Morgunblaðið - 10.02.1998, Síða 37

Morgunblaðið - 10.02.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 37 MENNTUN Ljósmóðir veiti verðandi móður samfellda umönnun Nýjar áherslur eru í ljósmóðurfræði sem kennd er við Háskóla Islands. Ljósmæður vilja skapa konum fleiri valmöguleika og draga úr hinu tæknivædda umhverfi fæðingarinn- ar. Barneign er nátt- úrulegt ferli en ekki sjúkdómur sam- kvæmt hugmyndafræði ljósmæðra. LJÓSMÓÐURFRÆÐIN á langa sögu á íslandi og var ein þeirra fræðigreina sem komu til greina sem kennslugrein við stofnun Háskóla íslands. Á laugardaginn útskrifuðst hins vegar fyrstu ljósmæðurnar frá Háskóla Islands en námið er tveggja ára nám á eftir hjúkrun- arfræði. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, náms- stjóri í ljósmóðurfræðum, segir þessi tímamót í sögu ljósmóður- fræða ekki síst felast í því að ljós- mæður beri nú ábyrgð á náminu en áður var yfirlæknir fæðingar- deildar Landspítalans stjórnandi námsins sem fram fór í Ljós- mæðraskóla fslands. „Ljósmóðurfræði er sérfræði- grein barneignar og er fyrir kon- una og fjölskyldu hennar,“ segir Ólöf Asta og að það henti vei á ís- landi að Ijósmæður séu líka hjúkr- unarfræðingar, því þannig séu þær starfskraftur sem nýtist vel, til dæmis á landsbyggðinni. f Dan- mörku og Hollandi er ljósmóður- fræðin aðskilin hjúkrunarfræði. Ólöf segir að meðalaldur ljós- mæðra, sem útskrifuðust á laug- ardaginn, hafi verið um 30 ár. „En það merkir að um þroskaðar konur er að ræða sem flestar hafa átt börn sjálfar." Hugmyndafræðin á bak við ljós- móðurfræðina hefur breyst eftir að skipulag námsins fluttist yfir á hendur ljósmæðra. „Læknisfræð- in hefur gengið út frá því að ekki sé hægt að segja að fæðing sé eðlileg fyrr en eftir að hún er yf- irstaðin," segir Ólöf Ásta. Hún segir að fyrir áhrif tæknimenn- ingarinnar hafi meðganga og fæðing fallið undir sjúkdóma og „því þótti nauðsynlegt að láta það koma sterkt fram í námsskránni að ljósmæður líti á barneign sem náttúrulegt ferli en ekki sem sjúkdóm," segir Ólöf, „við horfun því til baka til hins eðlilega og svo fram á við.“ Ljósmóðurfræðin er vísindaleg starfsþjálfun og próf til starfsrétt- inda. Embættispróf þeirra veitir titilinn candidata obstetriciorum. Breytingarnar sem vænta má í framtiðinni eru að ljósmæður verði sjálfstæðari starfsstétt sem geti notað þekkingu sína vel, sér- staklega eftir að val til dæmis reykvískra kvenna jókst. „Ljós- móðir getur hugsað um alla með- göngu konunnar og það þarf ekki að kalla til lækni svo lengi sem allt er eðlilegt," segir Ólöf Ásta, „og ljósmæður hafa lög og rétt- indi til að sjá um mæðraskoðun." _ Ljósmæður vilja, að sögn Ólafar, að konur hafi val og fái þjónustu Ijósmæðra. Núna stend- ur nær eingöngu til boða tækni- vædd fæðingardeild. Aðrir mögu- leikar eru heimafæðingar en þær eru núna aðeins um 8 á ári. MFS-aðferðin, sem felst í því að ljósmóðir hugsar um hina verð- andi móður heima nema hvað hún Morgunblaðið/Golli MARKMIÐIÐ er að vilji konu sé ávallt virtur," segir Ólöf Ásta Ólafs- dóttir, námsstjóri f ljósmóðurfræði. fæðir barnið á spftala en fer svo eins fljótt heim aftur og auðið er og fær áfram þjónustu ljósmóður, býðst 200 konum árlega. Sex Ijós- mæður anna þeim samfellt frá upphafí meðgöngu til loka sæng- urlegu. „Markmiðið er að mæta þörfum mæðra og fjölskyldum þeirra,“ segir Ólöf, „Á fæðingar- deildinni er svo sérstakt Qöl- skylduherbergi og má faðir til dæmis sofa þar eftir fæðingu barns. Vatnsböð eru nú val fyrir konur í Keflavík, á Selfossi, Húsavík og Akranesi, bæði til að stilla verk- ina og auðvelda hreyfingar og til að fæða í. Þetta val þyrfti að vera handa fleiri konum. „Ljósmæður vilja skapa konum meira val og tækifæri til að fá þá þjónustu sem þær geta veitt," segir Ólöf. Heimafæðingar eru ekki eins ógnvænlegar og margir hafa fmyndað sér. Samkvæmt loka- verkefnum ljósmæðranna sem út- skrifuðust á laugardaginn eru því minni líkur á óhöppum eftir því sem inngripin eru færri. Öryggi er ekki bara tæknilegt heldur skapar umhverfið öryggi og því getur heimilið verið kjörinn stað- ur til að fæða börn. „Mikilvægt er að taka ekki alla stjórn af fæðandi konum,“ segir Ólöf, „allar uppréttar stöður eru til dæmis góðar en ekki útafliggj- andi eins og tíðkast.