Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 40
■ 40 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Hagsmuna hverra gætir
Sjálfstæðisflokkurinn?
MESTAN hluta
þessarar aldar hafa
Sjálfstæðis- og Fram-
-sóknarflokkur ráðið
nær öllu í stjórnmálum
landsins, m.a.
ranglátrar kjördæma-
skipunar. Sjálfstæðis-
fiokkurinn hefur verið
langstærsti flokkurinn
um áratuga skeið. Hann
er sérkennileg blanda
af hagsmunagæslu og
einföldum hugmyndum
og er í reynd laustengt
hagsmunabandalag.
Utanríkismál, vinnu-
veitendur og einstak-
lingsframtak
Það eru einkum þrír þættir sem
hafa markað sérstöðu Sjálfstæðis-
flokksins. Það er í fyrsta lagi af-
dráttarlaus afstaða í utanríkismál-
um, þ.e. aðildin að NATO og sam-
staðan með Bandaríkjunum. Þetta
skipti verulegu máh á árum áður.
I öðru lagi er sérstaða Sjálf-
stæðisflokksins fólgin í því að ráða
yfir fyrirtækjum og atvinnutækj-
um. Hér á landi hafa farið saman,
m.a. í sveitarstjórnum, stjórnmála-
skoðanir forsvarsmanna atvinnu-
lífsins og kjörfylgi á einstökum
stöðum. Þetta er áberandi hjá
Sjálfstæðisflokknum en einnig hjá
öðrum flokkum. Hálfrar aldrar
forystu Alþýðubandalagsins í Nes-
kaupstad má rekja beint til yfir-
ráða alþýðubandalagsmanna á
- ,-Síldarvinnslunni. Kaupfélögin og
Sambandið mynduðu valdamiðju
Framsóknar um áratuga skeið.
í þriðja lagi hefur
Sjálfstæðisflokkurinn
gert hugmyndafræði
um virkjun einstak-
lingsframtaksins að
einni meginstoð flokks-
ins. Þetta er mikilvægt
vegna þess að Islend-
ingar, sem fámenn
þjóð í stóru landi, hafa
allt frá söguöld þurft
að leita skjóls í stærri
heildum. I upphafí var
það ættin, síðan stéttir
og ýmis félagasamtök.
Menn hafa á þessari
öld ekki hvað síst leit-
að skjóls og styrks í
stjómmálaflokkum.
E instaklingsframtak
sem vilji Islendingsins að standa á
eigin fótum kom fram í stuðningi
við Sjálfstæðisflokkinn. Efnahags-
leg velmegun fjölmargra einstak-
linga byggðist nær alla þessa öld
að veiulegu leyti á tengslum þeirra
við stjómmálaflokka. Þetta ástand,
sem hefur verið kallað helminga-
skiptafyrirkomulagið, byggðist á
mjög sterkri valdastöðu Sjálfstæð-
is- og Framsóknarflokks.
Breytt umhverfi
utanríkismála
Þessi þrjú atriði, afstaðan í utan-
ríkismálum, yfírráðin yfír fyrir-
tækjum og einstaklingsframtakið
mörkuðu sérstöðu Sjálfstæðis-
flokksins og hafa verið undirstaða
fjöldafylgis hans sem nær langt út
fyrir hefðbundið hægi-a fylgi í vest-
rænum stjórnmálum. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur hins vegar breyst
Efnahagsstefna ríkis-
stjórnar Davíðs Odds-
sonar hefur fyrst og
fremst, segir Agúst
Einarsson í fyrstu
grein sinni, tekið mið
af vinnuveitendum
og þeim sem mest
mega sín.
á síðustu árum. Þessar breytingar
hófust í formannstíð Þorsteins
Pálssonar og hafa haldið áfram í
formannstíð Davíðs Oddssonar.
Ytri aðstæður hafa þrengt að
Sjálfstæðisflokknum hvað varðar
utanríkismálin, en eftir fall komm-
únismans og fyrirhugaða stækkun
NATO til austurs skiptir hin gamla
spurning um hvort menn séu í
NATO, styðji herinn eða taki af-
stöðu með Bandaríkjamönnum
ekki eins miklu máli í hugum ís-
lendinga og áður.
Þvert á móti er utanríkisumræð-
an að þróast í aðrar áttir, þ.e. með
eða á móti aðild að Evrópusam-
bandinu. Þar hefur núverandi for-
ysta Sjálfstæðisflokksins markað
sérstöðu, þ.e. eindregna andstöðu
gegn aðild. Sú skoðun nýtur ekki
mikils fylgi hjá landsmönnum og á
alls ekki þær rætur eins og afstað-
an gagnvart NATO og Bandaríkj-
unum átti á árum áður.
