Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 43 BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Við reykinn er Reykjavík kennd Alfreð Þorsteinsson Frá Alfreð Þorsteinssyni: ÞEGAR Ingólfur Arnarson nam land í Reykjavík lagði reyk frá hverum inn af víkinni við sundin. Af hverareyknum hlaut Reykjavík nafn sitt. Þegar gestir, innlendir og er- lendir, heim- sækja Reykjavík eru hverirnir ekki lengur sýni- legir, og ekkert sem minnir á heita vatnið, nema menn bregði sér í sundlaug- arnar. Þó er heita vatnið og Hita- veita Reykjavíkur það fyrirtæki, sem Reykvíkingar eru einna stolt- astir af. Snemma vaknaði því sú hugmynd að koma upp goshver í Reykjavík. Mætir Reykvíkingar hafa í ræðu og riti lagt þessari hugmynd lið. Má þar nefna Magnús Óskarsson, fyrr- verandi borgarlögmann, og Sigurð E. Guðmundsson, forstjóra Hús- næðisstofnunar ríkisins, sem var borgarfulltrúi Alþýðuflokksins og flutti tillögu um þetta í borgarstjórn fyrir tuttugu árum, sem raunar var samþykkt, þó að ekkert yrði úr framvæmd þá. Þegar Helgi Hjörvar tók málið upp í stjórn Veitustofnana Reykja- víkurborgar fyrr á þessu kjörtíma- bili fékk tillagan góðar undirtektir í meirihluta og minnihluta borgar- stjórnar. Og ákvörðun um staðsetn- ingu í Öskjuhlíð tengdist því að ár- lega sækja 2-300 þúsund gestir Perluna heim og í hópi þeirra eru fjölmargir erlendir ferðamenn. Perlan er í eigu Hitaveitu Reykjavíkur eins og kunnugt er. Frá fyrstu tíð hafa verið uppi hug- myndir um að í tenglsum við Perluna væri hægt að kynna starf- semi Hitaveitu Reykjavíkur. Með goshvernum ásamt því að nú er unnið að því að koma upp fræðslu og kynningarmiðstöð fyrir Hitaveit- una í kjallara Perlunnar, verður bætt úr því. Þannig munu innlendir og erlendir ferðamenn og skóla- nemar fá tækifæri til að fá fræðslu um heita vatnið á einum stað í Reykjavík. Kostnaður við goshverinn er áætl- aður 22 millj. króna og er kostnaður vegna umhverfisins stærsti hluti hans, en nauðsynlegt þótti að vanda vel til þess verks. Á Yngvi Þór Loftsson heiðurinn af umhverfis- hönnun, en Isleifur Jónsson verk- fræðingur var hönnuður og verkefn- isstjóri við sjálfan goshverinn. A næstunni verður efnt til hug- myndasamkeppni meðal lands- manna um nafn á nýja goshvernum, sem er til sýnis daglega milli kl. 13 og 15 fyrst um sinn. Það er trú mín að goshverinn í Öskjuhlíð verði eitt af kennileitum Reykjavíkur í fram- tíðinni. Það er vel við hæfi í borg- inni sem kennir sig við reykinn frá heita vatninu. ALFREÐ ÞORSTEINSSON borgarfulltrúi, form. Veitustofnana Reykj avíkurborgar. Hverju lofaði R-listinn? < i Ég sagði kennaranum þínum það sem þú sagðir um kærastann hennar ... Hún sagði að þú hefðir haft rétt fyrir þér ... Hann er nautheimskur og hún ætlar aldrei að hitta hann aftur . Ég gæti stjórnað iillinn heiminum héðan undan rúminu mi'nu. --• ^^^ Frá Guðjóni Sigurðssyni: EFTIR rúma þrjá mánuði mun ég ásamt flestum öðrum Reykvíking- um, ganga að kjörborði og kjósa til borgarstjórnar. Síðustu fjögur ár hefur R-listinn verið við völd hér í Reykjavík og er það ætlun mín að skoða hér nokkur kosningaloforð, sem R-listinn setti fram árið 1994. Haustið 1995 hafi ðll börn á leik- skólaaldri þriggja ára og eldri fengið þá vistun sem foreldrar þeirra vilja nýta sér. Haustið 1996 hafi öll börn tveggja ára og eldri fengið þá vistun sem foreldrar þeirra vilja nýta sér. Fyrir lok kjörtímabilsins hafi öll eins árs börn og eldri fengið þá vistun sem foreldrar vilja nýta sér. Árangur er sá að árið 1995 voru 20 börn þriggja ára og eldri á biðlista. Árið 1996 voru 97 börn á biðlista tveggja ára og eldri. Arið 1998, hinn 26. janúar voru 1.768 börn eins árs og eldri á biðlista. Sem sagt, mínus. R-hstinn gerði baráttuna við at- vinnuleysið að forgangsverkefni. Árið 1994 voru 3.400 skráðir at- vinnulausir í Reykjavík. í janúar árið 1998 voru 2.685 atvinnulausir, þar af 1.137 karlar og 1.548 konur. Árangur? Þrátt fyrir að heildar- tala hafi vissulega lækkað þá verð- ur að segjast alveg eins og er að mitt í öllu góðærinu getur batinn ekki talist viðunandi. Arið 1994 segir R-listinn: Byggð verður 50 metra, yfirbyggð sund- laug í Reykjavík á kjörtímabilinu. Hvar er sundlaugin? Árið 1994 segir R-listinn: Gera þarf átak til að fjölga leiguíbúðum í borginni til að bæta úr mjög brýnni húsnæðisþörf. Og hvar eru allar leiguíbúðirnar? Arið 1994 segir R-listinn: Fjölg- um hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Arangurinn eru 39 rúm nú í janúar við Hjúkrunarheimilið í Suður- Mjódd. Hvílíkur árangur á fjórum árum eða stendur metnaðurinn ekki undir meiru? Þessi atriði segja mér að akki fara alltaf saman fögur orð og efndir. GUÐJÓN SIGURÐSSON Hátúni lOa, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.