Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 64

Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 64
Atvinnutryggingar Við sníðum þær að þínu fyrirtæki. 3 fll0r0i!íjtj.M$íM§> MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rflrisstjdrnin leggur fram frumvarp sem stöðvar verkfall sjómanna Afskipti þings óhjákvæmileg Stjórnarand- staðan hafnaði því að taka frumvarpið strax á dagskrá RÍKISSTJÓRNIN tók í gær ákvörðun um að leggja fram frum- varp á Alþingi um stöðvun verkfalla á fiskiskipaflotanum. Stefnt var að að hefja umræðu um frumvarpið í gær, en þingmenn stjórnarand- stöðunnar komu í veg fyrir það með því að fella tillögu um að frumvarpið mætti koma á dagskrá. Umræða um frumvarpið mun því ekki hefjast fyrr en á morgun og bendir flest til þess að frumvarpið verði ekki að lögum fyrr en í lok vikunnar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að skipuð verði nefnd þriggja manna sem kanni verðmyndun á fiski. Til- lögur nefndarinnar eiga að beinast __,§ð því að koma í veg íyrir að við- skipti með aflaheimildir hafi óeðli- leg áhrif á skiptakjör sjómanna. Nefndin á að skila tillögum fyrir 10. mars nk. og er stefnt að því að til- lögur nefndarinnar verði afgreiddar sem lög frá Alþingi fyrir þinglok. Frumvarpið felur jafnframt í sér að samningar verði framlengdir til 30. júní nk. og verði samningsaðilum óheimilt að boða verkfall eða verk- bönn á samningstímanum, en það felur í sér að því verkfalli, sem hófst 2. febrúar, verði aflýst. Morgunblaðið/Árni Sæberg SJÓMENN fjölmenntu á pallana þegar taka átti frumvarp um lög á verkfall sjómanna á dagskrá. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að staðan í samningaviðræðum sjómanna og útvegsmanna væri með þeim hætti að ekki væri hægt að komast hjá afskiptum Alþingis af deilunni. Aður en tilkynnt var að lagt yrði ffam lagafrumvarp ræddu for- ystumenn ríkisstjómarinnar við full- trúa deiluaðila og ríkissáttasemjara. Nýtt verkfall boðað Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, sagði í gær að frumvarpið fæli í sér árás á samningsrétt stéttarfélaganna í landinu. Hann sagði að stjórn Sjó- mannasambandsins myndi koma saman til fundar í dag og þar myndi hann leggja fram tillögu um að boð- að yrði nýtt verkfall. Helgi Laxdal, foi-maður Vélstjórafélagsins, sagði að vélstjórar myndu einnig boða verkfall síðar á árinu ef sýnt þætti að þeir myndu ekki með samning- um ná fram kröfu um hækkaðan skiptahlut. Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, sagði sjómenn hafa verið að Ijúka samningsbundnum hafnar- fríum í gær og verkfallið væri því rétt að byrja að hafa áhrif. Pessi niðurstaða væri algerlega óviðun- andi fyrir sjómenn. Kristján Ragnarsson, formaður LIU, sagðist gera ráð fyrir að stjórnvöld hefðu metið stöðuna svo, að fengnum upplýsingum frá ríkis- sáttasemjara, að frekari viðræður næstu daga væru tilgangslausar og engin von væri til þess að þær myndu leiða til niðurstöðu. Á samn- Forsætisráðherra minntist Halldórs Kiljans Laxness á Alþingi Stórveldis- draumur lít- illar þjóðar —"FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, ávarpaði Alþingi við upphaf þingfundar í gær til að votta fjölskyldu Halldórs Lax- ness samúð sína og íslensku þjóðinni. For- seti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, færði Auði Laxness og fjölskyldu Halldórs Laxness samúðarkveðjur íslensku þjóðar- innar í gær vegna fráfalls Halldórs. Forsætisráðherra sagði m.a. í ávarpi sínu: „Hið mikla vald hans á íslensku máli, endurnýjunarmáttur hans, sköpunargleði og orðkynngi, samfara næmu skopskyni, valda því, að menn munu njóta verka hans um ókomna tíð. Þótt Halldór segði sjálfur í ^JJósvíkingnum, að fegurðin og mannlífið væru tveir elskendur, sem fengju ekki að hittast, má