Morgunblaðið - 10.02.1998, Side 61

Morgunblaðið - 10.02.1998, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 61 Kringlunni 4 - 6, simi 588 0800 www.samfilm.is ★★★ DV iýnd kl. 5,6.45,9 og 11.15. u « æwmL EINA BIOIÐ MED THX DIGITAl l ÖUUMSÖLUM dp^m onrJ M M Hverfisgötu, sími 551 9000 www.skifan.com Dench (dhama) Stórfengleg mynd um einstakt samband Victoriu drottingu og hestasveins hennar John Brown, sem sagður er sá aiþýðumaður sem haft hefur mest áhrif á breska MYNDBÖND « 3 d Flótti Blossi (Blossi)_________________ S p e n n n m y n d ★ ‘/2 Framleiðendur: Júlíus Kemp og Frið- rik Þór Friðriksson. Leikstjóri: Júlíus Kemp. Handritshöfundur: Lars Emil Árnason. Kvikmyndataka: Jón Karl Helgason. Tónlist: Máni Svavarsson. Aðalhlutverk: Páll Banine, Þóra Dungal, Finnur Jóhannsson, Gísli Rúnar Jónsson. Vilhjálmur Árnason, Erlingur Gíslason. 90 mín. ísland. Sam Myndbönd 1998. Útgáfudagur: 15. janúar. Myndin er bönnuð börn- um innan 16 ára. VEGAMYNDIR eru gífurlega vinsæll geiri innan kvikmyndanna og þá sérstaklega í Evrópu. Friðrik Þór („Böm náttúrunnar"), Wim Wend- ers („Paris, Texas“), Dennis Hopper („Easy Rider“), Martin Scorcese („Aiice Doesn’t Live Here Anymore“) eru allt leikstjórar sem tekið hafa fyrir þetta sjón- ræna faralds- form, sem rekur ættir sínar til heimferðar Ódysseifs. Vega- myndin er eins- konar andlegt uPPgjör manns og umhverfis, en oft- ast snúa aðalpersónumar heim með meiri þroska og ný viðhorf í fartesk- inu. Júlíus Kemp vill greinilega blanda sér í hóp þessara merkis- manna og hefur fengið Friðrik Þór til að aðstoða sig við vegamyndina sína. Eins og í Veggfóðri er umfjöll- unarefnið ungt fólk og hið hrað- skreiða, tilgangslausa lífemi sem það býr við. Sögupersónumar Robbi og Stella fara ekki út á hinn andlega veg, vegna þess að þau em að reyna að bæta sig, heldur var Akraborgin aðeins einfaldasta leiðin til þess að losna við lögregluna. Það sem ein- kennir þessar ungu persónur er vemleikaflóttinn í heima tölvuspila, alsælu, áfengis, teiknimyndablaða og kvikmynda og fyrir þeim era þessi heimar mun gimilegri en hinn blá- kaldi íslenski hversdagsleiki. Til þess að einhver spenna myndist þá er vonda dópistanum, Úlfi (Finnm- Jóhannsson), troðið inn í myndina, en Robbi hefur týnt fyrir honum dýrmætii sendingu af fíkniefnum og ætlar Úlfur að ná sér niðri á Robba. Blossi er önnur myndin sem Júlíus Kemp sendir frá sér, en sú fyrsta var Veggfóður og markaði hún ákveðin tímamót í íslenskri kvikmyndasögu. Eins og Morðsaga mddi hún leið fyr- ir nýtt blóð inn í heim íslenskrar kvikmyndagerðar og gæðalega em þær ekki mjög ólíkar. Blossi er örlít- ið betri mynd en fyrimennari sinn, en það segir ekki mikið um hana. Tæknilega er hún betur unnin og kvikmyndataka Jón Karls er prýði- leg. Titilsena myndarinnar er eins konar „Seven“ hins fátæka manns. Tónlistin er stór þáttur í myndinni, en hún er sjaldan vel notuð þó að mörg góð lög séu tíl staðar. Handnt- ið að myndinni er ótrúlega illa skrif- að og þarf aðeins að minnast á sam- tal um naflaryk og pervetískt atriði þar sem bóksölumaður (Erlingur Gíslason) reynir að þukla á Stellu á meðan Robbi er að aka bílnum blind- fullur. Þar sem handritið er slæmt era persónumar ekki upp á marga fiska og em Robbi og Stella frekar óáhugaverð. Þóra Dungal í hlutverki Stellu er litlaus en býr samt yfir þessu saklausa skólastúlku útliti sem hlutverkið þarfnast. Páll Banine er langbesti leikarinn í þessari mynd og er sorglegt að sjá hann fara með jafn hræðilegan texta og handntið gerir ráð fyrir. Þegar Páll er upp á sitt besta er persóna Robba næstum því aumkunarverð, en svo koma línur eins og „eigum við ekki að kúsa hringveginn, eða eitthvað útí busk- ann“ sem eyðileggja allt saman. Ekki er hægt að hætta þessari um- fjöllun án þess að fara nokkmm orð- um um Úlf, sem er leikinn af Finni Jóhannssyni. Finnur hefur útlitið til þess að leika þennan harðsvíraða dópsala. Hann er svartklæddur, snoðklipptur og húðflúðraður, en röddin er hins vegar langt frá því að hitta í mark. Mjóróma reynir Finnur að hreyta út úr sér orðum hins illa Úlfs, en útkoman verður bara eins og kórdrengur sem er klæddur sem kölski. Einnig væri ágætt að hafa þá hugmynd á bak við eyrað, að þegar mynd eins og Blossi stendur upp úr af þeim íslensku kvikmyndum sem koma út á árinu, er best að senda enga mynd sem fúlltrúa til Óskarsverðlaunanna. Ottó Geir Borg FIMET wz Rafmótorar Eigum til ó rafmótora í 9,25-90 Kw Utfærslur: ♦IP55 ♦Me& fót og Borgarst|orinn i Reykjavik auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisvióurkenningar Reykjavíkurborgar Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar er veitt íyrirtæki eða stofnun sem leitast við að haga rekstri sínum eða einstökum rekstrarþáttum í samræmi við grunnregluna um sjálfbæra þróun. 111 greina koma fyrirtæki eða stofnanir í Reykjavík sem á einhvern hátt haía sýnt slíka viðleitni. Viðurkenningin verður veitt formlega á umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna þann 5. júni nk. Viðurkenningin kom í hlut Prentsmiðjunnar Odda hf. árið 1997 en það var í fyrsta sinn sem hún var veitt. Þeir sem óska eftir að koma til greina í ár eða óska eftir að tilnefna fyrirtæki eða stofnun til umhverfisviðurkenningar eru vinsamlega beðnir að fylla út sérstök eyðublöð sem liggja frammi á Atvinnu- & ferðamálastofú Reykja\Tkurborgar að Aðalstræti 6 og hjá Upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Tilnefningum ber a& skila ó sama sta& eigi sí&ar en mónudaginn 16. mars 1998. Nefnd um órlega umhverfisviSurkenningu Reykjavíkurborgar mun óska eflir frekari upplýsingum fró tilnefndum fyrirtækjum e&a stofnunum og fró þeim a&ilum sem tilnefna. Frekari upplýsingar fást hjá AVGLtSrNCASTOFA HEYKJAVUU* rABOB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.