Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 55

Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 55 FÓLK í FRÉTTUM GUÐNÝ ásamt fatahönnuðinum og snyrtivöruframleiðandanum Oscar de Ia Renta. STARFSFÓLKINU var boðið út að borða í tilefni af heimsókn hins fræga höunuðar. STARF Guðnýjar felst í því að kynna snyrtivörur og ilmvötn. Oscar de la Renta veið- ir árlega, lax á Islandi Guðný Guðjónsdóttir býr skammt frá San Francisco og kynnir snyrtivörur Oscar de la Renta í tveimur Macy’s verslunum. Fyrir skömmu hitti hún hönnuðinn fræga sem bauð henni út að borða. GUÐNÝ hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin tíu ár en þar áður bjó hún í Lúxemborg í 15 ár. „Þegar ég flutti út mjög ung var ég hárgreiðsludama en eftir að ég eignaðist tvíburadætur mínar var ég bara róleg húsmóðir. Svo þegar við fluttum til Bandaríkjanna fann ég fyrir löngun til að gera eitt- hvað skemmtilegt. Þegar dætur mínar voru í menntaskóla hérna heima vann ég í snyrtivöruverslun í Kaupstað í Mjódd og því ákvað ég að halda mig við þann geira. I fyrstu vann ég í Clarins snyrtivöru- deild Macy’s en núna kynni ég ein- göngu vörur Yves Saint Laurent og Oscar de la Renta,“ sagði Guðný sem vinnur hjá fyrirtæki sem heitir Sanofe. Sem lausamanneskja hjá Sanofe getur Guðný auðveldlega fengið frí og dvalið þrjá mánuði á ári á Islandi hjá dætrum sín- um sem búa i Reykjavík. „Eg hef notið þess að vera heima hjá fjölskyldunni í desember en á sumrin ferðasþ ég um landið og hitti ættingjana. Ég er venjulega um einn og hálfan mánuð í kringum jól- in heima á Islandi og annan eins tíma á sumrin. Maðurinn minn sem er flugmaður hjá Cargolux er styttri tíma en ég í einu.“ Guðný býr skammt frá San Francisco og vinnrn- í tveimur Macy’s verslunum, í Stanford og Sera Monte, um tuttugu til þrjátíu klukku- stundir á viku. „San Francisco er yndisleg borg og það er mjög skemmtileg menning þar. Það snjóar aldrei og svo er ekki nema þriggja tíma akstur til La- ke Tahoe þar sem er gott skíðasvæði,“ sagði Guðný. Hún segir einhverja Is- lendinga búa í San Francisco en mun fleiri stundi nám eða vinni í Los Angeles. „Stundum heyri ég íslensku talaða í Macy’s og þá sný ég mér strax við en fólk virðist hugsa með sér að hún geti varla verið íslensk þessi. Þvi eins og Oscar de la Renta sagði: Þú getur ekki verið íslensk, þú ert alltof suð- ræ_n í útliti til þess.“ í nóvember síðastliðnum kom fatahönnuðurinn og snyrtivöru- framleiðandinn Oscar de la Renta til San Francisco meðal annars til að kynna nýtt ilmatn „So de la Renta“. Þar vann Guðný með hon- um í einn dag auk þess sem hann bauð öllu starfsfólkinu út að borða um kvöldið. „Það var gífurleg ör- yggisgæsla í versluninni þennan dag því Oscar de la Renta hafði áð- ur verið í Portland og Texas þar sem mótmælendur höfðu skvett ein- hverjum óþverra á hann vegna þess að hann framleiðir pelsa úr dýra- skinni. Þegar ég kom í vinnuna um morguninn vorum við sérstaklega beðnar um að láta vita ef við sæjum eitthvað sem okkur fyndist dular- fullt. Það voru öryggisverðir um alla búðina og þegar dagurinn var á enda fannst mér eins og ég hefði séð voða mikið af skrýtnu fólki en það var bara ímyndun,“ sagði Guð- ný brosandi. Oscar de la Renta er fæddur á eyju í Karabíska hafinu en fluttist tveggja ára gamall til Spánar þar sem hann ólst upp. „Sautján ára gamall var hann komin á kaf í snyrti- vörugeirann og var ungur orðinn þekkt nafn. Hann sagði við okkur að hann gerði sér fulla grein fyrir því að hann væri ekki Oscar de la Renta nema vegna góðs starfs- fólks og yndislegra við- skiptavina. Hann er mjög hlýr og mannlegur og lét okkur vita að við skiptum máli þótt við værum bara lítill hlekkur í keðj- unni. Hann kom mér mjög mikið á óvart og það er ekki til snobb í hon- um.