ýkjulaust segja, að fegurðin og mannlífið hafi hist í verkum hans. Þjóðin átti ekki alltaf samleið með skáld- inu, en hún samfagnaði Halldóri Laxness innilega þegar hann hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955. Hann var lifandi stórveldisdraumur lítillar þjóðar, ein rök- ~~?emdin fyrir áframhaldandi sjálfstæði hennar og tilveru. Þegar Halldór tók við nóbelsverðlaunum, sagði hann, að honum yrði nú hugsað til þeirrar fámennu fjölskyldu, hinnar bókelsku þjóðar Islands, sem haft hefði á honum vakandi auga um langan aldur, hefði gagnrýnt hann eða talið í hann kjark á víxl.“ Djúp spor í þjóðarsögu íslendinga Ólafur Ragnar Grímsson sagði m.a. í ávarpi sínu er hann færði Auði Laxness og fjölskyldu Halldórs Laxness samúðarkveðj- ur íslensku þjóðarinnar: „Hann kenndi þjóðinni að þekkja sjálfa sig, agaði hana og ávítti, sýndi henni dýrðina á ásýnd hlutanna og bauð til veislu mannlífsins. Svo djúp eru spor Halldórs Laxness í þjóðarsögu íslendinga að reisn okkar í sam- félagi þjóðanna verður best rökstudd með tilvísun til verka hans og skáldbróður hans, Snorra Sturlusonar, sem er sá eini höfund- ur íslenskur er Halldóri verður jafnað við.“ ■ Halldór Kiljan Laxness/10-17, ■ leiðari og www.mbl.is/laxness/ T Morgunblaðið/Rax Fánar blöktu í hálfa stöng DAVÍÐ Oddsson forsæt- isráðherra ákvað að fáni skyldi dreginn í liálfa stöng í gær við opinberar stofnanir vegna andláts Halldórs Laxness. Víða mátti sjá fána dregna í hálfa stöng, jafnt við op- inberar byggingar, fyrir- tæki sem við íbúðarhús. ingafundi sl. sunnudag hefðu út- vegsmenn samþykkt að ræða frekar þann samningsgrundvöll sem sátta- semjari lagði fram, en sjómenn hefðu hafnað honum. Tillögu um afbrigði hafnað Leiðtogar ríkisstjórnarinnar fóru í gær fram á það við formenn þing- flokka stjórnarandstöðunnar að hún greiddi fyrir því að lögin fengju skjóta afgreiðslu á Alþingi. Þessu hafnaði stjórnarandstaðan. Afstaða hennar kom fram í því að tillaga um að veita afbrigði frá þingsköpum svo að frumvarpið mætti koma á dagskrá var felld. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að það hefði aldrei gerst áður 1 þingsögunni að afbrigði frá þing- sköpum hefðu ekki verið samþykkt þannig að frumvarp gæti gengið strax til fyrstu umræðu. Hann sagði að með þessu væra stjórnarand- stæðingar að tefja lausn málsins og hafa stórfé af sjómönnum og allri þjóðinni. Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu þessum orðum forsætis- ráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins, sagði að málið bæri allan keim af því að lagasetning hefði verið lengi í undirbúningi og aldrei hafí staðið til hvorki af hálfu útvegsmanna né rík- isstjórnar að leyfa sjómönnum að nýta samtakamátt sinn til að knýja fram úrlausn sinna mála. ■ Átök/4 ■ Lagasetning/6 ■ Forsætisráðherra/18 Nýtt vinnu- ferli við erfðarann- sóknir SAMKOMULAG hefur náðst um vinnuferli við erfðarann- sóknir hjá Islenskri erfðagrein- ingu hf. og gekk Tölvunefnd frá nýjum skilmálum á fundi sínum í gær. Markmið reglnanna er að tryggja nafnleynd þátttakenda í þeim rannsóknum sem fram fara hjá Islenskri erfðagrein- ingu. Við setningu reglnanna er það haft að leiðarljósi að rann- sóknargagna I vörslu sam- starfslækna Islenskrar erfða- greiningar hf. sé gætt sem sjúkragagna í samræmi við læknalög og reglugerð um sjúkraski-ár. Að rannsóknar- gögn hjá íslenskri erfðagrein- ingu séu án persónueinkenna og að tenging milli persónu- greindra gagna hjá samstarfs- læknum og ópersónugreindra gagna hjá IE geti ekki átt sér stað nema með notkun dulmáls- lykils. Það er einnig haft að leiðarljósi að notkun dulmáls- lykils fari ekki fram nema und- ir eftirliti tilsjónarmanna Tölvunefndar. ■ Nýir skilmálar/6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.