“ Hún segir brýnt að meta markvisst hvort tækninnar er þörf og þá hvað tækni. „Markmiðið er að vilji konu sé ávallt virtur og það er hlutverk ljósmæðra að skapa þau skilyrði að barnsfæðingin verði einstakur atburður í lífi fólks, og það upplifí hann á jákvæðan, einstaklingsbundinn og persónu- legan hátt,“ segir hún að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg NÁMSEFNIÐ Sorpið okkar afhent. Ásgeir Guðmundsson hjá Náms- gagnastofnun, Ingimundur Sigurpálsson SORPU og Magnús Jóhanns- son umhverfisráðuneyti. Námsefni um sorp NAMSEFNIÐ Sorpið okkar var ný- lega kynn tskólamönnum en það fjallar um verndun umhverfis og meðferð sorps. Ráðist var í gerð þess að frumkvæði stjórnar SORPU í samvinnu við umhverfisráðuneytið og Námsgagnastofnun. Vorið 1996 setti stjórn SORPU fram þá hugmynd að gert yrði náms- efni fyrir yngi-i nemendur um sorp, meðferð þess og endurvinnslu. For- svarsmenn Námsgagnastofnunar, SORPU og umhverfisráðuneytis ákváðu að námsefnið samanstæði af forriti, mynd, verkefnum og leiðbein- ingum. Stiki ehf. sá um forritið en Böðvar Leós sá um myndskreytingu náms- efnis og hönnun umbúða en Sigur- borg Matthíasdóttir ski-ifaði leið- beiningar um forritið. Þorgrímur Þráinsson skrifaði hand- rit að myndbandi sem Kvikmyndafé- lagið Nýja bíó gerði, Sigurbjörn Aðal- steinsson leikstýrði myndinni. Stefanía Bjömsdóttir samdi verk- efnahefti fyrir nemendur og leið- beiningar handa kennurum. Grafík á meistarastigi KYNNING á nýju evrópsku fram- haldsnámi á meistarastigi í listgrafík verður í Myndlista- og handíðaskóla íslands í fyi’irlestrarsal á 4. hæð, Skipholti 1, fimmtud. 12. feb. kl. 16. Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á nýjan valmöguleika í framhaldsnámi fyrir nemendur sem huga að aukinni menntun á sviði grafíklistar. Umsóknarfrestur fyrir nám sem hefst í október 1998 er til 30. apríl. Haustið 1997 hófu fimm evrópskir listaháskólar sameiginlegt evrópskt nám á meistarastigi í listgrafík. Á ensku hefur námið hlotið heitið „PA&R - Printmaking, Art & Res- erch“. Undirbúningar að náminu hefur verið styrktur af menntasjóðn- um Socrates/Erasmus. Það nám sem hófst sl. haust er lokaáfangi í náms- efnisþróun sem hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár. Myndlista- og handíðaskóli íslands hefur verið sú stofnun sem hefur stýrt verkefninu. Nemendur fá bækur EIRÍKUR Þorláksson, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, afhenti grunnskólum Reykjavík- ur nýlega íjölda listaverkabóka, sýningarskráa og bæklinga frá Listasafni Reykjavíkur - Kjar- valsstöðum. Eiríkur segir að bókagjöfin sé framlag safnsins til skólanna í því skyni að auka vægi myndmenntar í skólastarfí. Borgarstjórn ákvað í starfsáætlun fyrir árið 1998 að stuðla að tengslum grunnskólabarna við menningar- stofnanir með því að veita söfn- unum í borginni eina milljón króna til að auðvelda nemendum ferðir á söfnin. Sérstakir starfs- menn eru nú til að sinna fræðslu- starfí á Kjarvalsstöðum og í Ár- bæjarsafni. Gjöf Listasafns Reylgavíkur er talin stuðla að auknu og markvissara samstarfi milli gninnskóla borgarinnar og Listasafnsins. sendum í póstkröfu *5g£& UTSALA FJOLBREYTT URVAL AF DYNUM OG RUMUM HEÍLSUKODDAR LAOER&Alf V E R S L U ÓSÓTTAR PANTANÍR VERÐA SELDAR A ÞÆGÍLEGU VERÐÍ Sþútiivog’í I I • Sími 508 5588 opið: mánudaga - föstudaga 9 - 18 laugardaga 10 - 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.