Gengið erinda stór-
atvinnurekenda
Sjálfstæðisflokkurinn undir for-
ystu Þorsteins og Davíðs hefur hin
síðari ár fyrst og fremst hallað sér
að annarri stoð Sjálfstæðisflokks-
ins, þ.e. vinnuveitendum. Lang-
flestir forystumenn í'yrirtækja hér-
lendis eru flokksbundnir Sjálfstæð-
ismenn og einnig eru margir
Framsóknarmenn. Hér á landi eru
fáir vinstri menn áberandi í for-
ystusveit fyrirtækjareksturs, eink-
um í stæri’i fyrirtækjum.
Stefna Sjálfstæðisflokksins hef-
ur nú um nokkurt skeið aðallega
tekið mið af hagsmunum þeirra
vinnuveitenda sem stjórna Vinnu-
veitendasambandinu (VSÍ) en það
eru forsvarsmenn stærstu fyrir-
tækja landsins. Mörg þessara fyr-
irtækja eru sprottin úr helminga-
skiptaumhverfínu frá fyrri tíð en
Þorsteinn Pálsson var fram-
kvæmdastjóri VSÍ um hríð.
Hagsmunagæsla ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar með vinnuveit-
endum hefur m.a. komið fram í
breytingum á vinnulöggjöfinni á al-
mennum og opinberum markaði.
Þær lagabreytingar voru knúnar í
gegn af hörku af stjórnarflokkun-
um með öflugum stuðningi vinnu-
veitenda í andstöðu við verkalýðs-
hreyfinguna og stjórnarandstöð-
una.
Efnahagsstefna ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar hefur fyrst og
fremst tekið mið af vinnuveitend-
um og þeim sem mest mega sín í ís-
lensku þjóðlífi. Þannig voru af-
greidd lög um fjármagnstekjuskatt
þar sem skattgreiðslur á arð voru
lækkaðar úr rúmum 40% niður í
10% sem einkum kom fjármagns-
eigendum til góða. Þarna kom
skýrt fram hverra hagsmuna Sjálf-
stæðisflokkurinn gætir.
Gegn hagsmunum
launþega
Ljóst er að forstjórar stórfyrir-
tækjanna hafa ekki einungis tryggt
sér mjög vinveitta ríkisstjórn við
lagasetningu og uppstokkun á rík-
isfyrirtækjum heldur hafa þeir
einnig náð mjög sterki’i stöðu í líf-
eyrissjóðsumhverfínu í samvinnu
við verkalýðshreyfinguna.
Lífeyrissjóðirnir eru uppspretta
hluta sparnaðar landsmanna en
greiðslur í lífeyrissjóði eru vita-
skuld eign launþega. Það hefur
orðið samkomulag milli fulltrúa
launþega og vinnuveitenda að fara
sameiginlega með stjórn þessara
digra sjóða en stjórnin á í raun og
vera að vera öll hjá launþegunum
sem eiga lífeyrissjóðina eða fulltrú-
um þein-a. Hér er hins vegar enn
og aftur örfáum einstaklingum
meðal vinnuveitenda falið geysi-
lega mikið efnahagslegt vald. Það
eru sömu aðilarnir sem stýra stór-
fyrirtækjunum og sitja jafnframt í
stjórnum lífeyrissjóða. Þetta efna-
hagslega vald vinnuveitenda tak-
markast við um 50 manna hóp sem
er harðasti kjarni í stuðningsliði
Davíðs Oddssonar.
Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn
flokkur stórfyrirtækja og sérhags-
muna þeirra. Þetta hefur ekki enn
leitt til þess að hann hafí misst
fjöldafylgi sitt en að því getur kom-
ið, sérstaklega ef kjósendur eiga
kost á sameiginlegu framboði jafn-
aðarmanna sem setja velferðar-,
mennta- og heilbrigðismál á odd-
inn. Sundrung vinstri manna hefur
verið lifibrauð Sjálfstæðisflokksins.
Höfundur er nlþingismaður íþing-
flokki jafiiadarmanna.
