Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 2
8 setíj fiAíiHaa'i .11: . 2 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Osamkomulag um uppstillingn A-flokkanna í Hafnarfírði Ekki verður lagður fram sameiginlegur listi EKKI náðist samkomulag í kjörnefnd og bráða- birgðastjórn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í Hafnarfirði á fundi seint í fyrrakvöld um tillögu um uppröðun á sameiginlegan framboðslista vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor. Leggja átti listann fyrir fundi í fulltrúaráði Alþýðu- flokksfélaganna í Hafnarfirði og í Alþýðubanda- lagsfélagi Hafnarfjarðar í kvöld. I fréttatilkynningu frá kjörnefndinni í gær segir að hún muni ekki leggja fram tillögu um sameiginlegan lista fyrir flokkana og sú niður- staða hafi yerið kynnt bráðabirgðastjórn A- flokkanna. Akvörðun um framhald á samstarfi A-flokkanna verði tekin fyrir á fundum þeirra í kvöld. Ágreiningur meðal alþýðuflokksmanna Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lá fyr- ir tillaga um framboðslista og samkomulag hafði náðst um skiptingu framboðssæta milli flokk- anna en ágreiningur var innan Alþýðuflokks um fulltrúa flokksins á listanum og treysti bráða- birgðastjórn flokkanna sér ekki til að leggja til- löguna fyrir flokkana í kvöld. Flokkarnir gerðu fyrir nokkru með sér rammasamkomulag þar sem kjörnefnd flokk- anna var falið að leggja fram sameiginlegan framboðslista og sérstök bráðabirgðastjórn átti að skipuleggja málefnavinnu og leggja fram drög að samkomulagi fyrir stofnanir flokkanna. Gestur G. Gestsson, formaður fulltrúaráðs Al- þýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði, segir að það sé nú á valdi flokkanna að ákveða hvert fram- haldið verði. Lúðvfk Geirsson, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalags, tók í sama streng og sagði að það kæmi í ljós á félagsfundum í kvöld hver staða mála væri. Gestur segir að þessi niður- staða þurfi ekki að hafa í för með sér að áform um sameiginlegan framboðslista flokkanna séu endanlega úr sögunni. Ólíkir að upplagi og vinnubrögðum Gestur sagði að málefnavinna flokkanna hefði gengið vel þótt kjörnefndin hefði ekki treyst sér til að setja saman framboðslista samkvæmt þeim vinnureglum sem henni voru settar. Aðspurður hvort þessi niðurstaða væri ekki áfall fyrir hugmyndir um sameiginlegt framboð þessara tveggja flokka í sveitarstjórnakosning- um í vor sagði hann svo ekki vera. „Það getur verið skynsamlegt að taka hlutina í skrefum. Hér í Hafnarfirði er óvanalegt mynstur, þar sem annar flokkurinn er mjög stór en hinn lítill, þannig að það þarf ekki að vera óeðlilegt þótt þetta taki lengri tíma í Hafnarfirði en annars staðar. Flokkarnir eru líka ólfkir að upplagi og vinnubrögðum. Sem dæmi um það má nefna að annar flokkurinn hefur allt frá 1978 viðhaft stór og opin prófkjör en hinn flokkurinn hefur stillt upp. Þarna eru því tveir ólíkir heimar að mæt- ast," segir Gestur. Samkvæmt heimildum blaðsins er nú allt eins reiknað með að flokkarnir muni bjóða fram hvor í sínu lagi og má reikna með að lögð verði fram tillaga um prófkjör á fundi fulltrúaráðs Alþýðu- flokksins í kvöld. Sjálfstæðismenn á Akureyri Kristján Þór í efsta sæti FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfé- laganna á Akureyri samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær- kvöldi tillögu kjörnefndar um skipan framboðslista Sjálfstæðis- flokksins við bæjarstjórnarkosn- ingar á Akureyri í vor. Listann skipa eftirtaldir: 1. Kristján Þór Júlíusson, 2. Val- gerður Hrólfsdóttir, 3. Þórarinn B. Jónsson, 4. Sigurður J. Sig- urðsson, 5. Vilborg Gunnarsdótt- ir, 6. Þóra Akadóttir, 7. Stein- grímur Birgisson, 8. Páll Tómas- son, 9. Guðmundur Jóhannsson, 10. Sunna Borg, 11. Jóhanna H. Ragnarsdóttir, 12. Sveinn Heiðar Jónsson, 13. Eygló Birgisdóttir, 14. Sverrir Ragnarsson, 15. Haukur Grettisson, 16. Dórothea J. Eyland, 17. Valur Knútsson, 18. Nanna Þórsdóttir, 19. Ómar Halldórsson, 20. Anna Björg Björnsdóttir, 21. Jónatan Ólafs- son og 22. Sigurður Hannesson. Kristján Þór Júlíusson er jafn- framt bæjarstjóraefni. Fornbíll árekstri Morgunblaðið/Golh MIKLAR umferðartafir urðu á Miklubraut eftir hádegi í gær vegna áreksturs sem varð á mót- um Grensásvegar og Miklubraut- ar. Þar lentu saman bandarískur fornbfll og sendibfll. Engin slys urðu á mönnum en fornbfllinn skemmdist talsvert. Framkvæmdastjóri hljóðvarps Margrét hlaut flest atkvæði MARGRÉT Oddsdóttir, deildar- stjóri menningarmála Ríkisútvarps- ins, hlaut 4 atkvæði þegar útvarps- ráð