Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 56
BH *Hreint System minni eyðsla - hreinni útblástur meiri sparnaður tvgmiMafeife Drögum næst 24. febrúar J0^ HAPPDRÆTTI ^ffl HÁSKÓLA ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍM1569U00, SÍMBRÉF S691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1998 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Viðræður um tilboð sjómanna drógust á langinn hjá rflrissáttasemjara Utvegsmenn hlynntir frestun verkfalls um einn mánuð RIKISSTJORNIN ákvað í gær að fallast á tillögur samninganefnda sjómanna um frestun verkfalls um einn mánuð gegn því að skipuð verði nefnd til að kanna verðmynd- un á fiski. Það þýðir að ekki kemur til lagasetningar á verkfall sjó- manna ef samkomulag næst um a- þessa málsmeðferð. Málið var rætt á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær- kvöld. Útvegsmenn féllust á frestun verkfallsins en létu bóka að þeir væru ekki að biðja um löggjöf í tengslum við lausn deilunnar. Vegna frumvarps ríkisstjórnar- innar til laga um stöðvun verkfalls á fiskiskipaflotanum lögðu samninga- nefndir Sjómannasambands Is- lands, Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands og Alþýðusam- bands Vestfjarða til í gær að verk- falli sjómanna yrði frestað um mán- uð, frá kl. 23 í kvöld til sama tíma 15. mars. Ósk þeirra var sett fram í bréfi til ríkissáttasemjara, á þeirri forsendu að skipuð verði nefnd sú sem um er getið í frumvarpi ríkis- stjórnarinnar er hafi það að verk- efni að kanna verðmyndun á fiski og þá þætti sem áhrif hafa á hana. Nefndin skili tillögum fyrir 10. mars, sem beinist að því að koma í veg fyrir að viðskipti með sjávarafla milli tengdra aðila og viðskipti með aflaheimildir hafi áhrif á skiptakjör sjómanna. „Deiluaðilar hafa til þessa ekki fundið grundvöll til lausnar á yfir- standandi deilu en telja að starf nefndar óháðra aðila gæti hugsan- lega leitt til lausnar á ágreiningi að- ila á meðan á frestun verkfalls stæði," segir í bréfi samninganefnd- anna. Ráðherrar fagna Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar vegna málsins í gær og ákvað að styðja tillögu sjómanna en það þýðir að ekki kemur til stöðvun- ar verkfalls sjómanna með lögum. Eftir fundinn fögnuðu ráðherrar Morgunblaðið/Kristinn FORYSTUMENN sjómanna, Guðjón A. Kristjánsson og Sævar Gunnarsson, voru glaðir í bragði þegar þeir komu á fund sáttasemjara í gærkvöld. Fundahöld í Karphúsinu drógust fram á nótt. ríkisstjórnarinnar tillögu samninga- nefnda sjómanna. „Okkar markmið var það að deilan kæmist í farveg sem leiddi til lausnar og verkfalli myndi ljúka vegna þess að það er mikið í húfi fyrir þjóðarbúið. Ef efni þessa bréfs sjómanna gengur eftir að meginefni til verður ekki verkfall yfir þennan hábjargræðistíma. í annan stað er viðurkennt í þessu bréfi að málið hafi verið komið í al- gjört öngstræti og tekið undir það sjónarmið að óháðir aðilar geti kom- ið málinu á hreyfmgu, þannig að þetta er allt í samræmi við það mat sem við höfðum á stöðunni," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Þegar samninganefndir aðila sjó- mannadeilunnar komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í gærkvöld var búist við stuttum fundi. Um miðnættið var enn beðið eftir svörum samninganefnda vél- stjóra og útvegsmanna en af þeirra svörum gat ráðist hvort verkfalli yrði frestað. Fram kom að útvegs- menn gátu ekki fallist á óbreyttan texta tilboðs sjómanna. Þeir töldu tímarammann of þröngan og vildu að verkfalli yrði frestað í lengri tíma. Þá var ágreiningur um það hvert nefndin ætti að skila tillögum, út- vegsmenn vildu að hún skilaði til samningsaðila. Niðurstaða útvegsmanna var sú að þeir féllust á frestun verkfalls til þess tíma sem sjómenn óskuðu eftir og var ríkissáttasemjara tilkynnt