NÚ ER um eitt ár liðið
frá tilnefningu nýs eft-
irlitsfulltrúa ITF (Al-
þjóðasambands flutn-
ingaverkamanna), en
hann hefur eftirlit með
kjörum og aðstæðum
skipverja um borð í
hentifánaskipum sem til
Islands koma. Það var
Borgþór Kjærnested
sepi tók við þessu starfi,
en hann hafði þá ný-
hætt störfum eftir rúm
sex ár sem fram-
kvæmdastjóri Norræna
flutningamannasam-
bandsins, NTF í Stokk-
hólmi. Eftirlitsfulltrú-
inn starfar hjá Sjómannafélagi
Reykjavíkur.
Hafíst handa
í janúar 1997 var með formleg-
um hætti gengið frá viðurkenndum
ITF samningum um borð í öllum
kaupskipum í eigu Eimskipafélags
Islands í föstum áætlunarsiglingum
til og frá íslandi. í þessu tilviki er
ENSKT SEVILLE
APPELSÍNU MARMELAÐI
um að ræða kjara-
samninga íslensku sjó-
mannasamtakanna,
enda hefur ITF viður-
kennt þá sem viðun-
andi kjarasamninga á
alþjóðlegum mæli-
kvarða.
Erlend leiguskip ís-
lensku útgerðarfélag-
anna eru vaxandi
vandamál. Sérstök
stjórnunamefnd sjó-
manna og hafnarverka-
manna í ITF, svonefnd
Fair Practises
Committé, fjallar um
margvísleg vandamál
sjóflutninga á fundi
sem haldinn er einu sinni á ári, en
þessi nefnd er aldrei kölluð annað
en FPC-nefndin. (Það er þessi
nefnd sem getur lýst þjóðfána
hentifána samkvæmt ákveðnum
reglum.) í júlí 1997 náðist sam-
komulag um það innan FPC-nefnd-
ár ITF að líta beri á kaupskip sem
ferjur sem eru í föstum siglingum
milli ákveðinna hafna samkvæmt
áætlun. Jafnframt var ákveðið að
skip sem eru í fóstum siglingum
fyrir skipafélög eins og t.d. Eim-
skip eða Samskip skuli teljast á
þeirra vegum, hvort sem skipin eru
leigð eða í eigu þeirra. Þyngstu
rökin fyrir þessari ákvörðun eru sú
staðreynd að fyiirtækin sem leigja
þau ráða allri áætlun skipanna og
verkefnum þeirra. Þetta þýðir að
stéttarfélög þess lands sem stundar
flutninga með þessum skipum geta
gert kröfu um mönnun og kjara-
samninga.
En þetta er flókið og því tökum
við dæmi. Skip X, sem Eimskip
leigir af þýskum eiganda, sem hefur
mannað skipið Filippseyingum á
s.n. þýskum ITF/TTC samningum
(sem er um 90.000 IKR á mánuði í
laun fyrir 40 stunda vinnuviku +
103 tíma í eftirvinnu), á samkvæmt
ákvörðun FPC-nefndarinnar að
vera með íslenskri áhöfn og með ís-
lenska kjarasamninga. Nú er hins
vegar skip X mannað Þjóðverjum,
er í eigu þýsks eiganda og um borð
gilda þýskir GIS/TCC-samningar,
sem eru nokkru hærri en samning-
ur Filippseyinganna, þá vandast
málið. Islensku sjómannasamtökin
geta krafist þess að gerðir verði ís-
lenskir kjarasamningar, en þá þarf
það að gerast í samráði við samtök
Þjóðverjanna. í síðara dæminu er
málið oftast látið afskiptalaust, enda
er eigandi og áhöfn af sama þjóð-
erni og leiga af þessu tagi er oft
Með órjúfanlegri sam-
stöðu beggja vegna
borðstokks, segir Jónas
Garðarsson, er ýmis-
legt hægt að gera.
skammtímalausn íslenskrar útgerð-
ar. En það getur komið upp eitt
dæmi enn, nr. 3. Skip X, í þýskri
eigu, siglir fyrir Eimskip, er með
þýska GIS/TCC samninga, verður
mannað Islendingum. Þá biðja ís-
lensku sjómannasamtökin um að
þýsku samtökin framselji þeim
samningsréttinn og íslenskir kjara-
samningar látnir gilda um borð.
Við þennan vanda er núna verið
að fást og er von til að málin verði
leyst jafnóðum og núgildandi kjara-
samningar um borð í þessum skip-
um renna út.
Nú er svo komið að ekkert kaup-
skip á vegum Eimskipafélags Is-
lands né Samskipa sem sigla til og
frá landinu er án viðurkenndra
kjarasamninga ITF.
