug- ardagskvöld og rak um þrjá kílómetra út. Fáir þeirra, sem bjargað var, virtust hafa áhyggjur. „Við náum í þá og þeir hlæja að okkur og biðja okkur að bíða þangað til þeir eru búnir,“ sagði fulltrúi neyð- armálaráðuneytisins í Péturs- borg. Powell Morðið á æðsta fulltrúa frönsku ríkisstjórnarinnar á Korsíku Okunn samtök aðskiln- Ajaccio. Reuters. aðarsinna segiast ábyrg Rpnfprs. Reuters VIÐA var efnt til mótmæla á Korsíku í gær vegna morðsins á Claude Erignac en þessi mynd er frá Ajaccio, höfuðborg eyjarinnar. „Basta“ eða „nú er komið nóg“ voru viðbrögð margra, sem eru orðnir þreyttir á 20 ára óöld í landinu. OKUNN samtök aðskilnaðarsinna á Korsíku lýstu í gær á hendur sér morðinu á Claude Erignac, æðsta fulltrúa frönsku stjórnarinnar á eynni. Sagði í yfirlýsingu frá þeim, að „nýlendustefna" Erignacs hefði skaðað landbúnað og skógarhöggs- iðnaðinn á Korsíku. Nýjar baráttuaðferðir Yfirlýsingin, sem send var fjöl- miðlum, var óundirrituð en hún er tekin trúanleg vegna þess, að með henni fylgdi raðnúmer byssunnar, sem notuð var við morðið. Aðskiln- aðarsinnar á Korsíku hafa barist fyrir sjálfstæði landsins í 20 ár og er morðið á Erignac alvarlegasta tilræðið við frönsku stjórnina til þessa. Bendir það einnig til nýrra baráttuaðferða en hingað til hafa aðskilnaðarsinnar beitt litlum, heimagerðum sprengjum gegn op- inberum stofnunum og yfirleitt ut- an vinnutíma. Lögreglan hefur þegar handtek- ið nokkurn hóp kunnra aðskilnað- arsinna en morðið hefur vakið reiði í Frakklandi og hert á kröfum um, að hreinsað verði til í korsískum stjómmálum, sem þykja mjög spillt. Búist var við, að Jacques Chirac, forseti Frakklands, Lionel Jospin forsætisráðherra og fleiri frammámenn í frönskum stjóm- málum kæmu til Ajaccio, höfuð- borgar Korsíku, í gærkvöld til að vera við minningarathöfn um Erignac. í gærmorgun var hans minnst með 15 mínútna þögn um alla eyna að því undanskildu, að kirkjuklukkum var hringt. Ótíndir glæpamenn í yfirlýsingu aðskilnaðarsamtak- anna sagði, að Erignac hefði „lýst yfir stríði á hendur Korsíkumönn- um“ með því að beita sér fyrir auknum ferðamannaiðnaði á suður- hluta eyjarinnar. Sumir frammá- menn í korsískum stjórnmálum segja, að morðingjar Erignacs séu örugglega ekki baráttumenn fyrir sjálfstæði landsins og langlíkleg- ast, að þeir séu ótíndir glæpamenn á vegum mafíunnar. íflClÍttÍj Reuters Keppt í akstri hundasleða EFNT var til landskeppni í akstri hundasleða í Ostashkov, norðvestur af Moskvu, á sunnu- dag. Slíkar keppnir eru í vin- sælar í norðurhluta Rússlands og sumstaðar í landinu eru hundasleðar enn notaðir sem farartæki. Filippseyjar Hljóöriti fundinn Manila. Reuters. LEITARMENN fundu hljóðrita Douglas DC-9 þotu Cebu-flugfé- lagsins sem fórst á Filippseyjum í byrjun síðustu viku. Hljóðritinn geymir samtöl og önnur hljóð sem heyrðust í flugstjómarkiefa áður en vélin, sem var í innanlandsflugi, fórst. 104 létust í slysinu. Flugriti vélarinnar, sem geymir tækniupplýsingar um virkni flug- vélarinnar, hefur ekki fundist. Pakistanskar vörur Rýmingar- sala v/flutnings Háholtl 14, Mosfellsbæ (annar algandl, áftur Karatchl, Ármúla). Síðir leðurfrakkar, silkisatínrúmföt, kínasilki, kasmír ullarmottur, reiðskálmar, útskornar gjafavörur. Opið virka daga frá kl. 13-19 Verið velkomin. Sími 566 6898 (á kvöldin). Eftirlits- og öryggiskerfi fyrir heimili, stofnanir og Einar Farestveit & Go. hf. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.