um það upp úr klukkan hálfeitt í nótt. En jafnframt lét samninga- nefnd útvegsmanna bóka hjá sátta- semjara að þeir væru ekki að biðja um lagasetningu í tengslum við lausn deilunnar. Vélstjórar biðu eftir útvegs- mönnum Vélstjórar vildu bíða eftir svörum útvegsmanna áður en þeir svöruðu því hvort þeir vildu fresta verkfalli fyrir sitt leyti. Þeirra afstaða lá ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun en talið var að ekki myndi stranda á þeim. Viðbrögð samninganefnda Sjó- mannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins við svör- um útvegsmanna voru heldur ekki komin og því lá ekki endanlega fyrir hvort verkfalli yrði frestað. I yfirlýsingu sem forsetar Al- þýðusambands íslands sendu frá sér í gær kemur fram að efasemdir eru meðal lögfræðinga sem vinna fyrir verkalýðshreyfinguna um að lagasetning á verkfall sjómanna sé í samræmi við stjórnarskrá og al- þjóðlegar skuldbindingar sem ís- land hefur gengist undir. Áskilur ASÍ sér rétt til að láta á það reyna hvort slík lagasetning fái staðist. Verkfall sjómanna hefur staðið frá 2. febrúar síðastliðnum og eru flest skip sem það nær til bundin við bryggju. Verkfallsvakt sjómanna sakar þó útgerð báts sem reri í gær frá Þorlákshöfn um að vera ekki með lögskráða áhöfn en lögreglan segir að svo virðist sem skráningin sé í lagi. Verkfallsvaktin segir að tveir aðrir bátar hafi verið staðnir að verkfallsbrotum en þeir voru báðir á sjó í gær. I Ráðherrar fagna/6 I Ætluðu að tefja/7 Útför Halldórs verður gerð á laugardag Sjónvarpað verður beint frá athöfninni ÁKVEÐIÐ hefur verið að út- för Halldórs Kiljans Laxness rithöfundar verði gerð frá Kristskirkju, Landakoti, laugardaginn 14. febrúar næstkomandi og er gert ráð fyrir að athöfnin hefjist klukkan 13.30. Ákveðið hefur verið að Ríkissjónvarpið sýni athöfnina í beinni útsend- ingu. Útförin fer fram á vegum hins opinbera samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fyrirhugað er að séra Jakob Rolland prestur hjá kaþólska söfnuðinum á íslandi, sem veitti Halldóri seinustu smurningu að kaþólskum sið, muni jarðsyngja á laugardag. I samtali við Morgunblaðið sagði séra Jakob að sungin verði sálumessa með hefð- bundnum hætti. „Miðdepill athafnarinnar er fórn Jesú Krists sem er til staðar á altarinu og er æðsta bæn kirkjunnar sem Kristur lét postulum sínum í té og kirkjan hefur ævinlega farið með síðan. Því er altarisþjón- usta með sakramentinu mið- depill athafnarinnar, ásamt bænum og predikun," segir séra Jakob. Halldór verður greftraður að Mosfelli í Mosfellssveit. Morgunblaðið/Árni Sæberg Síðasti skiladagur SIÐASTI skiladagur skattframtala var í gær. Þótt margir hafí fengið skilafrest skiiuðu margir framtölum sínum, sumir á síðustu stundu í gærkvöldi. Skattayfirvöld leggja áherslu á að fólk vandi útfyllingu framtal- anna og skili þeim ókrumpuðum í sömu um- slögum og eyðublöðin voru í. Framtölin sem þessir framteljendur skiluðu í póstkassa skattstofunnar í Reykjavík í gærkvöldi voru greinilega í réttum umslögum. Ammassat í loðnuleit Enga loðnu er enn að fínna „ÞAÐ er nákvæmlega ekkert að gerast hérna, ekkert að finna. Við töldum okkur finna eitthvert „ryk" í morgun, en það er ekki víst að það hafi verið loðna eins og við vorum að vona," sagði Björn Guðmundsson, skip- stjóri á grænlenzka loðnuskipinu Ammassat, í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. Björn sagði að þeir væru rétt sunnan við Hvalbakinn og fyndu ekkert. „Þetta er bara biðstaða þar til eitthvað finnst," sagði hann. Ammassat var eina loðnuskipið á þessum slóðum, enda áhafnir íslenzku skipanna í verkfalli. Rannsóknarskipið Arni Friðriksson var Litlu sunnar á leið norður eftir og hafði leit þess heldur engan árangur borið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.