Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY BJARNADÓTTIR, Ketilvöllum í Laugardal, lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, aðfaranótt föstudags 6. febrúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Miðdal. Gróa Grímsdóttir, Guðný Grímsdóttir, Kristinn Vilmundarson, Grímur Kristinsson. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýju og samúð vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMANNS Þ. GUNNARSSONAR, Suðurgötu 104, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem studdu hann í veikindum hans. Þrúður Júlíusdóttir, böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, HÖLLU ÞORSTEINSDÓTTUR, dvalarheimilinu Blesastöðum, áður Engjavegi 1, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Blesastöðum. Halldór Þorsteinsson, Rósa E. Ingimundardóttir, Einar Þorsteinsson, Helgi Þorsteinsson, Guðrún Guðlaugsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóðir, ömmu og lang- ömmu, INGUNNI LÁRU JÓNSDÓTTUR, Dalbraut 21. Helgi Helgason, Anna S. Helgadóttir, Halldór Hjaltested, Jóna H. Helgadóttir, Pálmi Þ. Vilbergs, Ámi H. Helgason, Gylfi Þ. Helgason, Jóna P. Brynjólfsdóttir, ömmuböm og langömmubörn. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. Rb.1 = 1472108 N.K. KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR + Kristín Kjartans- dóttir fæddist 31. desember 1936. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 30. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ 6. febrúar. Okkur, samstarfsfólk Kristínar, sem starfaði með henni á lager Húsasmiðjunar í Holta- görðum, langar að kveðja hana með örfá- um orðum. Fyrir rösklega ári voru gerðar skipulagsbreytingar á símavörslu hjá Húsasmiðjunni og skapaðist þvi svigrúm í vinnutíma hjá símastúlk- um. Var þá brugðið á það ráð að Stína, eins og hún var ævinlega kölluð, kom til starfa í vörumóttök- unni í Holtagörðum. Við kynntumst Stínu býsna vel, hún var ein af þeim sem var með munnin fyrir neðan nefið, ávaOt hress og skemmtileg ýmist segjandi sögur írá því í gamla daga eða nýjustu brandarana og svo hló hún þessum líka smitandi hrossahlátri. Stina var hörkudugleg og þegar hún var búin að pakka öllu sem fyrir lá var tekin upp tuskan og vörumóttakan þrifin hátt og lágt. Hún rak á eftir okkur öUum með að hafa hreint og fínt hjá okkur og kom með hugmyndir hvemig mætti bæta aðstöðuna. Það var gaman að fylgjast með því hvað Stína var frökk því ef ekkert lá fyrir í pökkun eða merkingu og búið var að þrífa allt fór Stína að fikta við tölvuna. Fyrr en varði var hún farin að fara yfir pantanir og því hefðu nú ekki allir trúað, síst hún sjálf, en hún sýndi að hún gat og gerði það sem hún ætlaði sér. Stína sagði stundum þegar hún þurfti að fara á símann eða ekki var von á henni næsta dag „þið eigið eftir að sakna mín“ og það voru orð að sönnu. Við eigum eftir að sakna Stínu eins og allir sem störfuðu með henni hér í gegnum árin. Við sendum börnum og að- standendum Stínu okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa ykkur öll. Samstarfsfólk á lager Húsa- smiðjunnar í Holtagörðum. I dag kveðjum við Kristínu Kjart- ansdóttur, eða Stínu eins og hún var kölluð af vinum og kunningjum. Mér þykir það í hæsta máta óraun- verulegt að komið sé að þessari kveðjustund, því fyrir mér er hún alveg ljós- lifandi: Glaðlegt fasið, brosið hennar, glettnin í augunum. Stína flutti hingað í götuna með manninum sínum Gunnari og börnunum fyrir löngu. Við vorum ekkert sér- staklega fljótar að kynnast og hjá okkur voru aldrei nein hlaup á milli húsa í kaffi, þetta kom svona smátt og smátt. En það voru dætur