Morgunblaðið - 10.02.1998, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.02.1998, Qupperneq 39
cHdAja'/uoaoj MORGUNBLAÐIÐ Landsmót hestamanna á Melgerðismelum í sumar Þéttskipuð dagskrá HESTAR Landsmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum í Eyjafirði dag- ana 8. til 12. júlí í sumar. Öllum stasrri framkvæmdum er lokið á svæðinu, en að sögn Jóns Ólafs Sig- fússonar, framkvæmdastjóra lands- mótsins, verður margt eftir að gera þegar vorar þrátt fyrir það, svo sem að laga girðingar og fleira sem til- heyiir vorverkunum á svona móts- stað. Nú er bara að treysta því að veðurguðimir verði hliðhollir, enda sldpti veðrið miklu fyrir mótsbrag- inn. Jón Ólafur segir dagskrá mótsins verða hefðbundna og að lítið svig- rúm gefíst til nýjunga þar sem allir dagarnir verða þéttskipaðir frá kl. 9 á morgnana. Pó verður hópreið hestamanna á laugardagskvöldið á undan töltúrslitunum og kvöldvök- unni, en hún hefur venjulega verið á sunnudagsmorgnum. Jón Olafur var spurður að því hvort landsmótsgestir ættu ekki von á því að komast á dansleik með Hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar, eins og hefð hefur skapast um á stórmótum hestamanna mörg und- anfarin ár. Sagðist hann vona að svo yrði. Eitthvað eru mótshaldaramir ekki alveg sammála skattinum um uppgjör fyrir slíka dansleiki, en ver- ið er að reyna að finna lausn á mál- inu. Ekki gleymist menningin því í tengslum við landsmótið verða ýmsir listviðburðir og sýningar á Akureyri sem tengjast hestinum. Ef lands- mótsgestir vilja hvíla sig á dagsránni gefst því kostur á að líta inn á mynd- listarsýningu í Listagilinu og skoða myndverk af hestum, heimsækja Amtsbókasafnið þar sem bækur um hesta munu liggja frammi og boðið verður upp á bókmenntavökur, eða fara í minjasafnið þar sem haldin verður sýning á reiðverum og fleiru sem tengist hestinum. Á nettölti Ahugaverðir hestavefir HESTAMENN, sem hafa aðgang að Netinu, geta glaðst þessa dag- ana því alltaf fjölgar áhugaverðum stöðum fyrir þá að skoða. I lok síð- asta árs komu tveir gagnabankar inn á Netið, þ.e. Veraldar-Fengur, gagnabanki Bændasamtaka Is- lands í hrossarækt, á slóðinni httpý/www.bondi.is og Gagnabanki Jónasar Kristjánssonai- á slóðinni http://www.hestm-.is. Mótahald og ræktendur hjá Jónasi í Gagnabanka Jónasar er að fínna upplýsingar um hross sem fengið hafa 7.50 í kynbótaeinkunn eða hærra og forfeður þeirra, samtals um 33.000 hross. Einnig er að finna upplýsingar um móta- hald á íslandi, hrossaræktarjarðir og hrossaræktendur. Auk þess er hægt að koma inn auglýsingum og fréttum og upplýsingum um ættir hrossa og fá svör við fyrirspum- um. Þarna er því vettvangur fyrir skoðanaskipti hestamanna hvaðanæva úr heiminum. En til þess að njóta alls þessa þarf að gerast áskrifandi og kostar það 7.900 krónur á ári. Öll skráð hross í Veraldar-Feng í Veraldar-Feng eru upplýsing- ar um öll hross, sem skráð eru hjá Bændasamtökunum, samtals 95.000, ættir, dóma, kynbótamat og afkvæmi. Hægt er að fletta fram og til baka í ættarskránni, ýmist