Haustið 1996 var farið að undir-
búa eftirlit með aðstæðum um borð
í skemmtiferðæskipum sem vænt-
anleg voru til íslands sumarið 1997
í samráði við ITF í Lundúnum. Þeir
aðilar sem taka á móti þessum skip-
um á Islandi voru látnir vita af því
að eftirlit mundi fara fram og, að
allt yrði gert til að sjá til þess að út-
gerðaraðilar þeirra gengju frá
kjarasamningum um borð í þeim.
Hvort sem þessi undirbúningur
hafði áhrif eða ekki er það engu að
síður staðreynd að ekkert skemmti-
ferðaskip kom til hafnar í Reykja-
vík án viðurkenndra ITF samninga
sumarið 1997.
Ein deila varð um borð í olíuskipi
í Reykjavíkur höfn í byrjun júlí, en
hún leystist farsællega á tæpum
sólarhring, en skipverjar fengu
greitt afturvirkt vangoldin laun og
vexti að upphæð um 130.000 USD.
Ekkert olíuskip hefur látið sjá sig í
íslenskri höfn síðan með ógilda
kjarasamninga.
ITF-eftirlit, hvað er það?
Ætla má að margir velti því fyrir
sér hvað hentifáni er og hvaða eftir-
lit er haft um borð í slíkum skipum.
Hentifánaskip er, samkvæmt
skilgreiningu ITF, skip sem er í
eigu aðila frá landi A, mannað fólki
frá löndunum B, C, og D og gert út
af rekstrarfyrirtæki í landinu E,
skráð í landinu X og siglir fyrir út-
gerðarfélag í landinu F á milli land-
anna F, G, H, I og J. Eigandinn,
fáni skipsins og áhöfn eiga engan
sameiginlegan nefnara, útgerðin
reynir að forðast launatengd gjöld,
skráningargjöld og annan kostnað
sem hún sjálf getur haft einhver
bein áhrif á. Einnig reyna margir
útgerðarmenn að komast hjá því að
gera kjarasamninga, en það dæmi
er ekki alveg svona einfalt. Úgerð-
armenn, og þeir eru sem betur fer
nokkuð margir, eru oft þeirrar
skoðunar að kjarasamningar jafni
samkeppni útgerðarmanna um verð
á vinnuafli. Þess vegna styðja þess-
ir útgerðarmenn aðgerðir ITF
gegn þeim útgerðarmönnum sem
reyna að „svindla" og ná sér í
vinnuafl á spottprís.
Árangur
Nú hafa Verkamannafélögin
Dagsbrún og Hlíf lýst yfir ein-
dregnum stuðningi við hentifána-
herferð ITF frá 1. janúar. Bæði fé-
lögin hafa gefið út yfirlýsingu um
að þau muni banna félagsmönnum
sínum að vinna við skip undir henti-
fánum við upp- eða útskipun, sem
ekki eru með gildandi ITF samn-
inga um borð.
Þessi yfirlýsing hefur þegar skil-
að ITF umtalsverðum árangiá. I
lok desember sl. var súrálsskip á
leið til Straumsvíkur, en engir
kjarasamningar höfðu verið gerðir
um borð í því skipi. Áhöfnin voru
Búlgarar, Filippseyingar, Pólverjar
og Indverjar. Tímanlega fréttist af
komu skipsins og undirbúningur
aðgerða fór af stað á eftirlitsskrif-
stofu ITF hjá okkur í Sjómannafé-
laginu, Útgerð skipsins fékk veður
af málinu og óskaði eftir viðræðum
við forustumenn sjómanna hjá ITF
í Lundúnum. Fundur var haldinn
22. desember. Hinn 23. desember
síðdegis undiiritaði útgerðin kjara-
samning við ITF í Lundúnum fyrir
öll skipin 17, í fyrsta sinn í sögu fyr-
irtækisins.
Hér áttu samtök íslenskra hafn-
arverkamanna síðasta orðið og
færðu áhöfnum þessara skipa vel-
kominn jólaglaðning. Af þessu má
sjá að með órjúfanlegri samstöðu
beggja vegna borðstokks er ýmis-
legt hægt að gera. Hentifánaskip er
eitt, en skip án kjarasamninga og
viðunandi eftirlits samtaka sjó-
manna er sýnu verra dæmi. Það er
stjórnvalda að grípa til þeirra að-
gerða sem duga til að hentifánum
fækki, t.d. að fella niður skráning-
argjöld af íslenskum kaupskipum
með sama hætti og gert er af flug-
vélum og fiskiskipum.
Höfundur er formaður Sjómanna-
fclags Reykjavíkur.
Eftirlit ITF með henti-
fánum við Island
Jónas
Garðarsson