Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR II. FEBRÚAR 1998 15 Sameining sveitarfélaga í Mýrasýslu Mesta andstaðan í nágreiini þéttbýlisins Andstaða við sameiningu sveitarfélaga í Mýrasýslu virðist vera mest í Borgarhreppi sem umlykur Borgarnes út að sjó. Fólkið þar býr í sveitinni en sækir gjarnan vinnu og alla þjónustu í þéttbýlið. Helgi Bjarna- son skoðaði hugmyndir um sameiningu. Morgunblaðið/Júlíus ÍBÚAR sveitarfélaganna í nágrenni Borgarness sækja þjónustuog sumir einnig vinnu í Borgarnes. Þar hefur m.a. verið byggð upp glæsileg íþróttaaðstaða. Óli Jón Gunnarsson Þorkell Fjeidsted Einar Ole Pedersen ATKVÆÐI verða greidd um sam- einingu fjögurra sveitarfélaga í Mýrasýslu hinn 14. febrúar næst- komandi. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Borgarbyggð, Borgar- hreppur, Alftaneshreppur og Þver- árhlíðarhreppur. Fyrir fjórum ár- um voru átta sveitarfélög í Mýra- sýslu en fjögur þeirra sameinuðust í Borgarbyggð við síðustu kosning- ar, þ.e. Borgames, Hraunhreppur, Stafholtstungur og Norðurárdalur. Verði sameiningin nú samþykkt hafa öll sveitarfélög Mýrasýslu sameinast í eitt fyrir utan Hvítár- síðu. Um síðustu áramót voru 2.384 íbúar í þessum fjórum sveitarfélög- um. Flestir voru í Borgarbyggð, 2.083. I sveitahreppunum búa frá 70 til 130 manns, fæstir í Þverár- hlíð. Borgarnes er miðstöð sýsl- unnar og reyndar alls Borgarfjarð- arhéraðs. Smærri byggðakjarnar eru við skólana á Varmalandi og Bifröst. Stuðningur í minnsta sveitarfélaginu Bæjarstjórn Borgarbyggðar átti frumkvæðið að þeim sameiningar- tilraun sem nú fer fram. Skrifaði hún öllum hreppsnefndum sýsl- unnar bréf og bauð upp á viðræð- ur. I upphafi hittust hreppsnefndimar á sam- eiginlegum fundi. Sveit- arfélögin fjögur ákváðu síðan að skipa viðræðu- nefnd með tveimur full- trúum frá hverju en Hvítsíðingar höfnuðu þátttöku. Að undangeng- inni skoðanakönnun ákvað hrepps- nefndin í Hvítársíðu að taka þátt í sameiningarviðræðum með fimm hreppum Borgarfjarðarsýslu. Ibú- arnir felldu síðan þá sameiningu með fjögurra atkvæða mun. Við- ræðunefndin hefur starfað frá því í haust og hefur nú lagt fram tillögu að sameiningu sveitarfélaganna fjögurra og verða greidd atkvæði um hana næstkomandi laugardag. Skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa sveitahreppanna leiddi í ljós að mikill áhugi er á sameiningu í Þverárhlíð, Borghreppingar eru frekar á móti og heldur meiri and- staða en fylgi í Alftaneshreppi. Ekki þótti ástæða til að kanna skoðanir íbúa Borgarbyggðar til sameiningar enda ekki orðið vart við andstöðu þar. Reikna má með að sameining verði örugglega samþykkt í fjöl- mennasta byggðarlaginu og því fá- mennasta, Borgarbyggð og Þver- árhlíð. Reynslan sýnir að almennt íylgi er við það í stærri byggðar- lögum að taka sveitahreppa undir sinn „vemdarvæng". Hins vegar eru oft skiptar skoðanir í minni sveitarfélögunum. Aðstæður virð- ast hafa breyst í Þverárhlíð frá því að hreppsbúar felldu sameiningu Mýrasýslu á sínum tíma því í skoð- anakönnuninni á dögunum lýstu 30 íbúar sig fylgjandi sameiningu en 15 voru á móti. Hugsanlegt er að eitthvert bakslag komi í þennan víðtæka stuðning eftir að nágrann- arnir í Hvítársíðu ákváðu að sam- einast ekki suður yfir á en ólíklegt er talið að það breyti afstöðu íbú- anna svo mikið að sameining sé í hættu í Þverárhlíð. Andstaða í Borgarhreppi Meirihluti íbúa Borgarhrepps og Alftaneshrepps sagðist vera á móti sameiningu í skoðanakönnuninni. Þannig sögðu 49 Borghreppingar nei við sameiningu en 39 já. Mun- urinn var lítill í Alftaneshreppi, 28 sögðu nei en 25 jó. „Tilgangur skoðanakönnunarinnar var að sjá hvemig landið lægi. