Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Gagnagrunnur keppnishrossa í sjónmáli Hestamiðstöð í grennd við Nurnberg í Þýskalandi 13. Hindrunarstökksmiðstöð og hesthús 13. a Ráðstefnusalir 14. Hindrunarstökkssvæði 15. Hringtaumsskálar 16. Fimiæfingamiðstöð og hesthús 17. Fimiæfingasvæði 18. Fimiæfingar 19. Waldhotel-íbúðir með bíla geymslu 20. Waldhotel-bílageymslur 21. Kappreiðavöllur íþróttaráðstefna FEIF HM ‘98 innanhúss? HEIMSMEISTARAMÓT á ís- lenskum hestum innanhúss er nokk- uð sem enginn hefur látið sig dreyma um, en eftir því sem fram kom á kynningu á staðnum þar sem næsta mót verður haldið, í grennd við Niirnberg í Þýskalandi, er það - vel mögulegt. Þjóðverjar kynntu mótsstaðinn á íþróttaráðstefnu Ai- þjóðasambands eigenda íslenskra hesta, FEIF, sem haldin var í Am- sterdam í Hollandi fyrir skömmu. Fyrir hönd Islands mættu á fund- inn Jón Albert Sigurbjömsson, varaformaður Landssambands hestamannafélaga, og Sigurður Sæ- mundsson landsliðseinvaldur. Sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið að þessi mótsstaður væri enn í uppbyggingu og væri bú- ið að leggja yfir 200 milijónir þýskra marka í staðinn. Það er að sögn Sigurður þýskur auðjöfur sem stendur að þessari framkvæmd, en markmiðið var að byggja fullkomn- ustu hestamiðstöð í heimi. A fundinum sýndu Þjóðverjar teikningar af svæðinu og voru þar meðal annars nokkrar reiðhallir og ein þeirra risastór. Gerðu Þjóðverj- ar skoðanakönnun meðal fundar- manna á því hvort vilji væri fyrir því að halda mótið innanhúss. Reið- höll þessi rúmar vel 250 metra hringvöll og nokkur þúsund manns. Útkoman varð sú að allir vildu vera utanhúss, en sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að færa mótið inn ef veð- ur gerast válynd, sagði Sigurður. A svæðinu er fjöldi hesthúsa og er nú þegar búið að velja hestum ís- lenska liðsins stað út af fyrir sig, eins og venja er til vegna smit- hættu. Einnig eru nokkur hótel á svæðinu og fær hvert lið úthlutað íbúð með tilheyrandi fjölda her- bergja. Sagðist Sigurður mjög spenntur að fá að berja þetta svæði augum, því Ijóst væri að hér væri boðið upp á aðstöðu sem ætti engan samjöfnuð á vettvangi heimsmeist- aramótanna til þessa. Þess má geta að þýska meistaramótið verður haldið þama á þessu ári. Bitist um samanlagðan sigurvegara Af öðru sem á góma bar á fundinum sagði Sigurður að rætt hefði verið um samanlagðan sigurvegara heimsmeistaramótanna. Menn voru sammála um að gera engar breyt- ingar að sinni, en óánægja er meðal Þjóðverja og AusturríMsmanna með möguleika fjórgangshesta gegn fimmgangshestunum. Nú væri í sjónmáli ný grein, frjálsar fimiæf- ingar, sem skilaði meiru í stigasöfn- unina og við það vænkaðist hagur fjórgangshestanna. Einnig var talað um að lækka vægi 250 metra skeiðs- ins, en sátt náðist um að bíða með það fram yfir HM ‘99. Þá sagði Sig- urður að nýjar og endurbættar FlPO-keppnisreglur yrðu gefnar út í sumar. Danir halda NM í ágúst Þá sátu þeir Jón og Sigurður fund með fulltrúum hinna Norður- landanna og kom þar fram að Norð- urlandamótið verður haldið 5.