Morgunblaðið - 10.02.1998, Side 47

Morgunblaðið - 10.02.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 47 ATVINNUAUGLYSINGA BRIMBORG Bifvélavirkjar Þjónustumiðstöö Brimborgar hf. óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf: Fólksbílaverkstæði: Leitum eftir fullmenntuðum bifvélavirkja og/eða vélstjóra, vélvirkja. Hæfniskröfur: Lágmarksréttindi í bifvélavirkjun Góða samskiptahæfileika Góða þjónustulund Heiðarlegur og áreiðanlegur Stundvísi Geta sýnt frumkvæði í starfi og unnið sjálfstætt Grunnþekking á tölvur (PC/Windows umhverfi) Hafa áhuga á bifreiðum Góða íslensku- og enskukunnáttu Starfsmenn í varahlutaverslun Lager: Leitum eftir starfsmanni á lager við meðhöndl- un á vörusendingum, upptöku, talningu og öðru tilheyrandi. Varahlutaverslun: Leitum eftir starfsmönnum við sölu á varahlut- um og ráðgjöf til viðskiptavina Hæfniskröfur: Góða samskiptahæfileika Góða þjónustulund Heiðarlegur og áreiðanlegur Stundvísi Geta sýnt frumkvæði í starfi og unnið sjálfstætt Grunnþekking á tölvur Hafa áhuga á bifreiðum Góða íslensku- og enskukunnáttu Sölumaður vörubílskrana, palla og vinnuvéla Leitum eftir sölumanni á vörubílskrönum, pöll- um og vinnuvélum. Viðkomandi á að sjá um alla almenna sölu, sjá um öll samskipti við erlenda birgja og uppgjörsmál. Hæfniskröfur: Góða samskiptahæfileika Góða þjónustuiund Heiðarlegur og áreiðanlegur Stundvísi Geta sýntfrumkvæði í starfi og unnið sjálf- stætt Góða tölvuþekkingu (PC/windows umhverfi) Góða íslensku- og enskukunnáttu og æskilegt eitt Norðurlandamál Um er að ræða störf hjá einni stærstu þjón- ustumiðstöð landsins, þarsem uppþygging á starfsaðstöðu, endurmenntun og umhverfis- málum er í stöðugu endurmati. Brimborg leggur aðaláherslu á fagmennsku, lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustu- lund. Reyklaus vinnustaður. Skriflegar umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 20. febrúar nk., merktar: „Verkstæði", „Varahlutir" eða „Sala", eftir því sem við á. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síöumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 Félagsráðgjafar!! Svæðisstjóri í öldrunarþjónustu Laus er til umsóknar staða svæðisstjóra í öldr- unarþjónustu. Um er að ræða 100% starf. Borginni er skipt upp í þrjú svæði með hliðsjón af hverfaskiptingu öldrunarþjónustudeildar í heimaþjónustuhverfi. Á hverju svæði er svæðisstjóri sem ber ábyrgð á meðferð ein- staklingsmála á svæðinu og fylgir eftir faglegri þróun þeirra úrræða borgarinnar í þágu aldr- aðra, sem á svæðinu eru. Starf svæðisstjóra byggist á heildstæðri nálgun og útfært skv. nýju skipulagi um meðferð einstaklingsmála (Case management). Félagsráðgjafar, sem gegna starfi svæðis- stjóra, hafa með höndum meðferð og af- greiðslu einstaklingsmála að því er varðar upp- lýsingar og ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, heima- þjónustu, húsnæðis- og vistunarmál og fylgja slíkum málum eftir í framkvæmd á sínu svæði. Nákvæm starfslýsing fyrir svæðisstjóra liggur fyrir. Auglýst er eftir félagsráðgjafa með próf frá viðurkenndum háskóla eða starfsmanni með viðurkennt öldrunarráðgjafanám. Handleiðsla í starfinu stendurtil boða. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar og Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa. Umsóknum skal skila til aðalskrifstofu öldrunarþjónustudeildar, Síðumúla 39, á umsóknareydublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 27. febrúar nk. Nánari upplýsingar veita Sigurbjörg Sigur- geirsdóttir, yfirmaður öldrunarþjónustudeiidar, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, aðstoðarmaður yfirmanns, í síma 588 8500. VuíUW^> V M | KJ 0 N N A £ V Fjölskylduráðgjafi Fjölskylduþjónusta kirkjunnar óskar eftir að ráða til eins árs prest, sálfræðing, félagsráð- gjafa eða annan með samþærilega háskóla- menntun, til að sinna fjölskylduráðgjöf. Menntun eða reynsla á því sviði ertilskilin. Starfshlutfall er a.m.k 50 %. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar nk. Nánari upplýsingar um starfið veita sr. Þor- valdur Karl Helgason, forstöðumaður, í síma 562 3600 og Ragnhildur Benediktsdóttir, skrif- stofustjóri Biskupsstofu, í síma 535 1500. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar, Klapparstíg 25—27,101 Reykjavík. Garðabær Garðaskóli — enskukennari Frá 1. mars er laus hálf staða enskukennara við Garðaskóla í Garðabæ. Frá haustinu 1998 gæti verið um fullt starf að ræða. I Garðaskóla eru um 600 nemendur í 7. —10. bekk. Launakjör samkvæmt kjarasamningi KÍ og HIKvið Launanefnd sveitarfélaga. Upplýsingar veitir Gunnlaugur Sigurðsson, skólastjóri, í síma 565 8666. Grunnskólafulltrúi. M KÓPAVOGSBÆR Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns í Dalshúsi Dalshús er úrræði fjölskyldudeildar og sinnir margháttuðu hlutverki, m.a. hópastarfi fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra, fræðslu- og for- varnarstarfi, fjölskylduráðgjöf og erfiðleikum er kunna að koma upp innan fjölskyldna. Einnig er Dalshús notað af öðrum starfsmönn- um fjölskyldudeildar m.a. til viðtala við börn og fjölskyldur og áætlað er að sálfræðingur hafi starfsaðstöðu sína að hluta til í húsinu. Starfsemi Dalshúss hefur verið í stöðugri þró- un frá því að það tók til starfa og jafnan hefur verið reynt að mæta þeim þörfum fyrir þjón- ustu sem fyrir hendi eru hverju sinni. Starfið krefst því frumkvæðis, hugmyndaríkis og sjálf- stæðra vinnubragða. Um er að ræða 75% stöðugildi. Menntunarkröf- ur er félagsráðgjafamenntun eða sambærilegt nám. Krafist er starfsreynslu með börnum, unglingum og fjölskyldum. Frekari upplýsingar um stöðuna gefuryfir- maður fjölskyldudeildar í síma 554 5700. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Félagsmálastjóri. | Félagsmálastofnun ) Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 Hjúkrunarfræðingar! I Hjúkrunarfræðingur í öldrunarþjónustu Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings í öldrunarþjónustu. Um er að ræða 80% starf. Hjúkrunarfræðingur er ráðgefandi á sviði um- önnunar og aðhlynningar í íbúðum aldraðra innan öldrunarþjónustudeildar. Hann hefur umsjón með ráðstöfun hjúkrunarrýma á veg- um deildarinnar. Einnig tekur hann þátt í sam- starfi við heimahjúkrun, sjúkrahús og aðrar stofnanir í Reykjavík og nágrenni. Starf hjúkrunarfræðings byggist á þverfaglegu samstarfi og samvinnu innan deildar, við aðrar stofnanir og á upplýsingum og ráðgjöf við aðstandendur. Nákvæm starfslýsing liggur fyrir. Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi með sérþekkingu á sviði öldrunarhjúkrunar eða með góða reynslu af starfi innan öldrunarþjónustu. Laun skv. kjarasamningi Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Umsóknum skal skila til aðalskrifstofu öldrunarþjónustudeildar, Síðumúla 39, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 27. febrúar nk. Nánari upplýsingar veita Sigurbjörg Sigur- geirsdóttir, yfirmaður öldrunarþjónustudeildar, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, aðstoðarmaður yfirmanns, í síma 588 8500. Kranamaður Fossvirki-Sultartangi sf. óskar eftir að ráða vanan kranamann á byggingarkrana. Upplýsingar í síma 487 8008 (Hákon). Afgreiðslustarf — hlutastarf Starfskraftur óskast í verslun, sem verslar með höfuðföt og kvenfatnað. Æskilegur aldur 30—50 ára. Umsóknir, með uppl. um fyrri störf, meðmæli, ásamt mynd, sendist til H.R., pósthólf 4003, 124 Reykjavík, fyrir 15. febrúar. Trúnaður virtur og umsóknum svarað. Arkitektastofa óskar eftir hressum og hugmyndaríkum starfs- manni sem fyrst. Reynsla æskileg. CAD kunn- átta áskilin. Áhugasamir sendi umsókn, ásamt starfsferils- skrá, til afgreiðslu Mbl. fyrir 12. febrúar nk., merkta: „Teiknistofa — 478." Manfreð Vilhjálmsson Arkitektar ehf., Bergstaðastræti 52,101 Reykjavík. FQSSVTRKI Verkstjóri — loðna Snæfell hf., Sandgerði, óskar eftir að ráða verk- stjóra til loðnu- og hrognafrystingar. Nánari upplýsingar veitir Björn í síma 897 0484.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.