okkar sem voru fljótari að kynnast. Með þeim Lilju dóttur Stínu og Möggu dóttur minni tókst fljótt kunningsskapur og varð síðan að traustri og innilegri vináttu sem stendur enn þótt báðar séu komnar yfir þrítugt. Síðan urðu svo Rósa dóttir Stínu og Anna dóttir mín líka mjög góðar vinkonur. Á þessum árum vorum við með kött þér í húsinu og Lilja var og er með ofnæmi fyrir köttum. Það kom því af sjálfu sér að Magga var hjá Lilju öllum stundum, það lá við að hún flytti þangað. En aldrei var amast við henni á heimili Lilju, Stína og Gunnar tóku henni bara eins og aukadóttur og hún gekk þar út og inn eins og ein úr fjölskyldunni og það sama má reyndar segja um Ónnu dóttur mína. Stina og Gunnar eignuðust hluta í Akureyjum á Breiðafirði og í augum dætra minna var það ótrúlegt ævin- týri að fá að fara með út í eyjar. Það var auðvitað alveg sjálfsagt að þær færu með fjölskyldunni, ég held að Magga hafi farið á hverju sumri í langan tíma, en Anna alltaf við og við. Stína rak Efnalaug Hafnfirðinga um nokkurra ára skeið og eitt sum- arið vann Magga hjá henni, þá kom- in á unglingsár, og mér er óhætt að segja að Stína var ekki harður hús- bóndi. Stína gekk í gegnum ýmsa erfið- leika á lífsleiðinni, en erfiðast af öllu munu hafa verið veikindi Gunnars mannsins hennar, en hann átti við þungan hjartasjúkdóm að stríða og því stríði lauk með því að hann lést langt um aldur fram. Stína bjó áfram með börnin í húsinu sínu eftir að Gunnar dó, en þar kom þó að hún seldi húsið og flutti í minna hús- næði. Ég saknaði hennar mikið þeg- ar hún fór úr götunni, því þótt við værum ekki alltaf inni á gafli hvor hjá annarri þá var bara svo gott að vita af henni þama. Við hittumst ekki mjög oft eftir að hún flutti en þó af og til og svo töluðum við SIGURVEIG GUNNARSDÓTTIR FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Miðvikud. 11. fab. kl. 20.30 Myndakvöld/kynning á ferðaáætlun Myndakvöldið verður í F.I.- salnum í Mörkinni 6. Fyrir hlé sýnir Leifur Þorsteinsson myndir úr ferðum um „Laugaveginn", Kjöl, umhverfi Hagavatns, frá Skaftafelli og Lónsöræfum. Eftir hlé er kynning á nýrri og fjöl- breyttri ferðaáætlun Ferðafélags- ins sem var að koma út. Verð 500 kr. Góðar kaffiveitingar. Allir velkomnir. l>orraferð og þorrablót í Mýrdal 14.-15. fabr. Góð gisting á Hótel Höfðabrakku. Farið í skoðunar- og göngu- ferðir um forvitnilegar slóðir m.a. f fylgd heimamanna og kynnst ýmsu merkilegu sam er að gerast i Mýrdalnum, t.d. í landbúnaði. Miðar á skrif- stofu. Glæsilegt þorrahlað- borð innifalið f fargjaldi. Brottför kl. 8.00. Heimasíða: httpVAvww.fi.is □ Hlín 5998021019 IVA/ 1 Kosn. Stm. □ EDDA 59980210191 - 2 Atkv.gr. til 11° KR-konur Skemmtikvöld til styrktar meist- araflokki kvenna í knattspyrnu verður haldið miðvikudaginn 11. febrúar kl. 20.15. Fjölmennum í KR-heimilið. Aðaldeild KFUK, Holtavegi Fundur I kvöld kl. 20.30 í umsjs Kristniboðshóps kennara (L.M.F.). Allar konur velkomnar. Eitt blað fyrir alla! JHorgtmblabib -UmimáMiut + Sigurveig Gunn- arsdóttir fædd- ist í Skógum í Öxar- firði 5. mars 1905. Hún andaðist ( Landakoti í Reykja- vík hinn 3. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Kristveig Björnsdóttir, f. 5.4. 1881, d. 17.3. 1945, og Gunnar Árnason, f. 24.2. 1871, d. 23.4. 1960, bóndi og odd- viti ( Skógum. Þeim varð níu barna auð- ið og eru tvö þeirra á lífi: Þór- halla ,f. 20.8. 1923, gift Sigurði Jóhannessyni, og Oii, f. 21.1. 1925, giftur Þórunni Pálsdóttur. Hin bömin voru auk Sigurveig- ar: Rannveig f. 6.11. 1901, d. 29.1. 1991, gift Bimi Kristjáns- syni; Bjöm, f. 2.5. 1903, d. 29.5. 1995, giftur Guðrúnu Kristjáns- dóttur; Arnþrúður, f. 18.7. 