Morgunblaðið - 10.02.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.02.1998, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Skólastefna Endurskoðun aðalnámskráa grunn- og framhaldsskólans er nú á lokastigi og mun menntamála- ráðherra á næstu vikum kynna landsmönnum nýja skólastefnu. Gunnar Hersveinn skoðaði skýrslur forvinnu- hópa um markmið og tilgang kennslugreina og spurði verkefnisstjóra um nokkur atriði í málinu. Hvernig verður skólastarfið um aldamótin? •Magn kennslunnar eykst jafnt og þétt til ársins 2002 •Gæði kennslunnar mótast af þekk- ingu kennara, tækjum og aðstæðum enntamálaráðherra mun á næstu vikum kynna nýjar hugmyndir að nýrri skólastefnu og leita í kjölfarið eftir viðbrögðum ' hagsmunahópa á borð við kennara, skólastjórnendur, sveitarfélög, nemendur og foreldra. Skólastefnan verður einnig kynnt almenningi í sérstökum bæklingi, auglýsingum og á fundum. Nýja skólastefnan byggist meðal annars á skýrslum forvinnuhópa um endurskoðun aðalnámskrár, sem allir hafa skilað af sér nema einn, um samfélagskennslu. Hinir hafa fjallað um listkennslu, upplýsinga- og tæknimennt, móðurmál, stærð- , fræði, náttúrufræði, skólaíþróttir og erlend tungumál. Þessa dagana er einnig verið að leggja lokahönd á skipan vinnuhópa sem starfa munu að ritun námskráa íyrir grunnskólann og framhalds- skólann. Endurskoðun aðal- námskráa og mótun nýrrar skóla- stefnu hefur nú staðið í eitt og hálft ár og fastlega er reiknað með að verkinu ljúki um mánaðamótin ágúst september á þessu ári. Náttúruvísindi og enska efld í skóium „Menntamálaráðuneytið hefur verið með um hundrað manns í vinnu við að endurskoða markmið greina í aðalnámskrá“ segir Jón- Bóklegt nám og starfsnám Það hefur verið gagnrýnt að of margir nemendur fari i bóklegt nám þrátt fyrir áhuga sinn á starfsnámi. „Úrval námsleiða á framhalds- skólastiginu verður meira, bæði í listnámi og ýmiss konar starfsnámi og fleiri möguleikar á framhaldi. Bóknámsbrautum mun fækka og þjálfun í skóla í tiltekin störf verða meiri,“ segir Jónmundur, „og val í 9. og 10. bekk grunnskóla eykst með nýrri aðalnámskrá. Einnig er hugsanlegt að samræmd próf verði í fleiri greinum en nú og nemendur munu geta valið á milli þeirra. Nám efstu bekkinga í grunnskóla mun því verða sveigjanlegra. Á allar brautir í framhaldsskóla verða svo inntökuskilyrði og geta grunnskóla- nemendur hagað námi sínu sam- kvæmt því.“ Er hægt að falla? Gagnrýnt hefur verið að grunn- skólanema skorti mark til að keppa að því allir útskrifíst hvort sem er. Jónmundur segir að það sé sátt í þjóðfélaginu um að enginn falli í grunnskóla, og svo verði áfram. En nemendur munu þurfa að leggja meira á sig til að hafa aðgang að ákveðnum brautum í framhalds- skóla sem gera ráð fyrir ákveðnum undanfara. Brottfall úr framhalds- skóla er umtalsvert en samkvæmt nýrri skólastefnu verður grunn- skólanemum gert betur fært að búa sig undir tilteknar leiðir í fram- haldsskóla. „Réttur nemenda til að hafa áhrif á framtíð sína og þau tækifæri sem hann vill skapa sér,“ segir hann, „þeir sem þurfa munu fá sérkennslu því skólinn er tækifæri til að mennta sig sem enginn má fara á mis við.