á afkomendur eða forfeður, með því að smella á viðkomandi hross. Veraldar-Fengur verður í framtíðinni inni í stórum vef um íslenskan landbúnað. Þá gefst áskrifendum kostur á að koma að fréttum og fyrirspumum um hrossarækt og allt er viðkemur landbúnaði. Þeir sem nota forritið Einka-Feng fá áskriftina ókeypis, en einnig er hægt að fá ársfjórð- ungsáskrift á 1.500 krónur, hálfs- ársáskrift á 2.700 og heilsársá- skrift á 5.200 krónur. Ókeypis aðgangur að Faxa Nýlega leit dagsins ljós „Faxi, vefurinn um íslenska hestinn" ó slóðinni http://www.stak.is/faxi. Aðgangur að vefnum er ókeypis og þar er að finna ýmsar fréttir úr heimi hestamennskunnar auk auglýsinga. Málefni á vefnum era sett í flokka svo sem fréttir og markaðstorg, félagsmál, þar sem koma fram fréttir frá Landsam- bandi hestamannafélaga, fræðslu- efni þar sem þegar eru komnar inn greinar um holdhnjóska i hestum, og fóstui-vísaflutninga svo eitthvað sé nefnt. Auk þess eru flokkar eins og umhvei-fismál, reiðleiðir, leit og samskipti þar sem hægt er að skrá sig á dreifilista vefsins. Það er fyrir- tækið Stak ehf. sem er með þenn- an vef og ritstjóri hans er hesta- maðurinn Hallmar Sigurðsson. Útflutningur hrossa ‘97 Samdráttur í Þýskalandi Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson SAMDRÁTTUR í útflutningi hrossa vekur spurningar um hvort róa eigi á ný mið í auknum mæli eða setja aukinn kraft í markaðssetningu í Þýskalandi. ÚTFLUTNINGUR hrossa dróst saman um 276 hross á nýliðnu ári miðað við árið þar á undan sam- kvæmt upplýsingum frá Bænda- samtökum Islands. Alls voru seld úr landi 2.566 hross til 15 landa í stað 2.842 hrossa til 18 landa árið 1996. Að venju fara flest hross til Þýska- lands eða 827 í stað 1.079 ‘96. Þarna munar 252 hrossum sem er ríflega 23% samdráttur og er það skoðun- arvert fyrir hagsmunaaðila þegar samdrátturinn er svo mikill í aðal markaðslandinu. Oftast hefur hlut- deild Þýskalands í útflutningnum verið í kringum 50% en er nú aðeins 32%. Ágæt uppsveifla er bæði í Sví- þjóð, Bandaríkjunum og Kanada en talsvert hefur verið unnið í mark- aðsöflun vestanhafs og virðist það vera að skila sér. .Einnig kemur Hollandsmarkaðurinn vel út að þessu sinni og hið sama má segja um Bretland þótt ekki sé um mörg hross að ræða þar. En það er markaðurinn í Þýska- landi sem menn munu helst brjóta heilann um. Nærtæk skýring er að sjálfsögðu efnahagurinn þar í landi sem hefur verið slæmur frá samein- ingu Austur- og Vestur-Þýskalands. Það hlýtur þó að vera brennandi spuming hvort það eitt skýri þenn- an mikla samdrátt. Á aðalfundi Fé- lags hrossabænda fyrir rúmum tveimur árum kom fram sú skoðun nokkurra ræðumanna að Þýskaland væri áfram vænlegasti markaður- inn. Þar væri mikið óunnið og langt í frá að komið væri að endimörkum vaxtarins. Þá hlýtur sumarexemið að koma inn í umræðuna og sjálf- sagt spurt hvort sumarexemgrýlan sé nú loksins farin að láta til sín taka á áþreifanlegan hátt? I garð er gengið landsmótsár og nú eins og áður vænta menn góðrar uppsveiflu í útflutningi hrossa. Vissulega hafa landsmótin „selt“ vel og verður fróðlegt að sjá hvort nýtt útflutningsmet verði slegið í árslok. í þessari umræðu er vert að muna að í töflunni hér að ofan er verið að bera saman útflutningstölur síðasta árs við metár í útflutningi en þrátt fyrir það má ætla að full ástæða sé til að staldra við og kanna hvort gengið hafi verið til góðs götuna fram eftir veg. ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1998 39"; AÐSENDAR GREINAR Bréf til Reynis REYNIR Ingibjarts- son framkvstj. Búseta og stjórnarmaður í Leigjendasamtökunum tekur að sér í Mbl. 4. febrúar s.l. að verja Láru Björnsdóttur fé- lagsmálastjóra í Reykjavík vegna ásak- ana minna um að taka að sér vörn fyrir póli- tískar ákvarðanir borg- arstjórnar. Hversvegna koma borgarfulltrúarn- ir ekki sjálfir tilað verja gerðir sínar frammi fyr- ir fólkinu í stað þess að ota fram embættis- mönnum? Grein mín var annars engin úttekt á persónu Lára Bjömsdóttur sem efalaust er ágæt kona og nýtur örugglega trausts ráðamanna, enda vinnur hún vel í þeirra þágu í þessu máli. Reynir ætti að læra að gera grein- armun á persónum og málefnum. Það er óþarfi af Reyni að benda les- endum Mbl. á þá einföldu staðreynd að ég ber sjálfur ábyrgð á þeim greinum sem ég skrifa og engin stjórn ber ábyrgð á þeim frekar en skrifum Reynis. Eg skrifa ekki greinar f.h. Leigjendasamtakanna nema það sé sérstaklega tekið fram. Ég hef skrifað margar blaðagreinar um dagana og aldrei beðið neinn um leyfi til þess og mun ekki gera. St- arfsheiti mitt hefur hinsvegar fylgt greinunum einsog venja er. Reynir segir þátttöku sína í stjórn Leigj- endasamtakanna hafa m.a. ráðist af áhuga hans fyrir málstað leigjenda. Telur hann það í þágu leigjenda að selja íbúðir þeima hlutafélagi sem tvöfaldar leiguna? Vildi hann búa við slíkt sjálfur? Ég tel það reyndar brot gegn 53. gr. Húsaleigulaga. Hann segist sjálfur ekki vera tals- maður hlutafélags en ver það samt! Og hann hikar ekki við að ljúga því að stjórn Leigjendasamtakanna hafi aldrei samþykkt að senda leigj- endum Félagsbústaða h/f bréf. Það var samþykkt á stjómarfundi 28. nóv. s.l. og stjórnarmenn dreifðu bréfinu sjálfir sums staðar með hjálp leigjendanna. Á þremur fundum með leigjend- um Félagsbústaða h/f 20. - 21. des. s.l. var eftirfarandi ályktun sam- þykkt - einróma: 1. Hætt verði við hlutafélagsvæðingu leiguíbúða borgarinnar og að Félagsbústaðir h/f verði venjulegt borgarfyrir- tæki. 2. Kaup Félagsbústaða h/f á leiguíbúðum borgarinnar gangi til baka og leigukjör og öryggi íbú- anna verði óbreytt. 3. Það er yfir- lýst markmið laganna um húsa- Jón Kjartansson leigubætur að bæta hag tekjulágra leigj- enda. Engin rök hafa verið færð fyrir nauð- syn þess að nota sam- þykkt þeirra laga sem tilefni til árása á kjör hinna tekjulægstu eins og Reykjavíkurborg er að gera. Sú gjörð brýt- ur gegn markmiðum húsaleigubótanna. Ætlast Reynir til þess að stjórn Leigjenda- samtakanna gangi ** gegn hag og vilja leigj- endanna? Það væra sérkennileg leigjenda- samtök sem tækju