fjallaði um umsóknir um starf framkvæmdastjóra hljóðvarps. Halldóra Ingvadóttir, skrifstofu- stjóri á skrifstofu útvarpsstjóra, hlaut þrjú atkvæði. Umsögn út- varpsráðs hefur verið send mennta- málaráðherra, sem skipar í stöðuna. Landlæknir um gjöld spftala Fólk frest- ar að leita læknis ÓLAFUR Ólafsson landlæknir segir að rannsókn Félags heil- brigðisstétta sýni að allt að 10. hver karl og 5. hver kona hafi orðið að fresta eða hætta við að leita til læknis vegna fjár- skorts á síðasta ári. Tæplega þriðjungur tekjulægstu barna- fjölskyldna í landinu hafi einnig hætt við að leita læknis árið 1996. „Þessa hefur ekki orðið vart fyrr í minni 25 ára embættistíð," segir landlæknir í framhaldi af umræðum í stjórn Ríkisspítalanna um auk- in þjónustugjöld. Landlæknir segir að þennan hóp fylli helst fólk á aldrinum 20-29 ára. Bæði sé þar um að ræða barnafólk og einstæðar mæður, þ.e. yngsta fjölskyldu- fólkið með yngstu börnin og aðra sem búa við lágar tekjur vegna vanheilsu og af öðrum ástæðum. Landlæknir segir að þessar kannanir gefi til kynna að fólk dragi eða hætti við læknisheimsóknir bæði vegna eigin heilsubrests og vanheilsu barnanna. Rjúfa jöfnuð þegnanna Ólafur segir að þjónustu- gjöld í heilbrigðiskerfinu hafi þegar valdið því að dregið hef- ur úr áratuga jafnræði í að- gengi sjúklinga til heilbrigðis- þjónustunnar. Nú séu uppi hugmyndir um þjónustugjöld á sjúkrahúsum. „Þjónustu- gjöld rjúfa þann jöfnuð sem ríkt hefur um aðgengi að bráðaþjónustu á sjúkrahúsum og eru brot á lögum um heil- brigðisþjónustu og koma verst niður á þeim sem leita mest til heilbrigðisþjónustunnar og minnst hafa efnin," segir land- læknir. „Þjónustugjöld hækka yfirleitt þegar fram líða stund- ir og falla ekki niður eins og sagan sýnir okkur. Jafnræði í aðgengi raskast meir." I samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur Ólafsson, að í ljósi vaxandi gagnrýni á þjónustu- gjöld hafi Skandinavar, m.a. Svíar, leitt í lög að fólk undir 18 ára skuli eiga rétt á ókeypis læknishjálp. „Ég get tekið undir það," sagði Ólafur. Olíumengun á Þing- völlum rannsökuð HEILBRIGÐISEFTIRLIT Suður- lands hefur sent Þingvallanefnd er- indi vegna ummerkja um olíumeng- un við Flosagjá og Öxarárfoss á Þingvöllum sem uppgötvaðist í lok janúar. Talið er að mengunin stafi af óhappi við tökur á kvikmyndinni Myrkrahöfðingjanum og er málið í höndum lögreglu í Reykjavík. Eftir að hafa fengið ábendingar um olíumengun á Þingvöllum fóru fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suður- lands og lögreglumenn frá Selfossi til að kanna málið 30. janúar síðast- liðinn, en daginn áður höfðu farið fram á þessum stöðum upptökur vegna áðurnefndrar kvikmyndar. Olíubrák í Flosagjá Matthías Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits- ins, segir að loknum samtölum við lögreglu, þjóðgarðsvörð á Þingvöll- um, Hollustuvernd ríkisins og fleiri aðila hafi verið ákveðið að ræða við fyrirtæki í Reykjavík sem annast uppdælingu spilliefna á borð við olíu. Þá hafi verið staðfest að óhapp hafi örðið á Þingvöllum dag- inn áður og viðkomandi fyrirtæki verið beðið að því búnu að annast hreinsun. „Eftir að hafa fengið þetta stað- fest könnuðum við verksummerki og fundum olíubrák í Flosagjá og ennfremur í jarðvegi þar í kring og við Öxarárfoss. Flest bendir til að einhverjir tugir lítra hafi lekið nið- ur. Eðlilega urðu menn undrandi á að þarna væri verið að fara með olíu. Skömmu síðar var haft sam- band frá framleiðslufyrirtæki kvik- myndarinnar og sagt að olían hefði lekið af dísilbíl. Um afar stóran bíl hlýtur að hafa verið að ræða," segir Matthías. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskaði þess í kjölfarið að málið yrði rannsakað og segir hann að lögregl- an á Selfossi hafi farið fram á það við embætti lögreglunnar í Reykja- vík að fá nánari skýringar hjá kvik- myndafyrirtækinu og fyrirtækinu sem annaðist hreinsun olíunnar. „Við teljum að tjónið sé ekki var- anlegt en það er áhyggjuefni ef menn eru að fara með olíu inn í þjóðgarðinn. Þingvallanefnd þarf að vera mjög á varðbergi og sömuleiðis þjóðgarðsvörður í þessu sambandi, hver svo sem skýringin á þessu til- tekna atviki er," segir hann. Bent á tilkynningaskyldu í bréfi embættisins til Þingvalla- nefndar frá 5. maí síðastliðnum er m.a. vakin athygli á olíumenguninni, bent á tilkynningaskyldu vegna slíkra óhappa og að gefnu tilefni að æskilegt sé að geta haft samskipti við og aflað upplýsinga frá þjóð- garðsverði í því sambandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.