-9. ágúst næstkomandi á Hedeland í Danmörku, en það er mótssvæði Dansk Islandshestforening á Sjá- landi. Þar verður keppt í áðurnefnd- um frjálsum fimiæfingum og 100 metra flugskeiði sem sýningar- greinum. Sagði Sigurður að mikill hugur væri í Dönum að gera vel að þessu sinni. Varðandi val á íslenska hðinu fyr- ir Norðurlandamótið sagðist Sig- urður búast við að það yrði að stærstum hluta byggt upp á mönn- um búsettum ytra og væri það gott tækifæri fyrir þá til að kynna sig og hesta sína með tilliti til vals á HM- liði Islands á næsta ári. Þá var í fyrsta skipti á þessum ráðstefnum rætt um hlut mótsgesta á HM og kom fram vilji til að taka meira tillit til mótsgestanna og óska þeirra. Nauðsynlegt væri að gera mótin frískleg og skemmtileg. Þá var birt á fundinum tilkynning frá stjórn FEIF þess efnis að Hinrik Bragason væri í keppnisbanni til 25. september 1998. Valdimar Kristinsson TVEIR ungir hestamenn, þeir Brynjar Gunnlaugsson og Aksel Jansen áhugamenn um tölvur, hafa á undanförnum árum hannað forrit fyrir gæðinga- og íþróttakeppni og kappreiðar. Kerfið býður upp á mun fjöl- breyttari möguleika en önnur forrit sem notuð hafa verið á mótum og léttir mjög alla vinnu við mótahald. Forritið nýtist ekki einvörð- ungu við keppnina sjálfa heldur er inni í því skráningarkerfí með stöðluðum skráningarblöð- um fyrir þátttakendur og möguleiki á umbroti og út- prentun mótsskrár. Einnig eru í forritinu eyðublöð fyrir móta- skýrslur sem tölvan sér um að útfylla og hægt verður hvort tveggja að prenta út og senda til Landsambands hestamanna- félaga. Þá eru einnig í forritinu eyðublöð fyrir ritara á velli og í dómpalli. Hægt er að birta stöðu í keppni eftir óskum meðan á keppni stendur og prenta út eða birta á tölvuskjá eins og verið hefur í eldri kerfum. Sagði Brynjar þetta auka á spennuna meðan á keppni stendur auk þess sem með for- ritinu sparaðist vinna og tími Gagnagrunnur á Netið En þeir félagar láta ekki staðar numið hér því þeir vinna nú að því að opna síðu á Netinu ef áhugi verður fyrir hendi þannig að á stærri mót- um verði hægt að fylgjast með framvindu kepppninnar hvar sem er. Einnig verður mögu- legd; að safna einkunnagjöfum allra dómara sem gerði dóm- arafélögum kleift að setja upp eins konar eftirlitskerfi þar sem hægt er á einfaldan máta að reikna meðalfrávik hvers dómara, ýmist á heildarein- kunnum eða fyrir einstök dómsatriði. Sömuleiðis að bera saman einkunnagjöf milli móta. Með aukinni tölvuvæðingu fé- laga innan LH segir Brynjar að ýmsir möguleikar opnist og nefndi hann að hægt væri að safna öllum niðurstöðum móta inn á sérstakan gagnagrunn sem væri á Netinu. Væri því hægt að byggja upp grunn sem gæti gefíð upplýsingar um frammistöðu einstakra hesta eða knapa í keppni til lengri tíma, eitthvað í líkingu við Feng, gagnagrunn Bændasam- taka Islands yfir kynbótahross- in. Taldi Brynjar að slíkt kerfi myndi gagnast til dæmis hrossaræktendum, keppendum, fjölmiðlamönnum og öðrum áhugamönnum um hesta- mennsku. Einnig gæti slíkur gagnagrunnur komið að notum við verslun með hross. Þá benti Brynjar á að ef þetta kerfi fengi hljómgrunn meðal hesta- manna yrði hvert hross sem þátt tæki í mótum að vera með fæðingarnúmer og lægi þá beint við að nota númerakerfi Bændasamtakanna. Myndi slíkt virka hvetjandi fyrir hestamenn til að láta skrá hross sín og jafnvel að þau yrðu merkt með örmerki eða frostmerkingu. Þá væri að sjálfsögðu kennitala knapanna skráð. Brynjar sagði að kerfi þeirra félaga hefði verið á þriðja ár í þróun og hefði verið notað á fé- lagsmótum hjá Fáki og Herði og siðustu tveimur Islandsmót- um. Brynjar benti á að grund- völlurinnn fyrir að þetta yrði að veruleika ylti á því hvort félög- in tölvuvæddust og sýndu mál- inu áhuga. Hófur nemur við jörðu og Kjúkan breytir stöðu sinni Hreyfing í hornþófa og Hreyfing í hófhvarfi högg leiðir upp í hófinn. þegar þyngd kemur á hófhvarfi í aftanverðum að framanverðu. fótínn. hófi. Hreyfing í hófi Þyngd kemur á hófinn, Hreyfing hófsins Hófbotn og hóf- séð að ofan. hóflivarf þrýstist út og séð að neðanverðu. tunga þrýstast hófbotn og tunga þrýst- niður. ast niður. Hófhirða