1908, d. 29.6. 1977, gift Baldri Öxdal; Ámi, f. 7.3. 1910, d. 9.11. 1937, giftur Sigríði Guð- mundsdóttur; Sig- urður, f. 10.10. 1912, d. 23.4. 1996, giftur Guðrúnu Karlsdóttur; Jón Kristján, f. 11.4. 1919, d. 3.1.1938. Hinn 20.6. 1925 giftist Sigurveig séra Sveini Vfldngi Grímssyni, f. 17.1. 1896, d. 5.6. 1971. Böra þeirra em: 1) Gunnar, f. 22.3. 1926; 2) Kristjana, f. 25.7. 1927; 3) Grím- ur, f. 25.12. 1928, giftur Jónfnu Finnsdóttur, og eiga þau þrjú böm og þijú barnaböm. Auk þess ólst sonur Jónínu upp á heimili þeirra, og á hann eitt bam; 4) Kristveig, f. 12.4. 1935, gift Benedikt Þormóðssyni, og eiga þau þijú böra og fjögur baraaböra. títför Sigurveigar fer fram í Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14.30. stundum saman í síma, og það var alltaf gott að heyra í henni. Ég á Stínu óendanlega margt að þakka, hún var einskonar aukamamma fyrir dóttur mína um langt árabil og mig langar að þakka henni að leiðarlokum fyrir alla hennar elskusemi í garð dætra minna. Ég bið guð að styrkja aldraða móður hennar, börnin hennar öll og barnabömin á þessum erfiðu tímum sem þau ganga nú í gegnum. „Drottinn minn gef þú dánum ró en hinum líkn sem lifa.“ Kristjana Krisljánsdóttir. Það var seint í ágúst 1997 að mér var boðið í fyrsta skipti heim til Stínu í Breiðholtið. Ástæðan fyrir þessu heimboði var sú að það var verið að halda kveðjuboð fyrir Rósu dóttur hennar og fjölskyldu sem voru að flytja af landi brott til Eng- lands, og ég var nýráðin sem „au- pair“-stúlka hjá þeim hjónum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti Stínu og tók hún mér strax eins og ég væri ein af fjölskyldunni. Ekki óraði mig nú fyrir því að þessi kona ætti einungis 5 mánuði eftir ólifaða í þessum heimi. Þessum heimi sem getur verið svo grimmur og óréttlátur. En í desember kom áfallið, Stína greindist með krabba- mein í heila og henni tjáð það að hún ætti skammt eftir ólifað. Við fórum til Islands yfir jólin og á aðfangadag heimsótti ég Stínu þar sem hún var heimavið í faðmi fjöl- skyldunnar. Það mátti glöggt sjá hvað þessi hræðilegi sjúkdómur hafði farið illa með hana, en hún lét ekki neinn bilbug á sér finna og var hún hin kátasta. En föstudaginn 30. janúar kvaddi hún þennan heim og hélt yfir í ann- an. Ég vona að Guð gefi það að þú, Stína mín, hafir það gott á þeim stað sem þú dvelur á núna. Elsku Guðmundur, Lilja, Rósa og Högni, ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Megi Guð og gæfa ávallt fylgja ykkur. Rósa María. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Þegar ég var lítil þótti mér alltaf svo gaman að koma á Fjölló. Þar bjuggu afi og amma, Didda með Bangsa í risinu, Kristveig og Benni ásamt köttunum í kjallaran- um, og svo var það hún Siva. Það voru allir velkomnir inn til hennar Sivu, enda stóð lykillinn ætíð í skránni. Og þar inni tók á móti manni falleg gömul kona í hvítum kjól og með hnút í hárinu. Heimilið hennar Sivu var einn ævintýraheimur í augum bams. Þar var svo margt að skoða. Blóm- in hennar, sem hún hafði svo mikla unun af, píanóið og orgelið, rokk- urinn, öll gömlu blöðin og svo auð- vitað skúffan með öllum heima- gerðu tuskudýrunum. Þar lék maður sér tímunum saman. Siva var líka prjónakona mikil og eru þau örfá pörin af hosum og vett- lingum sem að hún gaukaði að manni í gegnum ævina. Það er varla hægt að ímynda sér betri manneskju en hana Sivu og minninguna um hana geymi ég í hjarta mínu. En nú er hún Siva komin til hans Víkings síns, og ég veit að hún er ánægð. Guð varðveiti hans Sivu mína. Jóhanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.