af- stöðu með eigendum gegn leigj- endum. Á stjórnarfundi 27. jan. s.l. var gerð grein fyrir því sem gert var og ákveðið að senda nýtt bréf og boða til fleiri funda, en þá var Reynir genginn af fundinum því málróf hans í þágu R-listakelling- anna fékk engan hljómgrunn. Búsetaíbúðirnar, segir Jón Kjartansson, eru meðal þeirra dýrustu á markaðnum. Hvers vegna er Reynir að taka málstað leigusala gegn leigjendum? Svarið er einfalt. Búsetaíbúðirnar eru meðal þeirra dýrustu á mark- aðnum, illa hefur því gengið að koma þeim út og fólk flýr þaðan vegna kostnaðar. Þama sér hann tækifæri tilað hækka alla leigu uppí markaðsverð svo Búseti geti orðið markaðshæfur! Þetta er nú allur áhuginn á málstað leigjendanna!^. Hvað er maðurinn svo að gera í Leigj endasamtökum? Engin haldbær rök hafa verið færð fýrir sölu leiguíbúðanna. Að- eins almennar fullyrðingai' um þró- unina, ósýnilegan rekstur og hús- næðiskei-fi á Norðurlöndum. Hér hefur aldrei verið skandínavískt húsnæðiskerfi og allar aðstæður gjörólíkar. Ég hef alltaf talið að eina hlutverk hins opinbera í hús- næðismálum sé að sjá til þess að all- ir hafi viðunandi húsnæði vand- ræðalaust. Þá skiptir öllu hvaða tekjur fólk hefur tilað borga með kostnaðinn. Húsnæði á ekki að vera fjármagn heldur samastaður. Ég tek svo undir áskorun Reynis til les- enda Mbl. að þeir lesi grein mína ' * frá 31. jan. s.l. Höfundur er formaður Leigjenda- samtakanna. BRIDS IIinsjóii Arnór G. Ragnarsson íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveita- keppni 1998 Helgina 28. febrúar til 1. mars fer fram íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveita- keppni. Spilaform fer eftir þátt- töku en undanfarin ár hafa allar sveitir spilað innbyrðis. Keppnisgjald er 10.000 kr. á sveit í kvennaflokknum en frítt fyrir yngri spilara. Þátttökurétt í flokki yngri spOara hafa allir sem sem era fæddir 1973 eða seinna. Tekið er við skráningu hjá BSÍ, s. 587 9360. Einnig er hjálpað til við myndun sveita. Bridsfélag Breiðfírðinga og Bridsfélag Breiðholts Fimmtudaginn 5. febrúar var spilaður einskvölds Howell tví- menningur með þátttöku 14 para. Efstu pör vora: Gunnl. Sævarsson - Vilhjálmur Sigurðss. 193 Guðrún Jóhannesd. - ísak Öm Sigurðss. 186 Guðm. Baldurss. - Guðbjöm Þórðars. 177 Elín Bjamadóttir - Jóhannes Bjamason 172 Soffia Daníelsd. - Óli Bjöm Gunnarss. 168 Staðan eftir þrjú kvöld af fjór- um í Laugaás leik félaganna er: Vilhjálmur Sigurðsson jr. 54 bronsstig Torfi Ásgeirsson 32 bronsstig Gunnlaugur Sævarsson 28 bronsstig Hermann Friðriksson 26 bronsstig Soffía Daníelsdóttir 25 bronsstig Óli Bjöm Gunnarsson . 25 bronsstig Sá spOari sem skorar flest bronsstig á fjóram kvöldum fær glæsilega kvöldmáltíð á veit- ingastaðnum Laugaás. Bridsfélag Kópavogs Aðalsveitakeppnin stendur nú sem hæst og er lokið fjóram umferðum. Staða efstu sveita er nú þessi: Þóun 83 Vinir 73 Sigurður Siggijónmsson 69 Guðmundur Pálsson 64 Tvær næstu umferðir verða spilaðar á fimmtudaginn í Þing- hól.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.