“ Kristinfræði og heimspeki Því hefur verið haldið fram að það væri í takt við nútímann að leyfa nemendum að velja á milli kristinna fræða og til dæmis trúar- bragðasögu og siðfræði. „Kristin fræði verður áfram skyldugrein," segir hann, „en meiri áhersla á trúarbragðasögu og sið- ferðisgildin. Heimspekin mun hins vegar ef að líkum lætur fá aukið vægi innan samfélagsgreinanna." Lifsleikni Ný grein er í undirbúningi í hóp- vinnunni að námskránni. Lífsleikni en í henni felst m.a. kynjafræðsla og mannréttindakennsla. Hún verður um hina lýðræðislegu aðferð samfé- lagsins sem þegnar þess nota. Brýn efni sem sérhver þarf að kunna skil á verða til umfjöllunar eins og fjár- mál og neytendamál og einnig um- burðarlyndi og um réttindi einstaklinga og skyldur. Hugtakið felur í sér að nemandinn dýpki skilninginn á sjálfum sér, öðrum og umhverfí sínu og verði hæfari til að takast á við lífið. Viðfangsefni eru m.a. netsamfélagið, fíknivamir og kynfræðsla. Tölvur í skólum Vélritun er orðin álíka nauðsyn og skrift og verður lögð áhersla á hana í nýjum námskrám, einnig kunnátta á tölvur. En fást einhverj- ir til að kenna á tölvur? „Hugmyndin er að þjálfa kennara sem fyrir eru í skólum til að sjá um tölvukennsluna," segir Jónmundur. Hann segir að forvinnuhópur hafí unnið að markmiðum upplýsinga- og tæknimennta og að þar komi m.a. fram að bekkir fái tíma í tölvu- veri og að þar verði ein tölva á mann. Einnig er mikilvægt að notk- SKÝRSLUR forvinnuhópa að endurskoðun aðalnámskráa ei-u viðamiklar og allt að 80 blaðsíður að lengd. í erindis- bréfum var hópunum falið að vinna að tillögum um fag- lega stefuumótun mennta- máiaráðuneytisins á náms- sviðum fyrir gninn- og fram- haldsskóla, gera tillögur um meginmarkmið námsgreina og meginskiptingu náms- þátta í grunnskóla og á námsbrautum framhalds- skóla. Hóparnir voru nánar tiltekið beðnir um eftirfar- andi: 1. Rökstyðja þörf og til- gang námssviðsins og náms- greina innan þess. 2. Setja frarn tillögur um lokamarkmið námsins, a) á grunnskólastigi, b) á fram- haldsskólastigi. 3. Gera tillögur, ef ástæða þykir til, uin hreytingar á skipulagi/uppbyggingu námsins. Þessu verkefni er nií lokið. un tölva verði liður í kennslu ann- arra greina. Hlutur tónmennta Tónmenntakennarar hafa ekki verið ánægðir með sinn hlut í skól- um landsins, en tónlist er mannleg gáfa sem hægt er að þroska með markvísri kennslu og þjálfun - hins vegar fara of margir á mis við að menntast um tónlist. „Tónlist hefur verið ofarlega í huga okkar í þessari vinnu,“ segir Jónmundur, „það eru nefnilega ekki allir skólar sem bjóða upp á hana, þótt hún sé í viðmiðunarnámskrá. Það er slæmt þegar nemendur fara á mis við eitthvað og uppgötva ekki hæfileika sína en markmiðið er einmitt að hjálpa þeim að gera það. Þess vegna þurfum við öflugt kennsluprógramm sem hefur ein- staklinginn í brenndidepli og til að hann fínni hvar styrkleiki hans ligg- ur.“ Agi í skólum Agi barna hefur ekki þótt nógu góður í íslenskum skólum. ,Aginn er grundvallaratriði og að mínu mati þarf skýrar leikreglur í skólum til að bæta hann og sterka kennara,“ segir hann. „Rannsóknir sýna að það er ekki endilega fjöldi barna í bekk sem skiptir máli til að koma á aga. Fámennur bekkur get- ur verið agalaus á meðan bekkur með þrjátíu nemendum sýnir góðan aga. Strákar í skólum hafa líka ver- ið íhugunarefni. Það er áhyggjuefni ef þeir verða að einhverju leyti homrekur því þá er ekki raunveru- legt jafnrétti til náms. Ef til vill má skipta í sumum námsgreinum eftir kynjum og hafa verklega kennslu kynjaskipta, en slíkt veltur á ákvörðun einstakra skóla.