“ Að sögn Guðnýjar á hönnuðurinn frægi heimili í Connecticut, í New York og París og ferðast mikið á milli. „Þegar hann heyrði að ég væri frá íslandi sagði hann mér frá því að hann kæmi til íslands í laxveiði tvisvar á ári. Hann er mjög hiifin af íslandi og segist gleyma sér við lax- veiði hér. Héma getur hann verið óáreittur en þegar hann bauð okkur út að borða í San Francisco voru svo margir öryggisverðir í kringum hann að litla hjartanu frá íslandi ofbauð.“ Oscar de la Renta er ekki eini frægi tískuhönnuðurinn sem Guðný hefui' hitt í gegnum starf sitt. „Ég hitti Jean-Paul Gaultier þegar hans ilmvatn kom út fyrir tveimm- árum. Hann var mjög ólíkur Oscar de la Renta sem er frekar klassískur og er mildll framúrstefnumaður. Þá var okkur líka boðið út að borða og það var mjög gaman að sjá hann en hann talaði ekkert við fólk persónulega." Að sögn Guðnýjar er starfið mjög skemmtilegt og mikið er lagt upp úr góðri þjónustu við viðskiptavininn. Þrátt fyrir að hún væri vön að starfa við snyrti- vörur þurfti hún að fara á viku námskeið þegar hún hóf störf hjá Macy’s þar sem farið var sérstaklega yfir mannleg samskipti og þeim lagðar línur fyrirtækisins. „Við þurfum að vera í sérstökum fötum sem ekki mega vera erma- laus eða flegin. Við þurfum alltaf að vera í sokkabuxum við pilsin þrátt fyrir að stundum sé 30 til 40 stiga hiti. Þegar Oscar de la Renta kom í heimsókn þurftum við allar að vera í dökkbláu en hann gaf okkur bleiku slæðurnar sem eru merktar ilm- vatninu," sagði Guðný og benti á eina myndina. „Gífurleg öryggisgæsla þennan dag i versluninni“ »,Hlýr, mannlegur og ekki til snobbaður“ Gail flísar --f-f . 571 ■h- il ±: ll'- Stórhöföa 17, viö Gullinbrú, sítni 567 4844 Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 PALLALVFTUR PÓH HF Reykjavík - Akureyri ReykjavíkiÁrmúla 11 -sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sfmi 461-1070 «3 c c ro ro to ko QJ ro v/> QJ PO cs Schneider SVC-105 H0LLYW00D vélin Vandað tveggja hausa myndbandstækí 4 liða upptökumynni eitt ár fram í tímann sjálfvirk stafraen myndstilling og fjarstýring ..................ótrúlega gott tækil Targa TX turn 200Mhz MMX 32 SDRAM vinnsluminni 17" Targa skjár ET6000 4MB skjákort DVD geisladrif MPEG2 afspilunarkort 3,2GB U-DMA diskur SoundBlaster 16 hljóðkort 280W hátalarar 33.6 mótald m/faxi og símsvara Windows 95 lyklaborð PS/2 tveggja hnappa mús Windows 95 og bók 6 íslenskir leikir, Wing Commander og Claw fylgja með. BT býðfur beturí Meiriháttar verðlækkun! ColorPage Live Borðskanni Super BlackLine 28" '159 990- ■»Schneider MONTANA Flatur SUPER Blackline myndlampi Nicam Stereo 2 x 35 wött Textavarp, Scart tengi Sjálfvirk stöðvainnsetning Fjarstýring ofl. SkannarM 30Bita 4800 punkta upplausn Tðhrúr Grensásvegi 3-108 Reykjavík - Sfmi: 5885900 - Fax : 5885905

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.