I Hreyfíng* og demp- unarhæfni hófsins HESTUR án hófa er enginn hestur, eru orð að sönnu. í áranna rás hafa menn gert sér betur grein fýrir mikilvægi þeirra í öllu hesta- •’haldi. Hófurinn er sá hluti líkama hestsins sem tekur við höggi við niðurstig hests á hreyfingu. I hófnum má segja að sé háþróað- ur dempunarbúnaður til verndar m.a. liðum, beinum og vöðvatengingum við þau. Það er því mikilvægt að hugað sé vel að ástandi hrossa og þá sér í lagi brúkunarhrossa. Ohætt er að fullyrða þrátt fyrir miklar framfarir að Islendingar standi flestum þjóð- um að baki hvað varðar jámingar og hófhirðu. Þykir því við hæfi að fjalla öðru hverju um þennan mikilvæga þátt hestamennskunnar á þessum vettvangi. I hófnum á sér stað mikil hreyfing þegar hestur stígur í fótinn. Dempun höggsins byggist á eftifarandi hreyfingum. Kjúka og hvarfbein síga úr til dæmis 45 gráðu halla í allt að lárétta stöðu. Þegar þyngdin kemur að fullu á hófinn gleikkar hófurinn, mest að aft- anverðu en minnkar eftir því sem framar kemur. Homþófinn og hófhvarf að aftanverðu þrýstast aftur. Hófhvarfíð að framanverðum fætinum þrýstist sömuleiðis aftur og hóf- T^hvarfið á hliðum þrýstist út. Samhliða þessu þrýstist hófbotn og sér í lagi hóftungan niður. Með þessum hreyfingum dregur hófurinn og neðsti hluti fótar (hófhvarfið) úr högginu sem á sér stað þegar hestur stígur í fótinn. Öll um- hirða hófsins hlýtur því að miða að því að við- halda þessum hæfileika hófsins sem best. Þegar hestar eru teknir til tamningar eða brúkunar er oft hætt við að virkni hófsins raskist. I fyrsta lagi dregur það eitt að járna hest úr hreyfingum hófsins. Sérstaklega á það við þegar skeifur era aftarlega gataðar og neglt í öftustu götin. Innistaða hrossanna get- ur einnig dregið úr virkni hófsins, til dæmis þegar þess er ekki gætt að tryggja eðlilegt rakastig hófsins og þá sérstaklega hóftungu og hornþófans. Auk þess að tapa fjöðranar- eiginleikum eykst hætta á sprungumyndun- um við ofþornun. Einnig er algengt að hófar ofþorni í hóf- hvarfinu þar sem eru endimörk hárvaxtar og upphaf hófmyndunar. Almenn hófhirða ætti því að snúast um að halda eðlilegu rakastigi í hófnum. Aður en lengra er haldið er rétt að geta þess að rakastig hófsins ræðst mikið af því hversu mikið blóðstreymi er til hófsins (kviku og hófbeins). Magn blóðstreymis ræðst svo aftur af því hversu mikla hreyfingu hest- urinn fær. Er því rökrétt að byrja á hestum sem standa á bás. Eins og gefur að skilja hreyfa hestar á bás sig mun minna en lausir hestar í stíum. En það sem er án efa mesta vandamál- ið með básastöðu er að framhófar vilja of- þorna sé ekkert að gert. Sérstaklega á það við um hryssur því hestarnir míga framundir sig en hryssurnar beint í flórinn. Gott ráð til að tryggja raka í framhófum er að bleyta spæni og setja undir framfætur. Best er að fylla 10 til 20 lítra fötu af spónum og setja síðan vatn í þannig að fljóti yfir og setja síðan undir fram- fætur hestsins. Þegar húsin eru þrifin er rétt að sópa blautum spónum í framhluta bássins og bæta við eftir þörfum. Gott er að skipta um spæni á viku til tíu daga fresti því rotnun á sér stað í spónum auk þess að skítur blandast saman við spænina. Tímabært er orðið að Is- lendingar tileinki sér hreinlæti í hirðingu hófa og því er ekki hægt að mæla með því gamla ráði að moka skít undir framfætur hrossa. Framhald verður á þessari umfjöllun um hófhirðu og því upplagt fyrir þá sem láta sig málefnið varða að safna þessum dálkum sam- an. # Heimildir: The Principle of Horseshoeing eftir Doug Butler Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.