“ Leiðin til framfara Nýja skólastefnan og aðal- námskrárnar fyrir grunn- og fram- haldsskóla á að verða hornsteinn hins faglega skólastarfs og í sam- ræmi við óskir skólastjórnenda, kennara, nemenda og foreldra. „Skólastarfíð hefur allar forsendur til að verða öflugt og markvíst. Markmiðið í skólum er að nemend- ur verði betri menn með betri menntun, bæði sem hópur og ein- staklingar,“ segir Jónmundur. „Leiðin til framfara í skólakerfinu felst ekki í því að velta sífellt upp vandamálum heldur að leita að lausnum, það er hið raunverulega verkefni." skólar/námskeið skjalastjórnun Skjalastjórnun 2: Skjöl í gæöaumhverfi Námskeið haldið 9. og 10. mars. (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 13.000. Námskeiðsgögn o.fl. innifalið. Skráning hjá Skipulagi og skjölum í síma 564 4688, fax 564 4689. Inngangur aö skjalastjórnun Námskeið haldið 2. og 3. mars. (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 13.000. Bókin, „Skjalastjómun" innifalin. Skráning hjá Skipulagi og skjölum í síma 564 4688, fax 564 4689. mundur Guðmarsson, verkefnis- stjóri endurskoðunar námskráa, „og er um að ræða fagfólk sem hefur fengið allfrjálsar hendur til að svara spumingum á borð við: „Til hvers kennum við greinina, hver eru höf- uðmarkmið hennar og hvernig fór- um við að því að ná þeim?“ Jónmundur segir að nú sé verið að vinna úr þessum skýrslum til að móta námskrá og gera drög að skólastefnu „sem tekur á megin áherslum skólastarfsins, tímamagni greina og upphafí og lokum þeirra“. Þegar hefur verið ákveðið að enskukennsla byrji í 5. bekk og danskan í 7. bekk og að tími nátt- úrufræðigreina vaxi verulega. „Náttúrufræðin verður skylda frá því í 1. bekk, fyrst sem heild en mun svo greinast í lífvísindi, efna- og eðl- isvísindi og jarðvísindi," segir Jón- mundur og að verkleg kennsla verði meiri. Markmið duga skammt... Markmið geta verið göfug en þau duga skammt vanti til dæmis þekk- ingu og tæki til að framkvæma þau. „Það er rétt, markmiðunum þarf að fylgja sérstakar aðgerðir í náms- gagnagerð og endurmenntun kenn- ara,“ segir Jónmundur, „þetta gæti kallar á allsherjar endurskoðun á námsbókum og kennaramenntun". Breytingar kosta iðulega átök og kennarar eiga erfitt með að sætta sig við að aukið vægi einnar greinar sé á kostnað annarra greina. „Það er ávallt barátta milli náms- greina, en hins vegar lengist skóla- árið jafnt og þétt fram til ársins 2002. Núna er skólinn 285 daga á ári en þá verða þeir orðnir 336, og segja má að aukið vægi greina og ný fög fái úthlutað af þessari við- bót,“ segir hann og leggur áherslu á að kannanir hafí sýnt að innihaldið og færni kennara skiptir meginmáli, en ekki aðeins tímamagn kennslu. tungumál ■ Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Bretlands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir; unglingaskóla, júlí og ágúst, 13—17 ára, 4ra vikna annir; viðskiptaensku 2ja og 4ra vikna annir. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíus- dóttir, eftir kl. 18.00, í síma 462 3625. ka. fyrir Enskunám í Englandi; Góð reynsla. Upplýsingar veitir Erla Ara- dóttir fulltrúi enskuskólanna The Bell. Anglo World og English 2000, í síma 898 0256. Morgunblaðið/Kristinn AGINN er grundvallaratriði og að mínu mati þarf skýrar leikreglur í skólum til að bæta hann og sterka kennara,“ segir Jónmundur Guðmarsson verkefnisstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.