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vora það eindreg- in tilmæli fulltrúa hinna sveitarfé- laganna að hafa okkur með,“ segir Þorkell Fjeldsted, hreppsnefndar- maður í Ferjukoti í Borgarhreppi, sem jafnframt er formaður samein- ingarnefndarinnar. í þessu sam- bandi bendir hann á að skoðana- könnunin hafi verið gerð áður en nefndin hafi lokið yfirferð sinni um fjármál og fleiri þætti og áður en nokkur kynning hafði farið fram. Málin hafi skýrst töluvert og hann segir að menn vilji reyna að þoka málum áfram í átt til sameiningar. Einar Ole Pedersen, oddviti Alftaneshrepps, segir að niðurstaða skoðana- könnunar í hreppnum bendi til þess að skoðan- ir manna hafi lítið breyst frá því fyrir fjóram ár- um. Þá var sameining Mýrasýslu samþykkt en síðan felld í hreppn- um þegar atkvæði vora greidd aft- ur hjá þeim sem samþykktu í fyrri umferð. Telur Einar Ole að úrslitin í hreppnum verði tvísýn eins og áð- ur, þau ráðist af örfáum atkvæðum. „Ég vona það, þetta hefur áhrif á þróun héraðsins og framtíð. Ég vona að skynsemin verði tekin fram fyrir tilíinningarnar," segir Oli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Borgarnesi, þegar hann er spurður hvort útlit sé fyrir að af samein- ingu verði að þessu sinni. Lítur hann á það sem hagsmuni héraðs- ins að sveitarfélögunum fækki og þau stækki og fagnar sameiningar- þróun í Borgarfjarðarsýslu. Sveitarfélögin í Mýrasýslu og héraðinu öllu hafa með sér sam- starf um ýmis mál. Óli Jón segir að stjómsýslan verði skilvirkari og hraðari ef hægt verði að taka ákvarðanir í einni sveitarstjóm eða að tvö stór sveitarfélög geti samið um þau í stað þess að fara í gegn um fjölmörg byggðasamlög og sveitarstjómir. „Ákvarðanir verða teknar nær þeim sem bera hina pólitísku ábyrgð, sveitarstjómun- um sjálfum," segir Óli Jón. Loks nefnir hann að meiri hækkanir hafi verið á þeim útgjöldum sveitar- félaga sem fara um byggðasamlög en þeim sem sveitarstjómirnar sjálfar um véla og það bendi til þess að ákveðinn slaki sé á stjórn- uninni. Sækja skóla í Borgarnesi í Borgarhreppi og Álftanes- hreppi heyrast þær raddir að engin þörf sé á sameiningu, hrepparnir séu vel stæðir fjárhagslega og geti enn um skeið leyst sín mál með samvinnu við önnur sveitarfélög. Alftaneshreppur á til dæmis all- margar hlunnindajarðir við Langá, Alftá og Umðaá. Þorkell Fjeldsted bendir á að öll sveitarfélögn séu ágætlega stæð og við athugun sam- einingamefndarinnar hafi komið í ljós að orðrómur um bága stöðu Borgarbyggðar vegna uppbygg- ingar íþróttamannvirkja í Borgar- nesi eigi sér ekki stoð í raunvera- leikanum. Hann bendir á að þótt þessi sveitarfélög geti miðað við núverandi aðstæður starfað sjálf- stætt í nokkur ár í viðbót séu þau háð nágrönnum sínum með þjón- ustu og ekki þurfi mikið á að bjáta til þess að fjárhagurinn fari á verri veg. Skynsamlegt sé að sameinast meðan fjármálin séu í góðu lagi hjá öllum aðilum. Ibúar Borgar- og Alftanes- hrepps sækja meginhluta sinnar þjónustu í Borgarnes. Þannig ganga öll böm úr Álftaneshreppi í skóla í Borgarnes og einnig bömin úr neðri hluta Borgarhrepps. Börnin úr efri hluta hreppsins era í skóla á Varmalandi. Þá vinna margir íbúar beggja sveitanna í Borgamesi. Þorkell Fjeldsted tel- ur að fólk á flestum bæjum hrepps- ins sæki vinnu í Borgames. Borgarhreppur umlykur Borg- ames fram að sjó og virðist það ekki síður vera fólkið sem nýtur nábýlisins við þéttbýlið, vinnur í Borgarnesi og sækir þangað alla sína þjónustu, sem er á móti sam- einingu. Óttast að standa fyrir utan Kynningarfundir um sameiningu sveitarfélaganna hafa staðið yfir frá því í síðustu viku. Einnig er gefið út fréttabréf. Þorkell Fjeldsted telur að fólk komi með opnum huga á kynningarfundina og málin skýrist töluvert á þeim. Telur hann að mál- in „séu á réttri leið“ en vill þó ekki slá neinu fbstu um niðurstöðuna. Sameiningamefndin hefur ákveðið að ef sameining verður felld í ein- hverju sveitarfélaganna þá verði látin fara fram önnur atkvæða- greiðsla þar sem hún verður sam- þykkt. Verður seinni umferðin að hálfum mánuði liðnum. Ljóst er að sameining sveitarfé- laga í öðram landshlutum hefur áhrif á Borgfírðinga eins og aðra sem era í sam- einingarhugleiðingum. Ekki síst hefur samein- ingaramræðan í Borgar- fjarðarsýslu haft áhrif í Mýrasýslu en líkur era á að fjórir stærstu hreppamir í Borgarfjarð- arsýslu norðan Skarðsheiðar sam- einist á næstunni. Þorkell Fjeld- sted segist verða var við ótta fólks við að búa í litlu sveitarfélagi sem standi utan við sameiningarþróun- ina, að hagsmunir þess kynnu þá að verða fyrir borð bornir. J Sumir óttast að verða útundan Búa í sveit en njóta nábýlis við þéttbýlið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.