Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 34. TBL. 86. ARG. MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hernaðaruppbyggingu á Persaflóa vex ásmegin Cohen segir stuðn- ing við árásir vaxa Washington, Ottawa, Bagdad. Reuters. BANDARÍSK stjórnvöld vísuðu því á bug í gær að þau væru gripin stríðsæsingi en Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði þá yfirlýstu afstöðu sína að ekki yrði hikað við að beita hernaði gegn írak ef ekki tekst að leysa deiluna um vopnaeftirlit í landinu með samningum. William Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði frétta- mönnum í Abu Dhabi, höfuðborg Saudi-Arabíu, að stuðningur væri sí- vaxandi við hernaðarárásir gegn meintum gereyðingarvopnabúrum íraka. „Þetta er sannkallað banda- lag," sagði Cohen, og benti á að stjórnvöld í Oman hefðu lýst stuðn- ingi við stefnu Bandaríkjamanna og fleiri lönd væru nú að bjóða liðveizlu sína í hernaðaraðgerðum. Heima í Washington fagnaði Clinton nýjum stuðningsyfirlýsingum Kanadamanna og Ástrala. „Við verðum að vera reiðubúnir til að láta verkin tala og ég er mjög þakklátur fyrir að aðrir skuli vera tilbúnir til að standa með Banda- rfkjunum," sagði Clinton. Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, lýsti því yfir í gær að Kanadamenn myndu leggja hernað- arviðbúnaði við Persaflóa til frei- gátu, tvær herfiutningaflugvélar og 300-400 hermenn. Einungis Banda- ríkjamenn og Bretar eru með meiri viðbúnað á svæðinu, sem ætlað er að vera til taks ef ákvörðun verður tek- in um að gera hernaðarárás á írak. Astralíustjórn gaf einnig til kynna í gær að hún myndi senda herskip til Persaflóa og stjórnvöld í Þýzkalandi og Portúgal sögðust hafa samþykkt að bandaríski herinn hefði afnot af flugvöllum á þeirra landsvæði ef þurfa þætti í hernaði gegn írak. Rússar ítreka aðvaranir írösk stjórnvöld gafu í gær út opið boð til stjórnmálamanna heimsins að koma til Bagdad til að kynna sér þeirra málstað í deilunni. Rússar ít- rekuðu fyrri aðvaranir við því að írakar yrðu beittir hervaldi; deiluna beri að leysa með friðsamlegum hætti. Rússnesk flugvél með þing- menn, blaðamenn og hjálpargógn innanborðs fékk í gær að halda áfram ferð til Bagdad eftir að nefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem hefur yfirumsjón með refsiað- gerðum gegn írak, veitti til þess heimild. Vélin hafði verið kyrrsett í Armeníu frá því á sunnudag og hafði það valdið gremju í Rússlandi. Reuters ÞÝZKUR lögreglumaður skoðar staðinn í rútunni, þar sem farþegi skaut tvo tollverði til bana í gær. Eftir verknaðinn stökk maður- inn út um gluggann og reyndi að forða sér, en náðist. Fjórir toll- verðir skotnir FJÓRIR landamæraverðir, þrír þýzkir og einn svissneskur, voru í gær skotnir til bana við störf á tveimur landamærastöðvum, annars vegar við Görlitz, sunnarlega við landamæri Þýzkalands og Póllands, og hins vegar á svissnesk-þýzku landamærunum hjá Bodensee-vatninu. Stjórnmála- mönnum úthýst Búdapest. Reuters. UNGVERSKUM stjórnmálambnn- um hefur verið meinaður aðgangur að tónleikum þekktrar sinfóniu- hljómsveitar í Búdapest svo lengi sem þeir neita að útvega hljdm- sveitinni meira rekstrarfé. Hljóm- sveitarstjórinn lýsti þessu yfir í gær. Ivan Fischer, sem á örfáum árum hefur tekizt að byggja upp al- þjóðlegan orðstír Hátíðarhh'óm- sveitar Búdapest, ákvað að veita borgarfulltrúum ráðningu með því að neita að láta þeim í té frímiða á tónleika hljómsveitarinnar. „Stjórnmálaitienn eru óvelkomn- ir," sagði Fischer. „Ég tel mig hafa því hlutverki að gegna að sjá til þess að halda hh'ómsveitinni alþjóð- lega samkeppnishæfri og að halda í hæfa tónlistarmenn, en þeir [borg- arfulltrúarnir] skilja það ekki og gera mér mjög erfitt fyrir." Fischer áformar að fara með hljómsveitina í tónleikaferðalag um Evröpu og Bandaríkin seint á þessu ári. Hann segir að tilboð borgaryf- irvalda um að lujómsveitin fái 134 miiyónir flórínta í rekstrarfé (um 46,5 milljónir kr.) sé „algerlega út í hött". Þessi upphæð dygði engan veginn fyrir lágmarksrekstri h(jóm- sveitarinnar. Fái hljómsveitin ekki meira fé mun hún, að sögn Fischers, missa gott tónlistarfólk og jafnvel gæti svo farið að sveitin leystist upp. Ferenc Kormendy, formaður menningarmálanefndar borgar- stjórnar Búdapest, sagði það fárán- legt af Fischer að meina stjórn- málamönnum aðgang að hyómleik- um. „Hann lætur eins og hann sé við stjórnvöl einkarekinnar hh'óm- sveitar," sagði Kormendy. Hann sagði það ekki borgaryfirvöldum að kenna að upphaflegur rekstrar- styrkur sem hljómsveitin naut hafi ekki hækkað í samræmi við verð- bólgu í landinu, sem er nú 23%, enda hefðu laun í Ungverjalandi ekki gert það heldur. KONA þreskti hveiti í rústum heimilis síns í bænum Ghanj í Afganistan í gær. Reuters Gífurleg eyðilegging varð í jarðskjálftunum í Afganistan Hungursneyð vofir yfir Ghanj í Afganistan. Reuters. AFGANSKIR embættismenn og fulltrúar hjálparsamtaka sögðu í gær að bærinn Ghanj hefði orðið verst úti í jarðskjálftanum sem reið yfir norðurhluta Afganistans í síð- ustu viku. Þegar fréttamenn komust til bæjarins í gær sögðu sumir íbúanna, sem lifðu jarð- skjálftann af, að þeir myndu brátt deyja úr hungri ef matvæli bærust ekki fljótlega. Hvítur fáni blakti yfir nýrri gröf í Ghanj í gær og á hann var letruð múslímsk trúarjátning Afgana: „Það er enginn guð nema Guð." Margir þeirra er létu lífið í skjálft- anum voru lagðir í fjöldagröf vegna þess að í múslimskum sið er kveðið á um að greftrun skuli fara fram án tafar. Skammt frá gröfinni sat fjöl- skylda skjálfandi af kulda úti fyrir skýli sem hróflað hafði verið upp, gert af teppum og stráum. Börnin voru berfætt. Dauður búfénaður lá eins og hráviði í grenndinni. Alls urðu um 28 bæir í Rostaq- héraði illa úti í skjálftanum og í gær reið enn einn eftirskjálfti yfir hér- aðið. Sheila Hall, fulltrúi samtakanna Læknar án landamæra, sagði í gær að vont veður hamlaði enn björgun- arstörfum og hefðu tvær flugvélar á vegum Rauða krossins orðið frá að hverfa. I gær gerði mikla snjókomu. Samtökin áætla nú að um 4.200 manns hafi týnt lífi í jarðskjálftan- um, þar af 1.800 í Rustaq. Samgönguerfiðleikar hafa gert mörgum fbúum bæjanna erfitt um vik að komast til höfuðstaðar hér- aðsins eftir matvælum og aðhlynn- ingu. Sagði Hall að margir hinna slösuðu kæmu á asnabaki. Maður, sem talinn er vera upp- runninn annaðhvort í Kasakstan eða Úkraínu, skaut tvo þýzka tollverði í fullsetinni fólksflutningabifreið með byssu annars þeirra, sem honum hafði tekizt að hrifsa úr slíðri varð- arins. Tollverðirnir voru að sinna venjulegu eftirliti á landamærum Þýzkalands og Póllands. Einnig hlutu tveir farþegar skotsár. Um sjö klukkustundum síðar skaut maður, sem að sögn lögreglu var af ítölsku þjóðerni, þýzkan landamæravörð og svissneskan starfsbróður hans á fáfarinni landamærastöð milli Sviss og Þýzkalands við Bodensee-vatnið, 750 km frá vettvangi fyrri morðanna tveggja. Stjórnvöld sögðu frá því síðar að í farangursrými bifreiðar ítalans hefði fundizt sprengiefni og svo virtist sem hann hefði ætlað að freista þess að smygla vopnum inn til Þýzkalands. Eftir að hann skaut landamæraverðina út um bílglugg- ann ók hann spölkorn áfram en skaut svo sjálfan sig í hófuðið. Hann var fluttur á sjúkrahús og lézt þar nokkru síðar. Orsök morðanna á tollvörðunum tveimur á pólsk-þýzku landamærun- um var hins vegar talið að rekja mætti til geðveilu morðingjans. ---------???-------- 35 stunda vinnuvika París, Róm. Reuters. FRÁNSKA þingið samþykkti í gær tímamótalöggjöf um að stytta vinnuvikuna í 35 stundir úr 39 í því augnamiði að draga úr atvinnuleysi. Þessi breyting á að koma til fram- kvæmda í áföngum á næstu þremur árum. Neðri deild þingsins samþykkti lögin með 316 atkvæðum gegn 254. Franskir atvinnuveitendur og hægrimenn eru andvígir breyting- unni og telja að hún muni draga úr samkeppnishæfni landsins. Varð þetta kommúnistum á Italíu tilefni til þess að hvetja þarlend stjórnvöld til þess að standa við gef- in fyrirheit um að gera slíkt hið sama fyrir 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.